Fréttablaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 18
FRÉTTABLAÐIÐ 27. apríl 2001 FÖSTUDACUR HVERJU MÆLIR ÞÚ MEÐ? Raggi Bjarna Tónlistarmaður og eigandi Bílaleigu Ragnars Bjarnasonar Ég mæli með því að fólk sjái spaugilegu hliðarnar á lifinu og brosi að allri vitleysunni. Þetta er einfalt ráð sem kemur öllum að góðum notum og þá sérstaklega nú þegar vor er í lofti og helgin framundan. Sögur á tjaldi Salka Valka á hvíta tjaldinu kvikmyndir Á kvikmyndahátíð Fil- mundar, „Sögur á tjaldi“ sem staðið hefur yfir frá 19. apríl, er röðin kom- in að kvikmyndinni Sölku Völku sem gerð er eftir bókmenntaverki Hall- dórs Laxness. Myndin var gerð árið 1954 og var leikstjóri myndarinnar Arne Mattsson. Myndin er sýnd í kvöld kl. 18. Þær myndir sem sýndar eru á þessari kvikmyndahátíð, og er haldin i tilefni af Viku bókarinnar, byggja allar á íslenskum bókmennt- um en henni lýkur mánudaginn 30. apríl. ■ Sagnagerð augans Bókmenntir og kvik- myndir á málþingi kvikmyndir Einar Már Guðmundsson flytur opnunarerindi á málþingi um bókmenntir og kvikmyndir sem hald- ið verður á morgun kl. 13-17.45. Einar ætlar að fjallar um handritagerð og nefnir erindi sitt Sagnagerð augans. Jafnframt verða flutt sjö erindi um átta kvikmyndir sem allar eru sóttar í íslenska bók- menntahefð. Ástráður Eysteinsson fjallar um Kristnihald undir jökli; Dagný Krist- jánsdóttir um Ungfrúna góðu og hús- ið; Eggert Þór Bernharðsson um. Djöflaeyjuna; Geir Svansson um 101 Reykjavík; Guðni Elísson um Engla alheimsins; Kristján B. Jónas- son um 79 af stöðinni og Land og syni; og Matthías Viðar Sæmundsson um Myrkrahöfðingjann. Málþingið er haldið á vegum Kvikmyndasjóðs, Félags íslenskra bókaútgefenda og Rithöfundasam- bands Islands. ■ Ball í Gúttó Ameríkanar og íslenskar stúlkur leikrit Leikfélag Akureyrar sýnir um þessar mundir leikritið Ball í Gúttó og er sýning á því í kvöld og annað kvöld. Leikstjóri og höfundur verks- ins er Maja Ardal. Leikritið gerist á þremur dögum. Amerískir hermenn bjóða stúlkum bæjarins á ball og er íslenskum karlmönnum meinaður að: gangur sem eru ekki par hrifnir. í verkinu er mikið um dillandi stríðs- áratónlist eins og hún gerist best og er um lifandi tónlistarflutning er að ræða. í aðalhlutverkum eru Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, Þóranna Krist- ín Jónsdóttir, Saga Jónsdóttir, Skúli Gautsson, Þorsteinn Bachmann og Hinrik Hoe Haraidsson. ■ 18 Nordisk mini-Panorama: Rjóminn af norrænni kvikmyndaframleiðslu kvikmynðahátíð Nordisk Panorama er árleg samnorræn heimildar- og stutt- myndahátíð sem flyst á milli Norður- landa og kemur hingað til lands á fimm ára fresti. Nú verður mikil bragarbót á því upp hefur verið tek- inn sá siður að úrval mynda frá Nor- disk Panorama er sýnt árlega í þeim löndum sem ekki hýsa aðalhátíðina. Um næstu helgi verður þessi há- tíð haldin í fyrsta skipti á íslandi í Norræna húsinu. Þar gefst tækifæri á að njóta verðlaunamyndanna frá Nordisk Panorama í Bergen síðastlið- ið haust, t.d. heimildarmyndina „Min mamma hadde fjorton barn“ eftir Lars-Lennart Forsberg frá Svíþjóð og stuttmyndina „Consolation Service" frá Finnlandi eftir Eija- Liisa Ahtila. Einnig verða sýndar aðr- ar valdar myndir frá hátíðinni, m.a. heimildarmynd Tómasar Gíslasonar „Den höjeste straf“i sem hlotið hefur lof og viðurkenningar á hátíðum víðs- vegar um heiminn, en Tómas er bú- settur í Danmörku. Myndirnar eru sýndar í þremur u.þ.b. 90 mínútna dagskrám, tveimur á laugardaginn kl. 11 og 14 og einni á sunnudaginn kl. 13. Á eftir hverri sýningu eru umræður. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. ■ BEÐIÐ EFTIR CODOT Á DE GAULLE FLUGVELLI Myndin er finnsk heimildarmynd sem sýnd verður m.a ,á hátíðinni og er eftir Alexis Kouros FUNDUR_________________________________ 13.30 Félag kvenna í atvinnurekstri (FKA) heldur sinn árlega aðalfund I dag í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. I tengslum við aðal- fundinn gengst félagið einnig fyrir ráðstefnu um Leiðtogahlutverkið þar sem fjallað verður um leið- togahlutverkið á 21. öldinni. Framsöguerindi flytja Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri í Garða- bæ og Hansína B. Einarsdóttir forstjóri ráðgjafarfyrirtækisins Skref fyrir skref. Ráðstefnan stend- urtil kl. 16.30. 14.00 Frjáls Ijóðalestur verður í Gull- smára félagsstarfi Kópavogs, í dag. Allir sem vilja geta tekið þátt og er nóg að hringja í Gullsmára til að vera með og er þetta góð æfing fyrir fólk að koma fram. 16.00 Arkitektinn Michael Anderson, sem er sérfræðingur í japönskum arkitektúr, heldur fyrirlestur á veg- um umhverfis- og byggingarverk- fræðiskorar Háskóla Islands I dag i húsi verkfræðideildar Hjarðar- haga 2-6, í stofu 158. Michael Anderson lærði sjálfur hjá fræg- um japönskum trésmíðameistara og hefur rekið arkitektastofu í Osaka. Hann hefur einnig starfað viða um lönd og verið kennari við Berkeley- og Cambridge háskóla. Michael vill gjarnan hitta áhuga- fólk um handverkið á fyrirlestrin- um og hægt væri að koma á sér- stakri kynningu á japönskum smíðaaðferðum. 17.30 "Vörn fyrir fullveldi Kína andspæn- is atgangi heimsvaldasinna" er yf- irskrift málfundar í dag sem hald- inn er að Skólavörðustíg 6 b í Pathfinder bóksölunni, gengið inn að aftan). Að fundinum standa aðstandendur sósíalíska viku- blaðsins Militant og Ungir sósí- alistar. Táknmyndir og ímyndir stjórnmála: Ameríski örninn og íslenska fjallkonan fyrirlestur Stjórnmál eru ekki bara stjórnmál. Guðmundur Oddur Magnús- son, deildarstjóri grafískrar hönnunar við Listaháskóla íslands ætlar að flytja fyrirlestur í kvöld um myndrænar framsetningar valdsins. Erindið nefnist „Um táknmyndir og ímyndir stjórnmála" og verður flutt á framhaldsaðalfundí Félags stjórn- málafræðinga kl. 20.00 í Reykjavíkur Akademíunni, sem er til húsa í JL-hús- inu, Hringbraut 121. „Lógó“ stjórnmálaflokka og því um líkt mun þó ekki verða í fyrirrúmi í er- indinu, heldur fyrst og fremst umfjöil- un um það hvernig stjórnmálahreyf- ingar 20. aldar tengjast listastefnum með ýmsum hætti - og svo á hinn bóg- inn hvernig stjórnmálaöfl skipta sér af listastefnum til að framsetja valdið á myndrænan hátt. „Ég er fyrst og fremst að rekja hvað það er sem pólitísk öfl nota þegar þau grípa til myndmáls," segir Guð- mundur Oddur. Táknmyndin um örn- inn er til dæmis mjög algeng. „Það er ameríski örninn, ríkisörninn, Sjálf- stæðisflokkurinn. Örninn er alls staðar notaður sem tákn.“ Annað algengt tákn er Nikea, fljúg- andi sigurgyðjan. „Angi af henni er rómantíska gyðjan sem Benedikt Gröndal gerði að fjallkonunni okkar." „Stundum fer þetta auðvitað út í öfgar þegar tilfinningarnar hlaupa í stjórnmálin,“ segir Guðmundur Oddur. „En það virðist sem við notum ná- kvæmlega sama myndmálið hvort sem við erum friðsöm eða herská.“ Einnig virðist það nánast ófrávíkj- anlegt að íhaldsstefnan notar klassískt letur. „Svo er merkilegt að öll alþjóð- legu stórfyrirtækii) hafa tekið upp myndmál byltingarsinna og vinstri- manna, myndmál alþjóðahyggjunnar." FÖSTUDAGURINN 27. APRiL 20.00 Afmælis- og skemmtifundur Kvennadeildar Slysavarnarfé- lagsins í Reykjavík verður hald- inn I Sóltúni 20 í kvöld með harmonikuleik, upplestri, happ- drætti o.fl. TÓNLIST_____________________________ 22.00 Djúpa laugin verður ( beinni út- sendingu frá Skuggabarnum í kvöld. Hörku R&B dansleikur hefst síðan um miðnætti. 22.00 I vesturbænum er hverfiskrá sem heitir Rauða Ijónið og þar leikur í kvöld trúbadorinn Guíli Reynis. 23.00 Hljómsveitin Kalk leikur á Gauknum í kvöld. 23.00 Á Kaffi Reykjavík verður hljóm- sveitin Hunang í stuðí með Karl Örvarsson sem oddamann. 23.00 Snillingarnir í Léttum sprettum leika á Kringlukránni í kvöld. 23.00 Þotuliðið leikur dúndrandi dans- tónlist á Catalínu í Kópavogi í kvöld 23.00 Geirmundur Valtýsson og félagar verða I miklu stuði á Ránni, Keflavík, í kvöld. Geirmundur er vel kunnur fyrir svokallaða skagfirska slagara og mikið fjör er á böllunum hjá honum. Suðurnesja- menn eru hvattir til að mæta 24.00 Diskórokktekarinn og plötusnúð- urinn Skugga-Baldur sér um tón- listina á H-barnum, Akranesi í kvöld. Pess má geta að Skuggi leikur ekki aftur á Skaganum fyrr en í sumar. Aðgangseyrir 500 kr. LEIKLIST_____________________________ 20.00 Leikfélag Reykjavíkur býður í kvöld upp á Gunnar Eyjólfsson í einu að- alhlutverkanna á leikritinu Snigla- veislan sem hann hefur hlotið mikið lof fyrir. Leikritið er sýnt í Loftkastalan- um. 20.00 I Þjóðleikhúsinu er sýning í kvöld á Syngjandi í rigningunni eftir Comden/Green/Brown og Freed. Hver man ekki eftir Gene Kelly? 20.00 Skáldanótt Hallgrims Helgason- ar er enn á fjölunum í Borgar- leíkhúsinu og er sýning í kvöld. Leikritið hlaut Menningarverðlaun DV. 20.00 Leikritið Víst var Ingjaldur á rauðum skóm verður sýnt í kvöld I Tjarnarbíói. Það er leikfélagið Hugleikur sem stendur að sýn- ingunm. 20.00 Leikfélag Akureyrar sýnir leikritið Ball í Gúttó. Mikið er um tónlist í verkinu bæði frumsömdum og eftir aðra. Maja Árdal er höfundur verksins og leikstjóri. MYNPLIST______________________________ Jean Posocco opnar sýningu í Sverris- sal, Hafnarborg, í dag kl. 15 með yfir- skriftinni Stemming - „Ambiance". Á sýningunni eru vatnslitamyndir, flestar unnar á þessu ári. Posocco stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1985-1989 og er þetta 5. einka- sýning hans. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga kl. 11-17 og henni lýk- ur 14. maí. Karin Sander sýnir um þessar mundir I gallerii i8, Klapparstíg 35, þrívidda- myndir sem eru eftirmyndir unnar af fólki með nýjustu tölvutækni og allar í Listamálarahópurinn Fílapensillin: Berjast fyrir tilveru sinn og gefa öllum langt nef myndlist Fílapensillinn heitir hópur listmálara sem efnir til sýningar á verkum sínum í gula húsinu, Lindar- götu frá 28. april til 13. mai. Listmál- ararnir telja sig eiga það sameigin- legt að vera af yngri kynslóð málara og þykja að haft sé í flimtingum þeg- ar verið sé að kynna yngstu kynslóð í málaralistinni. Fílapensillinn varð til þegar þær Lóna Dögg Christensen, Hulda Vil- hjálmsdóttir og Hildur Margrétar- dóttir ákváðu að sýna saman sem hópur til höfuðs sýningarinnar Gullpensilsins sem stóð yfir á Kjar- valsstöðum þann 13. janúar til 24. mars síðastlióin. Þær fóru eiginlega í hálfgerða fýlu vegna þeirrar staðreyndar að þær eru ungar og upprennandi myndlistarkonur og að þeh'ra mati algjörlega hlunnfærðar í þjóðfélag- inu þar sem var búið að taka frá titil- inn „Yngri kynslóð máiara" og mið- aldra körlum og kerlingum eignaður sá heiður. Með samstöðu og kitsch málarann Odd Nedrum að fyrirmynd ákváðu þær að berjast fyrir tilveru sinni og gefa öllum langt nef. ■ TIL höfuðs gullpenslinum Lóna Dögg Christensen, Hulda Vilhjálmsdóttir og Hildur Margrétardóttir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.