Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 9
DV. MIÐVIKUDAGUR 30. MARS1983. 9 Brosið dularfulla „Ég hef aldrei veriö hjátrúarfullur og hef hvorki trúaö á tilvist guös né kraftaverks en nú get ég ekki annað. >> Sá sem þetta segir er 64 ára gamall Englendingur, Kenneth Chandler aö nafni. Fyrir þremur árum keypti hann, á útimarkaöi í Englandi, gamalt olíumálverk af Kristi á krossinum. Myndin hafði losnaö úr rammanum og Chandler, sem fæst við málverkaviðgerðir í frístundum sínum, hugsaöi sér aö gera viö myndina. Þegar hann var aö dunda viö þaö, kvöld eitt, tók hann eftir því að á bakhlið málverksins var að koma í ljós önnur mynd. Chandler kallaöi á konu sína og saman horfðu þau á hvemig myndin skýröist smám saman. Þetta var spegilmynd af myndinni á framhliðinni, nema hvaö nú brosti Kristur örlítiö! Fjöldi listfræðinga viös vegar að hefur skoöað listaverkið án þess aö geta útskýrt h vað þarna gerðist. Olíumyndin var máluð af óþekktum, enskum presti og málara, Calvert Jones, fyrir 150 árum. Jones þessi málaði töluvert meðan hann var og hét en vakti aldrei neina eftir- tekt fyrr en nú.... Ifr Kenneth Chandler með oliumálverkið af Kristi á krossinum. Hér er myndin á bakhlið málverksins. Þetta er sama myndin og sú á framhliðinni, nema hér brosir Kristur örlitið, eins og sést, sé grannt skoðað. SMAAUGLYSINGADEILD sem sinnir smáauglýsingum, myndasmáaugiýsingum og þjónustuauglýsingum eri ÞVERHOLT111 Tekið er á móti venjuiegum smáaugiýsingum þar og i sima 27022: Smáauglýsingaþjónustan er opin frá kl. 12—22 virka daga og laugar- daga kl. 9—14. Virka daga kl. 9 — 22, laugardaga kl. 9—14, sunnudaga kl. 18 — 22. Tekið er á móti myndasmáauglýsingum og þjónustuauglýsingum virka daga kl. 9—17. ATHUGIÐ! Ef smáauglýsing á að birtast i helgarblaði þarf hún að hafa borist fyrirkl. 17 föstudaga. SMAAUGLYSIIMGADEILD Þverholti 11, simi27022. NYJAR UEipiR í STJORNMAUJM Nú þarf nýjar leiðir í stjórnmálum til að ryðja braut nýjum aðferðum í stjórn efnahagsmála. Allir sjá, að þær leiðir, sem farnar hafa verið, hafa reynst gagnslausar. Alþýðuflokkurinn hefur bent á, að taka verði upp nýja stjórnarhætti og gerbreytta efnahagsstefnu. í 12 ár hafa Framsóknarflokkur, Alþýðubandalag og sjálfstæðismenn ráðið landsstjórninni og skipst á um sæti í ríkisstjórn. Framsóknarflokkurinn hefur setið í stjórn öll 12 árin, en hinir 8 ár hvor. Alþýðuflokkurinn hefur verið utan ríkisstjórnar að undanteknu rúmu ári, og þá reyndu hinir flokkarnir að þröngva honum til óbreyttra stjórnarhátta. Það afþakkaði Alþýðuflokkurinn og fullyrti að óbreytt stefna myndi leiða til ófarnaðar, eins og nú er komið á daginn. Núverandi ástand er því afrakstur stjórnarstefnu Fram- sóknarflokks, Alþýðubandalags og sjálfstæðismanna í meira en áratug. Þeirra ráð hafa verið sífelldar bráðabirgðaaðgerð- ir. Með jöfnu millibili er þeirri blekkingu haldið að fólki, að vísitölumöndl og launalækkun muni gefa góðan árangur. Allar þessar yfirlýsingar hafa reynzt marklausar. Bráða- birgðaráð skila ekki árangri. Það þarf markvissa áætlun. Það er viðhorf Alþýðuflokksins. Styrkur hans mun ráða úrslitum um hvort sú breyting nær fram að ganga. Við stöndum á þröskuldi nýrrar sjálfstæðisbaráttu. Hún varðar efnalegt sjálfstæði okkar. Ef erlendar skuldir hneppa okkur í efnahagslega fjötra, er þess skammt að bíða, að erlend öfl nái undirtökum á atvinnulífinu og þá eru önnur þjóðleg verðmæti í hættu. f fyrsta áfanga þarf að brjótast út úr vítahring erlendrar skuldasöfnunar og verðbólgu. Þá mun reyna á samstöðu og styrk íslendinga. Við núverandi aðstæður ganga engin gylli- boð. Þau munu heldur ekki koma frá Alþýðuflokknum. Af þeim er nóg komið frá öðrum. Allir verða að leggja eitthvað af mörkum, til að árangur náist, en þeir helzt, sem til þess hafa beztar aðstæður og kjör hinna lakast settu verður að vernda. Til að treysta atvinnulífið vill Alþýðuflokkurinn að tekin verði upp ný atvinnustefna, þannig að þeim fjármunum, sem nú fara í súginn til ótímabærra og óhagkvæmra framkvæmda, verði í staðinn varið til að skapa arðbær störf. Ríkisfjármál og skattamál verði stokkuð upp og ráðist gegn óráðsíu í opinberum rekstri. Jafnframt verði samtryggingarkerfi ábyrgðarleysisins rofið og ábyrgðin sett í öndvegi að nýju. Sérhver aðili í þjóðfélaginu á að bera ábyrgð á eigin ákvörðunum. í stað hins úrelta vísitölukerfis, komi samn- ingar um launaþróun og 1 ífskjaratryggingu. Við þetta verk þarf samstillta áætlun og samhenta ríkis- stjórn. Slíka ríkisstjórn vill Alþýðuflokkurinn að þjóðin fái. Hún þarf að ná sáttum um þau verkefni sem framundan eru svo að togstreitunni linni. Úrræði allra hinna hafa verið reynd. Nú þarf breytingu. Alþýðuflokkurinn býður nýjar leiðir. Alþýðuflokkurinn n GRÁFELDUR ÞINGHOLTSSTR/ETI 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.