Morgunblaðið - 31.12.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.12.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 33 ERLENT George Harrison stunginn með hnífí Mun ekki vera í lífshættu Henley-on-Thames. AFP, Reuters. Hundruð falla í átök- um á Krydd- eyjum Jakarta. AFP, AP. 255 manns hafa beðið bana í átökum milli múslima og kristinna manna á Halmahera, einni af Kryddeyjunum í Indónesíu, á síðustu þremur dögum. Óttast er að mjög erfitt verði að koma í veg fyrir að blóðsúthellingamar á eyjunum stigmagnist. Stjóm Indón- esíu tilkynnti í fyrradag að hemum hefði verið falið að koma á lögum og reglu á eyjunni Ambon. Eftir blóðsúthellingarnar á Halma- hera hafa að minnsta kosti 420 manns fallið á einni viku í átökum múslima og kristinna manna á Kryddeyjum, eyjaklasa í austurhluta Indónesíu. Aður höfðu 125 fallið á eyjunni Bura, 65 á Ambon og sjö á Ternate. Óttast er að mannfall hafi einnig orðið á eyj- unni Moratai. Hundruð manna hafa særst í átök- unum. Mannskæðustu átök í áratugi Atökin hófust í Ambon í janúai’ og síðan hafa þau kostað rámlega 1.000 manns lífið. Era þettamannskæðustu átök sem blossað hafa upp milli músl- ima og kristinna Indónesa í áratugi. Made Parsim höfuðsmaður, yfir- maður herstöðvar á Halmahera, sagði að dregið hefði úr átökunum í gær og að um 12.000 manns hefðu flúið í herbúðir á eyjunni. Hann sagði að nokkur hús væra enn í Ijósum log- um eftir að um 50.000 manns hefðu tekið þátt í óeirðum og íkveikjum á eyjunni. Engar verslanir voru opnar á eyj- unni og almenningssamgöngur lágu niðri. Öeirðimar hófust á mánudag þegar kristnir íbúar Halmahera fréttu af því að kveikt hefði verið í kirkju á Ambon. Þeir gengu ber- serksgang á götunum, kveiktu í hús- um, fyrirtækjum og moskum músl- ima í bæjunum Tobelo og Galela og nokkrum þorpum í nágrenninu. Dagblaðið Bisnis Indonesia skýrði frá því að óeirðaseggir hefðu síðan ráðist inn í bæinn Daraba á nálægri eyju, Moratai, en ekki var vitað í gær hvort mannfall hefði orðið þar. Enn barist á Ambon Ekkert lát virtist á átökum músl- ima og kristinna manna á Ambon í gær þótt hernum hefði verið falið að halda uppi öryggiseftirliti á eyjunni í stað lögreglunnar. Hópar kristinna manna, vopnaðir byssum og sprengj- um, réðust inn í hverfi múslima í bæn- um Ponogoro. GEORGE Harrison, fyrrverandi meðlimur popphljómsveitarinnar the Beatles, liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að maður vopnaður hnífi réðst á hann á heimili hans í fyrrinótt. Hann mun ekki vera í lífs- hættu en læknar segja að hann líði kvalir vegna stungusárs á bijósti sem hann hlaut í árásinni. Kona hans hlaut minniháttar áverka í átökum við tilræðismanninn og þarf ekki meðferð Bresk lögregla hefur tilræðismann- inn í haldi. Árásin var gerð um klukkan 3:00 aðfaranótt fimmtudagsins. Mannin- um hafði tekist að brjótast inn á sveitasetur Harrisons, sem er í bæn- um Henley-on-Thames skammt utan við London. Fullkomið eftirlits- og biófavamakerfi náði ekki að stöðva manninn né heldui' urðu vaktmenn og varðhundar varir við ferðir hans. Ekki er vitað um ástæður árásarinn- ar né heldur hvort maðurinn var inn- brotsþjófur. Til átaka kom milli tih'æðismann- sins og Harrison-hjónanna. Maður- inn stakk George í bijóstið og kona hans, Olivia Harrison, hlaut áverka á höfði. Lögregla á Englandi segir að George Harrison hafi tekist að greiða manninum höfuðhögg með þungum hlut og var tilræðismaðurinn fluttur á sjúkrahús í Oxford þar sem talið var að höfuðkúpa hans hefði brákast við höggið. Það munu hafa verið vinnu- hjú Harrisons sem tilkynntu árásina í síma og var tilræðismanninum haldið á setrinu þar til lögregluna bar að. 19 ár frá morði Lennons Lögregla hefur ekki gefið miklar upplýsingai' um tilræðismanninn en hann mun vera 33 ára og koma frá Liverpool, fæðingarborg Bítlanna. Hann mun hafa verið ókunnucrur Harrison-hjónunum. Nítján ár era nú liðin síðan John Lennon, einn forsprakka Bítlanna, var skotinn til bana af geðsjúkum að- dáanda á götu í New York. George Harrison, sem er 56 ára, hefur á síð- ustu áram barist við krabbamein í hálsi en hefur nú að eigin sögn sigrast á því. Hann vakti síðast athygli á dægurtónlistarsviðinu þegar hann lék með hljómsveitinni The Travell- ing Wilburys á áranum eftir 1990. Harrison-hjónin hafa búið á sveita- setrinu í Henley-on-Thames í tuttugu ár. Setrið er mjög stórt og era um eitt hundrað herbergi í því. Nágrannar Harrisons segja að mjög öflug örygg- isgæsla sé jafnan á setrinu og segjast ekki skilja hvernig tilræðismanninum tókst að komast óséðum inn á það. Olivia er seinni kona Georges Harrisons. Þau giftu sig árið 1978, fimm áram eftir að fyrri kona hans, Patti Boyd, skildi við hann og tók saman við vin hans, gítarleikarann Eric Clanton. Óveðrið í V-Evrópu Tjónið gífurlegft Parfa. AP, Reuters. TILTEKT er nú í fullum gangi í Frakklandi eftir alla eyðilegginguna sem skaðræðisóveðrið, sem gekk yf- ir í vikunni, skildi eftir sig. Frönsk stjórnvöld eru í óða önn að safna saman upplýsingum um skað- ann. Franska innanríkisráðuneytið greindi frá því í gær, að vitað væri um 83 dauðsfoll af völdum veðurofs- ans í Frakklandi einu, og 136 samtals í þeim löndum Vestur-Evrópu sem urðu fyrii' barðinu á sömu óveðurs- lægðunum.. Tiltekt var í fullum gangi í gær, en þrátt fyrir að fjöldi sjálfboðaliða og hermenn legðu þar hönd á plóg er út- lit fyrir að á þúsundum franskra heimila verði áramótunum fagnað við kertaljós. í gær var enn yfir ein milljón heimila í landinu rafmagnslaus. Iðn- aðarmenn unnu baki brotnu að við- gerðum, en að sögn talsmanns frönsku ríkisrafveitunnar EDF verður ekki hægt að koma rafmagni á í þeim öllum fyiT en eftir áramót. Franska stjórnin hefur heitið 140 milljóna franka aukafjárveitingu, andvirði 1.540 milljóna króna, til að fjármagna viðgerðir bæði á skemmdum eftir óveðrið og hreinsun strandarinnar við Biscayaflóann, þar sem mikil olíumengun varð þegar farmi olíuskipsins Eriku, sem brotn- aði í tvennt og sökk suður af Bret- agne-skaga 12. desember, skolaði á land í óveðrinu. Að minnsta kosti 100.000 sjófuglar hafa drepizt vegna olíumengunarinnar. Viðgerðir merkra bygginga kostnaðarsamar Auk þess kostnaðar sem felst í þvi að koma raf- og vatnsveitu- og síma- sambandsmálum í samt lag út um hinar dreifðu byggðir landsins verða Frakkar líka að reikna með háum viðgerðarkostnaði vegna skemmda sem urðu á sögulegum byggingum og minnismerkjum. Menningarmálaráðuneytið hefur áætlað að viðgerðir á frægum stöð- um og byggingum svo sem Notre Dame-dómkirkjunni í París og gömlu konungshöllinni og hallar- garðinum í Versölum muni kosta að minnsta kosti 400 milljónir franka, um 4,4 milljarða króna. Tryggingafélög gera ráð fyrir að skaðabætur vegna óveðurstjónsins í V-Evrópu muni jafnvel nema hundr- uðum milljarða króna. AP Sjálfboðaliðar hella olíu sem þeir hafa skafið upp af ströndinni nærri bænum Le Croisic á Bretagne-skaga í tunnu, sem merkt hefur verið með stílfærðu merki TotalFina-olíufyrirtækisins, sem átti ohufarminn. Á blaðinu stendur „Algjörlega ábyrgðarlaust, loks sekt“. George Harrison á sjúkrahúsi. Heimurinn „að mestu“ viðbúinn 2000-vandanum Washington. AFP, Reuters. HEIMSBYGGÐIN er „að mestu“ undir það búin að takast á við 2000-vandann svokall- aða og búist er við að hann valdi fáum alvar- legum truflunum eða stórslysum, að sögn yfirmanns alþjóðlegrar miðstöðvar í Wash- ington sem samhæfir aðgerðir ríkja heims gegn tölvuvandamálum sem kunna að koma upp um árþúsundaskiptin. 2000-vandinn á rætur að rekja til þeirrar ákvörðunar hugbúnaðarframleiðenda á átt- unda og níunda áratugnum að nota aðeins tvær síðustu tölurnar í ártölunum til að spara tölvuminni. Sumar tölvur átta sig þess vegna ekki á því að ártalið „00“ sé árið 2000 og ganga út frá þ'ví að átt sé við árið 1900. Bruce McConnells, yfirmaður alþjóðlegu miðstöðvarinnar í Washington, segir að nokkur ríki séu illa undir það búin að takast, á við vandamál sem geta komið upp þegar aldamótaárið gengur í garð. Fimmtán ríki, þeirra á meðal Norður-Kórea og Afganist- an, höfnuðu samstarfi við miðstöðina, sem starfar á vegum Sameinuðu þjóðanna, en Alþjóðabankinn Ijármagnar starfsemina. McConnell segir að miðstöðin hafi þó meiri áhyggjur af Rússlandi og ríkjum í Austur-Evrópu, sem eru einnig ofarlega á lista yfir 80 ríki sem talin eru í mestri hættu vegna tölvuvandans. Hugsanlegt er að tölvukerfi hrynji eða dæli út röngum upp- lýsiugum í þessuin löndum vegna þess að tölvurnar þekki aðeins tvær síðustu tölurn- ar í ártalinu 2000 og rugli því saman við árið 1900. Afleiðingarnar óljósar fyrstu vikurnar McConnell bætti þó við að ekki yrði ljóst fyrr en íþriðju viku janúar hvaða afleiðing- ar tölvuvandinn myndi hafa. Ýmis vandamál gætu hlaðist upp á þessum tíma og valdið fólki „miklum óþægindum“ og hugsanlega truflað hcimsviðskipti. Hann sagði að sérfræðingar miðstöðvar- innar myndu fylgjast grannt með fjarskipta- stöðvum og orkuverum um allan heim fyrstu tvo dagana í janúar til að meta áhrif tölvuvandans. „Við búumst við fáum, ef nokkrum, truflunum í þessum mannvirkjum út um allan heim,“ sagði hann. Ekki verður hægt að meta áhrif tölvu- vandans á starfsemi banka og fjármálafyrir- tækja fyrr en á mánudag, fyrsta virka deg- inum á aldamótaái'inu í flestum ríkjum heims. Fjármálamarkaðirnir í Kairó og Kúveitborg verða þó opnaðir á sunnudag og sérfræðingar miðstöðvarinnar eiga að fylgj- ast með þróuninni þar. „Heimsbyggðin er að mestu undir það búin að takast á við 2000-vandann,“ sagði McDonnell. „Það verða engin keðjuverkandi áhrif.“ Hann sagði þó að í nokkrum löndum kynnu að koma upp vandamál sem gætu valdið rafmagnsleysi og fólk kynni til að mynda að fá reikninga vegna skulda sem tölvurnar telja að hafi gjaldfallið fyrir hundrað árum. Bandaríska stofnunin FEMA, sem sam- hæfir viðbrögð yfirvalda í Bandaríkjunum við neyðartilvikum, hefur sent sérfræðinga til allra rfkja Bandaríkjanna til að takast á við öll hugsanleg vandamál sem kunna að koma upp um árþúsundaskiptin. Að sögn stofnunarinnar eru sérfræðingarnir viðbún- ir hinu versta, t.a.m. að tölvuvandinn valdi „sprengingum, rafmagnsleysi á stórum svæðum og slysum í kjarnorkuverum". AP Starfsmaður alþjóðaflugvallarins í Jak- arta í Indónesfu við borða með áletrun þess efnis að flugvöllurinn sé viðbúinn 2000-vandanum. Indónesía er ofarlega á lista bandarísku leyniþjónustunnar CIA yfir ríki sem eru talin illa undir það búin að takast á við tölvuvandann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.