Fréttablaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTABLAÐIÐ 27. apríl 2001 FÖSTUDACUR 8 FRÉTTABLAÐIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Pverholti 9, 105 Reykjavlk Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjórn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf. Prentun: (safoldarprentsmiðja hf. Dreifing: Póstflutningar ehf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vlsir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins i stafrænu formi og (gagnabönkum án endurgjalds. | BRÉF TIL BLAÐSINS~| Stöndum með okkar fólki Cuðrún Kristjánsdóttir skrifar: Ég get ekki orða bundist eftir að hafa lesið ummæli Kolbrúnar Norð- dahl í Fréttablaðinu 25.04 síðastlið- inn. Kolbrún á son sem er geðfatlaður og er skjólstæðingur stuðningsþjón- ustu Geðhjálpar. Mér segir svo hugur að margir aðstandendur séu fegnir þegar veika fólkið þeirra kemst á sambýli því að þá sé ábyrgð þeirra lokið. En þetta fólk er ekki horfið og kemur ekki bara í leitirnar á jólunum þegar á að leyfa því að koma í heim- sókn til fjölskyldu sinnar. Eins og Kolbrún orðar það að hún ætlaði aó leyfa syni sínum að koma til sín um jólin. Ég er alveg sammála Kolbrúnu að húsnæðið sem stuðningsþjónustunni og skjólstæðingum hennar er látið í té sé, meira en vægt til orða tekið, óviðunandi. En við megum ekki gley- ma því að þetta er ekki stofnun eða sjúkrahús, fólkið sem þarna dvelur á heima þarna. Þetta er þeirra heimili. Við megum ekki gleyma því að það býr í frjálsri búsetu. Þetta fólk er ekki svipt sjálfræði. Það er ekki hægt að taka það með valdi til að láta það þrífa sig eða að þrífa í kringum sig. Skjólstæðingarnir hafa frjálsan vilja. Starfsmönnum Geðhjálpar er ekki sama um skjólstæðinga sína. Þeir líta á þá sem fólk og reyna eftir bestu getu að láta þeim líða vel. En eins og komið hefur fram í umræðu síðustu vikna er undirmannað hjá stuðnings- þjónustunni og mikið álag á starfs- fólk. Vinnan er líka þess eðlis, að fólk sækir frekar í önnur störf. Svo ekki sé talað um launin. Ég skora á þá sem eiga geðfatlaða einstaklinga í fjölskyldu sinni að gæta að þeim, leyfa þeim að finna að þeir eigi fjölskyldu sem þykir vænt um þá. Það hefur komið fram hjá skjólstæðingum Geðhjálpar að starfsmenn stuðningsþjónustunnar séu þeirra fjölskylda, og það er vissu- lega af hinu góða, en betur má ef duga skal. Stöndum með okkar fólki. —*— Skeiðönd var það leiðrétting Á myndinni hér að neðan sjáið þið skeiðönd. Hún var birt í Fréttablaðinu í gær með bréfi frá sundlaugargesti sem hafði orðið vitni að sundæf- ingum stokkand- arpars í Sundlaug Kópavogs á dögun- um. Glöggur fuglafræðingur benti okkur á mistökin og nú vita lesendur hvernig skeiðönd lítur út. ■ Enginn þorir að biðja um enduskoðun á EES Aðild Noregs að Evrópusamband- inu (ES) verður ekki kosningamál í norsku haustkosningunum. „Eini maðurinn í Noregi sem hefur áhuga á að gera aðildina að kosningamáli er Thorbjörn Jagland utanríkisráð- herra“, sagði Gunnar Bolstad for- maður Evrópusam- takanna í Noregi á fundi, sem nýend- urvakin systursam- tök á íslandi efndu til á Grand Hotel. Jagland er með Evrópubakteríu, eins og allir þeir sem kynna sér sam- starfið innan Evr- ópusambandsins að eigin raun. „Þetta „Eini maðurinn í Noregi sem hefur áhuga á að gera aðiidina að kosningamáli er Thorbjörn Jagland utan- ríkisráðherra." samstarf er til mikilla hagsbóta fyrir aðildarlöndin enda þótt það sé ekki laust við vandamál“, sagði norski for- maðurinn. Evrópusamtökin norsku eru ekki ýkja sterk, hafa aðeins 7 þúsund félagsmenn, og einbeita sér að fræðslu til þess að auka þekkingu og færni í evrópskum samskiptum. Gunnar Bolstad er feginn því að mál- ið skuli ekki vera flokkspólitískt bit- bein. Eins og á íslandi eru skiptar skoðanir meðal kjósenda í Noregi um ES-aðild, en þær skoðanir eru ekki af- gerandi í ákvörðunum fólks um stuðning við flokka. í máli hans á fundinum kom fram að samningurinn um Evrópska efna- hagssvæðið (EES), sem tryggir ís- lendingum aðild að innri markaði ES og fjórfrelsinu (frjáls för vöru, þjón- MáLimnna EINAR KARL HARALDSSON hlýddi á Gunnar Bolstad, formann Evrópusamtakanna. ustu,fólks og fjármagns yfir landa- mæri), sé orðinn svo veikur að eng- inn þori að fara fram á endurskoðun hans. Væntanlega fengist hann ekki endurnýjaður. Hins vegar sé enn ein lestin að fara af stað til Brussel og því miður séu allar horfur á að ísland og Noregur missi enn af lestinni. Ár- angursríkast sé að semja innan tveg- gja ára og áður en Austursstækkunin, aðildarviðræður við 12 ný ríki, fer af stað. Tapist það tækifæri verði 10 -15 ára bið á að frændþjóðirnar taki skrefið inn í ESB. ■ Andstœðir pólar í umrœðum um ES aðild Rök og mótrök varðandi aðild komin í fastar skorður. Alveg er það makalaust hve ólík- um augum menn líta silfrið. Rök og mótrök varðandi aðild að Evrópu- sambandinu eru komin í fastar skorð- ur og eru alveg gagnstæð. Köllum fulltrúa andstæðra viðhorfa Já- og Nei-menn. Já * Núverandi samningar Noregs, íslands og Lichtenstein við Evrópu- sambandið eru með lýðræðishalla. Þetta er nefnt faxlýðræði í Noregi og hér er Alþingi kallað stimpilstofnun á tilskipanir og gerðir Evrópusam- bandsins. Nei EES samningurinn tryggir alla þá hagsmuni íslendinga sem máli skipta, aðgang að fjórfrelsinu og innri markaðnum, og snertir fyrst og fremst viðskiptamál en ekki grunn- þætti í lýðræðisferlinu. Já Lýðræðishallinn innan Evrópu- sambandsins fer minnkandi vegna aukinna valda Evrópusambands- þingsins, en að sama skapi vaxandi gagnvart EES ríkjunum vegna nýrra pólitískra verkefna sem þingið og ráðherraráðið setja af stað. Fulltrú- um EES ríkjanna er hent út af fund- um um ný verkefni ef þau eiga ekki stoð í Rómarsáttmálanum sem EES- samningurinn byggir á. Samt gætu þau endað sem lög á íslandi. Nei:: Umræðan um lýðræðishall- ann er sýndarumræða því ísland get- ur aldrei haft teljandi áhrif innan Evrópusambandsins, hvorki innan EES, eða með aðild. Þau mál sem ís- land vill setja á oddinn er hægt að reka beint gagnvart aðildarríkjunum og skapa um þau skilning með mark- vissum viðtölum og áróðri. Já: Samkeppnisstaða íslenskra fyr- irtækja í Evrópa er eins og að keppa við spretthlaupara á stígvélum. (Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar). Fórn- arkostnaður við sjálfstæða mynt er mikil og þó reiknað hafi verið út að íslendingar fengju minna til baka frá Evrópusambandinu en þeir greiddu til þess eftir aðild, þá verði að taka inn í dæmið ávinning íslenskra fyrir- tækja og neytenda. Nei : Við töpum á að ganga í Evr- ópusambandið. Aðildarreikningurinn er upp á 8 milljarða á ári en við getum aðeins vænst þess að fá 5 milljarða til HVAÐA PYÐINGU HEFUR EES FYRIR ÍSLENDINGA tollfrjáls viðskipti með iðnaðarvörur , fjármagnsfrelsi yfir landamæri frjáls för fólks yfir landamæri reglur Evrópusambandsins gilda f þjónustuviðskiptum I frjálsræði ( viðskiptum með fisk og landbúnaðarvörur - samræmdar reglur um opinbera styrki til atvinnulffsins ^ samræmdar reglur um opinber innkaup samræmdar staðla- og eftirlits- reglur á mörgum sviðum baka í styrkjum. Sjálfstæð íslensk króna getur skapað óhagræði gagn- vart Evrunni, sameiginlegum gjald- miðli Evrópusambandsins, en sjálf- stæði í gengismálum er mikilvægt til þess að mæta sveiflum í efnahagslíf- inu hér sem falla ekki saman við hag- sveiflur á meginlandi Evrópu vegna sérstöðu okkar atvinnuvega. Já : Með aðild myndi íslenskur land- búnaður fá aðgang að 400 millón manna heimamarkaði og skapa mikil tækifæri, og neytendur fá hagstæð- ara verð á matvöru. FORMENN EVRÓPUSAMTAKA Úlfar Haukssson formaður Evrópusamtak- anna á íslandi og Gunnar Bolstað formað- ur Evrópusamtakanna í Noregi hittu m:a. i gær utanríkisráðherra, forráðamenn Sam- taka iðnaðarins og Verslunarráðs íslands. I máli Gunnars Bolstad kom m.a. fram að Norðmenn væru sem NATO land vanir því að hafa sitt að segja í ráðslagi um Evr- ópumál en áhrif þeirra færu nú þverrandi. Sem dæmi um það er tekið að finnsku hershöfðingi hafi nú forystu um að móta öryggismálastefnu Evrópusambandsins. lenskra vísindamanna, hefðu evr- ópskar útgerðir engan rétt til veiða við ísland. . frelsi til að stofna fyrirtæki og samræming hlutafélagalaga ^ fljót upptaka á Evrópusambands- reglum í fslensk lög ^ íslensk þátttaka í rammaáætlun- um Evrópusmabandsins um smá- og meðalstór fyrirtæki, um rann- sóknir og menntun © gagnkvæm viðurkenning á próf- um og hæfnivottorðum Nei : Landbúnaður á íslandi myndi tapa í samkeppni við evrópska bú- vöruframleiðslu og kjör bænda ver- sna í flestum greinum. Já I ísland gæti tekið forystu í evr- ópskum sjávarútvegsmálum eftir að- ild. Þekking okkar á því sviði yrði afar eftirsótt. Enda þótt heildarkvót- ar yrði ákveðnir í Brussel að ráði ís- Nei : Ekki er hægt að hugsa þá hugsun til enda að þurfa að fara í ár- legar bænaferðir til Brussel og fara í gegnum öll landhelgisstríðin aftur amk einu sinni á ári. (Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra.) 0. s. frv. Það er langt í land að ein- hver almenn samsýn á aðildarmálið verði til á íslandi. ■ HÍLLUKERFI BRETTAREKKAR OmH a goówiæróif SINDRI orðréttI Tollar á mjólkurafurðir gífurlegir „Jón Ásgeir (Jóhannesson for- stjóri Baugs) er ósáttur við fyrir- komulag viðskipta á mjólk og ostum við Mjólkursamsöluna og Osta og smjörsöluna. Hann segir Bónus og aðrar verslanir Baugs hafa gagn- rýnt það í langan tíma að ekki sé hægt að kaupa mjólkurvörur á lægra verði en sá sem selur þær fyr- ir t.d. 20 milljónir á ári. Mjólkur og ostasala Baugsverslana nemi rúm- um tveimur milljörðum króna yfir árið. Hann bendir á að mjólk og ost- ar vega 18% af innkaupakörfu neyt- enda á meðan hlutur grænmetis og ávaxta sé um 8%. „Okkur finnst þetta mjög óeðli- legt og þetta gerist í raun enn og aft- ur í skjóli hárra verndartolla. Vernd- artollar á þessum vörum kosta al- menning í landinu tvöfalt á við það sem grænmeti og ávextir hafa búið til. Ef þessi tvö fyrirtæki væru í samkeppni við erlendan innflutning þá væri alveg ljóst að við gætum boðið betri kjör og lækkað þá verð á mjólkurafurðum til almennings. Tollar á innfluttar mjólkurvörur eru alveg gríðarlegir.” Morgunblaðið 26. apríl 2001

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.