Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1894, Blaðsíða 28

Skírnir - 01.01.1894, Blaðsíða 28
28 Menntun. mann í Yesturheimi, og Prestkosninguna, gjónleik eptir Þorstein Egilsen, kaupmann i Hafnarflrði. 1 Söngbókinnni er safnað í heild ýmsum kvæðum, scm flest hafa þann tilgang að hvetja til skemmtana, og hera því þann hlæ glaums og gleði, sem er eiginlegur fjörugu æskulífi, en sumum þeim, sem æskufjörið er farið að dofna hjá, og orðnir eru reyndari og ráðsettari, þykir bókin á sumum stöðum vera „ör við of“. Lífsgleði, um skör fram, verður ekki borin á brýn skáldsögu Gunnsteins, því hún sýnir nær því eingöngu dökkar og næstum herfilegar hliðar á félagslifi landa vorra fyrir vestan haf, en hvort þessar skuggamyndir eru áreiðanlegar og samkvæmar virkileikanum, verður ekki skorið úr af þeim, sem eru ókunnugir mála- vöxtum. Sjónleikurinn „Prestkosningin“ er óvíða með fjörmiklum eða gagn- takandi tilþrifum, en virðist þó vera tekinu sem náttúrleg og áreiðanleg mynd bcinlínis frá þjóðlífinu; eru þar sýndir ýmsar gallar og brestir á þeirri hlið þess, sem höfundurinu snýr sér einkuin að, eptir því sem nafn leiksius bendir á. Hin dönsku leikenda-hjón, Edv. Jensen og Olga kona hans, komu þetta ár hér við land eins og undanfarin sumur; voru nú í för með þeim 2 aðrir leikendur, leikari og leikmær; sýndu þau öll íþrótt sína í Reykja- vík, og léku þar ýmsa sjónleiki, alla smáa. Um veturinn á undan höfðu og ýmsir smáleikir verið leiknir þar af bæjarbúitm sjálfum. En undir ára- mótin var farið að efna þar til meiri háttar sjónleikja, frumsamdra á íslensku ; verður þeirra að líkindum nánar getið í næstu Fréttum. Sjónleikir voru og sýndir á Akureyri. Annars mun hafa verið borið við þetta ár, að sýna þess konar leiki á flestum stöðum þar sem þeir hafa vcrið haldnir að und- anförnu, eins og þá hefur verið minnst á í riti þessu. Sæmd. Þorvaldur Thoroddsen, kennari við latinuskólann, var gjörður heiðursdoktor við Kaupmannahafnar háskóla; hlaut hann þann frama, ásamt nokkrum dönskum vísindamönnum, íminninguum 25 ára brúðkaupsafmæli Friðriks konungsefnis (28. júlí). Dr. Þ. Th. fékk og þetta ár úr ríkissióði Dana 2700 kr. styrk til jarðfræðisrannsókna á íslandi og til undirbúníngs undir jarðfræðisuppdrátt af landinu; er gjört ráð fyrir að hann fái slikan styrk þaðan um næstu 3 ár. Er þetta allt Ijós vottur þess, hversu út- lendir menn kunna að meta rannsóknaratörf þessa vísindamanus. Rannsóknarferðir. Hér hlýðir að geta ýmsra ferða, er farnar voru þetta ár ura landið til rannsókna, bæði at innlendum mönnum og útlend-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.