Morgunblaðið - 31.12.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 31.12.1999, Blaðsíða 39
MORGtíNB LAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 39 Jörðin á börnin Á fjöllum uppi BÆKUR Nállúriifræðirit ÞAR SEM LANDIÐ RÍS HÆST eftir Snævarr Guðmundsson. 183 bls. Utgefandi er Mál og menning, 1999. MIKLIR atburðir hafa gerzt á svæðinu á milli Skeiðarár og Breiða- merkursands í aldanna rás, en þar búa menn í meira návígi við eld og ís en annars staðar. Byggðin hefur enda heitið mörgum nöfnum, eins og Ingólfshöfðahverfi og Breiðármörk, Hérað, Hérað á milli sanda, Litla- hérað (Minna-hérað) og Öræfi, en í bók þessari er hún nefnd Öræfasveit. Saga héraðsins er þekkt í stórum dráttum og henni hafa oftsinnis verið gerð skil í máli og myndum. Seint munu þó öll kurl til grafar koma, því að enn er margt á huldu um byggða; sögu, landslag og búskaparhætti. í Öræfum hafa orðið stórkostlegri breytingar en í flestum öðrum byggðum, eins og að þar sem nú er sandur og auðn, var áður skógur eins og Breiðármörk gefur til kynna. Fjöll og jöklar í Öræfum eru af ýmsum stærðum og gerðum, og þar er kjörinn staður til þess að stunda göngur og klifur jafnt við hæfi byrj- enda sem þrautreyndra. Ekki er ósennilegt, að þar muni brátt rísa miðstöð fjallamanna, þar sem lögð verður áherzla á ferðalög, sem krefj- ast hugrekkis og atorku. Þessi grein útivistar hefur vaxið mjög hin síðari ár og eiga ekki lengur við orð Kára um Skarphéðin, þegar hann hljóp á milli höfuðísa á Markarfljóti, karl- mannlega er að farið, því að kvenfólk lætur ekki sitt eftir liggja. Með nú- tíma búnaði eru nær engir staðir lengur ókleifir en kunnáttuleysi í meðferð hans getur orðið dýrkeypt hættuspil. Því þarf að búa vel að þessari grein íþrótta. I bókinni Þar sem landið rís hæst er sagt frá fræknum ferðum á flesta tinda í Öræfum en þar er einnig vikið að ýmsu markverðu, sem hefur ekki komið fram áður. Fyrst er skyggnzt um í byggðinni og á nálægum fjöll- um, vísað á forvitnilegar gönguleiðir í grennd við alfaravegi og lítillega vikið að lífríki og jarðmyndunum. í annan stað er mjög ítarlega fjallað um Öræfajökul. Sagt er frá þjóðtrú, smalamennsku og gönguferðum í fjalllendi Öræfajökuls, lýst er ferð- um á jökulinn bæði að fomu og nýju og ýmsum athugunum, sem fram hafa farið þar. Að lokum er svo fjall- að um fyrstu ferðir á hæstu tinda í Öræfum og getið um allan búnað, sem er nauðsynlegur í slíka för. Sjálfsagt þykir mörgum, sem fjallaklifur stunda, fengur að lýsing- um á hinum ýmsu leiðum og hvaða tindar hafa verið klifnir. Ekki er þó lakara, að höfundur hefur viðað að sér gömlum fróðleik og rekur í skýru máli sögu margra fjallagarpa og ferða þeirra. Til nýlundu má telja, að hann færir gild rök fyrir því, að það var enskur ferðamaður, F.W.W. Howell að nafni, sem fyi’stur gekk á Hvannadalshnúk 17. ágúst 1891 ásamt tveimur vöskum Öræfingum, Páli Jónssyni og Þorláki Þorláks- syni. Þá er saga um fyrstu landmæl- ingar á Öræfajökli og fjöllunum í kring einkar áhugaverð. Það hefur ekki verið heiglum hent að ferðast um fjalllendi á þeim árum, en þá var búnaður til slíkra ferða mun verri en hann er nú. Á seinni árum hafa menn einnig komizt í hann krappann, þrátt fyrir nýjustu tækni, því að veður eru válynd á jöklum. Sagt er frá nokkr- um slíkum viðburðum í bókinni. Allmargar myndir og kort eru til leiðsagnar. Augljóst er, að alúð hefur verið lögð í að semja skilmerkilega texta með þeim og er slíkt til fyrir- myndar. Flestar myndir hefur höf- undur tekið og er hann sýnilega slyngur ljósmyndari. Á hinn bóginn er litgreining ekki sem skyldi; meðal annars er blái liturinn of sterkur og myndir nokkuð harðar. Þá njóta sumar myndanna sín alls ekki, því að þær eru hafðar út við blaðrönd. Að öðru.leyti er hönnun góð, þó að lítils háttar ruglingur hafi orðið á letri fyrirsagna miðað við efnisyfirlit (sjá m.a. bls. 64 og 129). Prentvillur og missagnir eru fáar. Höfundur bókarinnar er greini- lega þrautreyndur göngu- og jökla- maður, en ekki síður athugull ferða- maður, góður stílisti og fræðimaður. Bókin er rituð á góðu og látlausu máli, svo að lýsingar eru allar gagn- orðar og greinagóðar. Víða hefur verið leitað fanga og er alls staðar vitnað í heimildir. Bókin er því ipjög góð heimild um fjalla- ferðir í Óræfum, og má höfundur vera stoltur af verki sínu. Ágúst H. Bjarnason Reuters Listrænir legsteinar FRAKKINN Pierre Aubert geng- ur fram hjá fígtíru sem flatmagar á Iegsteini í Montparnasse- kirkjugarðinum í París. Um er að ræða listaverk eftir Jacques nokkurn Devilliers en Aubert fer fyrir sveit myndlistarmanna sem tekur að sér að hanna legsteina á listrænum forsendum í þeim til- gangi að „hressa upp á“ kirkju- garða. Hann á nú í samn- ingaviðræðum við umsvifamesta títfararstjdra Frakklands um það að sá síðarnefndi hafi milligöngu um að leiða saman syrgjandi ætt- ingja og einhvern þeirra þrjú hundruð listamanna sem Aubert hefur á sínum snærum. BÆKUR Skáldsaga SÍMON OG EIKURNAR Höf: Marianne Fredriksson. Þýð: Sigrtín Ástríður Eiríksdóttir. 404 bls. Vaka-Helgafell. Prentun: Oddi hf. Reykjavík, 1999. SÍMON og eikurnar er þroska- saga drengs. Hann er sonur sænskrar stúlku og þýsks tónlist- arkennara af gyðingaættum en elst upp hjá kjörforeldrum og kemst ekki að raun um uppruna sinn fyrr en síðar. Eigi að síður finnur hann snemma að hann muni vera öðru- vísi en aðrir, dökkur á brún og brá, ekki ljós eins og flestir Svíar. Sagan hefst í þann mund er seinni heimsstyrjöldin er að hefj- ast. Heimurinn er á hverfanda hveli og mikill hiti í pólitíkinni. Kjörforeldrar drengsins, Símonar, eru sósíalistar, hafa samúð með málstað Sovétríkjanna og þurfa að réttlæta fyrir sér samning þeirra við Þjóðverja og vetrarstríðið gegn Finnum. Um haustið 1939 ráðast Þjóðveijar inn í Pólland, heims- styrjöldin er hafin. Vorið 1940 hernema Þjóðverjar Danmörku og Noreg. Hættan nálgast. í skólan- um bindur Símon vináttu við dreng sem er af gyðingaættum. Framan af stríðinu lifðu gyðingar í Svíþjóð í stöðugum ótta vegna þýskrar inn- rásar sem gat verið yfirvofandi. Kjörforeldrar Símonar eru hrædd- ir um drenginn sinn. En Svíar sluppu. Stríðið geisaði. Stríðinu lauk. Og drengurinn hélt áfram að þroskast og vaxa. Honum gekk vel í skólanum. Og það gladdi kjörfor- eldra hans. Áfstaða þeirra til skólanáms - blandin ótta, tor- tryggni og öfund en einnig dálitlu stolti - mótaðist af uppruna þeirra, stétt og stöðu. Þótt saga þessi sé skáldskapur og engan veginn sagnfræðileg eru ártölin og tímasetningin hvergi óþörf. Svo mjög mótuðu pólitískar skoðanir - að ekki sé talað um heimsstyrjöldina sem geisaði allt um kring - daglegt líf á fyrri hluta aldarinnar að mikið vantaði ef horft væri framhjá þeim. Stjórn- málin urðu ekki aðeins hluti lífs- reynslunnar. Þau náðu allt að innstu kviku tilfinningalífsins. Maður leit á rás viðburðanna í ljósi þeirrar pólitísku skoðunar sem hann hafði kjörið sér. Sænskt þjóð- félag var lengi vel staðnað, stétta- skiptingin fastmótuð eins og nátt- úrulögmálin og sérhver viti borinn einstaklingur meðvitaður um stöðu sína. Minnisstæð er t.d. frásögnin af því er Símoni, sem elst upp í lágstéttarfjölskyldu, er boðið til kvöldverðar hjá vini sínum sem er af efnaðra standi. Hann einsetur sér að taka eftir hvernig aðrir fari að. Og gera bara eins! Styrkur sögu þessarar liggur að meginhluta í stílnum. Hann er svo fullur af þversagnakenndum húm- or og frjálslegum staðhæfingum sem bregða ljósi yfir fólk og at- burði en lesandinn verður eigi að síður að taka með hæfilegum fyrir- vara. Sagan minnir á að lífið sé sjaldnast rökrétt; miklu fremur mótsagnakennt og tilviljunum háð. Maður ræður því ekki sjálfur hvar né hvernig honum er skotið inn í heiminn. Börnin, sem fæðast, eru ýmist velkomin eða óvelkomin. Stundum vill enginn eiga þau. „Jörðin á börnin," segir á einum stað. Ömmur Símonar voru að slig- ast undan stanslausum barneign- um. Kjörforeldrar hans áttu ekk- ert barn. Stutt samtal jafnaldra í skólanum verður upphaf að varan- legri vináttu. Eftir stríð, sem hristi upp í hefðunum, er sýnt að þjóðfé- lagið muni smásaman taka að mjakast upp úr sínu þrönga fari. Skáldsagan Símon og eikurnar er prýðilega þýdd. Prentun og annað sem við kemur ytra útliti er einnig með ágætum. Erlendur Jónsson mUm ■? 3S8 í Námskeið hjá Yoga Studio í janúar Jóga gegn kvíða með Ásmundi Gunnlaugssyni hefst 11. janúar - þri. og fim. ki. 20.00 4ra vikna uppbyggjandi námskeið, m.a. byggt á eigin reynslu Ásmundar fyrir þá sem eiga við streitu, kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Yoga - breyttur lífsstíll með Daníel Bergmann hefst 10. janúar - mán. og mið. kl. 20.00 4ra vikna grunnnámskeið fyrir þá, sem eru að taka sín fyrstu skref í jóga. Námskeið fyrir fólk á öllum aldri sem vilja læra eitthvað nýtt til að vinna gegn spennu. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Á námskeiðum hjá Yoga Studio eru eftirfarandi þættir teknir fyrir: * jógaleikfimi (asana) ★ öndun * slökun ★ mataræði og lífsstíll ★ andleg lögmál sem stuðla að velgengni, jafnvægi og heiisu. Jóga gegn kvíða er yfirgripsmeira heldur en Yoga - breyttur iífsstíll. Frír aðgangur að opnum jógatímum og saunu fylgir námskeiðunum. Stundaskráin tekur gilúi þriðjudaginn 4. janúar 2000 Opnir tímar í Hatha Yoga; jógastöður, öndun og slökun Laugard. Kl.9.30 til 10.35 Ýmsir kenna Daníel Tími Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. 12.10-13.00 Guðrún Daníel Guðrún 16.20-17.10 Guðrún Ingibjörg Guðrún Ingibjörg 17:20-18:20 Daníel Ingibjörg Danlel Ingibjörg Guðrún 17.50-18.20 Hugleiðsla 18.30-19.35 Ásmundur Anna Ásmundur Anna Ásmundur i Arskort kr. 25.000 3 mán. kr. 12.900 1. mán. kr. 5.800 Hálfur mán. kr. 3.200 Stakur timi kr. 700. YOGA^ STU D IO Kortin gilda í alla jógatíma á stundaskrá og aö saunu BBO CD Yoga - Sauna Auðbrekku 14, Kópavogi, sími 544 5560. HALUR OG SPRUND chf. Sími 544 5560 og 864 1445 BIOTONE nuddvörur, Oshadhi 100% hágœða ilmkjamaolíur, nuddbekkir frá Custom Craftworks, nuddplaköt, slökunartónlist, ilmker, bækur o.m.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.