Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 18
18 DV. MIÐVIKUDAGUR 30. MARS1983. Á meðal fomaldarþjóða hafa Assýríumenn notið lítils álits. Þeir voru upprunnir í Mesópó tamíu norðanverðri og réðu öldum saman yfir Austurlöndum nær og lögðu undir sig lönd allt til Armeníu í norðri og Egyptalands í suðri. Saga þeirra er tengd sifelldum styrjöldum, ein orrustan rak aðra og víst voru þeir sigursælir. Þeir brenndu borgir, mannsHfið var þeim lítils virði og jafnan herleiddu þeir þær þjóðir sem þeir höfðu yfirbugað. Sögurit Gamla testamentisins geta Assýringa oft og gefa þeim harla vondan vitnisburð. Spá- menn Hebrea teija assýrisku einvaldskonungana refsi- vendi guðs. Skáldið Byron orti um Assýringa: „. ., . og geystust sem úríar um grund." En þrátt fyrir haröa gagnrýni verður aö viðurkenna aö meðal kon- unga Assýringa voru mikilhafir menn sem voru ekki hið einasta dugandi hershöfðingjar heldur verulegir stjóm- málamenn og höfðu áhuga á ýmsu er til framfara horföi. Minnisstæðastur þeirra við yfirsýn aldanna er vafalítið Ashurbanipal sem sat á konungsstóli i höfuöborginni Nínive frá 668 til 626 fyrirKrist. Hann var ekki aðeins hermaður og mikill landvinningamaður. Hans verö- ur fremur minnst sem þess manns er réð í þjónustu sína höggmyndasmiði til þess að gera myndir í stein, myndir af afrekum sínum á orustuvellinum og í veiðiferðum. I British Museum gefur að líta heilar raöir af þessum stórkost- legu verkum sem telja má til meiri- háttar lista fomaldar. En þetta segir ekki allt. Hversu skrítið sem það virð- ist vera var þessi hégómagjami ein- valdskonungur velgjörðarmaður vís- inda og mat lærdóm mikils. Og svo virðist sem hann hafi ekki verið svo lít- ill bókormur! Hann má telja meðal fyrstu bókasafnara heims. Grimmilegar píslir og ruddalegt grobb Þaö er býsna kynlegt að geta sagt þetta um einn af þessum assýrísku drottnumm og okkur gmnar að Ashurbanipal hefði ekki þótt það frá- sagnarvert í samanburði viö afrekin á hemaðarsviðinu. Og þar skortir ekki á neitt. Ashurbanipal sá um að það glat- aöist ekki. Flest á því sviði var mjög ógeðfellt, ruddalegt grobb yfir sigmð- um óvinum og grimmilegar píslir á þeim. Minnisstæðar em höggmyndim- ar sem lýsa hemaði hans viö Tevmann, konung Elam, en þaö var land suðaustan við Assýríu þar sem nú er Iran eða Persía. Hverri mynd fylgir skýringartexti, högginn í eitilharöan steininn á fleygletri, tungu Assýringa: guödómleika hennar aö hjálpa mér. Ég mælti á þessa leið: 0, Arbelagyðja, ég er Ashurbanipal, konungur Assýriu, sköpun handa þinna. Ég hef leitast viö að sýna þér lotningu og ég hef farið um langan veg til þess að dýrka þig, ó þú drottning drottninganna, gyðja hernaðarins, frú vígvallarins, drottn- ing guðanna. .. . Virtu nú fyrir þér Tevmann, konung Elamíta, sem syndgaö hefur gegn guðunum meöan ég, Ashurbanipal, hef gert allt sem í minu valdi hefur staðið til að þóknast þeim og gleðja hjörtu þeirra.. .. hann hefur safnað saman hermönnum, kallað saman heilan her og dregið sverö sitt úr slíðrum með það fyrir augum að ráðast inn í Assýríu. Og nú, ó, þú bogmaður guðanna, komdu sem þrumufleygur frá himni og drep hann í miðjum bardaganum! Og Istar heyrði bæn mína: Ottastu ekki, svarði hún, og hún fyllti hjarta mitt fögnuöi. Við lyft- ingu handa þinna munu augu gleðjast yfir dóminum, ég mun vera með þér... mann að svipta sig lifi og sagði: „Komdu, högg af mér höfuðið og færðu það konunginum svo að hann megi taka það sem góðan fyrirboða og sýna miskunn” — en um hana hafði hann harla litla von ef hann félli lifandi í hendur Ashurbanipals. Skammt frá Urtakn lítum við Tevmann á högg- myndinni. Hann er særður af ör og hallar sér út af. Tamritu, sonur hans, reynir að stöðva árásarmennina með boga sínum. Næsta mynd sýnir aö feðgarnir hafa flúið og falið sig í skógi. En þaö tekst ekki lengi: „Viö hjálp Assúrs — yfirguðs Assýringa — og Istars greip ég, Ashurbanipal, þá báða og hjó af þeim höfuðið í nærveru hvors annars.” Þá kemur fram á mynd höfuð Tevmanns „sem farið var með í skyndi til Assýríu til þess að minna á fagnaðarríkan sigur minn,” og á ann- arri hellu lesum við endi sögunnar. I hallargarðinum í Nínive er konungur- inn sýndur þar sem hann hallar sér út af og hvílir sig. Drottningin situr fyrir pr. gengi 1.4.83 URVAL við Austurvöll &26900 Umboðsmann um allt land Innifalið: Flug Keflavík-París-Kefla- vík. Flugvallarskattur. Bílaleigubíll með ótakmörkuðum akstri í tvær vikur. Ábyrgðar- og kaskótrygging. Söluskattur. Ekkert aukalega nema bensínkostnaður. Hjón með tvö börn 2-11 ára og Ford Fiesta (B flokkur) i 2 vikur: Kr. 34,488.- fyrir alla. eða: 2xfullorðnir @9.847.- = 19.694.- 2xbarn @6.347.- = 12.694.- Kaskótrygging = 1.350.- 4 x flugvallarskattur____= 750,- Alls kr. 34.488,- FLUGOGBILL • Akstur að eigin vild í 1 - 4 vikur. Fjöldi bílategunda í boði. Brottfarir vikulega júní - ágúst. Hver vill ekki dvelja í Paris, skoða frönsku sve'rtimar eða Rivíeruna. Hér er tækifærið til að sjá þessa staði á ódýran hátt. _</> Om< »39 <o >30 i Dæmi um verð: Hjón með Ford Fiesta í 2 vikur: Kr. 12.281.- fyrir manninn, = Kr. 24.562.- fyrir bæði Ashurbanipal Assýríukonungur: FYRSTI BÓKASAFNARI UCIMC ntlmb — og fyrirhans tilstílU voru meitíaðar einhverjar fegurstu og mögnuðustu höggmyndir fomaldar: Þær geturnú að títa, ásamt bókasafni konungsins, i British Museum „I Abmánuöi” (þannig hefsttextinn) sem fellur saman viö júlí að okkar timatali, meðan yfir stóð stórhátíð „drottningarinnar miklu”, og er þar átt við gyðjuna Istar, „var ég staddur í Arbela, borginni sem stendur hjarta hennar næst, til þess að vera viðstadd- ur dýrkun hennar. Þangað barst mér frétt um nýja innrás Elamíta sem gerö var gegn vilja guðanna.” Tevmann (frásögnin heldur áfram) hafði gefið hátíðlegt heit um „að hann mundi ekki bera fram dreypifórn fyrir guöina fyrr en hann hefði herjað á og barist við Ashurbanipal og sigraö hann.” Rýnt í höggmyndir Höldum áfram og Ashurbanipal seg- ir: „Hvað snertir ógnanir Tevmanns, þá geröi ég bæn mína frammi fyrir Istar. Ég færði mig nær henni, ég kraup við fætur hennar, ég grátbændi þrá hjarta þíns verður uppfyllt. Ásjóna þín mun ekki fölna af ótta. Fætur þínir ekki festast í forinni. Þú skalt ekki einu sinni fá skrámu í orrustunni. Istar, með allri blessun sinni — hún vemdar þig og fyrir framan hana brennur eld- ur sem leggja mun óvininn að velli. ” Istar hélt orð sín. Og í hinu mikla höggmyndasafni í British Museum eygjum við snjalla lýsingu á orrust- unni, sem háð var á ef tir. Ógeðfelldar frásagnir á steinhellum Á þessum miklu steinhellum varð- veitir meitill leturgrafarans sérhvem atburö, jafnvel í aukaatriöum og fyrir ofan er fárra lína áletrun. Það er út- skýring eða texti: „Urtakn, tengda- sonur Tevmanns, var lostinn ör en beið ekki bana af. Hann baö assýrískan her- framan hann og drekkur úr vínbikar. Og til vinstri, að baki flokki hljóðfæra- leikara og stúlku sem spilar á hörpu, hangir í trjágrein í hallargaröinum blóði stokkið höfuö Tevmanns. önnur röö höggmynda lýsir uppreisn gegn Áshurbanipal. Það var bróðir hans, Shamash-shum-ukin, sem hleypti henni af stað. Hann var undir- konungur í Babýlon að ráði Áshurbanipals. Shamash var sigraður og brenndur til bana þegar hersveitir konungs gerðu áhlaup á höllina pg kveiktu í henni: „Ég er Ashurbanipal, konungur herskaranna, konungur Assýríu,” hermir áletrunin „sem full- nægði þrá h jarta síns fyrir athygli guð- anna. Allt var lagt upp í hendur mér: skrautklæöi, fjársjóöir, konunglegt tignarmerki sem heyrði Shamash- shum-ukin til, bróðumum sem var svikari, hjákonur hans, liðsforingjar hans, hermenn, skrautkerra, f jórhjóla- s

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.