Morgunblaðið - 31.12.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 31.12.1999, Blaðsíða 54
54 FÖSTÚÖAGUR 31. DESÉMBER 1999 MÖRGUNBLAÐÍÐ MINNINGAR + Elsku maðurinn minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, HERMANN BJARNASON, bóndi, Leiðólfsstöðum, Laxárdal, Dalabyggð, lést á St. Fransiskusjúkrahúsinu í Stykkishólmi föstudaginn 24. desember. Útförin fer fram í Dalabúð þriðjudaginn 4. janúar Jarðsett verður frá Hjarðarhólskirkju. Rútuferð verður frá BSÍ kl. 10.00 sama dag. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á St. Fransiskussjúkrahúsið í Stykkishólmi. Sigrún Guðný Jóhannesdóttir, Bjarni Hermannsson, Bogdís Una Hermannsdóttir, Ólafur Þorvaldsson, Unnsteinn Kr. Hermannsson, Ásta Kr. Guðmundsdóttir, Valdís S. Óskarsdóttir, Ólafur Pálmason, Pétur J. Óskarsson, Ása María Hauksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, STEFÁN PÁLL BJÖRNSSON læknir, er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á öldrunardeild Landakotspítala K-1. Ásta Lára Guðmundsdóttir, Guðmundur Stefánsson, Bylgja Bragadóttir, Björn Stefánsson, Arna S. Guðmundsdóttir, Sigríður Stefánsdóttir, Jón Jóhannsson, Stefán Lárus Stefánsson, Guðrún Bryndís Harðardóttir, Steingrímur Páll Stefánsson, Nancy Ulbrandt, Ásta Lára Guðmundsdóttir, Brynjar Bragi Guðmundsson, Ásdís Elva Guðmundsdóttir, Heiður Margrét Björnsdóttir, Þórdís Björnsdóttir, Valgerður Björnsdóttir, Hörður Páll Stefánsson, Stefán Lárus Stefánsson og Lára Anna Steingrímsdóttir. + Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Glaðheimum 20, Reykjavík, ' verður jarðsungin frá Langholtskirkju þriðju- daginn 4. janúar kl. 13.30. e.h. Jónína Eiríksdóttir, Sigurður Kristjánsson, Kári Eiríksson, Hreinn Sveinsson, Eiríkur Eiríksson, Guðmundur Eiríksson, Katrín Eiríksdóttir, Magnús Yngvason, Þórey Eiríksdóttir, Jón Eiríksson, Jette Pedersen og fjölskyldur. + Móðir okkar og faðir, tengdaforeldrar, KRISTÍN S. ÓLAFSDÓTTIR og HARALDUR MATTHÍASSON, Laugarvatni, eru látin. Útför þeirra fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 7. janúar kl. 10.30. Jarðsett verður að Laugarvatni. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Jóhanna V. Haraldsdóttir, Ólafur Öm Haraldsson, Sigrún Richter, Þrúður G. Haraldsdóttir, Þórður Friðjónsson. + Guðbjörg Guð- mundsdðttir fæddist að Tröðum í Staðarsveit 10. júm 1904. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 15. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Áskirkju 29. des- ember. Elsku amma í Skipó. Nú ertu lögð af stað í ferðalag og um leið og við kveðjum þig koma fram margar minning- ar. Minningar um heimsóknir úr sveitinni til þín. Minningar um skrítið og skemmtilegt dót, sem hægt var að byggja úr turna, sjón- auka og lúðra. Minningar um allar góðu kökurnar þínar og kleinurnar, þær bestu í heimi. Minningar um boltagrautinn, sem okkur fannst svo góður að við kláruðum alltaf úr pott- inum. Minningar um síða hárið þitt sem þú fléttaðir í tvær fléttur og settir í hring upp á höfuðið. Og hvað við tvíburarnir vorum ákveðnar að safna síðu hári og setja smá brillj- antín í það, alveg eins og þú. Minn- ingar um alla vettlingana og sokk- ana sem þú prjónaðir á okkur, svo þétt og vel prjónað, með ótrúlegum mynstrum. Við hugsuðum með okk- ur, hvernig getur amma prjónað svona? Minningar um stóra garðinn þinn með öllum trjánum og blómun- um. Þar sem við fórum í ótal felu- leiki með Gunna frænda. Minningar um faðmlög og hlýju, knús og kossa. Minningar um börn- in okkar sem upplifðu einnig skrítið og skemmtilegt dót, boltagraut, kökur og kleinur, sokka og vett- linga, faðmlög og hlýju, knús og kossa hjá þér. Minningar um kveðjustundir þegar þú komst alltaf niður og stóðst í dyrunum og veifaðir til okkar. Elsku amma, þú varst svo yndisleg og okkur alveg einstök. Faðmlag þitt svo hlýtt og gott, bros þitt svo fallegt og glettið. Elsku amma mín, nú stendur þú í dyrunum og vinkar bless. Við flautum tvisvar á þig og veifum á móti. Vertu bless, amma mín, við sjáumst síðar. Elsku Steina, Jón, mamma og Stína, amma mun ávallt eiga stórt pláss í hjörtum okkar allra. Megi Guð ávallt vernda okkur og styrkja og gefa okkur ljós og frið. Erna og fjölskylda. Elsku amma mín. Nú ert þú kom- in á góðan stað, þar sem ljósið mun ávallt skína á þig. Eg mun ætíð minnast þín vegna kærleikans og hlýjunnar sem þú gafst mér. I hvert skipti sem við fjölskyldan komum til þín úr sveit- inni í borgina þá réttir þú okkur allt- af þinn opna og hlýja faðm, með síða fallega hárið. Við fengum líka mikla matarást á þér. Það var allt svo gott hjá þér og svo mikið líka. Pönnukök- urnar þínar standa efstar á palli hjá mér og enn hefur mér ekki tekist að gera þær eins og þú. Já, amma, þú náðir þeim svo þunnum og glæsileg- um. Ég hugsa til baka þegar ég og Edda tvíburasystir mín vorum litlar og þú að passa okkur, því mamma var að versla í kaupstaðnum. Þá minnist ég þess þegar við lékum okkur oft að saumadótinu þínu á eldhúsgólfinu. Mikil hróp og köll í gegnum löngu tvinnakeflin. Já, það var mikið fjör. Einnig er mér minnisstætt þegar ég hafði verið mjög leiðinleg við Eddu og þú sást það. Þú skelltir mér á lærin þín og flengdir mig. Þar kenndir þú mér lexíu. Það er yndislegt hve margt rifjast upp þegar skoðað er aftur í tímann. Eg minnist þess líka fyrir tíu árum þegar elsti strákurinn minn tók utan um þig og kyssti þig. Hann horfði brosandi á þig líkt og engill baðaður í ljósi og sagðir ,Amma, þú ert svo mjúk, amma mín.“ Upp frá því varst þú alltaf kölluð amma mjúka á mínu heimili. Það var líka eins og þú sæir stundum lengra en aðrir. Þú hafðir ekki hátt um það en hafðir ávallt rétt fyrir þér. Svo var það eitt af mörgum yndis- legum augnablikum fyrir fjórum vikum þegar minnsti strákurinn minn, sem er tveggja ára, nuddaði þig. Hann vildi mikið ki'em sem ég setti á handarbakið þitt. Svo nudd- aði hann með einum putta. Ekki veit ég hversu lengi þetta stóð yfir, 15- 20 mín. Tíminn stóð alveg kyrr þar sem tvær kynslóðir mættust, þar sem kærleikurinn var yfir öllu. Amma mín, þú kenndir mér margt með verklagni þinni, starf- sorku, framkomu og réttlæti í einu og öllu. Með þakklæti og virðingu fyrir að hafa átt þig fyrir ömmu, því þú opn- aðir mér margar dyr. Þín einlæga dótturdóttir, Ragnhildur (Gagga). GUÐBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR + Agnes Unnur Ingvarsdóttir Kohberger fæddist í Móhúsum í Garði 6. desember 1938. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja 20. des- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Útskála- kirkju 30. desember. Nú er hún Agga mín farin af þessari jörðu og ég veit að Guð beið hennar opnum örmum og er hún komin á stað þar sem hún hefur engar þjáningar lengur. Til minningar um hana vil ég skrifa nokkur orð um hana sem gaf mömmu og pabba (Helgu og Eyjólfi) svo mikið. Hún Agga mín var alltaf svo hress og kát mér fannst svo gaman að vera í kringum hana. Maður heyrði hana aldrei kvarta um eitt eða neitt. Síðast þeg- ar ég var heima var það mér svo mikils virði að geta hitt hana. Hún gaf mér gjöf sem hún málaði sjálf og gaf okkur öllum krökkunum í Laufási og verður sú gjöf metin mikils og varðveitt. Hún Agga gaf mömmu og pabba svo mikið, vin- skap, styrkleika og kærleika. Þegar eitthvað bjátaði á var hún komin til að hjálpa enda var vinskapurinn á milli þeirra svo sterkur. Hún kallaði mömmu alltaf hana Helgu sína og heyrði alltaf í henni á hverjum degi. Pabba kallaði hún alltaf viðhaldið sitt og gerði ekki annað en að grín- ast í honum sí og æ, pabba til mikill- ar skemmtunar. Ég man einu sinni þegar mamma og pabbi voru hér í heimsókn, þá þurfti hún að hringja alla leið til Ameríku til að heyra í þeim, hún saknaði þeirra svo. Mamma og pabbi söknuðu þess líka að heyra ekki í henni á hveijum degi. Hún var sólargeisli sem geisl- aði hamingju út frá sér. Lífið væri auðvelt hjá öllum ef ailir mundu horfa á lífið eins og Agga gerði. Mig langar að þakka þér, Agga mín, hvað þú varst góð mömmu og pabba, ég veit að þau munu sakna þín mikið, en þau hafa heldur betur góðar minningar um þig. Ég vil enda þessa minningargrein með því að skrifa það sem ég var búin að skrifa í jólakort til Öggu frá mér og fjölskyldu minni: „Elsku Agga mín, af mér er allt gott að frétta, nóg að gera með börnin og mann- inn. Ég vona að þú haf- ir það nú ágætt um jólin. Ég veit að þau verða það svo framarlega sem þú hefur þína fjölskyldu og náttúr- lega mömmu og karlinn ykkar mömmu, viðhaldið þitt, hann pabba í kringum þig. Það er yndislegt hvað þú hefur lífgað upp á lífið hjá þeim. Takk fyrir að koma heim til Islands og gefa þeim hluta af þér. Þau elska þig og dýrka og ég líka.“ Elsku systkini Agnesar, innilegar samúðarkveðjur frá mér. Megi Guð fylgja ykkur og styrkja við missi yndislegrar systur. Og ég votta Kathleen og fjölskyldu hennar dýpstu samúð mína. Ég bið þess að þið verðið áfram eins sterk og mamma ykkar var ævinlega. Guðrún Eyjólfsdóttir, Bandaríkjunum. Þú yndislega sál, sem gafst for- eldrum mínum mikla gleði og trausta vináttu. Alltaf jákvæð, hress í fari og huga. Gladdir aðra, talaðir jákvætt um aðra. Gafst af þér af hugljóma, þú góða sál sem gafst lífinu gildi. Sýndir með hug- rekki, elsku, kærleika, brosi og stríðni. Engin depurð, bara bjartsýni, hugrekki, gast verið reið, en við þá sem þú elskaðir mest, mest. Þú ert nú hjá Guði í öðru hlut- verki, góðu hlutverki, sem engill, stór engill með mikla vængi. Hlúir að minnimáttar, í þér var elska, kærleikur, kærleikur sem nú þarf í heiminn, á landið okkar Island. Þú gafst af þér til lífsins, lifðu hjá Guði í kærleik og gleði. Innilegar samúðarkveðjur send- um við Kathleen, hennar fjölskyldu, systkinum, vinum og vandamönn- um. Systkinin Laufási og fjölskyldur þeirra. í dag kveðjum við skólasysturnar sem vorum í Húsmæðraskólanum á Laugarvatni veturinn 1956-57 eina úr hópnum, Agnesi Ingvarsdóttur. Það er búið að vera okkur sárt að horfa upp á baráttu sem hún háði við erfiðan sjúkdóm undanfarið og sjá hvernig hann lagði hana smátt og smátt að velli. Það var samt ekki lífsstíllinn hennar Öggu að kvarta eða temja sér harmtölur. Hún kom á alla fundi hjá okkur í sauma- klúbbnum hvað veik sem hún var og alltaf var sama skemmtilega frá- sagnargleðin í fyrirrúmi, mætti síð- ast í nóvember í fjölmennan klúbb. Það var líka heldur meira á sig lagt að koma sunnan úr Garði eða bara vera hér innan bæjarins, en þar naut hún vel sinnar góðu skóla- systur Siggu Þorsteins sem hún gat alltaf farið með. Það var okkur í saumaklúbbnum mikil ánæja þegar Agga flutti heim eftir áralanga dvöl erlendis og kom í klúbbinn okkar og var eins og hún hefði verið með okkur alla tíð, svo vel féll hún inn í hópinn með glaðlyndi sínu og já- kvæðu hugarfari. Það var gaman að sækja Öggu heim og sjá hvað hún hafði komið sér vel fyrir á æsku- stöðvunum í fallegri íbúð, sem hún naut svo sannarlega of stutt. Eftirminnilegt er 60 ára afmælið hennar fyrir rúmu ári þegar við mættum allar í stórveislu þar sem fjölskyldan gerði henni glaðan dag. Sjálf virtist hún njóta kvöldsins þrátt fyrir að vera nýkomin heim eftir ströng veikindi. Agnes er sú þriðja úr hópnum okkar sem kveður svona langt um aldur fram. Við kveðjum þig, kæra skólasystir, með virðingu og þökk fyrir allt og biðjum góðan guð að geyma þig. Dóttur og fjölskyldunni allri vottum við innilega samúð. Skólasystur. AGNES UNNUR INGVARSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.