Fréttablaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 2
KJÖRKASSINN SIGURÐUR GUÐMUNDSSON Netverjar telja greiðari aðgang að neyðarplllu af hinu góða Er greiðari aðgangur að neyðarpillunni af hinu góða? Niðurstöður gærdagsins á www.visir.is m...................12% Spurning dagsins í dag: Á að þyngja refsingar við fíkniefnabrotum? Farðu inn é vísi.is og segðu þína skoðun I ____________ KOFI ANNAN ÁVARPAR RÁÐSTEFNUNA: Hvatti leiðtoga Afríkuríkja til þess að rjúfa þagnarmúrinn sem umlykur alnæmisfar- aldurinn Ráðstefna um alnæmi: Afríkuríki hvött til að rjúfa þagnarmúrinn abuja, ap Kofi Annan, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, segir nauðsynlegt að búa til myndarlegan sjóð til þess að fjármagna baráttuna gegn alnæmi í þróunarlöndum, en í gær hófst í Nígeríu tveggja daga ráð- stefna 53 Afríkuríkja um smitsjúk- dóma. Búist er við því að leiðtogar Afr- íkuríkjanna undirriti í dag samkomu- lag um að auka til mikilla muna fjár- veitingar vegna alnæmisfaraldurs- ins. Þar er m.a. gert ráð fyrir því að aðildarríki Einingarsamtaka Afríku láti bæði flytja inn og framleiða lyf, „helst í samstarfi við stuðningsríki og lyfjafyrirtæki.“ Kofi Annan hvatti leiðtoga Afríku- ríkja til þess að taka að sér forystu í að rjúfa þagnarmúrinn sem enn um- lykur þessi mál í mörgum Afríkuríkj- um og leysa þá sem smitaðir eru und- an þeirri skömm og mismunun sem þeir mæta á degi hverjum. Kofi Annan segir að áhugi um- heimsins vekji vonir um árangur, en sjóðurinn þurfi fjármagn sem nemur 650 til 900 milljónum íslenskra króna árlega. „Við verðum að fá samfélagið allt í lið með okkur,“ sagði hann. „Ar- angurinn verður ekki mældur í sam- þykktum ályktunum, heldur í manns- lífum.“ ■ 2 FRÉTTABLAÐIÐ Bruni í timbursölu BYKO Fimm starfsmenn með reykeitrun ELDsvoÐt Fimm starfsmenn fluttir á slysadeild vegna gruns um reyk- eitrun eftir að eldur upp kom í timbursölu Byko í Kópavogi á sjö- unda tímanum í gær. Fjölmennt slökkvi- og sjúkralið fór á staðinn. Eldurinn kom upp í spónagám sem tengist húsinu sjálfu og myndaðist mikill reykur. Að sögn slökkviliðs var mikil eldhætta á ferðinni. Að sögn slökkviliðsmannsins brugðust starfsmenn skjótt við en þeir höfðu losað frá eldsupptökum nokkra gáma sem fullir voru af sagi og sprautað köldu vatni á næsta umhverfi áður en fyrstu menn komu á svæðið. Ekki er vitað hvað olli brunanum. ■ SPÓNAGÁMUR BRANN Mikill fjöldi slökkviliðs- og sjúkrabifreiða mættu á staðinn. Við bíðum eftir ráðherra Mikill ágreiningur í nefni sem vinnur að endurskoðun laga um stjórn fiskveiða og ekkert útlit fyrir samkomulag. kvótamál. „Það liggur ljóst fyrir að það eru mjög skiptar skoðanir í nefndinni og þess vegna þarf að finna málamiðlun og hún liggur ekki fyrir. Ef hún lægi fyrir hefði vinna nefnd- arinnar ekki dregist svona mikið. Það gera sér allir grein fyrir að það ágreiningur um þessi mál.,“ sagði Árni Steinar Jóhannsson, þingmaður og fulltrúi í nefndinni sem er ætlað að endurskoða lög um stjórn fisk- veiða. En starf nefndarinnar hefur dreg- ist mikið og segir Árni Steinar að nefndarmenn bíði þess að Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra kynni nefndinni tillögur svo hún geti mótað þær. Ekkert bendir til að nefndin skili af sér fyrir þinglok og segir þingmaðurinn það vera mjög bagalegt. Að óbreyttu fara allar fisk- tegundir undir kvóta 1. september í haust. Það myndi breyta verulega miklu varðandi útgerð fjölda kvóta- lítilla smábáta. Árni Steinar segir að þeir sem eigi hagsmuna að gæta séu farnir að ókyrrast og því sé þetta ástand erfitt. Hann segist verða mik- ið var við ugg meðal þeirra sem gera bátana út. Hins vegar eru margir sem telja allt annað óviðunandi en allur fiskur fari undir kvóta og það eru deildar meiningar víðar en í nefnd ráðherrans. „Það er ekkert launungarmál að nefndinni var ekki ætlað að kasta sér yfir einstaka þætti málsins. Okkur var ætlað að setjast niður og gera heildartillögur um sjávarútvegs- stefnuna. Drátturinn er vegna þess að það eru erfiðleikar með að ná sam- komulagi," sagði Árni Steinar Jó- hannsson þegar hann var spurður hvort komi til greina að nefndin hætti að bíða og leggi fram hugmynd- ir til lausnar. Hart er tekist á, sérstaklega um þann hluta sem lýtur að smábátun- um, um að þeir geti ekki fiskað utan kvóta í haust. Árni Steinar segir að víða séu miklir hagsmunir í húfi þar sem mörg byggðarlög eru háð afla smábáta sem oft eru kvótalitlir. sme@frettabladid.is Danir kanna magn efna í ýmsum tegundum krema Sólarvarnaráburður horfinn úr hillum SÖLGLERAUGUN Á NEFIÐ Svend Auken.umhverfisráðherra Dana, mun senn ákveða hvort tímabundið sölubann verður sett á sólvarnaráburð með vafasömum efnum. Háskólastúdentar í Eþíópíu: Rændu far- þegaflugvél Níu háskólastúdentar í Eþíópíu rændu í gær eþíópskri flugvél með 50 farþegum sem voru á leið til Kharto- um í Súdan. Flugræningjarnir eru taldir vera stúdentar við háskólann í Addis Ababa í Eþíópíu, en kröfur þeirra eru að fá að hitta bandaríska og breska stjórnarerindreka að máli. Til átaka kom í síðustu viku milli lög- reglu og ungmenna í Addis Ababa. Stjórnvöld í Súdan settu á laggirnar nefnd til þess að hefja samningavið- ræður við flugræningjana. ■ HEiLSA Danskir verslunareigendur hafa brugðist mjög vel við tilmælum dönsku Umhverfisstofnunar sem mæltist til þess sl. mánudag að versl- unareigemlur fjarlægðu sólar- varnarátkti-ð-ijr hiHum sem inniheldur eitthvað af þeim þremur efnum til sí- unar úffjórúblárra geisla sólar sem rannsóknir benda til að geti raskað hormónajafnvægi. Strax á þriðjudag höfðu t.d. Matas-verslunarkeðjan, verslanir Dansk supermarket og fleiri tæmt umræddar vörur úr hillum. Umhverfisstofnun hefur einnig beðið heildsala að senda sér upplýs- ingar um nafn, notkun og magn efn- anna í rakakremum, hárnæringu, dag- kremum, raksápum, húðkremum og hrukkukremum því fram hefur komið að þau er að finna í einhverjum teg- undum af þessum vörum. Skrifstofustjóri efnafræðideildar stofnunarinnar, Lisbet Seedorff, segir að frekari upplýsingar séu nauðsyn- legar áður en og ef beðið verður um að fjarlægja þessar vörur. „Það er til- finning okkar að efnin séu í miklu minna magni í þessum vörum.“ Heildsalar hafa átta daga til að skila þessum upplýsingum. ■ 27. apríl 2001 FÖSTUPAGUR Hljómskálagarður Skemmtigarður skáta í sumar miðborg Umhverfis- og heilbrigðis- nefnd Reykjavíkurborgar hefur tekið vel í erindi Bandalags skáta í Reykjavík þess efnis að þeir fái að setja upp skemintigarð í I-Iljóm- skálagarðinum í sumar. Nefndin fagnar þessari umleitan og telur slíkan rekstur fella vel að urn- hverfi garðsins og auka útivistar- gildi hans. Áætlað er að starfrækja skemmti- garðinn frá 22. júní og til 5. ágúst og mun aðgangur að garðinum verða ókeypis, en að sögn heimildar- manna Fréttablaðsins er samt stefnt að því að selt verði í einstök leiktæki. ■ TITO ÆFIR SIG Draumur bandaríska auðkýfingssins verður að veruleika Rússar: Selja Bandaríkja- manni geimferð washingtqn. ap Bandaríski auðkýf- ingurinn Dennis Tito fer í 20 milljón dollara ferðalag nú um helgina. Fær hann að fara með sem farþegi í rúss- neskri geimflaug sem ætlað er að fly- tja vistir í alþjóðlegu geimstöðina Álpha. Honum til halds og trausts í ferðinni verða tveir rússneskir geim- farar sem munu fylgjast með því að Tito hegði sér vel. Geimferðastofnun Bandaríkjanna lagðist í fyrstu gegn því að Tito fengi að koma í geimstöðina en gáfu eftir með því skilyrði meðal annars að hann kæmi ekki nálægt bandaríska hluta stöðvarinnar. Vegna öryggisá- stæðna megi hann ekki fara út fyrir svæði Rússa. ■ UPPLÝSINGAR FRÁ BÖRNUM Ný lög I Ástraliu heimila söfnun á erfðaefni úr öllum nýfæddum börnum Andóf í Ástralíu Safna DNA úr öllum nýburum canberra. AP. Ákvörðun yfirvalda í Ástralíu um að taka skuli DNA-sýni úr öllum nýfæddum börnum hefur mætt nokkurri andstöðu þar í landi. Sýnin verða svo afhent lögreglu til geymslu og munu auðvelda henni rannsókn glæpamála og við að bera kennsl á fólk. Hafa ýmsir áhyggjur af því að slíkar upplýsingar kunni að vera notaðar til annars en til að auð- velda löggæslu. „Ef þetta eru ekki aðgerðir lög- regluríkis, þá veit ég ekki hvað,“ sagði Terry O’Gorman, talsmaður frjálshyggjumanna í Ástralíu. „Hvergi annarsstáðar í heiminum, ekki einu sinni í einræðisríkjum, er tekið blóðssýni úr börnum við fæð- ingu og það látið í hendur lögreglu," sagði hann. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.