Fréttablaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 22
22 FRÉTTABLAÐIÐ 27. apríl 2001 FÖSTUPAGUR HRAÐSODIP [ HELGI LAXDAL formaður Vélstjórafélags íslands Skraddarasniðið frumvarp HVAÐ mælir á móti fækkun vélstjóra þegar tækninni fleygir fram? „Það mælir ekkert á móti því ef komin er tækni sem kemur í staðinn fyrir vinnu vélstjóra - þá mælir ekk- ert á móti því að þeim fækki. Vél- stjórum hefur fækkað vegna tækni- breytinga. í frumvarpi ráðherrans eru engin rök fyrir fækkun.“ HVERS vegna er þessu méli blandað I kjaradeilu við útgerðarmenn? „Það er vegna þess að LÍÚ er með kröfu um fækkun í áhöfn - það er krafa þeirra. Við einfaldlega ræðum ekki þá kröfu meðan mönnunar- frumvarpið er eins og það er, vegna þess að það var knúið fram af LÍÚ. Það er skraddarasi iðið að þeirra óskum og það var fa úð að öllu sem þeir báðu um. Það þa f ekki að fara um þetta mörgum orðum. Það kemur allt fram í umsögn þeirra um frum- varpið.“ HVERJU svarar þú þeirri fullyrðingu að launakerfi sjómanna komi í veg fyrir eðli- legt framþróun fiskiskiptaflotans? „Það er ekki rétt að launakerfi sjó- manna komi í veg fyrir eðlilega framþróun. Hitt er annað mál, og ég hef tekið undir það með útgerðar- mönnum, að mér finnst það launa- kerfi sem hækkar launagreiðslur þegar fólki fækkar gallað og ég er tilbúinn að sníða þá vankanta af með útgerðarmönnum." Ekki verða gerðar breytinga' á mönnum á fiskiskipum vegna mótmæla sjómanna eins og gert er ráð fyrir í frumvarpi sem Sturla Böðvarsson hetur lagt fram á Alþingi. Helgi Laxdal er sextugur að aldri og formaður Vél- stjórafélags Islands. Hann hefur beitt sér gegn frumvarpinu - en I því er gert ráð fyrir fækkun vélstjóra og skipstjórnarmanna Skipulagsbreytingar vegna útrásar Nýr stjóri hjá Baugi matvöruverslun Ámi Pétur Jónsson hefur tekið við nýju starfi sem framkvæmdastjóri matvörusviðs Baugs. Frá áramótum hefur Árni starfað sem aðstoðarmaður for- stjóra á matvörusviði. Ráðning þessi er hluti af nauðsynlegum skipulagsbreytingum vegna útrásar Baugs á erlenda markaði. Starfs- svið Árna er að bera ábyrgð á rek- stri fyrirtækja á matvörusviði Baugs gagnvart forstjóra félagsins. Á matvörusviði eru fyrirtækin Bón- us, Nýkaup, 10-11, Aðföng og Lyfja. Árni mun jafnframt gegna stjórnar- formennsku í Lyfju. Árni útskrifaðist sem viðskipta- fræðingur frá Háskóla íslands árið 1991. Hann starfaði áður sem fram- kvæmdastjóri Lyfjabúða sem reka Apótekið, frá október 2000 til ára- móta þegar fyrirtækið sameinaðist Lyfju og gegnir í dag stjórnarfor- mennsku í Lyfju hf., sem markaðs- og sölustjóri hjá Skipaafgreiðslu Jez Zimsen hf. 1991-1993, fram- kvæmdastjóri Skipaafgreiðslu Jes Zimsen 1993-1996, og sem forstjóri Tollvörugeymslu Zimsen 1996-2000 er hann tók við starfi framkvæmda- stjóra markaðssviðs heildsölu Olís. Árni er kvæntur Guðrúnu Elísa- betu Baldursdóttur og eiga þau tvö börn. ■ ÁRNI PÉTUR JÓNSSON Á matvörusviði eru Bónus, Nýkaup, 10-11, Aðföng og Lyfja Webby-verðlaunin Björk í aka- demíunni netverðlaun Björk er meðal lista- manna sem sitja í Akademíu sem út- nefnir „Óskarsverðlaunahafa" Net- iðnaðarins. Verðlaunin eru nefnd „Webby Awards" tU samræmis við „Academy Awards" í Hollywood. Til- nefningar eru til verðlauna í 27 flokk- um. 3000 gestir verða á hátíð sem efnt verður til í óperuhúsinu í San Fransisco 18. júlí. Með Björk í Aka- demíunni eru m.a. leikstjórinn Francis Ford Coppola, tæknimeistar- inn Esther Dyson, Larry Ellisson stjórnarformaður Oracle, nýaldar- heilarinn Deepak Chopra, sjónvarps- stjórinn Júlía Child. ■ FRÉTTIR AF FÓLKI) Nokkuð hefur verið um að fólki hafi verið hótað vegna baráttu þeirra fyrir réttindum nýbúa eða gagnrýni þeirra á rasista. Sigurður Hólm Gunnarsson, ritstjóri vefrits- ins Skoðunar, kærði Jón Vigfússon, til lögreglu í kjölfar símtals þeirra á föstudaginn langa. Þar segir Sigurð- ur að Jón hafi haft í hótunum við sig vegna skrifa sinna þar sem hann heldur því fram að fjölmargir félag- ar í Félagi íslenskra þjóðernissinna væru ofbeldishneigðir kynþáttahat- arar. Jón hefur viðurkennt að hafa rætt við Sigurð en neitar því að hafa haft í hótunum við hann. Ifyrravor fékk Guðjón Atlason, hjá Mannréttindasamtökum innflytj- enda, upphringingar og bréfasend- ingar þar sem haft var í hótunum við hann. Meðal annars var honum sagt að ef hann hefði sig ekki hægan yrði gengið frá honum. Guðjón reyndi að kæra málið þá en segist hafa verið lattur til þess af hálfu lögreglu. Sím- hringingarnar hefur Guðjón sagt að hafi komið úr síma sem skráður er á Félag íslenskra þjóðernissinna. í kjölfar hótananna skipti Guðjón um símanúmer og er nú með leyninúm- er. Ekki er vitað til þess að tengsl séu á milli þeirra hótana sem að ofan greinir og þeirra hótana sem hafðar voru uppi við Tos- hiki Toma. Á heima- síðu Félags ís- lenskra þjóðernis- sinna er grein þar sem varaformaður samtakanna, Hlyn- ur Freyr Vigfússon, veitist harkalega að Toshiki og finnur að málflutningi hans. Hlynur Freyr seg- ir það dapurlegt að útlendingur geti gagnrýnt íslenska tungu á „hræði- lega, bjagaðri íslensku"? án þess að nokkur geri athugasemd og klikkir út með því að nefna Toshiki á nafn sem Toshiki Toma rama lama ding dong. Ekki náðist í Hlyn Frey vegna málsins en hann er staddur í útlönd- PUNGT HUGSANDI RÁÐHERRAR Ráðherrarnir Siv Friðleifsdóttir, Sturla Böðvarsson og Guðni Ágústsson á Alþingi. Það má sjá svip þeirra að það er að mörgu að hyggja við landsstjórnina. Siv hefur farið fagnandi þar sem nýliðinn er dagur umhverfisins. Sturla stendur í ströngu og í gær var ætlunin að hann leggði fram hið umdeilda mönnunarfrumvarp - en um leið er samgöngunefnd þingsins sagt að hún eigi að fresta fækkun sjómanna á fiskiskipum - en það er gert í þeirri von að liðka fyrir samningum milli sjómanna og útvegsmanna. Guðni hefur eins og þjóðin veit ekki átt sjö dagana sæla og nýverið sagði hann að íslensku grænmeti verði ekki fómað - samkvæmt því megum við búast við að verð á grænmeti verði áfram himinhátt. sölu boxhanska og annara áhalda til hnefaleika. Einnig er bannað að kenna hnefaleika. Spurningin er þá hvort þeir hjá Hnefaleikafélaginu séu að læra hver af öðrum, eða æfa það sem þeir sjá í sjónvarpinu. Hafi þeir á sínum snærum kennara þá er það sem sagt ólöglegt. Rekstur hnefaleikahrings til æfinga hefur viðgengist í Hafnarfirði og nú er að sjá til hvaða ráða yfirvaldið tekur. Hnefaleikafélag Suðurnesja hefur sótt um styrk til Reykjaness- bæjar, og segja sumir að honum hafi verið lofað, en aðrir að lofað hafi verið að taka styrkbeiðnina fyrir á fundi íþróttaráðs. Nokkur urgur er í Keflavík út af þessu máli vegna þess að nýlega hraktist burt þaðan keilu- staður sem ekki kom til álita að styrkja, enda þótt að þar væri um að ræða fjölskyldu- sport og nokkrir Keflvíkingar af yngri kynslóðinni í fremstu röð keilu- spilara á Norður- löndum. Þykir mörgum undarlegt að ekki skuli vera hlúð að íþróttagrein þar sem ungir Keflavíkingar eru að ná frábærum árangri í stað þess að ýta undir sport sem er bannað með lögum. Það blandast svo inn í málið að Steinþór Geirdal sem er einn besti keiluspilari landsins, og æfir hjá KR, er sonur Jóhanns Geirdals bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ. um. Bróðir hans, Jón Vigfússon for- maður samtakanna, fullyrti hins veg- ar í samtali við Fréttablaðið að eng- inn úr Félagi íslenskra þjóðernis- sinna hefði haft í hótunum við Tos- hiki Sýslumaðurinn í Keflavík, Jón Ey- steinsson, mun nú vera að velta því fyrir sér hvað gera beri í sam- bandi við aðstöðu og starfsemi Hnefa- leikafélagsins í Keflavik. Þannig er að hnefaleikar eru bannaðir með lög- um frá 1956. Ekki segir beint í þeim lögum að bannað sé að æfa hnefaleika, en hins vegar er lagt blátt bann við •* e Ókei, somkomulag. Ég viðurkenni oð hofo rongf fyrir mér ef þú viðurkennir oð ég hofi rétt fyrir mér.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.