Skólablaðið - 01.05.1914, Page 1

Skólablaðið - 01.05.1914, Page 1
SKÓLABLAÐIÐ ÁTTUNDI ÁRGANGUR 1914. j Reykjavík, I. maí. J 5. tbl. Enn um Mentaskólann. Nokkur atriði í grein Stefáns Stefánssonar, skólastjóra, í síð- asta tblóSkólablaðsins langar mig að drepa á. Ásteitingaratriðið, kunnáttu og námfimi gagnfræðinga frá Akureyri, hirði eg ekki að gera að frekara umræðuefni í blaða- greinum en nauðsyn krefur, tel betra að gera grein fyrir ummæl- um mínum um það á annan veg. Þó skal þess getið, að fjarri er það mér að telja nemendum Mentaskólans í engu ábóta- vant, ef Akureyringar væru þar ekki. Aðalefni greinar minn- ar var tillaga um aukabekk milli deilda skólans, er allir nemendur skyldu vera í, áður en þeir kæmu í lærdómsdeildina, jafnt nemendur Mentaskólans sem aðrir. Þeim er þar gert jafn hátt undir höfði og hinum og getur það varla talist vottur um trú á óskeikulleik þeirra. Eftir tillögu minni ætti aukabekkurinn að gera að minsta kosti þrent í senn: 1. gera gagnfræðadeildina óháðari lærdóms- deildinni, því að haga mætti fyrri deildinni mun alþýðlegar, ef ekki þyrfti hún beinlínis að sníða fyrirkomulag sitt effir lærdóms- deildinni; 2. myndi hann minnka aðsókn að lærdómsdeildinni, 3. myndi hann tryggja lærdómsdeildinni jafnari nemenviur. — Mér hefði þótt vænt um, að skólatjórinn á Akureyri, jafn kunnur skólamaður, hefði látið í Ijósi álit sitt um þetta mál; en h'tið er um þau efni í greininni. Hann talar um að banna mætti utan- skólanemendum að taka gagnfræðapróf. Ekki finst mér það ráð drengilegt gagnvart þeim, sem basla áfram í fátækt og hafa ekki efni á margra ára skólavist. Líku máli gegnir um að herða á

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.