Fréttablaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 13
FðSTUPAGUK 27, apríl 2001 FRÉTTABLAÐIÐ is Hagsmunir 6.700 stúdenta í hufi •jc ^ •’•; ft ■ & y ' -. "■ •... ' *'■ ■' ' •> • .. • ;* r: • f" $ jfc * ' • > '*>. ■ • •' Tveggja vikna verkfall kostar þá hálfan milljard, miðað við lágmarkslaun. Formaður stúdentaráðs óttast að margir hrekist frá námi. Engin svör frá háskólanum um fyrirkomulag prófa. STÚDENTALEIÐTOCINN. Verði verkfall þarf stór hópur stúdenta að lifa allt að mánuði lengur en ella á yfirdráttarlánum frá bönkum því námslánin til að greiða upp yfirdráttinn verða ekki afgreidd fyrr en prófum er lokið og einkunnir liggja fyrir. Þorvarður Tjörvi og félagar vinna að þvl að LIN flýti afgreiðslu lánanna ef af verkfalli verður. Tekju- og fjámiagnsskattur 20 prósent skattaaukning skattamái Skattar á tekjur og hagnað aukast töluvert á milli ára, eða um tæplega 20%. Það stafar einkum af mikilli aukningu í innheimtu á tekju- skatti fyrirtækja og fjár- magnstekjuskatti, að því er kemur frama í hálf fimm fréttum Búnaðar- bankans. Innheimta á tekjuskatti einstaklinga eykst um 13 1/2% þrátt fyrir það að tekjuskattshlutfallið hafi lækkað um 0,33% frá síðustu áramótum. Þetta stafar af samnings- bundnum launahækkunum auk þess sem persónuafsláttur einstaklinga hækkaði 5.6% minna en laun á tíma- bilinu. ■ FIMMTÁN ÁR LIÐIN AP-MYND. Leonid Kutchma, forseti Úkraínu, minnist fórnarlamba kjarnorkuslyssins í Tsjernóbyl Sviptingar á Ukraínuþingi: Stjórnin fallin, forsetinn tórir kiev. flp. Leonid Kutchma, forseti Úkraínu, slapp naumlega undan ákæru til embættismissis í gær, fá- einum klukkustundum eftir að þingið hafði samþykkt vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Þessa atburði bar upp á sama dag og Úkraínubúar minntust þess að 15 ár eru liðin frá því kjarnorkuslysið í Tsjernóbyl átti sér stað. Meira en 4.000 Úkraínubúar hafa látið lífið af völdum slyssins og yfir 70.000 manns teljast óhæfir til vinnu vegna þess. Einungis 209 þingmenn greiddu ákærunni atkvæði sitt, en 226 þurfti til þess að hún næði tilskildum meiri- hluta. Málið er þó ekki úr sögunni, heldur frestast það einungis þangað til þingið kemur saman að nýju í sept- ember. Sumir stjórnarandstöðuhópar telja Kutchma sekan um spillingu, hann sé vanhæfur í starfi og hafi átt þátt í morði á blaðamanni, sem hafði haft uppi gagnrýni á stjórnvöld. Kommúnistar eru á hinn bóginn and- vígir áformum hans um efnahagsum- bætur. —♦— Fordómar í Bandaríkjunum: Tortryggni gagnvart Asíufólki new york. flp.Fjórðungur Bandaríkja- manna er haldinn neikvæðum for- dómum gagnvart kínversk-ættuðum löndum sínurn og 23% ættu erfitt með að greiða forsetaframbjóðanda af asískum uppruna atkvæði sitt, að því er fram kemur í könnun sem gerð var fyrri hluta mars. Tæplega þriðj- ungur Bandaríkjamanna telja kín- verska Bandaríkjamenn frekar halda tryggð við Kína en Bandaríkin. Nið- urstöðurnar eru taldar benda til þess að fordómar lifi enn góðu lífi í Banda- ríkjunum. ■ háskólinn „Það eru hagsmunir á sjö- unda þúsund stúdenta í húfi og við höfum reiknað út að líklegur kostnað- ur þeirra verði hálfur miljarður, mið- að við að verkfall standi í tvær vik- ur,“ sagði Þorvarður Tjörvi Ólafsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla ís- lands, um verkfall það sem háskóla- kennarar hafa boðað til þann 2. maí nk. Hann segir ljóst að próf muni ekki hefjast strax að verkfalli loknu og því muni verða allt að mánaðar seink- un á áformum þeirra 6.700 stúdenta sem verkfallið snertir og hefur áhyggjur af því að stúdentar hrekist úr námi ef til verkfalls kemur því margir hafi fjölskyldur á framfæri og þoli ekki að bíða í mánuð eftir að komast út á vinnumarkaðinn. Þorvarður Tjörvi segir að Stúd- entaráð hafi ítrekað það við deiluað- ila, bæði kennara og stjórnvöld, hve alvarlegt málið sé fyrir stúdenta, bæði þá 831 sem stefna að útskrift í vor og aðra. Engin svör hafi fengist frá háskólarektor um hvenær og hvernig próf verða lögð fyrir að verkfalli loknu. „Það hefur valdið okkur miklum vonbrigðum," sagði hann og segir að jafnframt hafi verið skorað á fjármálaráðherra og menntamálaráðherra að þeir beiti sér fyrir lausn deilunnar. „Það er ekki hægt að æðsti maður mennta- mála. horfi aðgerðalaust á meðan starfsemi háskólans leggst í rúst,“ segir Þorvarður Tjörvi. Útreikningur Þorvarðar Tjörva um hálfs milljarðs króna tekjutap stúdenta er gerður með því að marg- falda fjölda stúdentanna með lág- markslaunum verkalýðsfélaganna, sem eru um 81.200 kr. á mánuði. „Ef við miðum við meðallaun verkafólks, sem eru um 109 þúsund kr. er kostn- aðurinn 750 milljónir króna. Þá er eftir að taka tillit til aukins vaxta- kostnaðar vegna seinkunar á af- greiðslu námslána. Það eru allir stúd- entar með yfirdrátt í botni." ■ 899l(i: 1199kr. l'l I'1 /cF’iO.Sii. M.»: di •: n,i t lii.,1 l»lai 06 i.iLI ctiitla. a ii i k a uíi . l'l l'i . . cí.'íOiScJ 1M»>: : CÍÍ i n< > < lí. l.lctl 4.1, t.tli 'iaiit 1 a Iiol.,1 • Kjc.t,, ■, 1 ,sa 'i 1 i'l iii ctg 1 . U|(. ÍÍJ • iiuitrí rí.Ví1 . I'l ,u t ■: ilSÖSii Mi.j ’ZLii i ,iii , i h. .í.iar o ;S (cit i •iaiu ia »V‘ t-pjjij i aiil- 11J < ii<V Jl l'“l“ )l ii •. . íi <ii ( tíl oi il U1 I'l |ú ■• ' cÍSt ; - < l i\i. : ai ( -ii. < i lt.. il.iai o icií: •iainia l'Hi|^i.)lll llíil 1 • 1 (>;«( 1 ...il. o • 1 í )ii 1 tUll- ÍÍJ < Ji cí-í j j/up1 iki 1 UjJ < lllllll Pjpi /zasoha. i\i,,í i ai • ,ii< , . Ij. líiiai o síali ilaiiiia P‘-l 1 >eroni: S LiuL. * 1 Tc nilali: ik í»: Pj l'l i fli1Sí).Sci.. Mo< : cil i .11. , > l„. a.iai .r sictl: 'Íailíia. < iræn j)aj)i I júiiií Oíi oVCjJplÍ Pjpj........ M< •■ 1499k ¥ i mzzA mlúm Iw. /TiiJík.íjijai u.síaj)lau»ia. VvCjjpij. l*».j^ji».joj>í nauluijUii»i».-^ rM ni * V V "?• W’. Jl j I Jiö hcyUjdVlK ÍI IboöÍö ýíldii i.JqQaÍiá i / . apllÍ / j’óai Ojj ciötiii- of cOII' el'. . ^ i 7 Fréttablaðið liggur frammi Meðan verið er að eyða hnökrum á dreifingu Fréttablaðsins verður hægt að nálgast blaðið á öllum bensínstöðvum Esso á höfuðborgar- svæðinu. Á BENSÍNSTÖÐVUM ESSO >> f framtíðinni mun blaðið liggja frammi á fyrstu bensínstöð Esso eftir að komið er inn á höfuð- borgarsvæðið, hvaðan sem komið er.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.