Fréttablaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 6
6 FRÉTTABLÁÐIÐ 27. apríl 2001 FÖSTUPAGUR SPURNINC DACSINS Skerða kröfur um íslensku- kunnáttu möguleika nýbúa til að aðiagast íslensku samfélagi? Alls ekki. Þegar íslendingar flytja til útlanda hugsa þeir aldrei þan- nig að tungumál landslns skerði möguleika þeirra á að aðlagast samfélaginu. Aðalóvinur okk- ar nýbúa er enskan. f hvert skipti sem ís- lendingur talar ensku við nýbúa gerir hann eitthvað glæpsamlegt því ensk- an vinnur gegn aðlögun okkar. Cerard Lemarquis er franskur en hefur búið hér á landi á þriðja áratug og meðal annars starfað við frönskukennslu. Nick Leeson færði bílinn fullur LONPON.AP. Nick Leason, verðbréfa- salinn sera gerði Barings banka gjaldþrota, með ævintýralegri spákaupmennsku, var sviputur ökuleyfi í tvö og hálft ár eftir við- urkenningu á að hafa verið drukkinn undir stýri. Leeson var dæmdur í bænum Watford fyrir norðan Lundúnir, en þar býr hann í vellystingum um þessar mundir. Hann var einnig dæmdur til þess að sinna samfélagsþjónustu í 120 klukkutíma. Leeson er nú 34 ára og var sleppt úr fangelsi í Singapore árið 1998. Vegna góðrar hegðunar þurfti hann ekki að afplána nema 3 1/2 ár af 6 1/2 árs dómi. Hann var tekinn fullur á Jagúar bíl sín- um í Watford 21. apríl. Ákærandinn sagði að verð- bréfasalinn fyrrverandi hefði haft þrefalt meira áfengismagn í blóðinu en leyfilegt er við akstur. Lögmaður Leesons kvað þau rök mæla gegn ökuleyfissvipt- ingu að Leeson hefði greinst með krabbamein árið 1998 og þyrfti bílinn til þess að vitja læknis. Hann þyrfti einnig á bíl að halda til þess að klára sálfræðigráðu í Middlesex háskólanum í Lundún- um, og til þess að geta sinnt líkn- arstörfum. Nick Leeson var að drekka bjór með félögum sínum á krá í Watford, þegar hann ákvað af „kjánaskap" og ófyrirgefan- lega, að færa bílinn úr staö áður en hann hitti aðra vini sína. Ætl- un hans var ekki að aka heim. Hann var aðeins að færa bílinn til þess að ólíklegra væri að hann yrði fyrir skemmdarverk- um. Leeson bar ábyrgð á viðskipt- um með framvirka samninga sem leiddu að lokum til taps upp á 160 milljarða íslenskra króna en það reið Baringsbanka að fullu árið 1995. ■ STÚTUR VIÐ STÝRI Maðurinn sem settí Barings banka á haus- inn sviptur ökuleyfi Margot Wallström Kyoto-bókun í framkvæmd kyoto-bókunin Margot Wallström, sem fer með umhverfismál í fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) hefur lýst því yfir að ESB muni standa við framkvæmd Kyoto- bókunarinnar. Wallström lét ummæl- in falla á þriggja ára afmæli bókun- arinnar í fyrradag en félagar úr um- hverfisverndarsamtökunum Green- peace færðu henni afmælisköku í til- efni dagsins. Bandaríkjastjórn til- kynnti í síðasta mánuði að hún myndi ekki skrifa undir bókunina. Kyoto- bókunin skyldar ríki til að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda. ■ Þing Evrópuráðsins: Bandaríkin endurskoði afstöðu sína strasbourg. ap. Evrópuráðið hefur efasemdir um hvort það geti treyst á samvinnu á sviði umhverfismála frá Bandaríkjunum. Þing ráðsins gaf ein- róma yfirlýsingu þess efnis í vikunni í kjölfar þess að Bush hafnaði þeirri Iækkun á útblæstri eiturefna sem Kyoto samkomulagið kveður á um. Þingið lýsti því yfir að Ijóst væri að Bandaríkin vildu komast hjá því að axla sinn hluta ábyrgðarinnar og að Kyoto samkomulagið í heild sinni væri í uppnámi vegna þessa. Ráðið bað Bandaríkjastjórn að „endurskoða afstöðu sína.“ Samkomulagið frá 1997 kveður á um að iðnríki verði árið 2010 að hafa minnkað losun eiturefna sem valda gróðurhúsaráhrifum verulega frá því sem var árið 1990. Bandaríkjamenn bera ábyrgð á um 25% af öllum koltvísýringsútblæstri heimsins, en Bush lýsti því yfir fyrir nokkru að hann geri „ekkert sem skaðar efna- haginn. ■ INNLENT Kópavogsdeild Rauða kross íslands hefur veitt 20 millj- ónir króna til framkvæmda við stækkun hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar. Framlagið var af- hent í þremur hlutum og innti deildin síðustu greiðsluna, 6,6 milljónir króna, af hendi mánu- daginn 23. apríl síðastliðinn. —♦— Viðskipti Útflutningsráð ís- lands og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, í samvinnu við sendiráð íslands í London og skrifstofu forseta íslands, efna til ráðstefnunnar „Venture Partnering Meeting" í London 10. maí nk. Á ráðstefnunni munu íslensk fyrirtæki í upplýsinga- iðnaði og íslenskir fjárfestar fá tækifæri til að kynna sig fyrir breskum f járfestum. Auk þess verður sett upp lítil sýning þar sem fyrirtækin munu kynna starfsemi sína nánar. Tfréttaskýrinc [ Alvarlegar efasemdir um gagnsemi þyngri refsinga Frumvarp dómsmálaráðherra gerir ráð fyrir þyngri refsingu við fíkniefnabrotum. Niðurstöður rannsóknar benda til að þyngri refsingar dragi ekki úr afbrotum. Lögmannafélagið mælir gegn lagasetningu. Dómstólaráð segir að aðrar leiðir kunni að skila betri árangri. ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR „Skýr skilaboð til glæpamanna um að glæpir verði ekki liðnir." löggjöf Frumvarp dómsmálaráð- herra um að hækka hámarksfang- elsisvist fyrir fíkniefnabrot úr tíu árum í tólf ár gengur gegn niður- stöðum rannsóknar sem unnin var um áhrif mismunandi refsinga á ít- rekunartíðni afbrota. Samkvæmt þeirri rannsókn sjást engin merki þess að þyngri refsingar dragi úr ít- rekunartíðni en vísbendingar eru sagðar um hið gagnstæða. í skýrslu rannsakenda segir að ítrekunartíðni þeirra sem Ijúka fangavist hérlendis sé mjög svipuð því sem tíðkast meðal annarra þjóða, þó sumar þeirra beiti talsvert þyngri refsingum en íslendingar. Þá segir að engin merki sjáist um að þyngri refsingar dragi úr ítrekunar- tíðni en að vísbendingar séu um hið gagnstæða. Því séu þyngri refsingar ekki líklegar til að draga úr líkum á ítrekun. Ingvi Hrafn Óskarsson, aðstoð- armaður dómsmálaráðherra segist ekki telja að frumvarpið stangist á við niðurstöður rannsóknarinnar. „í kafla þar sem ítrekunartíðni er greind eftir afbrotum kemur í ljós að niðurstöður könnunarinnar eiga misvel við eftir því hvaða afbrot menn hafa framið. Þar kemur í ljós að þær eiga síður við í fíkniefna- brotum.“ Þessari túlkun er Kristrún Krist- insdóttir lögfræðingur, sem vann rannsóknina ásamt þremur öðrum, ósammála. „Niðurstöður rannsókn- arinnar taka til allra brota,“ segir Kristrún sem segir niðurstöður könnunarinnar einnig eiga við þegar um fíkniefnabrot er að ræða. „Itrek- unartíðni í fíkniefnabrotum er lægri en til dæmis í auðgunarbrotum en það tengist meira eðli brotanna," segir Kristrún. í umsögn Laganefndar Lög- mannafélags íslands um frumvarp- ið er lagt til að löggjafinn haldi að sér höndum og samþykki ekki hærri refsiramma fyrr en sýnt þykir aó refsimat dómstóla sé þannig að gild- andi refsirammi sé brostinn. Að auki bendir nefndin á að ekki virðist hafa farið fram heildstæð athugun á fælingaráhrifum refsinga og tekur fram að ekki sé útilokað að slík at- hugun leiddi í ljós að lögfesting refsilágmarks hefði meiri fælingar- mátt en hækkun refsiramma. í umsögn Dómstólaráðs segir að ekki megi draga þá ályktun af þyn- gri dómum í fíkniefnamálum að undanförnu að dómarar vilji refsa harðar fyrir þessi brot þannig að hækka þurfi refsihámarkið. Dóm- stólaráð bendir á að afbrotafræðing- ar telji þyngri refsingar allt eins geta leitt til harðari og skipulagðari brotastarfsemi. „Refsiharka þarf þannig ekki endilega aö hafa í för með sér betra þjóðfélag", segir í umsögn Dómstólaráðs sem telur að þættir eins og hagnaðarvon og fé- lagslegir þættir geti haft mun meiri áhrif á brotastarfsemi. Ríkissaksóknari staðfestir álykt- un í athugasemdum við frumvarpið um að miðað við dómaframkvæmd hafi refsimörk hegningarlaga verið íslenskuprófið þyngst Að mati flestra nemenda sem Fréttablaðið ræddi við í Alftamýrarskóla Samræmdu prófunum lauk í gær. skólamál Samræmdum prófum í 10. bekk grunnskólans lauk í gær. Áfan- ga er lokið hjá nemendum á lokaári grunnskólans en hátt í 4.000 nemend- ur þreyttu prófin að þessu sinni. Við Álftamýrarskóla voru þrír strákar í körfubolta þegar klukkan var að halla í tólf á hádegi í gær. Þetta voru 10. bekkingarnir Ingvar Andri Egilsson, Einar Barkarson og Friðrik Már Helgason. Strákarnir létu vel af stærðfræði- prófinu, sögðu það ekki hafa verið sérstaklega þungt. „Það var lítil rúm- fræði,“ sagði Ingvar Andri og virtist sáttur við það. „Islenskan var frekar erfið,“ heldur Ingvar áfram og Einar bætir við að öll prófin nema stærð- fræðin hafi verið frekar erfið. Strák- arnir eru á því að ís- lenskuprófið hafi ver- ið það erfiðasta síð- astliðin ár en þeir hafa tekið mörg eldri samræmd próf í und- irbúningi prófanna. Tveir strákanna voru á leið í óvissu- ferð á vegum for- eldrafélags skólans. „Við komum heim seint í kvöld og það er skóli kl. 8 í fyrra mál- GEKK VEL í PRÓFUNUIVI . Þórður Daníel Þórðarson ogTinna Marína Jónsdóttír létu ágæt-1”’ en6ln miskunn, leg af gengi sínu í prófunum. segja strákarnir en ENGIN MISKUNN Nemendur 10. bekkjar ( Álftamýrarskóla áttu að mæta á venjulegum tíma í skólann í morgun að sögn Ingvars Andra Egilssonar, Einars Barkarsonar og Friðriks Más Helgasonar. virðast þó ekki sérstaklega þjakaðir. Þeir segja að meirihluti krakkanna ætli í ferðina en þó ekki allir. Inni í skólanum voru Þórður Dan- íel Þórðarson og Tinna Marína Jóns- dóttir ásamt fleiri nemendum búin í prófinu. Það var létt yfir hópnum og þau tóku flest undir að stærðfræði- prófið hefði verið frekar auðvelt. Krakkarnir voru á því að þeim hefði gengið vel í prófunum þó að þau hefðu verið frekar erfið. Þegar þau voru spurð hvert þeirra hefði verið erfiðast voru allar greinar nefndar en flestir nefndu þó íslensku og ensku. Krakkarnir voru flestir á leið í óvissuferð en kennari sem kom að- vífandi spurði. „Hvað er svo klukkan 8.10 í fyrra málið?" Og ekki stóð á svari: „Þýskutími hjá Lindu Rós.“ Það er sem sagt ljóst að skólinn er ekki búinn þótt samræmdu próf- unum sé lokið. Enn eru nokkrar vik- ur þar til vorpróf skólanna hefjast og námið heldur að sjálfsögðu áfram. steinunn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.