Morgunblaðið - 31.12.1999, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 31.12.1999, Blaðsíða 84
84 FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Fylgst með áramótum um % allan heim STÖÐ 2 býður áhorfendum sínum upp á sannkallaða ferðaveislu á gaml- ársdag og fram á nýársdag er sýnt verður í beinni útsendingu frá því þegar nýtt árþúsund gengur í garð víða um heim. Dagskráin sem ber heitið 2000 í dag er samstarfsverk- efni fjölda sjónvarpsstöðva og er talið að um 700 þúsund heimili hafi kost á því að fylgjast með enda er hér um að ræða eina viðamestu sjónvarpsút- sendingu allara tíma. Að sögn aðstandenda er tilgangur * útsendingarinnar að fagna fjölbreyti- leika þjóða heimsins og menningu þeirra enda verða árþúsundaskipti þessi áramótin sem vonast er til að boði stund samúðar, samkenndar og sameiginlegs arfs gjörvallrar heims- byggðarinnar. Utsendingin stendur yfir í 25 klukkustundir. og hefur hún verið í undirbúningi í um þrjú ár og verða 60 gervihnettir, 6.000 starfsmenn, 2.000 kvikmyndavélar og 40 þyrlur notað- ar. Fylgst verður með því er nýtt ár- þúsund gengur í garð víða um heim og sýnt verður frá síðasta sólsetri og dagrenningu á mörgum stöðum, t.d. fáum við að sjá hinsta sólarlag við Kínamúrinn og að sjá fyrstu börn vhins nýja árþúsunds. Að auki verður slegið upp veglegri árþúsundasýn- ingu í hverju landi fyrir heimsbyggð- ina og munu listamenn frá hveiju landi fyrir sig koma fram. Björk Guð- mundsdóttir og Raddir Evrópu verða fulltrúar Islands í dagskránni en meðal annarra listamanna má nefna ýmsa kóra og sinfóníuhljómsveitir, auk popptónlistarmanna á borð við strákasveitina Westlife fyrir hönd ír- lands, glysrokkarana í Europe fyrir Svíþjóð, Eurythmics, Simply Red, Manic Street Priechers, Fat Boy ölim og Brian Ferry fyrir Bretland, auk Aerosmith, Bee Gees og The Eagles fyrir Bandaríkin svo eitthvað sé nefnt. Einnig verður kynnt þjóð- leg tónlist og munu t.d. tveir Samar verða fulltrúar Noregs í dagskránni. Dagskráin verður ekki samfelld á Stöð 2 því fastir liðir eins og ýmsir annálar, þátturinn Kryddsíld og ávarp forsætisráðherra verða einnig á dagskrá á gamlársdag. Hvað verður á seyði í kvöld? Þó að nú sé ef til vill heldur seint að huga að áramótaferðum þykir rétt að birta hér yfirlit yfir skemmtanir þær sem haldnar verða víðs vegar í ver- öldinni til að fagna nýju ári. Áramótin sem senn ganga í garð eru ofarlega í huga flestra, ekki síst þeirra sem telja að þau hringi inn nýja öld. r/. :p<V> bandaríkin Búist er við að 100 þúsund manns, þeirra á meðal Bill og Hillary Clinton, sæki árþúsundshátíð í Washington. Tugir skemmtikratta koma fram, einnig hljómsveit undir stjóm Johns Williams, sem samdi m.a. tónlistina við Stjörnustríðsmyndirnar. Steven Spielberg kynnir líka mynd um merkustu atburði 20. aldar. Yfir milljón manns safnast væntanlega saman á Times- torgi í New York til að fagna nýju ári. Barbra Streisand heíaur tónleika í Las Vegas 31. desember oa 1. janúar. Þar í borg verður einmg boðin upp vínflaska sem var í eigu Thomasar Jeffersons, sem var forseti Bandaríkjanna á fyrstu árum 19. aldar. BRETLAND Undir Árþúsundshvelfingunni, nærri Greenwich, verða mikil hátíðarhóld. Meðal gesta verður Elísabet 2 Bretadrottnincj. 2.000 kúlum verður skotið úr fallbyssum á miðnætti og i kjölfarið fylgir mikil flugeldasýnina. Við Buckinghamhöll, á Mall-breiogötunni, verður breytt i markaðssvaeoi dagana 31. desember til 2. janúar. Hljomsveitirnar Simply Rea og Eurythmics halda tónleika í Greenwich og þar spilar líka Sinfóníuhljómsveit Lundúna. Bjöllur allra kirkna i Bretlandi klinaja á nádeqi á nýársdag oa hafa 35.000 hringjarar verio kallaðir tíí starfa í tilefni at því. FRAKKLAND Yfir ein milljón manna er talin munu fylla svæðið milli Champs Elysees og Eiffelturnsins í París. Þar munu 11 risastor hjol, kölluo „dyrnar að árinu 2000", byrja að snúast á miðnætti. Fluáeldasýningar verða halanar á flestum skíðasvæðum rrakklands. ré'.’ SVÍÞJÓÐ Risastór bar, sem búist er við að þióni allt að 100.000 manns, hefur verið smíðaður við höfnina í Stokkhólmi. Þeir sem vilja geta farið í „utanhússgufubað". RÚSSLAND Rokktónleikar verða haldnir á Rauða torginu í Moskvu og þar verða risaskjáir sem sýna atburði í öllum ellefu tímabeltum Rússlands. ÞÝSKALAND Á að giska ein milljón manna mætir væntanlega við Brandenburgarhliðið og Unter den Linden-breíostrætið, til að hlýða á hljómleika og horfa á leysbeisla og flugelda. Kanslarinn Gerhard Schroeder mun sitja hatíöárkvöldverð í Reichstag. GRIKKLAND Hátíðarhöld hafa verið skipulögð við rætur Akrópólis í miðri ALenu. Við Póseidonmusterið, við Sunionhöfða suðaustur af ;nu, verður „fyrstu sólarupprás árþúsundsins" fagnað. KÍNA Stærsta bjalla í heimi mun hringja inn nýja árið í Pekina. Mikíár flugelaasýningar verða haldnar nærri Nínamúrnum, fyrir 50.000 sérvalda gesti. mexIkó Rokkstjörnur á borð við Sting, Peter Gabriel, George Harrison og U2 spila á tónleikum viðf Teotihuacan-pýramídana, sunnan við Mexíkóborg. PANAMA Skipulögð hafa verið hátíðarhöld og „árpúsundsmaraþon". auk þess sem tagnað verður afhendingu Bandaríkjanna á Panamaskurðinum. BRASILÍA Flugeldasýning á ströndum Rio de Janeiro mun væntanlega laða að sér yfir tvær milljónir manna. CHILE ---------------------------- Yfir 3.000 ferðamenn hafa boðað þátttöku sína í hátíð á Páskaeyjum, 3.000 kílometrum frá strönd Chile. Þar verður spiluð innlend þjóðlagatónlist og dansaðir pjóðdansar. ARGENTÍNA----------------------------- Flugeldasýning,verður haldin í Rio de la Plata í Buenos Áires. I syðsta bæ Argentínu, Ushuaia, verða haldnir sinfóníutónleikar og listdanssýning. «•„/>;.. EGYPTALAND Við pýramídana, rétt utan við Kaíró, verður sett á svið „rafræna óperan" Tólf draumar sólar, eftir franska tónskáldið Jean-Michel Jarre. Við Luxor verður haldið brúðkaup, þar sem pör frá 12 þjóðlöndum eru gefin saman. LÍBANON Fimm risastór tjöld verða sett upp við múrbrúnina í Beirút og tákna þær heimsálfurnar. Sýningin stendur yfir 27. desember til 4. janúar. ÍSRAEL OG PALESTÍNA 2.000 dúfur fá frelsi í Betlehem, við Vesturbakkann, um áramótin. Þar verða einnig önnur hátíðarhöld, m.a. tónleikar. > KAMBÓDÍA Mikilfenaleiki hins forna \i... \ keisaradæmis Angkor Wat verður endurreistur. Konungur Kambódíu, Norodom Sihanouk 7 verður meoal áhorfenda, en sýningin stendur yfir til 2. janúar. ÁSTRALÍA ---------------:---------X------ ,*Stærsta flugeldasýning í heimi" (hafa Ástralar verio á Islandi um gamlárslcvöld?) verður haldin í höfninni í Sydney og búist er við a.m.k. fveimur milljónum áhorfíenda. Atburðinum verður sjónvarpað beint. NÝJA SJÁLAND------------------------------ Barnakór heilsar sólarupprásinni á tindi fjallsins Hakepa, á Pitt-eyju í Chatham-eyjaklasanum, 800 kílómetrum austan við Wellington, kl. 4.49 að staðartíma. - SUÐUR-AFRÍKA Búist er við milljón manns vjð Höfðann, þar sem herflotinn sýnir listir sínar. Á Robbeneyju, nærri Höfðanum, munu Nelson Mandela og arftaki hans í forsetaembættinu, Thabo Mbeki, vera viðstaddir athöfn sem tileinkuo er fangelsisvist þess fyrrnefnda á eyjunni. Zulu-hátíð verður haldin í Durban og búist er við að þangað mæti 200.000 manns. JAPAN I Tókýó munu þjóðdansar oa tónlist skemmta fólki og halain verður flugeldasýning. - SINGAPORE Búist er við hálfri milljón gesta á „árþúsundsball" í miðbænum. J KIRIBATI Tónleikar verða haldnir á Árþúsundseyiunni (e. Millennium lsland") og þá sækir rorseti Kiribati, Teburoro Tito. TONGA Þarlend yfirvöld segja að þar verði ný|u ári fyrst ragnað á jörðinni. Athafnir veroa á hverjum degi frá 29. desember til 4. janúar. FIJIEYJAR Leysigeislar i höfða á eyji sem dagalir inu lýsa i ni Vanuc unni Vanua Levu, inan sker. Söngvari aldarinnar var valinn Vihjálmur Vilhjálmsson og dóttir hans tók á móti verðlaununum úr hendi Victoriu Abril og Guðlaugi Þ. Þórðarsyni. Tónlistarmenn aldarinnar á íslandi valdir Björk er tónlistarmað- ur aldarinnar á Islandi í HÁSKÓLABÍÓI var mikið um dýrðir, gleði og gdða tóna á fimmtudagskvöld þegar tónlistar- verðlaun aldarinnar voru afhent jþví popptónlistarfólki sem lengst þykir hafa skarað fram úr síðustu hundrað árin. Lífleg tónlistardagskrá var í gangi allt kvöldið, og úrval ís- lenskra tónlistarmanna skemmti gestum á milli þess sem tilkynnt var hverjir hlytu hina eftirsdttu titla. Í- Sálin hans Jóns míns hóf skemmtunina, en síðar tilkynnti Eyþór Arnalds, tónlistarmaður og forstjóri Islandssíma, að platan Lifun með Trúbrot hefði verið kos- in plata aldarinnar. Páll Óskar söng áður en Siggi Hlö og Valli sport úr sjónvarps- þættinum Hausverk um helgar af- hentu Indriða G. Þorsteinssyni verðlaunin fyrir lag aldarinnar, Vegir liggja til allra átta, tiltillag kvikmyndarinnar 79 af stöðinni sem gerð var eftir skáldsögu Indr- iða. Lagið samdi Sigfús Hall- lr ugrgja til allra át er eftir Sigfús Ha Eyþór Arnalds afhenti Rúnari Júlíussyni og Magnúsi Kjartanssyni verð- laun fyrir plötu aldarinnar „Lifun“ með Trúbrot. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Björk Guðmundsdóttir söng- kona og tönlistarmaður aldar- innar, ásamt Sindra syni sínum á verðlaunaafhendingunni. dórsson en Indriði samdi textann. Sóldögg lék lag áður en Árni Þór Vigfússon og Dóra Takefusa afhentu Björk verðlaunin fyrir að vera söngkona aldarinnar á Is- landi. Söngvari aldarinnar var val- inn Vilhjálmur heitinn Vilhjálms- son, og tók dóttir hans Villý við verðlaununum úr hendi spænsku stórleikkonunnar Victoriu Abril og Gunnlaugs Þ. Þórðarsonar. Bubbi krýndur rokkari aldarinnar Helgi Björnsson tdk lagið áður en Utangarðsmenn voru valdir rokkhljómsveit aldarinnar, en það voru Linda Sigurjónsdóttir og ívar Guðmundsson sem afhentu þeim verðlaunin. Það var viðeigandi að Á móti sól lét ljós sitt skiha rétt áð- ur en ballhljómsveit aldarinnar var tilkynnt. Það voru Stuðmenn sem hlutu þau verðlaun, sem Pálmi Guðmundsson, útvarpsstjóri Mono, og Nína Björk Guðmundsdóttir, stilisti og fyrirsæta, afhentu þeim. Skítamórall var næstur á sviðið en rétt til að verma það áður en rokkari aldarinnar, sjálfur Bubbi Morthens, tók við verðlaunum úr hendi Svavars Arnar hárgreiðslu- manns og Andreu Róbertsdóttur fyrirsætu. Selma söng síðan og dansaði ás- amt Brynjari Erni Þorleifssyni og Daníeli Traustasyni, meðan fólk beið spennt eftir hver yrði tónlist- armaður aldarinnar á Islandi. Kannski kom það fáum á óvart að Björk Guðmundsdóttir hampar nú þeim stóra titli, en hún var mætt á' hátíðina ásamt Sindra syni sínum, sem hefur örugglega hjálpað mömmu að halda á verðlaununum tvennum sem hún hlaut.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.