Fréttablaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 12
12 FRÉTTABLAÐIÐ 27. april 2001 FftSTUPAGUK Vísindamenn við Kalifomíuháskóla Heilinn heldur áfram að læra meðan við 1EKLENT| Sex millión múslimar í Banaaríkjunum: Aðlagast óðum new york. Sex til sjö milljónir Bandaríkjamanna telja sig múslima, að því er fram kemur í nýrri könnun á stööu íslamstrúar í Bandaríkjunum. Þar af taka tvær milljónir einhvern þátt í trúarathöfnum í moskum, en aðeins 411.000 mæta reglulega til bænahalds á föstudögum. 78% þeirra eru karlmenn. Félagar í samtökum á borð við íslömsku þjóðin, sem Louis Farrakhan veitir forstöðu, eru ekki með í þessum tölum þar sem múslim- ar almennt telja þau ekki rétttrúuð. í könnuninni kemur fram að múslimar eru smám saman að aðlagast banda- rísku samfélagi. rannsókn. Nýleg rannsókn vísinda- manna við Kaliforníuháskóla þykir sanna ósannaðar kenningar vísinda- manna til margra ára, um að heilinn meðtaki og nýti upplýsingar meðan við sofum. Kettir voru notaðir sem tilraunadýr í rannsókninni og var köttunum skipt í tvo hópa. í öðrum hópnum var bundið fyrir annað auga kattanna og máttu þeir jafnframt sofa eins mikið og þá lysti, meðan hinum hópnum var haldið vakandi í myrkvuðu herbergi. „Við notum ketti vegna þess að þeim svipar um margt til mannanna," sagði Marcos Frank, vísindamaður við Kaliforníuháskóla. „Kettir hafa þróaða og mjög góða sjón og svo sofa þeir mikið.“ Við athuganir kom í ljós að heila- starfsemi kattanna sem bundið var fyrir augað á og fengu að sofa að vild var tvöfalt virkari en hinna sem hald- ið var vakandi í myrkrinu. sofum „Rannsóknir okkar sýna að svefn hefur örvandi áhrif og hjálpar okkur að skilgreina það sem við meðtökum í umhverfi okkar meðan við vökum,“ segir Frank. Hann segir enga tilvilj- un að börn þurfi tvöfalt meiri svefn á ákveðnum þroskaskeiðum, það sé ekki vegna þess að þau hafi ekkert skárra að gera heldur sé svefninn undirstaða fyrir hæfni þeirra til að læra og skilja. ■ SVEFN ER UNDIRSTAÐA ÞEKKINGAR. Börn sofa mikið á vissum þroskaskeiðum en það eykur hæfni þeirra til að læra og skilja . TUNGATA 7 Búið er að skila hluta af þeim nafnalista sem hvarf af skrifstofu Geðhjálpar. Geðhjálp Hluti gagna kom írarn ceðhjAlp Átökin innan Geðhjálpar magnast með degi hverjum. Aðal- fundi verður framhaldið á Iaugardag. Samkomulag hefur tekist meðal fylk- inganna að mælast til að Dögg Páls- dóttir verði fundarstjóri. Skömmu eftir aðalfundinn 31. mars hvarf um- slag af skrifstofu Geðhjálpar, en í því var listi yfir nýja félagsmenn. Sveinn Magnússon leitaði til lögreglu sem sagðist ekkert aðhafast þar sem um innanhússmál væri að ræða en ekki var framið innbrot. Óvænt kom starfsmaður stuðn- ingsþjónustu Geðhjálpar á skrifstofu félagsins og afhenti þar lista þar sem skráður var hluti þeirra nafna sem var á listunum sem teknir voru á skrifstofu Geðhjálpar. Þessi listi var ekki skrifaður með sömu rithönd og sá sem hvarf, en eins og áður segir var þar að finna hluta þeirra nafna sem var á listunum sem hurfu. ■ INGIBJORG HAFSTAÐ „Erum jákvæð á tyllidögum" „Leyfum útlendingum ekki að tala íslensku ‘ ‘ Ingibjörg Hafstað hefur unnið í málefnum nýbúa í áratug. Hún segir tungumálið vera lykil þeirra að íslensku samfélagi en Islendingum hafi gengið illa að afhenda þann lykil. nýbúar “Við erum mjög jákvæð á tyllidögum og segjum að við viljum allt fyrir nýbúa gera en svo skortir oft mikið á framkvæmdina," segir Ingibjörg sem veit hvað hún syngur enda hefur hún fengist við málefni nýbúa í áratug. Fyrst í menntamála- ráðuneytinu en í dag í gegnum eigin fyrirtæki, Fjölmenningu. Að mati Ingibjargar Hafstað eiga nýbúar á íslandi margir hverjir erfitt með að aðlagast íslensku samfélagi. Ástæðan er ekki síst að hennar mati tungumálaörðugleikar. Þeir snúast þó ekki eingöngu um lélega íslensku- kunnáttu nýbúa, heldur um fordóma íslendinga í garð íslensku sem ekki er fullkomlega málfræðilega rétt. „Við leyfum útlendingum ekki að tala íslensku. Ég hef margoft heyrt nýbúa segja að íslendingar grípi nán- ast alltaf til enskunnar þegar þeir byrja að tala. Jafnvel þó að íslensku- kunnátta nýbúans sé betri en ensku- kunnátta íslendingsins. Þannig fá ný- búar oft ekkert tækifæri til að nota málið og taka framförum í þvi. Slök kunnátta kemur svo aftur í veg fyrir að þeir fái góða vinnu.“ Viðhorfið til tungumálsins hefur endurspeglast í kennslunni hér á landi segir Ingibjörg. Hún hefur mið- ast mjög mikið við málfræðikennslu sem gagnast mörgum nýbúum lítið sem ekkert auk þess sem framboð á námskeiðum hefur verið afar tilvilj- unarkennt. Þessu er mikilvægt að breyta segir Ingibjörg. Ilún kennir nú sjálf á námskeiði þar sem gripið er til annarrar aðferð- ar. „Ég er að kenna nýbúum sem vinna annars vegar í Myllunni og hins vegar hjá Leikskólum Reykjavíkur. Ég mæti á vinnustaðinn og legg fyrir verkefni sem tengjast vinnunni." í þessari kennslu hefur Ingibjörg rekist á sama viðhorfið til tungumálsins. „Mér var sagt að ég væri að fara að kenna byrjendum í íslensku í leik- skólahópnum. Ég mætti á staðinn og byrjaði að kynna mig með hálfgerðu handapati. Síðan kom í ljós að þeir gátu vel bjargað sér.“ í ljós kom að stjórnendur leikskólanna höfðu flokk- að nemendurna sem byrjendur vegna þess að þeir töluðu hana málfræðilega vitlaust. Þessu viðhorfi þarf að brey- ta, segir Ingibjörg, því tungumálið er lykillinn að samfélaginu. ■ Heilsárs bústaður í Grímsnesi 63 fm. Eignalóð, heitt og kalt vatn, heiturpottur, raf- magn, frábært útsýni. 777 sýnis um helgina. Upplýsingar í síma 892 0066 ASÍ krefst aðgerða fyrir mánaðamót Dræmar undirtektir við tillögu um hækkun á álagningu magntolla á paprikur og hótar að endurskoða samstarfið. neytendaiviál. Jákvæðar undirtektir fengust í grænmetisnefnd landbún- aðarráðherra við tillögu fulltrúa ASÍ, BSRB og Samtaka atvinnulífsins um afnám tolla á grænmeti sem ekki er framleitt hér á landi. Dræmari undir- tektir voru við tillögur þess efnis að álagningu magntolla á papriku verði frestað ótímabundið og hækkun á tómatatollum felld úr gildi. Komi ekki fram skýr vilji til aðgerða fyrir næstu mánaðamót mun Alþýðusam- band íslands endurskoða starf sitt í nefnd ráðherra og frekara samstarf. Tegundir sem ekki eru framleidd- ar á Islandi eru m.a. Iceberg kál, laukur, kúrbítur og eggaldin. Þessar tegundir bera að minnsta kosti 30% toll og í mörgum tilfellum magntolla að auki. Ekki verður fundað í nefnd- inni fyrr en í næstu viku.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.