Morgunblaðið - 31.12.1999, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 31.12.1999, Blaðsíða 58
58 FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Leyfileg- ar vonir? Sama hugsun er rábandi um árþús- undamótin sem endranær. Menn skynja tímamót, skil, sem erfitt er að skilgreina umfram talnarununa er breytist. Nýr veruleiki sýnist birtast við sjón- deildarhringinn en á sama tíma býður reynslan og rökhugsunin okkur að efast um að sú skynjun standist skoðun. Eftir Asgeir Sverrisson Getur verið að við séum dæmd til að vona? Vitanlega er það aðeins talnarunan sem breytist, sjálft árið 2000 felur hvorki í sér sérstök fyrirheit eða óþekktar ógnir um- fram önnur ár. Slíkt er aðeins mannleg ímyndun, eðlisbundinn tilbúningur, jafnvel sæmilega meðvituð sjálfsblekking. Eðli mannsins mun verða óbreytt á morgun. Og það verða einnig tilefni þau, sem hann finnur sér til að gera jarðvistina and- styggilegri en hún þyrfti að vera. l/inunRE Eftir sem áður * ™nui\r munugræðgi, trúarbrögð, hugmynda- fræðiogkyn- þáttahyggja kalla hrylling og hörmungar yfir fólk víða um heim. Eftir sem áður mun sjálfselska, þröngsýni, hagsmunagæsla, virð- ingarleysi, dómgreindarbrestur, hroki og heimska móta framgöngu mannsins. Ný vandamál munu án nokkurs vafa skjóta upp kollinum en rætur þeirra verða almennt og yfirleitt þær sömu og einkennt hafa ár- þúsundið, sem senn verður kvatt. Birtingarmyndirnar verða ef til vill aðrar og vafalítið verður áfram viðtekin sú sjálfsblekking að mennimir breytist með tímunum. Vísast leiðir tíminn það eitt í ljós að allt breytist til þess eins að ekk- ert breytist. ,^Aldrei aftur“ hrópaði mann- kynið þegar hryllingur helfarar- innar gegn gyðingum var loks opinberaður. Bergmál þessara orða má enn greina á blóðvöllum Kambódíu, Júgóslavíu og Rúanda. En við getum leyft okkur að vona. Vonir manna eru jafnan bundn- ar við framtíðina en framtíðin sýn- ist hafa innbyggðan þann eigin- leika að líkjast einna helst fortíðinni. Og myndin af framtíð- inni er oftar en ekki mótuð af ósk- hyggju rétt eins og fortíðin var mótuð af þrá og vonum, sem rætt- ust sumar, aðrar ekki. „Framtíðin er það tímaskeið þegar okkur gengur allt í haginn, vinirnir eru traustir og hamingja okkar tryggð," sagði bandaríski rithöfundurinn Ambrose Gwinnett Bierce. Vitrir menn hafa ráðlagt okkur að hugsa sem minnst um framtíð- ina, hún komi hvort eð er nógu fljótt. Samt sýnist eðli framtíðar- innar vera það, að geta ekki breyst í nútíð. Það hlýtur hún hins vegar að gera því ella væri tæpast unnt að horfa um öxl. Og þegar það er gert hafa spásagnirnár gömlu til- hneigingu til að reynast rangar. „Framtíðin er ekki lengur eins og hún var,“ mun rithöfundurinn Arthur C. Clarke hafa misst út úr sér einhverju sinni. Hið sama gildir um árþúsunda- mótin. Væntingamar eru miklar en heilkennið, sem hrjáði vini Litlu gulu hænunnar sýnist áfram ætla að móta mannlega tilveru. Breytingarnar til hins betra eru almennt bundnai- við vonir eða kröfur um að aðrir taki upp nýja hætti. Mark Twain sagði um veðr- ið: „allir tala um það en enginn gerir neitt í málinu". Sama hugsun er ráðandi um ár- þúsundamótin sem endranær. Menn skynja tímamót, skil, sem erfitt er að skilgreina umfram talnarununa er breytist. Nýr veruleiki sýnist birtast við sjón- deildarhringinn en á sama tíma býður reynslan og rökhugsunin okkur að efast um að sú skynjun standist skoðun. Alltjent er ekki vitað til þess að mannleg áform séu ný, breytt eða háleitari en áð- ur við árþúsundamótin. Getum við leyft okkm- að vona? Felur framtíðin í sér fyrirheit um nýjan heim án hryllings, hung- urs, ofbeldis og óréttíætis? Felur framtíðin í sér fyrirheit um að hat- ur aldanna víki fyrir kærleikanum, sem boðaður hefur verið svo lengi og á tíðum virðist manninum svo framandi? Felur framtíðin í sér fyrirheit um að auðmýktin og skynsemin muni bera sýndar- mennskuna, valdafíknina, hrok- ann og sjálfumgleðina ofurliði? Felur framtíðin í sér fyrirheit um að ráðamenn heimsins taki loks að beita þeirri litlu skynsemi, sem eitthvað gaf þeim af einhveijum sökum? Felur framtíðin í sér fyrir- heit um að þeir sem ráða taki skyndilega og formálalaust að taka fólk fram yfir vald, flokks- hagsmuni, steinkumbalda, minnis- varða og eigin upphafningu? Og þegar horft er yfir bæjar- hlaðið gerist sú spurning áleitin hvort leikreglur klíkunnar, öflug- asta stjómtækis á íslandi á 20. öld, muni nokkru sinni víkja fyrir viðmiðum verðleikaþjóðfélagsins. An framtíðar er engin von... Franski heimspekingurinn Jean-Paul Sartre sagði það vera hlutskipti mannsins að vera „einn og án afsakana". Verður einhverj- um öðrum kennt um? Og ef svo er verður þá niðurstaðan sú að mað- urinn sé ófær um að breyta hlut- skipti sínu og heiminum, sem hann er dæmdur til að búa í? Erum við dæmd til að sætta okkur við veru- leika, sem við erum dæmd til að vona að breytist? Vonin er súrefni sálarinnar. Auðvitað kemur að því að illum leiðtogum og vondum valdsmönn- um verður kastað á haugana. Að sjálfsögðu kemur að því að hatrið, óréttlætið, ofbeldið, spillingin og kúgunin víkur fyrir því góða, sem þetta fyrirbrigði er kallast „mað- urinn“ býr þó yfir. Vitanlega kem- ur að því að skynsemi og réttsýni verða ráðandi og sérhyggjan, ómerkilegheitin, hagsmunavarsl- an og leitin að hinni eilífu upp- hafningu verða dæmd til vistar í ystu myrkrum. Óhjákvæmilega kemur að því að hræsnin víkur fyrir auðmýktinni og lygin fyrir sannleikanum. Einhvern tímann verður allt sem nýtt og allt svo undurgott. Næstum því ábyggilega - eftir okkar daga. ...og án vonar engin framtíð. Jafnræðis er gætt í Barnahúsinu María I. Björk Kristjánsdóttir Vilhelmsdóttir VIÐ undirritaðar höfum áhyggjur af því að skýrslutaka af börnum sem orðið hafa fyrir kynferðislegu of- beldi skuli færast úr Barnahúsi í kjölfar breytinga á lögum um meðferð opinberra mála. Ljóst er að önn- ur starfsemi í húsinu verði lögð niður hverfi þessi þáttur úr starf- seminni. Barnahúsið er hugs- að sem samstarfs- vettvangur þeirra sem koma að kynferðisaf- brotamálum gagnvart börnum. Við stofnun þess voru sam- hæfð hlutverk barnaverndarnefnda, lögreglu, lækna og saksóknara við könnun, rannsókn og úrlausn mála. Þetta samstarf hefur gengið mjög vel og tryggt hefur verið að börn sem sætt hafa kynferðislegu ofbeldi þurfi ekki að endurupplifa erfiða lífsreynslu með ítrekuðum viðtölum við mismunandi viðmælendur á mörgum stofnunum. í framhaldi af skýrslutöku hafa börnin fengið meðferð til að draga úr afleiðingum ofbeldisins. Nú er framkvæmd skýrslutöku á ábyrgð dómara sem fer með hvert mál og ríkir eftir það algjör óvissa um hvar skýrslutaka fer fram og hver annist hana. Með þessu er komið í veg fyrir samhæfingu mis- munandi fagstétta við könnun, rannsókn og úrlausn máls, barninu til hagsbóta. Lögmannahroki? Það er okkur félagsráðgjöfum óskiljanlegt að nú þegar dómarar bera ábyrgð á framkvæmd skýrslu- töku að þá er litið svo á að jafnræðis sé ekki gætt með því að láta skýrslutöku fara fram í Barnahúsi. Barnahúsið Við skorum á dómara að endurskoða afstöðu sína, segja Björk Vil- helmsdóttir og María I. Kristjánsdóttir, og nýta sér þá aðstöðu og fag- þekkingu sem er fyrir hendi í Barnahúsinu. Það að umhverfið sé vinveitt börn- um og barnaverndarsjónarmið séu höfð í hávegum í Barnahúsi eru undarleg rök gegn hlutverki þess. Sýnt hefur verið fram á sannleikur- inn kemur helst fram þar sem barn- inu líður vel. Er það ekki sakborn- ingi í hag? Jafnræði og hlutleysi eru hugtök sem dómurum eru töm. En eru þeir einir um að virða þessi grundvallarsjónarmið í þjóðfélagi okkar. Ætla mætti að félagsráðgjaf- ar með 4 ára háskólamenntun sem grunn og þeir sem að þessum mál- um koma ævinlega með framhalds- menntun og sérþjálfun að auki virði þessar meginreglur. Mannréttindadómur börnum í hag Ennfremur viljum við benda á að nýlega féll dómur hjá Mannrétt- indadómstóli Evrópu þess efnis að bresk yfirvöld hefðu brotið á rétt- indum barna með því að láta þau hljóta sams konar meðferð fýrir dómi og um fullorðna einstaklinga hefði verið að ræða. Mannréttinda- dómstóll Evrópu gerir sér því grein fyrir sérstöðu barna og að þeirra mál skuli höndluð af fólki sem er sérstaklega menntað og þjálfað til þess. Barnahúsið hefur verið starf- rækt í rúmt ár og stofnun þess var mikið framfaraspor í meðferð mála þar sem börn hafa sætt kynferðis- legu ofbeldi. Barnahúsið hefur gef- ist börnunum og fjölskyldum þeirra einstaklega vel. Þökk sé samstarf- inu við barnaverndarstarfsmenn, dómara, lækna, lögreglu, með- ferðaraðila, réttargæslumenn og verjendur. Við skorum á dómara að endur- skoða afstöðu sína og nýta sér þá aðstöðu og fagþekkingu sem er fyr- ir hendi í Barnahúsinu. Björk er formaður Bandalags há- skólamanna og Stéttarfélags ís- lenskra félagsráðgjafa og María er baniaverndarstarfsmaður í Miðgarði og stjómarmaður Stéttar- félags íslenskra félagsráðgjafa. Orkugeta Flj ótsdals vir kj unar Tveir starfsmenn Landsvirkjunar, Kristján Gunnarsson og Stefán Pétursson, segja í Morgunblaðinu 17. desember síðastlið- inn að við Þorsteinn Siglaugsson, sem sjá- um fram á tap á Fljóts- dalsvirkjun, gefum okkur sjálfir misgóðar forsendur um stofn- kostnað, orkugetu, orkuverð, rekstrar- kostnað, endingartíma og ávöxtunarkröfu. Mér finnst því rétt að það komi fram að allar forsendur útreikninga minna í nóvemberblaði Frjálsrar verslunar eru frá Landsvirkjun, að frátöldu orkuverðinu, sem enn er ósamið um, og ávöxtunarkröfunni (um hvort tveggja nefni ég ýmis dæmi í blaðinu). Ég ræddi flestar forsendurnar við þá starfsmenn fyrirtækisins sem þóttu fróðastir um þær og nota þetta tækifæri til þess að þakka þeim greið svör. En Kristján og Stefán hika ekki við að ráðast á forsendur Lands- virkjunar. Þeir hafa til dæmis stór orð um þau ófaglegu vinnubrögð okkar að taka mark á árs- skýrslu fyrirtækisins um afskriftatíma virkj- ana. Nú síðast láta þeir að því liggja að það sé rangt að miða við að orkugeta Fljóts- dalsvirkjunar sé um 1.400 gígawattstundir, eins og Landsvirkjun segir núna að hún sé. Þar vanti samlegðar- áhrif virkjunarinnar á raforkukerfi fyrirtæk- isins (Morgunblaðinu 23. desember bls. 11). Þetta stenst ekki, því að þegar er búið að reikna með þessum áhrifum. í haust taldi Landsvirkjun orkugetu Fljóts- dalsvirkjunar 1.250 gígawattstun- dir, en fyrirtækið breytti matinu í 1.390 gígawattstundir í nóvember. Hákon Aðalsteinsson hjá Orku- stofnun og Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segja að endurmatið megi rekja til skoðunar á rennsli virkjaðra áa um allt land og hafi þar sérstaklega verið litið á samlegðaráhrif. í svari Hálendi Nú hljóma viðvörunar- bjöllur hins vegar, segir Sigurður Jóhannesson, áður en lagt er af stað. Hákonar við fyrirspurn minni um þetta mál kemur meðal annars fram að: „..vegna þess hvernig orkugeta nýrra virkjana er reiknuð nýtur [Fljótsdalsvirkjun] ... þess almennt ef hún bætir heildargetu kerfisins, jafnvel þó að sá árangur komi frá annarri virkjun. Því að orkugeta nýrra virkjana er metin eftir því hve mikið orkuframleiðsla kerfisins eykst við að nákvæmlega sú virkjun með hennar tilteknu eiginleika kemur inn.“ Yirkjun Kröflu og Blöndu og Hitaveita Borgarfjarðar eru dæmi um að innlendar orkulindir hafi ver- ið nýttar með tapi. Hér höfðu menn þá afsökun að ófyrirséðir atburðir kipptu fótunum undan framkvæmd- unum eftir að þær hófust: eldgos og jarðhræringar, markaður óx minna en spáð hafði verið og olíuverð lækkaði. Nú hljóma viðvörunar- bjöllur hins vegar áður en lagt er af stað. Þrír hagfræðingar hafa hver í sínu lagi komist að þeirri niður- stöðu að Fljótsdalsvirkjun sé mjög vafasöm fjárfesting. Ábyrgð þeirra ráðamanna er mikil sem yppta öxl- um og vaða áfram eins og ekkert hafi í skorist. Höfundur er hagfræðingur. Eru rímlagardinurnar óhreinar? Við hreinsum: Viðarrimla, strimla, plíseruð og sólargluggatjöld. Setjum afrafmagnandi bónhúð. Sækjum og sendum ef óskað er. iteoBmikmmnm gsm 897 3634 Sigurður Jóhannesson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.