Fréttablaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 27. apríl 2001 FRETTABLAÐIÐ 19 Nýlistasafnið við Vatnsstíg: Gj örningavikunni lýkur með iviyndlist í kvöld klukkan 20 verður Ásdís Gunnarsdóttir með gjörning á gjörningaviku Nýlistasafnsins við Vatnsstíg, en vikunni lýkur á morg- un. Á morgun verður svo lokahnykk- ur hátíðarinnar með uppákomum allan daginn og lokatónleikum Egils Sæbjörnssonar. „Segja má að þrjá kynslóðir hafi stundað gjörningalist á Islandi,“ seg- ir Guðmundur Oddur Magnússon, deildarstjóri í Listaháskóla íslands. „Fyrsta kynslóðin eru gömlu Súmmararnir, sem Nýlistasafnið á glæsibrag rætur að rekja til. Önnur kynslóðin eru þau sem voru í Nýlistadeildinni hjá Magnúsi Pálssyni, en yngsta kynslóðin á svo rætur að rekja til Gula hússins," segir Guðmundur. Ásdís er fulltrúi yngstu kynslóðarinnar ásamt Gjörningaklúbbnum og fleiri ungum listamönnum. Auk þess eru fastir liðir á gjörn- ingavikunni, Gerla situr og saumar milli 16 og 18 og svo verður hún í Gryfjunni kl. 18.15, auk þess sem Gunnhildur Hauksdóttir fer af stað með grjótburð kl. 16.30. ■ ÚR PORTINU VIÐ NÝLISTASAFNIÐ Cjörningavikunni fer að Ijúka en geysi- margt er á seyði í dag. CUÐMUNDUR ODDUR MAGNÚSSON „Við notum nákvæmlega sama myndmálið hvort sem við erum friðsöm eða herská." Þetta verður semsé mjög áhuga- verður fyrirlestur, sem helst enginn áhugamaður um stjórnmálafræði og pólitíska listasögu 20. aldar ætti að láta framhjá sér fara. ■ hlutfallinu einn á móti tíu af réttri lík- amsstærð viðkomandi en fyrirmyndir eru vinir og vandamenn listamannsins. Sýningin stendur til 29. aprfl. í Norræna húsinu sýna fimm myndlist- armenn frá Svíþjóð Rose-Marie Huuva , Erik Holmstedt, Eva-Stina Sandling, Lena Ylipaa og Brita Weglin. Norður- botn er á sömu norðlægu breiddargráð- um og ísland og að flatarmáli helmingi stærra þó íbúar séu þar álíka margir og á Islandi. Sýningin stendur til 13. maí. I Ásmundarsafni við Sigtún í Reykjavík stendur yfir samsýning á verkum Páls Guðmundssonar og Asmundar Jóns- sonar. Safnið er opið 13-16. I Listasafninu á Akureyri stendur yfir sýning á Ijósmyndum eftir hinn þekkta franska Ijósmyndara Henri Cartier- Bresson, en líklega hefur enginn átt meiri þátt í því að gera Ijósmyndun að viðurkenndri listgrein. Opið 14-18. Myndir 370 barna af mömmum í spari- fötum eru á sýningu í Galleríi Sævars Karls við Bankastræti í Reykjavík. Opið á verslunartíma. I Listasafni Kópavogs - Gerðarsafni stendur yfir sýningin Carnegie Art Award 2000, þar sem sýnd eru verk eftir 21 norrænan myndlistarmann, en þar á meðal eru þeir Hreinn Friðfinnsson og Tumi Magnússon. Opið 11-17. „Drasl 2000" nefnir rithöfundurinn Sjón sýningu i Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í sýningarröðinni „Þetta vil ég sjá". Þar hefur Sjón valið til sýningar verk eftir Erró, Magnús Pálsson, Magn- ús Kjartansson, Hrein Friðfinnsson, Friðrik Þór Friðriksson og fleiri. Menn- ingarmiðstöðin er opin frá 9 að morgni til 21 að kvöldi. Hlégarður 50 ára Stuðmenn með trukki og dýfu i gallerí@hlemmur.is stendur yfir sýning Erlu Haraldsdóttur og Bo Meiin „Here, there and everywhere". Á sýningunni leika þau Erla og Bo sér að því að brey- ta Reykjavík í fjölþjóðlega borg með að- stoð stafrænt breyttra Ijósmynda. Opið 14-18. Á Kjarvalsstöðum stendur yfir sýning norska listmálarans Odds Nerdrums, sem baðst nýverið afsökunar á því að hafa siglt undir fölsku flaggi með því að kalla sig listamann. Sýningin er opin 10- 17 en til kl. 19 miðvikudaga. „Heimskautalöndin unaðslegu" er heiti sýningar sem lýsir með myndrænum hætti lífi, starfi og hugsjónum Vestur-ís- lendingsins Vilhjálms Stefánssonar. Sýningin er í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsinu og er opin 10-17. „Á meðan eitthvað er að gerast hér, er eitthvað annað að gerast þar" nefnist sýning á vekum Bandaríkjamannsins John Baldessari sem stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. Hann er eitt af stóru nöfnunum í sam- tímalistasögunni. Sýningin er opin 11-18 og fimmtudaga til kl. 19. DflNSLEiKUR Hljómsveitin lífsseiga Stuðmenn leika á sveitaballi sem haldið verður í Hlégarði í Mosfells- sveit í tilefni af 50 ára afmæli staðar- ins. Hér á árum áður voru oft haldin böll í Hlégarði og fóru þá gjarnan sætaferðir frá BSÍ. Nú eru böllin ekki eins tíð í Mosfellsbænum, en í tilefni af 50 ára afmæli félagsheimil- isins var ákveðið að slá upp sveita- balli og er lofað miklu fjöri með með trukki og dýfu. Dansleikur fer fram á morgun og opnar húsið kl. 22. Hægt er að panta miða í félagsheimilinu. ■ Að sauma sér faldbúning 18. aldar íburðarmikill kvenbúningur „Eruð þið enn reið við mig?" nefnist sýning á verkum eftir breska listamann- inn John Isaacs í Listasafni Reykjavík- ur - Hafnarhúsi þar sem gefur m.a. að líta sláandi nákvæma sjálfsmynd lista- mannsins, sem þar skyggnist undir eigið yfirborð í orðsins fyllstu merkingu. Safn- ið er opið 11-18 og til kl.19 fimmtudaga. Sænska listakonan Anna Hallin sýnir málverk og teikningar í Gryfju Lista- safns ASÍ og heitir sýning hennar „Soft Plumbing". Olga Bergmann sýnir í Ás- mundarsal safn verka sem unnin eru með blandaðri tækni.Sesselja Tómas- dóttir sýnir „portrait" af dóttur sinni og vinum hennar, sem öll eru á fjórða ári í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg. Hún hefur fylgst með þessum börnum frá fæðingu og reynir að láta persónutöfra þeirra njóta sín í myndunum. sflUMflNÁMSKEip Faldbúningur er glæsilegur og íburðarmikill 18. aldar kvenbúningur. Fram að þessu hefur ekki verið hægt að læra faldbúninga- saum á skipulögðum námskeiðum. Heimilisiðnaðarskólinn í samstarfi við sérfróða kennara í þjóðbúninga- saum verður með kynningarnám- skeið í faldbúningasaum kl.10.30- 13.30 í Hornstofunni að Laufásvegi 2 á morgun. Farið verður yfir sögu faldbún- ingsins sem skiptist í tvö tímabil. Talað verður um mögulegar útfærsl- ur á faldbúningi sem verða kenndar og námskeið sem í boði verða og tengjast faldbúningasaum. Verð á kynningarnámskeiðið er 1.000 kr. og er opið öllum sem hafa áhuga. ■ Loftkastalinn Sjeikspír leggur sig leiklist Síðasta sýning á leikritinu Sjeikspír eins og hann leggur sig er í kvöld kl. 20. Leikritið hefur verið sýnt við miklar vinsældir en í því er farið á hljóðhraða yfir öll verk meist- arans og allir ættu að hafa gaman af. Uppfærsla Sjeikspírvinafélagsins er drepfyndin en í aðalhlutverkum eru Friðrik Friðriksson, Halldór Gylfa- son og Halldóra Geirharðsdóttir. Leikstjóri er Benedikt Erlingsson. Það er óhætt að mæla með þessu stykki ef ykkur vantar hressilega upplyftingu og allra síðasti séns er í kvöld áður en Sjeikspír gamli leggur sig. ■ HALLDÓRA GEIRHARÐSDÓTTIR OG HALLDÓR GYLFASON Þau hafa farið á hljóðhraða yfir verk Sjeikspírs allt síðasta leikár.* GEISLADISKUR Lifið í Ijósi dauðans '"'li'nc.M iJORTi:,M Requiem eftir Szymon Kuran er samið í minningu íslenskrar konu sem lést úr krabbameini. Verkið er óhemju fagurt, nánst tímalaust þótt það sé í hefðbundnu formi kaþólskrar sálumessu þar sem sársauki dauðans blandast saman við fegurðina sem lifir áfram í huga vinar. Óvenjulegt er að þrír kórar fly- tja verkið ásamt pólsku barni sem syngur stutta bæn. Einleikur á fiðlu, flautu og gítar gefur verk- inu sterkari svip og slagverkið sendir ýmist frá sér eldglæringar eða slær þungan slátt tímans. Á eftir Sálumessunni er á disknum styttra verk eftir Szymon Kuran, Post Mortem. í þessu verki Szymon Kuran: Requiem, Post Mortem__________________________ Flytjendur: Maia Frankowski, Drengjakór Laugarneskirkju, Kvennakór Reykjavíkur, Karlakór Reykjavíkur, Szymon Kuran, Martial Nardeau, Hafdís Bjarnadóttir og Kammer- sveit Reykjavíkur. er leikandi léttur göngutónn, sem getur bæði vísað í hugsanlega vegferð manns að lífinu loknu eða göngu syrgjenda í líkfylgdinni. Óhemju fagurt, með ólgandi tilfinningum og sannfæringu. Ritþing í Gerðubergi um helgina: Heimsborgaralegur höfundur í Reykjavík ritpinc Sigurðar Pálssonar verður haldið næstkomandi laugardag í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Stjórnandi er Jón Yngvi Jóhannson bókmenntafræðingur. Spyrlar eru Vigdís Grímsdóttir rithöfundur og Kristján Þórður Hrafnsson rithöf- undur og bókmenntafræðingur. Til að krydda dagskrána verða lesin og flutt brot úr verkum Sigurðar en meðal flytjenda er Edda Heiðrún Backman leikkona. Sigurður Pálsson er margbrotið skáld: heimsborgarinn i hópi ís- lenskra skálda, en líka eitt mesta Reykjavíkurskáld síðan Tómas - og samt er ekki örgrannt um að leynist með honum leifar af sveitamanni. Sigurður er eitt þeirra skálda sem umbreyta fyrir okkur heiminum, hvort sem við erum stödd í París, Reykjavík eða í Axarfirðinum hefur hann farið orðum um umhverfið og gefið því nýtt og óvænt líf. Og nú er Sigurður líka kominn úr felum sem prósahöfundur eftir nærri hálfrar aldar skúffuskrif en meira um það á Ritþinginu. Ritstörf og þýðingar hafa verið aðalverksvið Sigurðar um langa hríð þó hann hafi unnið á mörgum öðrum SIGURÐUR PÁLSSON Kominn úr felum sem prósahöfundur sviðum, svo sem við sjónvarp og kvikmyndir. Sigurður Pálsson var einn af Listaskáldunum vondu 1976. Hann var Formaður Rithöfundasambands íslands 1984-88. ■ Tónlistardeild - hljóðfæraleikur/söngur - tónsmíðar/tónfræðigreinar Umsóknarfrestur um nám næsta haust rennur út mánudaginn 30. apríl. Umsóknum skal skila á skrifstofu skólans. Nánari upplýsingar á heimasíðu eða í síma skólans 552 4000. M USTAHÁSKÓLI ÍSLANDS • ICELAND ACADEMY OF VHE ARTS • www.lhi.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.