Fréttablaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTABLAÐIÐ 27. apríl 2001 FÖSTUPACUR ______________r——i 4 | SVONA ERUM VIÐ Rlllfflffl ÁFENGISNEYSLA EYKST Áfengisneysla hefur bæði breyst og aukist undanfarinn áratug. Heildameysla alkóhóls jókst fyrst eftir að sala bjórs var leyfð en datt svo niður, eins og sést á tölunum frá 1993. Eftir það hefur áfengis- neysla aukist. 3 48 2,63 1,35 4,53 __| Sterkt vín if:l Létt vín Bjór 0,85 3,34 I 1,65 0,57 1,12 0,96 2,22 1987 1993 1999 HEIMILD: HAGSTOFA ISLANDS 10. bekkingar í Breiðholtsskóla í tveggja daga óvissuferð: Allir með í Skagafjörðinn skólaiviál Á höfuðborgarsvæðinu mátti víða sjá stútfullar rútur af ung- lingum um tvöleytið í gær en í flest- um skólum á höfuðborgarsvæðinu bauðst nemendum að taka þátt í ferðalögum. í Breiðholtsskóla mætti hver ein- asti 10. bekkingur í óvissuferð sem skipulögð var af foreldrafélagi skól- ans. Helgi Kristófersson upplýsinga- fulltrúi foreldrafélagsins var staddur á Brú í Hrútafirði þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Við kynntum ferðaáætlunina í Hvalfirði," sagði hann en ferðinni er heitið norður í Skagafjörð þar sem farið verður í rafting, á hestbak og í bjargsig.11 Gist verður í félagsheimilinu Árgarði. í ferðinni eru 7 foreldrar og einn starfsmaður ÍTR auk nemendanna sem eru tæplega 50. Breiðholtsskóli er, ásamt Engja- skóla, móðurskóli í foreldrasamstarfi í Reykjavík og foreldrastarf er þar mjög öflugt. Undirbúningurinn undir ferðina hófst í 9. bekk en þá var farin helgarferð þar sem allir foreidrar fóru með. I vetur hafa krakkarnir safnað fyrir ferðakostnaði og þurftu lítið sem ekkert að borga fyrir ferð- ina. „Við komum heim mjög seint á morgun með uppgefna unglinga," segir Helgi. „ Við þrælkum þeim út.“ FYRIR BROTTFÖR Þessír tveir strákar voru mættir hálftima fyrir brottför í óvissuferð í gær. Þátttaka í ferðinní var 100%. ifísicsssastsíimsssasssKisss&)ssfSSí&iseft)íSfts.Wi$XMS«fst%sf!i&i^(eiií*!ítsííSK&siwtxíií6isami4Sfssb>íí**. HÆTTULAUSAR SOLARVARNIR Berst sílíkon í lungu? Brjóstastækkun tengd krabbameini heilsa. Konum sem gengist hafa und- ir brjóstastækkunaraðgerð er hætt- ara við krabbameini í lungum og heila samkvæmt nýrri rannsókn bandaríska krabbameinsfélagsins sem Reuters segir frá. Hingað til hafa brjóstastækkanir ekki verið tengdar með óyggjandi hætti við krabbamein. Sumir læknar benda á að nýju niðurstöðurnar sanni ekki að um beint orsakasamband sé að ræða en aðrir halda því fram að þær gefi tilefni til endurskoðunar á viðhorfum til bnóstastækkana. „Eg lít á niðurstöðuna sem aðvör- un,“ segir Dr. Diana Zuckerman, heil- brigðisfulltrúi í málefnum kvenna. Ekki var munur á reykingartíðni á meðal kvenna sem eru með brjósta- stækkanir og þeirra sem ekki hafa þær. Þykir sú staðreynd renna frek- ari stoðum undir þann grun vís- indamanna að sílíkon geti borist í lungu og valdið þar skaða. Að sögn þeirra kalla niðurstöðurnar á frekari rann- sóknir á þessu sviði. ■ - F Jr i: » RANNSÓKNIR EFLDAR Raunaukning á framlögum til rannsókna á íslandi er 10% síðasta áratug, meira en á hinum Norðurlöndunum Framlög til rannsókna jukust um 10% á áratug ísland í 6* sæti en var í því 23. vfsiNPASTARF Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, sagði á blaða- mannafundi RANNÍS í gær að í nýút- komnu riti norska rannsóknarráðsins væri yfirlit yfir þróun á styrkjum til rannsókna og þróunar á Norðurlönd- unum fyrir síðasta áratug. í ritinu kemur fram að raunaukning. á fram- lögum til vísindarannsókna á íslandi sé 10%, 9% í Finnlandi, 6% í Dan- mörku og Svíþjóð en 3% í Noregi. Þegar litið er til þróunar á Norður- löndum síðasta áratuginn er hlut- fallsleg hækkun framlaga hæst á ís- landi. Framkvæmdarstjóri RANNÍS, Vilhjálmur Lúðviksson, sagði að ís- land verji 2,25% af landsframleiðslu sinni til rannsókna og sé í 6. sæti yfir’ hæstu framlög meðal OECD þjóða, á undan bæði Dönum og Norðmönnum. Árið 1999 vörðum við um 14 milljörð- um króna og um 2400 mannárum til rannsókna. Samkvæmt Vilhjálmi er ekki ýkja langt síðan við vermdum 23. sætið nálægt Grikklandi, Spán og Portúgal, með undir 1% af lands- framleiðslu í rapnsóknir og þróun. ■ INNLENT Þrjátíu erlendir togarar eru nú á karfaveióum við Reykjaneshrygg meðan íslenskir togarar liggja við bryggju vegna verfalls. Bylgjan greindi frá. Aðeins ein rannsókn bendir til hættu af sólarvörn Hættan af sólbruna hins vegar óumdeild. Þrenns konar efni í sólarvörn gætu raskað hormónajafnvægi. Hugsanleg hætta af efnunum talsverð, að sögn sérfræðings. Hollustuvernd hefur málið til rannsóknar. Fréttir hafa borist af þrenns konar efni sem finna má í sólarvörnum og geta raskað hormónajafnvægi. Sér- fræðingur Hollustuverndar segir um alvarlegar vísbendingar að ræða. Óyggjandi er hins vegar að sólbruni er mjög hættulegur og sólarvörn mjög nauðsynleg. „Hugsanleg hætta af þessum efn- um er talsverð. En þetta er fyrsta rannsókn þannig að það á eftir að skoða þessi mál betur,“ segir Níels Jónsson, sérfræðingur Hollustu- verndar ríkisins. Frá því var greint í Fréttablaðinu sl. þriðjudag að niður- stöður svissneskrar rannsóknar væru þær að nokkur efni til síunar útfjólublárra geisla í sólarvarnará- burði gætu raskað hormónajafn- vægi. í Danmörku hefur verið mælst til þess að verslanir hætti að selja vörur sem innihalda efnin. Hér á landi hefur Hollustuvernd málið til skoðunar. Níels bendir á aö eingöngu hafi verið gerð þessi eina rannsókn á efn- unum og því réttara að tala um vís- bendingu frekar en sannaða niður- stöður. „Það þarf að nota þessi efni í talsverðu magni til að þau hafi áhrif og kannski minni ástæða til að vara við þeim hér heldur en 1 Danmörku þar sem fólk er meira í sólbaði. Einnig er vert að hafa í huga að það er vitað að sólbruni er mjög hættu- legur og margir íslendingar eru með lélega sólarvörn frá náttúrunnar hendi og ættu alls ekki að sleppa henni. Fólk verður að vega og meta notkun sólarvarnaráburða. Það er hins vegar ekki vitlaust að sniðganga krem sem innihalda efnin.“ Níels segir að á þriðja tug efna séu viðurkenndar sólarvarnir, sex voru tekin til athugunar í rannsókn- inni og þrjú reyndust hafa þessi áhrif. Hann segir að hingað til hafi verið einblínt á að finna efni sem verja húðina gegn sólargeislum og önnur áhrif þeirra ekki skoðuð. Nið- urstöðurnar bendi hins vegar til þess SÓLARVÖRN ER NAUÐSYNLEG En ekki er vitlaust að varast sumar tegundir að það sé nauðsynlegt. Hér á landi gilda samskonar regl- ur um snyrtivörur hér og í löndum Evrópusambandsins. Hollustuvernd getur sett tímabundið sölubann á snyrtivörur telji hún ástæðu til í krafti reglugerðar um snyrtivörur. Níels segir að Hollustuvernd muni gefa frá sér yfirlýsingu um málið í lok næstu viku, á sama tíma og Um- hverfisstofnun Danmerkur. Hann tel- ur þó ólíklegt að það verði sett sölu- bann á vörurnar hér á landi. ■ i Ambre Solaire, Moisutrising Tanning Milk. Sólarvörn 7. Ambre Solaira Sunblod Milk Sun Sensfce skin Sólarvöm 45 Bang & Tegner SunCool ansigtskrem, 3 Bang & Tegner SunCool Solcreme. 15 Biotherm, Antirides Solaire, 15. Biothdm, cran protection Eflreme, 60. Clinique, City Block, 15 CliniqUASpedal Defense Sun Block, 25 Cosmea, Total Solblokker, 25 Decubal, Sua 15 Decubal, Sun, 22 Dr. Hauschka Sonnenmilch, 8 Dr. Sonnenmílch fijr Kinder, 22 Helena Rubinstéin, Golden Defense, 8 Helena Rubenstein, Colden Defense, 45 Lancome, Soleil Filtre Beauté. 5 Lancome, Soleil Filtre Beauté, 10 Lancome, Soleil ultra, 30 Ma'tas, VTnter Sportscreme, 10 Medicos, Melanex Sunblock cream, 20. Urtekram, Ptant Based Sun Lotion, 9 Urtekram, Prant Based Sun Lotioa 14 i Urtekram, Prant Based Sun Lotion, 24 Vrchy, Capital Soleil Sun soeen cream, 45 i/ichy, Capital Soleil Sunblock Milk 25 Vichy, Capital1 Söleil Suntjipek Spray, 30 Umhveríistofnun Danmerkur gerði úttekt á 68 teg- undum sólkrema og reyndust 40% þeirra vera án efnanna sem geta raskað hormónajainvægi. Elnin sem umræðír heila 4-matylbenzylidende camphor, octyl methoxycinamate og benzopheone-3. Eftirtalin sóikrem eru án eínanna. Lista stofnunarinnar má finna á heimasiðu hennar. Slóðin er www.mst.dk

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.