Fréttablaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 15
FÖSTUPAGUR 27. apríl 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 15 KAZMEIERINN! Tyrkinn Halil IVIutlu, sem hefur unnið tvö Ólympíugull, sést hér lyfta 168 kg í annarri tilraun á Evrópumeistaramótinu í Slóvakiu á þriðjudaginn. Þar setti hann nítjánda heimsmetið á ferlinum. England um helgina: Hver að verða síðastur knattspyrna Það er margt að gerast á Englandi um helgina. Guðjón Þórð- arson stillir sínum mönnum upp á morgun á móti Oldham Athletic. Stoke er í fimmta sæti 2. deildar og má ekki missa af neinum stigum til að eiga möguleika á að komast upp í fyrstu deild. Leeds United býður Chelsea í heimsókn í úrvalsdeildinni. Chelsea, sem er í sjötta sæti, verður að vinna leikinn ef liðið ætlar að blanda sér í toppbaráttuna á lokasprettinum og eiga möguleika á Evrópusæti. Það gæti reynst erfitt þar sem Leeds hefur verið að vinna marga leiki að undanförnu. Liverpool mætir Coventry City, sem er í þriðja neðsta sæti deildarinnar. Liverpoolmenn eiga eflaust eftir að mæta einbeittir til leiks þar sem þeir vilja vera með í baráttunni í sæti í Meistaradeild- inni. Leikmenn Manchester Utd., sem eru búnir að tryggja sér sigur, mætir Middlesborough, sem er í sjötta neðsta sæti. Að lokum má nefna leik Derby County, sem er í fjórða neðsta sæti, og Arsenal. Arsenal er í öðru sæti með einn leik til góða á Ipswich, sem er einu stigi á eftir þeim. ■ ÆTLA SÉR SIGUR Liverpool ætla að endurtaka sigurinn á móti Barcelona þegar liðið mætir Coventry City á morgun. Lukkudýrin hljóta nöfn: Heimsmeistarakeppni í Þýskalandi: Verurnar frá Atmozone hm 2002 Síðla árs 1999 kynnti alþjóð- lega knattspyrnusambandið, FIFA, undarlegt tríó sem mun þjóna því hlutverki að vera lukkudýr heims- meistarakeppninnar í fótbolta á næsta ári. Fótboltaunnendum um all- an heim bauðst síðan að velja nafn á verurnar á heimasíðu FIFA í febrúar síðastliðnum. Á þriðjudaginn voru nöfn gulu, bláu og fjólubláu veranna kynnt. Þær heita Ato, Nik og Kaz og koma frá undralandinu Atmozone. Verurnar stinga óneitanlega í stúf við fyrri lukkudýr heimsmeistarakeppna, franska elginn Footix og bandaríska örninn. Aðstandendur keppninnar í Japan ætla að láta búa til kynningar- mynd þar sem fylgst verður með æv- intýraferð þeirra frá undralandinu Atmozone, þar sem þeir stytta stund- irnar við að spila Atmobolta, til heimsmeistarakeppninnar. ■ ATO, NIK OG KAZ Þeir minna óneitanlega á Stubbana en höfundur þeirra er frá London. Heimsleikar á hálum ís ísknattleikur Á laugardag inn hefst heimsmeistara keppnin í ísknattleik í Þýskalandi. 16 landslið taka þátt í keppninni, sem er hálfgerð lokaæfing Vetrarólympíuleik- ana í Salt Lake City eftir tíu mánuði. Augu allra beinast að ólympíumeisturunum, Tékkum, sem eiga möguleika á að vinna heimsmeistara- titilinn í þriðja skipti í röð. Engu liði hefur tekist það síðan Sovétmenn unnu heimsmeistarakeppnina 1978. Þjálfari Kanada, ísknattleik- skempan Wayne Gretzky, ætlar sér stóra hluti og er búinn að safna upp í • topplið. Kanada vann síðast til verðlauna á heimsmeistaramótinu iv97. Rússar eru ekki lík- legir til afreka þar sem þeirra bestu menn, sem spila allir í NHL-deild- inni í Bandaríkjunum, verða ekki með í liðinu. Bandaríkjamenn senda hinsvegar stjörnum prýddan flokk, enda vilja þeir standa sig vel á síðasta heimsmeist- aramótinu á undan Ólympíuleikunum sem þeir halda. Sví- ar eiga harma að hefna frá síðustu keppni þar sem þeir lentu í sjöunda sæti. Það var léleg- asta frammistaða þeirra í 63 ár. Einnig taka Finnar, Þýskaland og Slóvakía þátt. Það er æsispennandi keppni framundan í Þýskalandi. ■ AÐSTANDENDURNIR í ÁRBÆJARLAUG Bjöm Leifsson, Ásmundur Jónsson, Guðmundur Björnsson, Sigmar B. Hauksson og Stein- þór Einarsson. Á bakvið sést hópur stunda hina nýju líkamsrækt. Þolfimi í vatni Ný leið til að hreyfa sig í laugunum. Sund og pottaseta þó ekki úrelt. lIkamsrækt Flestir vilja stunda lík- amsrækt og útiveru en í amstri dags- ins er stundum örðugt að stunda hvort tveggja reglulega. ÍTR, World Class og Saga Spa telja sig hafa lausnina á þessu. Þau hafa hrundið af stað nýju samvinnuverkefni, Líkams- rækt í laug, sem er ætlað að efla vit- und almennings um gildi heilsurækt- ar og sundiðkunar. í því skyni verða haldin líkamsræktarnámskeið í sund- laugum fyrir hópa. „Við erum búnir að vera að þróa þessa nýjung en upphaflega hafði Guðmundur Björnsson læknir frum- kvæðið í kjölfarið á samvinnuverk- efninu Reykjavík heilsuborg," segir Steinþór Einarsson, markaðsfulltrúi ÍTR. „Þetta byggist upp á leikfimi ofan í vatni í 30 til 40 mínútur með slökun og teygjum. Leiðbeinandinn er uppi á bakkanum með hljómtæki. Síðan er haldið í heita pottinn þar sem Guðmundur kemur með leið- beiningar um heilbrigt líferni." Hefðbundið sund og pottaseta eru þó ekki orðin úrelt. Með þessu er ver- ið að minna fólk á að ferð í sundlaug- arnar getur falið meira í sér en þetta tvennt. Fyrstu fyrirtækin til að taka þátt í verkefninu eru Hekla og Sjóvá- Almennar. Starfsmenn frá þessum fyrirtækjum mæta nú þrjá morgna í viku í tvo mánuði í Árbæjarlaug og stunda æfingar í laug með leiðbein- anda og fá fræðslu um heilbrigt líf- erni. Leiðbeinandi er Anna Sigríður Ólafsdóttir frá World Class en Guð- mundur Björnsson, læknir Saga Spa, veitir þátttakendum ráðgjöf. „Þáttakendurnir eru mjög ánægð- ir með þessa nýjung og þá sérstak- lega að stunda líkamsræktina undir berum himni. Það er ánægjulegt hvað fyrirtækin hafa mikinn áhuga á að hjálpa starfsmönnum við það að hreyfa sig. Þau eru orðin meðvituð um það hvað líkamsrækt og góð heil- sa skiptir miklu máli. Með haustinu stefnum við á að taka inn fleiri hópa og að sjálfs.ögðu eru allir velkomnir," segir Steinþór. ■ • Dýralæknir gefur góð ráð og svarar spurningum • Arndís Pétursdóttir hjá Hestaheilsu, gefur góð ráð um fóður og fæðubótarefni. • Fjöldi tilboða • Nýjar vörur • Graðhestar mæta á svæðið • Heitjárningar • Leiktæki fyrir börnin • Kynning á reiðskólum og námskeiðum fyrir börn, unglinga og fullorðna. • Hestajienn á höfuðborgarsvæðinu safnast saman við Fáksheimilið • Hópreið frá Fáksheimilinu að Töltheimum, lagt af stað klukkan fimm. • Tískusýning • Uppboð á folatollum, til styrktar landsliðinu í hestaíþróttum • Frumsýning á nýja hestþættinum á stóru tjaldi kl. 18:30 • Tónlist og veitingar. Fosshálsi HIXMRr sími 577 7000

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.