Fréttablaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 10
10 FRÉTTABLAÐIÐ 27. apríl 2001 FÖSTUDAGUR | INNLENT~| I^yfirlýsingu í nafni 27 af 34 lækna- nemum í útskriftarárgangi, sem send er í tilefni af viðtali Frétta- blaðsins við Brynju Ragnarsdóttur á forsíðu í gær, segir að þær skoðanir sem fram koma í fréttinni lýsi ekki skoðunum meirihluta hópsins „Við lýsum fullum stuðningi við aðgerðir og baráttu háskólakennara fyrir bættum kjörum. Gagnrýni á baráttu Stúdentaráðs er ósanngjörn í ljósi þess að þeir eru ekki beinir aðilar að samningsgerð," segir í yfirlýsing- unni. „Ljóst er að ef til verkfalls kemur mun það snerta alla háskóla- nema og valda þeim óþægindum sem þriðja aðila í þessari deilu. Vegna þessa beinum við óskum okk- ar til beggja samningsaðila að reyna að ljúka samningum hið fyrsta og forða þannig verkfalli," segir enn- fremur. ■ Mikilvægt er að vísindamenn hafi aðgang að fullkomnum rannsóknartækjum. RANNÍS úthlutar: Tækjakaup til rannsókna styrkt vfsiNPASTARF Rannsóknaráð íslands, RANNÍS, tilkynnti í gær hverjir fá úthlutað úr Byggingar- og tækjasjóði ráðsins. 23 umsóknir eru styrktar um tæplega 63 milljónir króna, en alls sóttu 36 um styrki uppá 101 milljón króna. Allir styrkir eru til tækja- kaupa að þessu sinni en ráðið hefur einnig heimild til að styrkja bygg- ingaframkvæmdir. 23 umsóknir styrktar um 63 milljónir. 36 sóttu um styrki fyrir 101 milljón. Til grundvallar ákvörðun sinni leggur Rannsókn- arráð árangur í rannsóknum og mat annarra aðila þegar sótt er um styrkveitingar úr öðrum sjóðum. —♦— Hæsti styrkur- inn er 12,9 milljón- ir króna og rennur til uppbyggingar á rannsókna- og háskólaneti, RHnet. Netinu er ætlað að tengja saman há- skóla og rannsóknarstofnanir með öflugi neti ljósleiðara. í kynningu Jóns Inga Einarssonar, verkfræð- ings, í gær kom fram að gengið hefði verið til samninga við Línu Net um uppbyggingu netsins. Auk þess að tengja saman háskóla og rannsóknarstofnanir innan lands auðveldar þetta samstarf vísinda- manna við erlenda aðila og mögu- leika á fjarkennslu. ■ | LÖCREGLUFRÉTTIR ) A' Akranesi hafa spellvirkjar verið á ferð og látið ýmsa eigur manna ekki í friði. Lögreglan hefur ekki haft hendur í hári spellvirkjanna, en þeir virðast aðallega aðhafast að næturþeli. —♦— Lögreglan á Egilsstöðum hefur verið við radarmælingar síðustu daga. Einn var tekinn á 126 km hraða í gær á þjóðvegi. Þó sumir séu með þungan bensínfót þegar sól hækkar segir lögreglan að ástandið sé mun betra nú en fyrir tveimur árum. Menn séu löghlýðnari og keyri innan leyfilegra marka. Selfosslöggan hefur tekið nokkra fyrir ölvunarakstur á miðjum degi undanfarið. Einn var tekinn á rúntinum um kaffileytið í fyrradag. Ekki eru neinar tiltækar skýringar á því af hverju þetta er meira nú en venjulega. Lögreglan hefur gætur á ökumönnum og ráðleggur dag- drykkjumönnum að láta ökutækin vera. ■ Ríkisstjómin lætur undan þrýstingi Allsherj arverkfall í Grikklandi aþena (AP) Sólarhringslangt allsherj- arverkfall skall á í gærmorgun í Grikklandi og lamaði allt þjóðfélag- ið. Tilefni verkfallsins eru tillögur ríkisstjórnarinnar til umbóta á eftir- launakerfi landsins. Skólar, skrif- stofur og starfsfólk fjölmiðla lagði niður vinnu, þrátt fyrir að ríkis- stjórnin hafi dregið tillögurnar til baka í fyrradag. Sósíalistar eru við stjórnvölinn í Grikklandi og lagði ríkisstjórnin til í síðustu viku að eft- irlaun yrðu lækkuð og eftirlaunaald- ur hækkaður í 65 ár. Aðgerðirnar eru nauðsynlegar til að koma í veg fyrir hrun lífeyrissjóðanna. Hin öfl- ugu verkalýðsfélög landsins mót- mæltu aðgerðunum og lét ríkis- stjórnin undan þrýstingi en and- stæðingar hennar gagnrýna þá und- anlátsemi harðlega. ■ MÓTMÆLA BREYTINGUM Christos Polyzogopoulos leiðtogi stærsta verkalýðsfélags Grikkland. Lífeyrissjóður telur sig eiga 1.400 milljónir hjá ríkinu Lögmaður sjóðsins segir stjórnmálamenn hafa ráðstafað fé annarra til að leysa kjaradeilu lífeyrismAl Lífeyrissjóður sjómanna hefur stefnt íslenska ríkinu til greiðslu á 1.400 milljónum króna. Skaðabótakrafan er tilkomin vegna laga sem sett voru á Alþingi í árs- byrjun 1981, en þá var kjaradeila milli sjómanna og útvegsmanna. í lögunum var gert ráð fyrir -að sjó- mönnum væri gert kleift að byrja að fá greiddan lífeyri, úr Lífeyrissjóði sjómanna þegar þeir væru sextugir, og ef þeir hefðu náð tilteknum tíma til sjós. Þetta var gert án þess að rétt- ur þeirra skertist. „Svavar Gests- son, þáverandi ráð- herra, ákvað að Líf- eyrissjóður sjó- manna skyldi greiða sjómönnum lífeyri frá sextíu ára aldri kysu þeir það. Þetta var liður í lausn á kjaradeilu og ráðherrann tók í raun eignir þriðja manns til að leysa deiluna. Þegar sjóð- urinn reyndi að komast út úr þessu þá var lögum um hann breytt og sjóðsfélögum gert að sæta skerðingu tækju þeir lífeyri sextugir. Nokkrir þeirra vildu ekki una þeirri skerðingu, fóru í mál við sjóðinn, og unnu það. Frá þeim tíma var reglum sjóðsins breytt og nú tek- ur enginn lífeyri svo snemma nema sæta skerðingu," sagði Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Lífeyrissjóðs sjómanna, í samtali við Fréttablaðið. SVAVAR GESTSSON Hann beitti sér fyrir lagasetningu sem er ástæða þess að íslenska ríkið er nú krafið um stórfé. Sigurður segir að stjórn sjóðsins verði að leita til Al- þingis til að breyta reglum sínum. „Þá gerist það alltaf að stjórnmálamenn, sem eiga þess kost að fá atkvæði, fara að hafa afskipti af innri málum sjóðs- ins, til dæmis hver á þessi skerðing að vera en þeir vilja ekki bera ábyrgð." Hefur Lífeyris- sjóður sjómanna sérstöðu hvað þetta varðar? „Hann er eini starfsgreinalífeyrissjóðurinn á hin- SIGURÐUR G. GUÐJÓNSSON Hann segir stjórnmálamenn hafa notað sjóðinn til að afla sér fylgis. SJOMENN Lífeyrissjóður sjómanna vill fá skaðabætur vegna lagasetninga frá Alþingi sem stór- sköðuðu sjóðinn. um frjálsa markaði sem býr við þetta.“ Sigurður segir að sama gildi í raun um Lífeyrissjóð bænda, en þó sé málum öðru vísi háttað þar sem greiðslur í þann sjóð komi inn með öðrum hætti. sme@frettabladid.is Aðalfundur netrisa: Yahoo! lokar á fréttamenn KAUFORNlA ap. Þeir hluthafar sem ekki eiga þess kost að mæta á aðalfund Ya- hoo sem haldinn er í dag munu ekki geta treyst á eðlilegan fréttaflutning frá fundinum. Venja er að fréttamönn- um sé heimilaður aðgangur að aðal- fundum stórfyritækja á hlutabréfa- markaði en netfyrirtækið hleypir nú aðeins fullgildum hiuthöfum að. Að vfsu geta fréttamenn og aðrir fylgst með fundinum sem sýndur verður beint á netinu, en sumir telja að slíkt gefi aðeins takmarkaða mynd af framvindu mála. Þannig geti Yahoo stjórnað því sem fréttamenn sjá og heyra. „Eg veit engin dæmi um að fjölmiðlum hafi algjörlega verið meinaður aðgangur," segir Diane Bratcher, talsmaður Interfaith, eins félags stofnanafjárfesta í New York. Fyrir fundinum liggja mörg mikil- væg mál sem lúta að framtíðafáform- um fyrirtækisins, en hlutaverð þess hefur fallið um 85% á einu ári. Þá hef- ur fyrirtækið að undaförnu orðið að fækka starfsmönnum og leita annarra leiða til að draga úr kostnaði. ■ A YAHOO! NETKAFFIHÚSI Fjárfestar hafa áhyggjur af upplýsingum frá aðalfundi. NORÐURSKAUTIÐ fsbirnir kæra sig kollótta um ástand ósonlagsins. Rannsókn á norðurskauti r■ Osonlagið lagast tímabundið genf. ar Ósonlagið yfir norðurskaut- inu er ekki lengur að þynnast, að sögn veðurfræðinga hjá Sameinuðu þjóðunum. Þeir hvetja þó ekki til of mikillar bjartsýni varðandi framtíð- arhorfur vegna þess að ýmsar ytri aðstæður hafi hjálpað ósoninu að undanförnu. Óvenjulega heitur vetur ásamt því að ósonframleiðsla sé tímabundið mikii núna vegna áhrifa frá sólinni geti verið ástæðurnar fyr- ir jafnvægi ósonlagsins yfir norður- pólnum. Það muni svo að öllum lík- indum halda áfram að þynnast á næstu árum. Umtalsverð þynning ósonlagsins yfir suðurskautslandinu er talin hafa valdið húðkrabbameini í Ástralíu og annarsstaðar á suðurhveli jarðar. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.