Fréttablaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 9
FÖSTUPAGUR 27. april 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 9 Koizumi myndar nýja stjórn í Japan: Lofar umbótum - skipar konu utanríkisráðherra INNLENT Menntaskólinn á Akureyri tekur þátt í svonefndu Schola-verk- efni sem er liður í starfi Evrópska skólanetsins. Evrópuráðið valdi 15 skóla vítt og breitt um Evrópu til að taka þátt í þessu verkefni og var Menntaskólinn á Akureyri einn þeirra og sá eini á íslandi. —♦— Fulltrúi ASÍ í grænmetisnefnd- inni svokölluðu krafðist þess á fundi nefndarinnar 24. apríl sl. að engar frekari hækkanir á tollum taki gildi, nýlegar hækkanir verði afturkallaðar og að allir tollar verði felldir niður á grænmeti sem ekki er framleitt hér á landi. Komi ekki fram skýr vilji til aðgerða fyrir næstu mánaðarmót mun ASÍ endur- skoða starf sitt með nefndinni og frekara samstarf. ■ tokyo. ap. Junichiro Koizumi var kjörinn forsætisráðherra Japans í gær og bar þar með sigurorð yfir íhaldssömum öflum á japanska þing- inu. Loforð hans um að vinna að rót- tækum umbótum í efnahagsmálum hefur verið vel tekið af almenningi. Kjör þingsins á umbótasinnanum kemur í kjölfar afsagnar stjórnar Yoshiro Mori sem undanfarin ár hef- ur orðið að bregðast við hverju hneykslismálinu á fætur öðru. Hafði stjórnin einnig verið gagnrýnd fyrir að takast illa að laga versnandi efna- hagsástand síðustu ára í Japan. Fylgi stjórnarflokksins hefur verið í sögulegu lágmarki að undanförnu. Fyrstu aðgerðir Koizumi í emb- ætti þykja gefa til kynna að hann muni standa við loforð um róttækar breytingar en meðal annars skipaði hann fimm konur í 17 manna stjórn sína, sem er hærra hlutfall en áður hefur verið. Nýmæli er einnig að kona skuli hafa fengið utanríkisráð- herrastólinn. Konur hafa áður setið í ríkisstjórn Japan en ekki í jafn mikil- vægu embætti og Makiko Tanaka nú. Hin 57 ára gamla Tanaka er best þekkt sem dóttir eins fyrrum for- sætisráðherra Japans, Kakuei Tanaka, sem varð að segja af sér í kjölfar mútumáls. Vinsældir hennar meðal almenn- ings hafa vaxið á síðustu árum og er hún þekkt fyrir að gagnrýna ötul- lega íhaldssama stefnu stjórnar- flokksins. „Þetta mun verða góð liðsheild ... Ég vona að þau muni hreinsa til í stjórnmálum," sagði Keiko Hase- gavva, 53 ára húsmóðir." ■ Makiko Tanaka er fyrsta konan sem gegnir embættinu BÆNDUR í VANDRÆÐUM Hague segir Blair bruðla í stað þess að hugsa um afleiðingar gin- og klaufaveiki. Verkamannaflokkurinn gagnrýndur fyrir bruðl: Ríkisstjórnin langstærsti auglýsandinn london. ap. Breska stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina harkalega í gær eftir að fréttir bárust af því að ríkisstjórnin væri langstærsti aug- lýsandi á Bretlandi. Samkvæmt töl- unum eyddi ríkisstjórnin 62 milljón- um punda, andvirði rúmlega 8,3 milljarða ísl. kr. í auglýsingar fyrstu þrjá mánuði ársins. Það er nær þris- var sinnum meira en á sarna tíma í fyrra og tæplega helmingi meira en næst stærsti auglýsandi Bretlands, Unilever. Tony Blair, forsætisráð- herra, verst hins vegar ásökunum og segir að stærstur hluti peningana hafi annars vegar farið í atvinnuaug- lýsingar til að fá fleiri kennara, lög- reglumenn og hjúkrunarfræðinga til starfa og hins vegar til að upplýsa fólk um réttindi sín. íhaldsflokkurinn sagói ríkis- stjórnina misnota almannafé á kosn- ingaári en flokknum er mikið í mun að höggva skarð í örugga forystu Verkamannflokksins fyrir kosningar sem væntanlegar eru. William Hague, leiðtogi íhaldsmanna sagði Blair misnota almannafé til auglýs- ingamennsku sér í hag á sama tíma og ferðaiðnaðurinn er í mestu vand- ræðum vegna gin- og klaufaveiki. Blair sagði ríkisstjórnina hafa þegar varið andvirði 811 milljónum ísl. kr. til stuðnings iðnaðinum og meiri stuðningur væri á leiðinni. ■ INNLENT Samvinnuferðir Landsýn hf. hafa í dag ákveðið að „fylgja í kjölfar annarra ferðaskrifstofa á íslandi" og hækka verð á öllum utanlandsferð- um félagsins. Þetta kemur fram í til- kynningu frá félaginu. Hækkunin nemur 5,5% og tekur gildi frá og með 16. maí 2001. Ástæða hækkun- arinnar eru miklar gengisbreytingar undanfarið en stór hluti kostnaðar félagsins er greiddur í dollurum og evrum. Þeir viðskiptavinir Sam- vinnuferða Landsýnar hf. sem hafa bókað ferðir á vegum félagsins en ekki greitt þær að fullu gefst kostur á því að gera full skil fyrir 16. maí n.k.. Þetta gildir einnig um aila þá viðskiptavini sem bóka og fullgreiða utanlandsferðir sínar fyrir 16. maí n.k. ■ • reykingar geti valdið getuleysi hjá karlmönnum á besta aldri? • 15% af krabbameinstilfellum í börnum megi rekja til sýktra sæðisfrumna föður af völdum reykinga? • 25% þrenging slagæðar í getnaðarlimi komi í veg fyrir stinningu? • hver reykt sígaretta stytti ævina um 10 mínutur? • í sígarettureyk séu 40 krabbameinsvaldandi efni? • árlega missi fleiri en 10 íslendingar útlimi vegna reykinga? Gulrætur eru góðar við geytuleysi! Ein dugar ef hún er bundin nógu fast!!!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.