Morgunblaðið - 31.12.1999, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 31.12.1999, Blaðsíða 60
60 FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Hvers virði er meimtun, þekking og reynsla? Menn eru vart komnir í ræðustól við útskriftir skóla er þeir þruma yfir stúdentum, að menntun sé horn- steinn þjóðfélagsins. Að mennt sé máttur og þjóðfélag framtíðarinn- ar byggist á þekkingu. Að tími sé kominn til að afla sér reynslu og þekkingar úti í atvinnu- lífinu, svo land og þjóð blómstri um aldur og ævi. Að fara til útlanda og dreypa á visku- brunni erlendra há- skóla (jú og sjálfsagt einhverjum miði í leið- inni), og koma svo heim aftur barma- fullur af visku. Að Island þurfi menntað fólk. Þetta hljómar vel á sólríkum vordegi, en á köldum des- emberdegi er staðreyndin önnur. Eða er þetta kannski bara enn eitt útvarpsleikritið, þar sem gleymst hefur að láta vita að aðeins sé um leikrit að ræða en ekki raunveru- leika? , Það hefur oftar vakið undiun og hneykslan en kæti að fá fréttir af ís- lensku þjóðlífi. Oft erum við í vafa um hvort um raunveruleika sé að ræða, sérstaklega þegar stjórnmál og bankamál eru til umræðu. Hér minnir fréttaflutningur meira á um- fjöllun um súrrealískan farsa sem settur er upp á fjölum áhugamanna- leikhúss. Eftir að hafa búið og starf- að í Danmörku rúmlega fjórða part ævinnar, finnst okkur við hafa kynnst þarlendu stjórnmálalífi nokk- uð vel. Það er margt sem skilur ís- -Sensk og dönsk stjórnmál að, en í þessum farsa er það einkum tvennt. Hið fyrra er hvað stjórnmálamenn geta leyft sér fyrir opnum tjöldum á sviði stjórnmálanna, hið seinna er hlutverk fjölmiðla í að koma boð- skapnum áleiðis til „almennings". Það er erfitt að kyngja nýjustu frétt- unum um væntanlega ráðningu nýs seðlabankastjóra. Þær vekja margar spurningar. Ef hið opinbera, þ.m.t. stjórnmálamenn, eru bæði verklegur og siðferðislegur viti samfélagsins, þá eru það vægast sagt hjákátleg ljósmerki sem þaðan hafa komið undanfarna mánuði. Það er eitthvað hér, sem ekki passar alveg við orð skólameistarans. Koma heim til ís- Jands aftur eftir nám og störf erlend- is hvað... og fá vinnu hvar...? Okkur er ljóst, að eftir að hafa hlýtt á þessa annars ágætu ræðu, þá hafa okkur orðið á tvenn stór mistök í lífinu: við höfum ekki flokksskírteini í Fram- sóknarflokknum eða öðrum flokki upp á vasann, og við álpuðumst til að fórna öllu okkar fé og meiru til í menntun erlendis. Ef marka má háttsemi við ráðninguna, þá getum Árni Halldórsson Þorsteinn Tryggvi Másson við ómögulega séð hvernig við eigum að eygja möguleika á vinnu hér heima hjá hinu opinbera. Eða jafnvel að finna hvöt hjá okkur til að flytja aftur heim og starfa inni í svona leik- mynd. Við getum ekki afmenntað okkur en í dag ættum við kannski að getað bjargað eigin skinni og sótt um inngöngu í Framsóknarflokkinn. Margir fíflaðir Ef fer sem horfir, þá er ráðningin hrein og bein vanvirðing við marga þá er sóttu um stöðuna. Flestir hafa sérfræðimenntun og starfsreynslu frá útlöndum og hafa jafnvel starfað á þessum vettvangi mun lengur en krónprinsinn sjálfur, Finnur Ing- ólfsson. Er menntun þeirra, reynsla og persónuleg tengsl við innlenda sem og erlenda samstarfsmenn og sérfræðinga einskis virði? Er sami háttur hafður á annars staðar í ríkis- geiranum? Er þorandi að sækja um stöðu hjá hinu opinbera, og eiga á hættu að vera gerður að athlægi op- inberlega? Hvaða mælistikur aðrar en hið pólitíska nef notar bankaráð við ráðninguna? Hvaða hæfileika hefur Finnur Ingólfsson umfram hina? Stórt er spurt, en fátt um svör. Ætli við viljum nokkuð vita svörin, eða er eitthvert svar til í þessu leik- húsi fáránleikans? Það er enginn vafi á því að íslenskir námsmenn munu flykkjast heim til Islands áður en námi lýkur, skrá sig í Framsóknar- flokkinn, og finna sér stöðu í hirðinni fremur en að tileinka sér hlutleysi fræðimannsins og brúka gagnrýna hugsun í starfi og leik. Fjarlægðin hefur lengi gert fjöllin blá, en í dag eru þau græn. Gagnrýni fjölmiðla Islenskir fjölmiðlar leika eitt af aðalhlutverkum í þessum farsa. Það var til að mynda grátlegt að sjá hve veiklega RUV og Stöð 2 gengu til verks í kvöldfréttum sínum hinn 27.12. sl. Þar höfðu bæði Halldór Ás- grímsson og Finnur Ingólfsson grá- upplagt tækifæri til að afsaka sig Stöðuveitingar Það er erfitt, segja Árni Halldórsson og Þor- steinn Tryggvi Másson, að kyngja nýjustu frétt- unum um væntanlega ráðningu nýs seðlabankastj óra. fremur en að leggja fram rök, sem skýrt gætu ráðninguna. Ekki var annað að sjá, en að spurningar fréttamanna hafi verið vita bitlausar. Fjölmiðlar voru uppteknir af að end- urtaka orð stjórnmálaforystunnar og alhæfa, að Finnur Ingólfsson væri óumflýjanlega krónprins Kalkofns- vegar 1. Kristalskúlan hefur verið ansi tær hjá fréttastofum landsins þetta kvöld. Enginn fjölmiðill þorði . að taka af skarið strax og gagmýna þessa stjórnarhætti. Þykja þetta eðlileg vinnubrögð? Er gagnrýn hugsun og fréttaflutningur eitthvað sem heyrir sögunni til? Hafa fjölmiðlar tekið að sér tilkynninga- skyldu fyrir stjórnmálamenn? Þess- um háu herrum er heimilt að predika pólitísk fagnaðarerindi sín á öldum ljósvakans, hampa flokkssystkinum sínum og dásama mannkosti þeirra án þess að færa rök fyrir máli sínu. Pólitískir handlangarar Ýmsir aðilar líta á þessar hróker- ingar sem uppgjöf Finns Ingólfsson- Moon-hreyfíngin og Heimsfriðarsam band fjölskyldna HIÐ gífurlega fjármagnsveldi Moons hefur tekið gríðarlegum stakkaskiptum. Moon fékk fólk til að gefa þúsundir dollara til kaupa á búg- arði í Texas, hann var síðan keyptur á 8,1 milljón dollara. Síðan kom það á daginn að menn áttuðu sig á því að hann hafði aldrei verið notaður til þess að rækta mat eða eitthvað mat- arkyns en Moon hafði reyndar sagt margsinnis að tilgangurinn væri að rækta mat til vanþróaðra þjóða. Fyrii-tæki í eigu Moons að nafni Han Corp. keypti búgarðinn, en menn vissu ekkert um það fyrr en seint og um síðir og kom þá í ljós að þessi fjársöfnun er menn gáfu til hafði hvergi verið skráð hvorki hjá Han Corp.-hreyfingunni eða hjá yfir- völdum í Bandaríkjunum. Han Corp. seldi síðan búgarðinn á 6,5 miljónir dollara, en þeir sem gáfu í þessa söfn- Kæru Kanarífarar! Óskum ykkur gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir viðskiptin Íý á liðnum árum. Foto Harry & Foto John Bjarni Valtýsson læknir heSur opnað sto£u í Læknastöðinni, ÁlStamýri 5 Tímapantanlr i sima 520 0X00. Sérgrein: Svæfingar og deyfíngar. un fengu ekkert greitt til baka. Ekki ein einasta kartafla eða neinar af- urðir voru ræktaðar á þessum búgarði. Þann tíma sem Texas búgarð- urinn var í eigu Han Corp. notaði Moon hann sem sumarbústað fyrir sjg og fjölskyldu sína. Utgerðin og fiskvinnsla hreyfingarinnar voru að sjálfsögðu byggðar upp á þeim áróðri að gefa fisk til vanþróaðra þjóða og til er fjöldinn allur af tilvitnunum til merkis um það, en öll þau tutt- ugu og fimm ár frá því að starfsemin byrjaði hafa ekki verið gefin meira en 13 tonn af manneldis- fóðri til vanþróaðra þjóða. Þessar upplýsingar eni hafðar eftir skrifleg- um heimildum sem fengust írá þeim sjálfum, allar fiskafurðú vora seldar til hótela og veitingastaða. Menn segja að þessi tilteknu 13 tonn hafi verið notuð í auglýsingaherferð íyrir Moon. Jung-Ju friðargarðurinn í N- Kóreu er eitt dæmið í viðbót, en þar voru menn beðnir um að gefa stórar fjárupphæðir í friðargarðinn, þessi garður hefur aldrei verið byggður. Ekki hefur verið hægt að fá neinar upplýsingar eða myndir af garðinum. Fjármál hreyfmgarinnar Dagblaðið Washington Times hef- ur tapað árlega sem svarar 35 millj- ónum dollara frá árinu 1982 eða alls um 800 milljónum dollara. Er það tók til starfa tapaði það 150 milljónum dollara á fyrstu tveimur og hálfa árinu. Insight Magazine hef- ur tapað 30 milljónum dollara árlega allt frá árinu 1985. Dagblaðið Segye Ilbo hefur árlega tapað sem svai-ar 50 milljónum dollara, auk þess sem viðskipti Moons í Kóreu sýna um 40 milljóna dollara tap á hverju ári. Nostalgia Network kapalkerfið hefur tapað meira en 11 milljónum dollara á hveiju ári. Síðan skuldar hreyfing- in lán upp á 60 milljónir dollara vegna Þorsteinn Sch. Thorsteinsson yfirtöku á háskólanum í Bridgeport í Banda- ríkjunum. Fyrirtæki Moons í ginseng og bílaiðnaðinum í Kóreu eru í tveggja milljarða dollara skuld og auk þess eru mörg fyrir- tækja hans gjaldþrota. Bílafyrirtækið Panda Motors í Kína er farið á hausinn. Mikið af þeim fjárhagsstuðn- ingi er Moon hafði í Japan og Kóreu er ekki til staðar lengur. Samkvæmt fréttum frá Saeilo Inc. skilaði byssufýrii’tækið Kahr Arms í Bandaríkjunum hagnaði, en Moon veitti alls 5 milljónir dollara til fyrirtækisins ekki alls fyrir löngu. Allar þessar tölulegu upplýsingar hér eru hafðar eftir skattayfirvöldum er Washington Post lét gera eða bað um úttekt á og hafa verið birtar í blöðum og á Netinu. Þess skal getið hér að þær byssur sem fyrirtækið framleiðir hafa aldrei verið auglýstar í blöðum Heimsfrið- arsambands fjölskyldna, kvenna eða undir öðrum nöfnum hreyfingarinn- ar, og forráðamenn vildu og vilja ekki veita meðlimum neinar upplýsingar. Öll fjármál hreyfingarinnar er farið með eins og um hernaðarleyndarmál væri að ræða. Nú vill sonur Moons að nafni Kook Jin Nim, er stjórnar Kahr Arms, skrá öll arðbær fyrirtæki hreyfingarinnar alfarið á fjölskyldu Moons. Það virtist ekki vera nóg fyr- ir börnin hans Moons að vera í vel launuðum störfum heldur fá þau aukalega greiðslui- hér og þar, meðal annars fær hvert barna þeirra hjóna um 84 þúsund dollara á hverju ári. Ekki er hægt að fullyrða um hvort að Sammy Park og Woo, fái þessar ár- legu greiðslur, en talið er að Moon greiði ekki eins háar upphæðir með þeim börnum sem fædd eru utan hjónabands. Til að halda öllum þess- um illa reknu fjTÍrtækjum gangandi ásamt og allri fjölskyldunni hefur ar í hinum ýmsu málum sem prýtt hafa síður og skjái fjölmiðla að und- anförnu. Uppgjöf eður ei, vinnubrögðin eru samt sem áður hjákátleg, og lýsa vanvirðingu á menntun og þekkingu. Og hvað segir þetta um hlutverk Seðlabanka Islands? Er það fagleg ráðgjöf fyrir ríkisstjórnina eins og lög gera ráð fyrir, eða hýsir hann í dag aðeins pólitíska handlangara ríkisstjórnarinnar, hverrar skoðanir hugsanlega gætu byggst á - ekki að- eins faglegum (lesist sem hagfræði- legum) röksemdum - heldur einnig pólitískum hagsmunum. Það er illt í efni þegar bankinn er notaður sem einskonar „félagsmálastofnun" fyrir íslenska stjórnmálamenn. Ráðningin er bankanum ekki til framdráttar á neinn hátt, þvert á móti rýrir hún orðstír hans og allra þeirra er þar koma nálægt. Ekki bætir svo úr skák að hæstvirtur for- sætisráðherra vill setja þessa raun- veruleikafiiru í lög. Maður fer ósjálfrátt að velta því fyrir sér hvaða sjúkdómur herjar á þjóðfélag, sem ber sjúkdómsein- kenni sem þessi. Ætli skáldskapur Georg Orwells sé orðinn að veruleika á Islandi: öll dýr eru jöfn hér í landi, en sum dýr virðast vera jafnari en önnur? Arni Halldórsson errekstrar- hagfræðingur og stundar doktors- nám við Viðskiptaháskólann íKaup- mannahöfn. Þorsteinn Tryggvi Másson stundar meistaranám ísagnfræði og heim- speki við Hróarskelduháskóla. Moon Margír hafa grunsemdir um, segir Þorsteinn Sch. Thorsteinsson, að tilgangurinn sé annar en verið er að segja. Moon notast við fjáröflunarmeðlimi hreyfingarinnar, en meðlimirnir út um allan heim hafa þurft að selja alls- kyns muni eins og t.d myndir, blóm og leikföng. Einn fyrrverandi æðsti yfinnaður hreyfingaiinnar Soejima í Japan seg- ir, við höfum þurft að ná fleiri millj- óna dollara hagnaði á mánuði til að geta flutt til Bandaríkjanna. Allt að því 20 þúsund mál eru komin upp gegn hreyfingunni varðandi sölu á alls kyns munum, þar sem munirnir hafa verið seldir á allt að því áttföldu verði. Salan fer þannig fram að með- limir ganga milli húsa og selja við dyrnar. Þá hefur Moon tekið upp á aflátssölu, en hún er nýlega hafin hjá Sameiningarkirkjunni eða Heims- friðarsambandi fjölskyldna, en það er hið nýja nafn sem hreyfingin er farin að nota. Þá kostar að endur- reisa sjö ættliði í karllegg um 700 dollara og fyrir báða sjö karl- og kvenættliðina 1400 dollara og þannig koll af kolli. Allt er þetta gert til að borga fyrir kirkju sem verið er að reisa í S-Kór- eu og til þess að ættliðirnir komist til himna segja forráðamenn Moons. Margii1 hafa grunsemdir um að til- gangurinn sé annar en verið er að segja. Forráðamenn hreyfingarinnar vilja ekki kalla þetta aflátssölu, en hafa einhverja undarlega skýringu á þessum kostnaði, er ég treysti mér ekki til að túlka eða hafa eftir þeim. Þannig að ég bið fólk um að hafa samband við Einar Ingva, aðstoðar- leiðtoga Heimsfriðarsambands fjöl- skyldna á íslandi, ef menn hafa ein- hverjar spurningar í þessu sam- bandi. Þess skal getið hér til leiðréttingar, að Einar hefur skrifað gegn hreyfingunni í Morgunblaðinu ekki alls fyrir löngu eða fyrir einu ári, en er nú kominn í hreyfinguna aftur og getur svarað spurningum er menn hafa varðandi þetta mál. Höfundur er formaður sam- starfsnefndar trúfélaga fyrir heimsfriði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.