Morgunblaðið - 31.12.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.12.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 13 Byggðastofnun kynnir greinargerð vegna úthlutunar byggðakvóta fyrir fískveiðiárið 1999-2000 Þörf á sértækum stj órnvaldsaðger ðum ÞÖRF er á sértækum stjórnvalds- aðgerðum eigi að bregðast við þeim vanda sem skapast hefur á lands- byggðinni almennt vegna samdrátt- ar í sjávarútvegi. Þetta er meðal þess sem kom fram á fréttamanna- fundi forsvarsmanna Byggðastofn- unar í gær en þar var kynnt grein- argerð vegna úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 1999-2000. Það er hins vegar mat Egils Jónssonar, formanns stjórnar Byggðastofnunar, að úthlutun byggðakvóta til einstakra byggðar- laga, sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi, geti skipt miklu fyrir einstök byggðar- lög. Stefán Þórarinsson hjá ráðgjaf- arþjónustunni Nýsi hf. og Egill Jónsson, formaður stjórnar Byggðastofnunar, kynntu í upphafi fundarins skýrslu vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiárið 1999- 2000, sem Stefán hefur unnið fyrir Byggðastofnun, og jafnframt rakti Egill tildrög þess að ákveðið var að ráðast í slíka úthlutun. Er það í samræmi við lög sem Alþingi sam- þykkti í upphafi ársins um úthlutun byggðakvóta til þeirra byggðarlaga sem lent hafa í vanda vegna sam- dráttar í sjávarútvegi. Akveðnar reglui- voru settar um það hvaða byggðarlög skyldu hljóta kvótann og skipti þar máli hvert kvótatap byggðarinnar hefur verið sl. 5 ár, hver hlutur fiskveiða og -vinnslu í atvinnulífi staðarins hefur verið, hver var fækkun ársverka í fiskvinnslu og -veiðum árin 1991- 1996 15%, frávik meðaltekna á íbúa frá landsmeðaltali, fólksfækkun síð- astliðin 5 ár 10% og íbúafjöldi á staðnum. Jafnframt kom byggðar- lag ekki til greina ef kvóti þess náði þegar 4.000 þorskígildum. Byggðakvóta úthlutað til 38 fyrirtækja og einstaklinga Byggðakvótinn var 1.500 þorsk- ígildistonn og var honum úthlutað til ellefu byggðarlaga á landinu. Þrjú þeirra eru á Vestfjörðum, tvö á Norðurlandi og sex á Austur- landi. Byggðákvóta var úthlutað til 38 fyrirtækja og einstaklinga í þessum byggðarlögum en umsóknir um kvótann höfðu hins vegar verið tæplega eitt hundrað. Enn fleiri að- ilar koma hins vegar að veiðum og vinnslu byggðakvótans, að því er fram kemur í skýrslu Byggðastofn- unar, í gegnum samninga við þá sem fengu úthlutun. Var byggða- kvótinn bundinn við byggðarlögin þannig að honum verður einungis landað í viðkomandi byggðarlagi og Morgunblaðið/Þorkell. Egill Jónsson, formaður sijórnar Byggðastofnunar, Haraldur Líndal Haraldsson og Stefán Þórarinsson á fréttamannafundi í gær. verkaður þar. Viðskipti með byggðakvótann eru óheimil. Alls eru 13 þeirra sem fengu byggðakvóta vinnsluaðilar en 26 þeirra eru útgerðaraðilar smábáta. Kom fram í máli forsvarsmanna Byggðastofnunar í gær að allir þessir aðilar hafa skuldbundið sig til að landa og vinna sinn afla í heimabyggð. Hafa margir með samningum við utanaðkomandi að- ila margfaldað vægi þess byggða- kvóta sem þeim var úthlutað. í skýrslunni er upplýst að áætluð margfeldisáhrif eru 3-4 ef miðað er við þær umsóknir sem orðið var við. Samkvæmt því sé eðlilegt að úr þeim 1500 þorskígildistonnum sem byggðakvótinn er verði landað á bilinu 5000-6000 þorskígildistonn- um á yfirstandandi fiskveiðiári vegna byggðakvótans. Varanleg ársverk vegna byggðakvóta gætu því orðið allt að 60-70 skv. þessu og er þá fyrst og fremst átt við árs- verk í vinnslu á saltfiski. Hins veg- ar er gert ráð fyrir að aukning í fiskveiðum verði fyrst og fremst í tekjum fremur en ársverkum. Reyndist flóknara í héraði en menn áttu von á Egill Jónsson sagði 1500 þorsk- ígildistonn að vísu ekki mjög mikið, aðeins um hálft prósent af heildar- kvótanum, en taldi ekki að æskilegt hefði verið að hafa byggðakvótann meiri því þá hefðu menn án efa far- ið að togast meira á um hann en ella. Hann tók fram að allar reglur, sem settar voru um úthlutunina, hefðu staðist en það hefði hins veg- ar komið greinilega í Ijós að málið var miklu flóknara í héraði en menn hefðu átt von á. Sérstaklega hefðu blandast inn í þetta atvinnu- mál í vissum byggðum og hefði Byggðastofnun af því tilefni aðstoð- að tiltekin byggðarlög við að gera úttekt á sínum málum. Var á fundinum í gær kynnt skýrsla sem Haraldur Líndal Har- aldsson hefur unnið á vegum Nýsis hf. fyrir stjórn Byggðastofnunar um atvinnumál í tveimur byggðar- lögum, Isafjarðarbæ og Hrísey, en niðurstaða Haraldar er sú að öll hagræðing sem orðið hafi í sjávar- útvegi á undanförnum árum hafi lent sem ágóði hjá útgerð, en fisk- vinnsla sitji eftir. „Og þetta hefur leitt til þess,“ sagði Haraldur, „að afkoma útgerð- arinnar hefur batnað og laun sjó- manna hækkað en fiskvinnslan berst í bökkum og laun fiskvinnslu- fólks standa í stað eða jafnvel lækka. Og þetta held ég að sé vandi landsbyggðarinnar í hnotskurn, landsbyggðin er orðin láglauna- svæði þar sem ríkir samdráttur en hins vegar hér á höfuðborgarsvæð- inu eru laun há og hér ríkir þenslu- ástand. Og síðan koma afleiðing- arnar af þessu, að lán fólksins eru að hækka úti á landsbyggðinni vegna þess að það ríkir þensla í Reykjavík sem hefur áhrif á vísi- tölu.“ Veiðiheimildir Isafjarðarbæjar dregist saman um 2/3 Haraldur rakti m.a. breytingar sem átt hafa sér stað í atvinnu- málum í Isafjarðarbæ á undanförn- Um 70% barnabóka unnin erlendis í KÖNNUN sem Bókasamband íslands hefur gert á prentstað ís- lenskra bóka sem birtast í Bóka- tíðindum Félags íslenskra bókaút- gefenda 1999 kemur fram að hlutfall prentunar erlendis hefur nánast staðið í stað »milli ára, þ.e.a.s. 35,8% bókanna voru prent- uð erlendis í ár samanborið við 36,2% í fyrra. Hins vegar kemur fram að prentun innanlands hefur aukist milli ára í flokki barnabóka, ljóðabóka, ævisagna og handbóka og að prentun erlendis hafi aukist milli ára í flokki skáldverka, fræði- bóka og almenns efnis. Sem dæmi má nefna að 31,4% barnabóka, ís- lenskra og þýddra, hafa verið prentuð á Islandi en 68,6% barna- bóka hafa verið prentuð erlendis. Þá hafa 67,7% skáldverka, ís- lenskra og þýddra, verið prentuð á Islandi en 32,3% verið prentuð er- lendis. 78,7% fræðibóka og bóka almenns efnis hafa verið prentuð á íslandi en 21,3% verið prentuð er- lendis. Og að lokum má nefna að 80,5% ljóðabóka, ævisagna og handbóka hafa verið prentuð á ísl- andi en 19,5% verið prentuð er- lendis. Flestar prentaðar í Singapore og Danmörku I könnun Bókasambands íslands kemur fram flestar bækurnar hafi verið prentaðar á Islandi eins og fyrr var getið um en erlendis hafa flestar bækurnar verið prentaðar í Singapore, eða 10,1% og síðan um árum og kom m.a. fram í máli hans að þróun launa hefur þar ver- ið óhagstæð í samanburði við með- allaun á landinu öllu. Voru meðal- tekjur í bænum sem hlutfall af landsmeðaltekjum 114,4% árið 1994, en þá er landsmeðaltalið 100, en var komið niður í 106,8% árið 1996 og fullyrti Haraldur að það færi enn lækkandi. Kom ennfremur fram að í upp- hafi fiskveiðiársins 1996 til 1997 hefðu skráðar veiðiheimildir í ísa- fjarðarbæ verið 29.018 tonn í þorskígildum en að í byrjun yfir- standandi fiskveiðiárs hefðu þær ekki verið nema 20.459 tonn. Síðan þá hafa skip með umtalsverðan kvóta verið seld úr byggðarkjarn- anum og af því leiði að skráðar veiðiheimildir í ísafjarðarbæ séu nú aðeins um 19.800 tonn í þorskígild- um. Af þessum kvóta séu 7.800 tonn í uppnámi fyrir heimamenn vegna vanda Básafells hf. Hafa veiðiheimildir í Isafjarðar- bæ því dregist saman um 1/3 á þessum stutta tíma og sagði Har- aldur að yrði farið með allar veiði- heimildir Básafells hf. úr Isafjarð- arbæ léti nærri að veiðiheimildimar hefðu dregist saman um 2/3 á um- ræddu tímabili. Slíkt væri vitaskuld afar alvarlegt í slíku sveitarfélagi. Umræður um fiskveiðistjórnun- arkerfið í heild sinni settu annars nokkuð svip sinn á fréttamanna- fund Byggðastofnunar í gær, í framhaldi af kjmningu á skýrslum sem Nýsir hf. hefur unnið fyi-ir stofnunina. Kom m.a. annars fram í máli Egils Jónssonar að hann teldi ekkert kerfi svo heilagt að ekki mætti vinna gegn óæskilegum áhrifum þess. Stefán Þórarinsson gekk hins vegar mun lengra og gagnrýndi m.a. harðlega seinni tíma breytingar sem gerðar hafa verið á kerfmu frá því það var skapað 1984. Ekki áform um breytingu aflaheimilda ÁRNI Mathiesen sjávarútvegsráð- herra segir að sjónarmið þeirra Guðmundar Kristjánssonar, fram- kvæmdastjóra Básafells hf., og Brynjólfs Bjarnasonar, forstjóra Granda hf., um að lög um há- marksaflahlutdeild eigenda sjávar- útvegsfyrirtækja geti haft haml- andi áhrif á hagræðingu í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja, séu ekki ný af nálinni og ennfremur að ekki séu nein sérstök áform uppi um að breyta umræddum lögum. „Lögin um ákveðið þak á há- mark aflaheimilda voru ákveðin pólitísk niðurstaða á sínum tíma og hafa að því er ég best veit ekki verið nein áform uppi um að breyta þeim.“ Ráðherra bendir hins vegar á að nú fari fram heildarendurskoðun á stjórnkerfi fiskveiða og segir að í þeirri endurskoðun eigi ekkert að vera undanskilið. „Því er að sjálf- sögðu hægt að skoða umrætt atriði í þeirri endurskoðun þótt það hafi ekki verið neitt sérstaklega á dag- skrá,“ segir hann. -----♦ ♦♦------ Meðhöndli ekki skotelda án eftirlits LÖGREGLUSTJÓRINN í Reykja- vík segir á lögregluvefnum police.is að almenn sala og notkun skotelda sé leyfileg frá 27. desember til 6. janúar ár hvert. Af því tilefni minnir lögreglustjórinn söluaðila og for- eldra og forráðamenn á að öll sala á skoteldum til barna yngri en 12 ára er óheimil og að öll meðferð bama á þeim skal vera undir eftirliti fullorð- inna. Einnig er bannað að selja flug- elda til barna yngri en 16 ára og selja þeim eða afhenda skotelda sé þess getið í leiðbeiningum með þeim. Þá ættu allir að hafa það í huga að áfengi og skoteldar fara ekki saman enda getur skapast mikil hætta af skoteldum sé ekki farið varlega með þá. Foreldrar eru hvattir til að fylgj- ast náið með notkun barna sinna á skoteldum s.s. að þeir skoteldar sem þau hafa undir höndum séu leyfðir af Lögreglustjóranum í Reykjavík, að þeir séu ekki eldri en tveggja ára og að þeim hafi ekki verið breytt. Skrifstofur okkar ( Hafnarfirði hafa verið fluttar að Reykjavíkurvegi 76 Nýtt símanúmer KPMG á höfuðborgarsvæðinu er 545 6000 Danmörku eða 9,9%. Því næst kemur Svíþjóð þar sem 4,2% bók- anna voru prentuð og þá Italía þar sem 3,1% voru prentuð og að lok- um Kína þar sem 2,2% voru prent- uð. í öðrum löndum var hlutfallið minna. Alls voru 455 bókartitlar kynntir í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda 1999. Það er svipað og í fyrra en þá voru 453 bókartitl- ar kynntir í tíðindunum. Þær bæk- ur sem kynntar eru í bókatíðin- dunum eru þær bækur sem útgefendur vilja koma á framfæri við almenning, samkvæmt upplýs- ingum frá Félagi íslenskra bókaút- gefenda en alls voru um 1.500 til 1.600 bækur gefnar út á íslandi í ár. Reykjavík Hafnarfjörður PMG Vegmúla 3 108 Reykjavík Sími 545 6000 Fax 545 6001 Reykjavíkurvegi 76 220 Hafnarfjörður Sími 545 6000 Fax 545 6201
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.