Fréttablaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 7
FÖSTUUPAGUR 27. apríl 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 7 Aðkoma stjórnmálamanna að RANNIS Vísindamenn óttast nýtt kerfi rannsóknaráð Á fundi Rannsókn- arráðs íslands í gær sagði Björn Bjarnason að lsland væri að verða eftirsóttur kostur fyrir fyrirtæki að hefja starfsemi sína. Þetta á við um fyrirtæki í líftækniiðnaði, hugbúnaðagerð og fjarskiptum, sem eru tilbúin að kosta nokkru til í rannsóknir og hafa framlög stóraukist und- anfarin ár. Björn segist m.a. hafa lagt til breytingar á Rann- sóknarráði íslands með þetta í huga og taka þurfi tillit til allra aðila við heildarstefnumótun rannsókna og þróunar. í tillög- um Björns, sem hann kynnti á ársfundi Rannsóknaráðs 9. apríl s.l., segir að stefnumótun í vís- indum og tækni verði í höndum gjörbreytts Rannsóknaráðs, sem starfi undir formennsku forsætisráðhera með þátttöku ráðherra, vísindamanna og full- trúa atvinnulífs. Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdarstjóri RANNÍS, segir að áhyggjur vísindamanna vegna fyrirhugaðra breytinga stafi af nokkurri óvissu sem komin er upp. Nú er Rannsókn- arráð samansett þannig að full- trúar háskóla, rannsóknastofa atvinnuvega og fyrirtækja skip- ta með sér sætum og hefur það fyrirkomulag gengið mjög vel og traust ríkt á milli aðila. Nú vakna spurningar um hvað kem- ur í staðinn, fyrirkomulag skipulagsins og aðkoma rann- sóknaraðila. Lúðvík segir að vís- indamenn óttist að með aðkomu stjórnmálamanna komi til „smá- matreiðastýringar" í stað þess að starfsmenn háskóla, stofnana og fyrirtækja vinni eftir regl- um, sem mikil sátt hefur náðst um. ■ BJÖRN BJARNASON Vill breyta Rannsóknaráði sökum breyttra áherslna ERLENT Ráðherra sveitarstjórnarmála í Noregi, Sylvia Brustad, varð fyrir óskemmtilegri reynslu á miðvikudag, þegar ung stúlka kastaði rjómatertu í andlit hennar. Stúlkan blandaði sér í hóp fréttamanna sem biðu ráð- herrans fyrir utan hótel í Bergen, þar sem ráðherrann var á ráðstefnu. Brustad var ómyrk í máli eftir atburðinn og sagði verknaðinn bera vott um heig- ulshátt. Ráðherrann, sem er ómeidd, hugleiðir nú málsókn á hendur stúlkunni en atburðurinn var festur á filmu öryggisvélar hótelsins. Stúlkan mun hafa ætl- að að vekja athygli á húsnæðis- málum stúdenta, en sá mála- flokkur heyrir undir ráðuneyti Sylviu Brustad. Bretland n rí 1 r Jj LÚÐVÍK BERG- VINSSON „Flestar rannsókn- ir gefa til kynna að harðari refs- ingar skili ekki betra þjóðfélagi." nánast fullnýtt en tekur ekki efnis- lega afstöðu til þess hvort haekka beri refsimörk. Fangelsismála- stofnun gerir eng- ar athugasemdir við frumvarpið en vekur athygli á að verði hækkuð refsimörk nýtt leiði það til aukins rekstrarkostnaðar fangelsa. Lands- samband lögreglu- manna gerir engar athugasemdir við frumvarpið og Mannréttinda- skrifstofa íslands mælir hvorki með né á móti frumvarpinu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður allsherjarnefndar Alþing- is, segir málið umdeilt og því verði þingmenn að taka ákvörðun um hvernig málum skuli háttað. „Þetta eru skýr skilaboð til glæpamanna um að glæpir verði ekki liðnir. Þetta er aðeins einn þáttur í baráttunni gegn fíkniefnum og leysir ekki allan vanda en við viljum ekki láta stran- da á honum.“ Lúðvík Bergvinsson, fulltrúi LITLA HRAUN Rannsókn bandariskra og íslenskra fræðimanna á itrekun artiðni dæmdra glæpamanna bendir til þess að þyngri refsingar leiði ekki til þess að menn brjóti síður af sér. Samfylkingar í allsherjarnefnd, seg- ir: „Flestar rannsóknir gefa til kynna að harðari refsingar skili ekki betra þjóðfélagi. Stjórnvöld telja sig væntanlega vera að auka vernd almennings en það er erfitt að sjá hvernig það gengur eftir.“ binninfrettabladid.is Gin- og klaufaveikin í Bretlandi Kálfurinn Phoenix veitir von PHOENIX í GÓÐUIM FÉLAGSSKAP. Kálfurínn, sem veit vísast ekki hvaðan á hann stendur veðrið í fjölmiðlafárinu, er orðinn að tákni um von og líf í Bretlandi. london (ap) Viku gamall breskur kálf- ur, sem hefur verið gefið nafnið Phoenix, er orðinn tákn um upprisu og von í baráttunni við gin- og klaufa- veikina í Bretlandi. Phoenix, sem stóð til að slátra ásamt fimmtán öðr- um naugripum í Devonskíri í Bret- landi, slapp á óskiljanlegan hátt og fannst á lífi sl. mánudag eftir að hafa lifað í fimm daga í skjóli dauðrar móður sinnar. Yfirvöld ætluðu að snúa aftur til að slátra Phoenix, en eigendur hans, bændurnir Philip og Michaela Board, mótmæltu harðlega og hafa nú feng- ið ieyfi til að láta kálfinn lifa. Stjórnvöld í Bretlandi lýstu því yfir í síðustu viku að náðst hefði að hefta útbreiðslu veikinnar og hafa slakað á tilskipunum um slátrun dýra og takmarkaða umferð á sýktum svæðum. „Kálfurinn Phoenix ber nafn með rentu og er tákn um endurfæðingu og von í baráttunni," er haft eftir Ian Johnson, talsmanni Bændasamtak- anna í Bretlandi. Nú þegar er búið að slátra tveim- ur milljónum dýra en Ian segir allt of mörgum dýrum hafa verið slátrað að ástæðulausu. Gin- og klaufaveikin kom upp í Bretlandi 20. febrúar sl. og breiddist út með óhugnanlegum hraða og barst til Hollands, Frakklands og írlands. í síðustu viku höfðu allsl.479 tilfelli verið staðfest. ■ 8% fyrirtækja með tvítyngt starfsfólk tuncumal Aðeins 8% breskra fyrir- tækja geta brugðist við tölvupósti sem þeim berst á öðru tungumáli en ensku og missa oft af góðum við- skiptum fyrir vikið. Þetta kemur fram í nýlegri könnun sem fyrirtæk- ið Worldlingo lét gera, en fyrirtækið sérhæfir sig í þýðingum. Frá þessu er greint á fréttavef breska dag- blaðsins The Guardian í gær. Þjóð- verjar og Frakkar komu betur út úr könnuninni en Bretar, en Bandaríkja- menn mun verr og Ástralir standa verst að vígi þegar kemur að skiln- ingi á öórum tungumálum. í könnuninni kemur fram að rúm- lega 90% af stærstu fyrirtækjum heims hafa enga forsendu til að bregðast við tölvupósti á öðru tungu- máli en sínu eigin. Brögð voru að því að fyrirtæki sendu erlendan tölvu- póst til baka með skilaboðum á ensku um að sendingin hefði mistekist en 69% fyrirtækjanna svöruðu alls ekki. 100 kennarastöður lausar í Reykjavík Þrír nýir skólar taka til starfa í haust menntamál í haust taka til starfa þrír nýir grunnskólar í Reykjavík, Víkur- skóii í Grafarvogi, nýr skóli í Grafar- holti og nýr skóli fyrir nemendur með alvarlegar geð- og hegðunar- truflanir. í þessa skóia þarf um 20 kennara og skólastjórnendur auk annars starfsfólks. Vegna fjölgunar viðmiðunar- stunda í samræmi við grunnskólalög þarf 20 nýja kennara. Nemendum fjölgar og vegna þess þarf a.m.k. 10 nýja kennara. Vegna eðlilegrar end- urnýjunar á stórum vinnustað má bú- ast við því að þurfi 40 - 50 nýja kenn- ara. Á þessu skólaári starfa liðlega 100 leiðbeinendur við grunnskóla Reykjavíkur, segir í frétt frá Fræðslumiðstöð. Markmiðið er að sem flestir verði sér úti um kennara- réttindi og að kennaramenntað fólk fylli allar kennarstöður í grunnskól- um borgarinnar. ■ CHA*CHA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.