Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 3
DV. MIÐVIKUDAGUR 30. MARS1983. 3 Innan vébanda Ríkisútvarpsins er nokkuö sem nefnist Segulbandasafn RÚV. Hér er um að ræöa mikið safn hljóðbanda, hýst í sjónvarpshúsinu, Laugavegi 176; ómetanlegar heimildir um menn og málefni. Konungur ríkis- ins er Knútur Skeggjason. Hann hefur starfað hjá Ríkisútvarpinu í hart nær fjörutíu ár en hyggst nú iáta af öllu amstri á vordögum. „Ég byrjaði sem tæknimaöur hjá út- varpinu árið 1946, en tók við Segulbandasafninu 1968—9” — sagði Knútur. „Þá var til vísir að safni frá tónlistardeild, svokallaðar afnotaspól- ur; spólur keyptar til brúks. Þar syngur kannske einsöngvari sex-sjö lög og svo borgar útvarpið fyrir aö fá að flytja þetta efni nokkrum sinnum, fyrir ákveðna greiðslu. Mitt starf felst í því, fyrst og fremst, að taka viö spólum, sem búið er að út- varpa, skrá þær og ganga frá þeim. Það er afar sjaldgæft að geymt sé efni er ekki hefur verið útvarpað. Þó eru til undantekningar, samanber samtölin við þá, sem þekktu Einar Benedikts- son, og útvarpað var löngu seinna. Fleira þess háttar er nú til. Hver deild fyrir sig ákveður hvaða efni á að geyma og sendir það síðan hingað. Þá þarf aö ganga frá því og setja það upp á aðrar spólur. Hér eru kannske þrjú, fjögur, fimm, sex efni á einni spólujafnvel sitt úr hverri dag- skránni. Til dæmis eigum við um það bil á þriðja hundraö þætti um daginn og veginn. Þar er um nærri því jafn- marga flytjendur aö ræða, en það fara fjórirtil fimm þættir á hverja spólu. Framhaldssögur eru líka settar saman og eftir því sem lestrarnir eru styttri komast fleiri á sömu spóluna. Þetta er gert til þess að spara piáss. Heildarlengd á þessu, sem hér er til í safninu, er nokkuð mikil. Hver hún er í kílómetrum veit ég ekki, en það er eitt- hvað ótrúlegt. Væri þessu útvarpað — og alls engu öðru — eins og útvarpstíminn er núna, átján tímar á sólarhring, nú þá tæki hátt á þriöja ár aðflytjaþettaallt. Frá allra fyrstu tíð útvarpsins er ekkert efni til, nákvæmlega ekki neitt. Síöan eigum við örlítil brot frá þeim tíma er útvarpið fékk fyrst upptöku- tæki. Það var árið 1936. Smábrot eigum við frá þeim tíma, en ekkert sem talandi er um. Það er fyrst eftir ’45 sem byrjað er að taka upp eitthvað smávegis. Raunar er til allnokkuð frá árunum ’45 til ’50. Þá tekur við dálítið dautt tímabil; stálþráðartímabilið. Það er svo að segja ekkert til frá því, nema það sem tekið var á plötur. Seguibandiö byrjar síðan upp úr ’50 en það var ákaflega lítið geymt af fyrstu upptökunum á segulband, ákaflega lítið. Sitt hvað kann að koma í leitirnar Safnið hefur ekkert gert í því að athuga hvort einkaaðilar kunni að eiga eitthvað af því, sem vantar, í fórum sínum. Þar er fyrst og fremst aöstöðu- leysi um aö kenna. Og ekki er mannaflanum fyrir að fara. Ég vinn hér í fullu starfi og síðan vinnur kona hér hálfan daginn, Þóra Hólm. Ekki erum við nú fleiri. Til þess að geta tekið við einhverju að ráði þyrftum við líka talsvert meira af tækjum og meira pláss. Við höfum því ekkert leitað eftir efni til almennings, en okkur hefur borist smávegis af spólum. Látið hefur verið hægt að sinna því enn þá. Það er þó æskilegt að beina þeim tilmælum til fólks, sem kann að eiga eitthvað gott efniá bandi, aðhalda þvitil haga. Það er til dæmis mjög bagalegt að það vantar einn lestur í Eyrbyggju- lestur Helga heitins Hjörvar. Ef sá lestur fyndist nú, sjöundi lesturinn, þá væri það mikill fengur. Kæmi sá lestur í leitirnar þá v<jri hægt að endurút- varpa þessu sem framhaldssögu. Annars er slíkt mjög sjaldgæft. Ég veit fs& tnsf sssss- Honnoo itote ___ BotnoU'6 postho« 5523 ,25 BeVÚ3'"k JU 82208_ einungis um eina undantekningu; Mannogkonu. En það var með Helga, eins og suma af þessum eldri útvarpsmönnum, að lítið var gert af því aö taka upp í þá daga, nema þá allra síðustu árin. Og annað var þaö að Helgi var einn þeirra sem vildu lesa beint. Hann vildi vera fyrir framan hljóðnemann og lesa beinttil þjóðarinnar. Annars fékk ég nýlega sendingu frá gömlum og góðum vini útvarpsins, TJlfi Hjörvar, syniHelga. Það voru nokkrar spólur sem höfðu verið í fórum föður hans. Þar var meðal annars að finna tvö erindi er Hákon Guðmundsson, hæstaréttarritari, sem var, flutti undir þáttaheitinu Hæstaréttarmál. Hann flutti þá þætti um árabil og við áttum ekki einn einasta þeirra. Ef einhver á þá þætti væri mjög gott að fá sem flesta þeirra. Síöan er auðvitaö talsvert um annað efni sem gott væri að fá. I augnablikinu man ég til dæmis eftir þætti sem Gunnar Schram var með í den tid, A blaðamannafundi. Við eigum nokkra þeirra þátta, en að minnsta kosti einn hefur fáriö forgörðum, og kannske sá sem síst skyldi. Þá fóru þeir Gunnar, Matthías Johannessen og Indriði, held ég að það hafi verið þeir fóru og heim- sóttu Kjarval og það var alveg dýrlega skemmtilegur þáttur. Ég sé mikið eftir honum. Þetta hefur verið einhvem tímann á árunum 1962 til 1963. Manni finnst vanta svo ótal margt. Það hefur þó ekki verið farið í það að gera neina skrá yfir efni sem vantar. Maður hefur keppst við að hafa það í lagi sem er þó til. Eins og okkar starfs- aðstööu er háttað er ekki um mikiö svigrúmaöræöa. Allir brostu Margs er að minnast á svona löngum starfsferli hjá útvarpinu. Með stór- fenglegri augnablikum, sem ég hef lifað, voru einmitt í starfi. Það var niðri í Alþingishúsi. Þá kom Filipus, drottningarmaður Breta, í heimsókn. Hann kom í fylgd Ásgeirs Ásgeirs- sonar forseta og við vorum þama til þess aö útvarpa lýsingu. Þetta var á góðviðrisdegi í júní eða júlí og Austur- völlur var troðfullur af fólki og mikið af ungviði. Allir voru mjög alvarlegir og prúðir. En svo kemur Filipus fram á svalimar og talar — á íslensku — bara eina eða tvær setningar. Þá byrja allir að brosa, svoleiðis blítt og elskulega. Það var eins og völlurinn breyttist allur í blómahaf á einni svipan. Þetta er með stórkostlegustu augnablikum sem ég hef lifað; að sjá þennan stóra hjóp verða svo hlýlegan í bragöi frá einu augnablikinu til annars. Bresku blaðamennirnir ruku upp til handa og fóta, kváðust aldrei hafa séð mannfjölda bregðast svona við, og vildu endilega fá aö vita nákvæmlega hvaö prinsinn hefði sagt. Þeir ætluðu aldrei að fást til að trúa því að einungis hefði verið skilað kveðjum frá hennar hátign. — Það var makalaust aö sjá þessa einkennilegu umbreytingu þegar þessi alvarlegi fjöldi — hver einasti maður — brosti. Svaðilförum hef ég engum lent í, sem betur fer. Ég man þó eftir einni dálítið strembinni för út á Halamið í desembermánuði — en þá vantaði upp- tökutæki til þess að gera því góð skil. Svaðilfarir hafa þóengarverið. Þegar ég hætti núna í vor verð ég ekki í nokkmm einustu vandræðum með að verja tíma mínum mér til ánægju. Ég hef óhemju gaman af aö lesa og les mér svo að segja til ólífis, stundum. Og þar að auki er maður kominn svona hæfilega út úr. Ég þekki starfsfólkiö, sem ég vann með héma áður fyrr, en nú er flest af því horfið; annaðhvort úr störfum eða þá fyrir fullt og allt. Nú þekki ég kannske þriöja hvem mann, lauslega, svo ég held að það verði mér ekki mikil viöbrigði að hætta, heldur léttir. ” -FG. Með ákvörðun fyrir 8.apr£l getur þú gengistiyggt sumarferðina SL-kjörin haía aldrei notió meiri vinscelda en í dr og nú bjóðum við öllum viðskiptavinum að velta íerðamöguleikunum íyrir sér yíir pdskana og tryggja sér síðan réttu íeróina d SL-kjörum íram til 8. apríl. Þetta sérstaka greiðslutyrirkomulag tryggir íarþegunum íast verð sem stendur óhaggað þrdtt jSalia mánudaga a ’gínist Sg slelW ot íyrir gengislœkkun eóa hcekkun d eldsneytisverði. Með því að greiða 1/2 eða allan ferðakostnað er verðið íest í sama hlutíalli við gengisskrdningu Bandaríkjadollars d innborgunardegi. SL-kjörin gilda í allar íerðir. ^\dö rsj^vss*0,1 wssa* Sumariiús í Danmörku Aukaferð 28. maí! Það þarí ekki að haia mörg orð um ágœti dönsku sumarhúsanna, eítirspurnin segir best til um það. Nú er uppselt í flestar brottíarir sumarsins og við eínum því til 14 daga aukaferðar 28. maí. w. <b°a'2>6 °»0 SHL’Vn ÍS»UaS';?' 5082* tsér, hrOEsca 05?79^ )ÍðíYr» . Rútuferöir SSSSSSSSSSSr- óatevmaíúeinaSt ! hressile9um ferðaanda og ogfeymanlegu rutuœvintýri. lceði fct. 23.900 SL-kjörin gilda til 8. april Munið aðildarafsláttinn til 1. mai og jafna ferða- kostnaðinn til 1. júni. Verð miðað við flug og gengi 5. janúar '83. Samvinnuferdir - Landsý AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 288

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.