Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 7
DV. MIÐVIKUDAGUR 30. MARS1983. 7 Mannlíf að norðan 9 norðan BREIÐHOLTI SÍMI 76225 Fersk blóm daglega MIKLATORGI SÍMI 22822 Smáaug/ýsingadei/d verður opin um páskana sem hér segir: 30. mars k/. 9—18. Skírdag tU páskadags — lokað. Mánudaginn 4. apríl kl. 18—22 og birtist þá auglýsingin í fyrsta blaði eftir páska þriðjudaginn 5. apríl. Ánægjulega páskahelgi Sími 27022 var meö fádæmum. (Flosi lagði áherslu á síöasta orðið, en sagði síðan á lægri nótunum:) Þetta er náttúrlega voöalegt grobb, en satt samt. Þú tekur eftir að ég segi „með fádæmum”. Það merkir það, að fá dæmi séu um sýn- ingar með meiri aðsókn, en þær séu þó örfáartil. 3. þáttur — Egó-flipp Sama svið og áður. Leikendur hafa sigið niður í sætum sínum. Blaðamaður: Hvernig leikhús- gestir eru Akureyringar? Flosi: (Horfir hugsi á blaöamann- inn. Virðist óttast að hann sé að fiska eftir einhverju misjöfnu um Akureyr- inga. Loks hefur Flosi upp raust sína og svarar í kross að hætti stjórnmála- manna. Setur upp alþingismanna- svip). Ég hef það á tilfinningunni, að leikhúsaðsókn á Akureyri hafi hrakað til muna á síðari árum. Síðasta sýning Leikfélags Akureyrar fékk til að mynda dræma aðsókn, þó allir sem hana sáu væru sammála um að hér væri afburða góð sýning á ferðinni. En ef til vill léttist brúnin á Norðlend- ingum með hækkandi sól. Þaö gerir lífið bjartara og umfram allt skemmti- legra að sjá léttan ærslaleik. Allavega er stundum sagt að hláturinn lengi lifiö. Blaðamaður: En þú hefur ekki svarað spurningu minni. Flosi: Fyrirgeföu, um hvað varst þú aöspyrja? Blaðamaður: Um Akureyringa í leikhúsi. Eru Akureyringar verri eöa betri leikhúsgestir heldur en Reykvík- ingar, svo ég kveði fastar að en áðan? Flosi: Hvernig á ég nú að svara þessu? (Löng þögn) Eg held að Akur- eyringar séu enn á því stigi — og lái þeim hver sem vill — aö þeim finnist skemmtilegra að fara í leikhús þegar þeim finnst gaman — heldur en þegar þeim leiðist. Blaðamaður: Farsi — gamanleikur — leikform af óæðri enda leiklist- arinnar, segja sumir. Flosi: (Snöggur til svars) Nei, það er della. Farsinn er erfiðara leikform, flóknara og krefst meiri hæfni og kunn- áttu en flest annað þaö sem fengist er við á fjölunum. Það er miklu minni vandi að leika Skugga-Svein, Hamlet, Fjalla-Eyvind og Ofelíu heldur en Flóvent koppasala í Spékoppum Leik- félags Akureyrar. Þetta eru stór orð. (Hlær rosalega). Nú veröa þeir lika vitlausir fyrir sunnan. Það er best að hamra á þessu ögn betur. I försum af þessari gerö þarf allt að vera á sínum stað — á réttu augnabliki — ekki bara hlutir og persónur, heldur líka orð og æði. Og guð hjálpi þeirri setningu í farsa, sem ekki fellur á hár- réttu sekúndubroti og hefur rétt tíma- mörk. Hins vegar er hægt að fara með eintal Hamlets, um það að vera eða vera ekki, á tveim sólarhringum, án þess að nokkur taki eftir því. Blaðamaður: Flosi, hvers vegna ert þú frekar oröaður við gaman en alvöru? Flosi: Eg býst við að fólk hafi fljótt séð að mér þykir allur skollinn skemmtilegur, jafnvel það sem öðrum var heilagt, eins og til að mynda karla- kórssöngur og einleikur á langspil. Ef ég á að segja þér alveg eins og er, þá finnst mér það skemmtilegra sem mér finnst skemmtilegt, heldur en það sem mér finnst leiðinlegt. Og ef mig langar til að hlæja að einhverju, þá geri ég það bara, þó engum finnist það sniðugt nema mér. Ég hef fengist talsvert við skriftir, já oftast í léttum dúr, en þrátt fyrir það liggur mér alltaf eitthvaö alvarlegt á hjarta. Eg vil helst hafa einhvern’ brodd í því sem ég skrifa, en ég hef aldrei hugsað um hvort öðrum finnst það skemmtilegt. Það hefur nægt mér að geta hlegiö að því sjálfur. Þetta heitir víst að vera á ævilöngu egó- flippi. (Hlátur, sem deyr út um leið og tjaldiö fellur). JL-PORTIÐ • NYR INNGANGUR Fjöldi nýrra bilastœða í JL-portinu. Opið til kl. 22 í kvöld í öllum deildum JIS Jón Loftsson hf. OPIÐ LAUGARDAG FYRIR PÁSKA KL.9-12 HRINGBRAUT121 - SÍIVI110600 Wm Margir halda að Luxo /ampar séu bara allir arm/ampar með gormum — svo er nú bara alls ekki — Vekjum athygli á því. ÞEIR EINU SÚNNU BERA MERKIÐ: Wm VANDIÐ VALIÐ - VARIST EFTIRLÍKINGAR i Við drögum ekkert úr því að þeir einu sönnu Luxo eru aðeins dýrari enda — norsk gæðavara — ending — varahlutir — þjónusta. MEÐ FORYSTU í 15 ÁR PÓSTSENDUM UM ALLT LAND LJÓS & ORKA Suðurlandsbraut 12 sími 84488

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.