Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 13
DV. MIÐVDCUDAGUR 30. MARS1983. 13 rer mna iikstjórinn, ílsson Mikil gróska ríkir nú í íslenskri kvik- myndagerö og er það vel. Næsti meiri- háttar atburður á þeim vettvangi mun eiga sér stað um páskana. Ný íslensk kvikmynd, Á hjara veraldar, verður frumsýnd laugardaginn 2. apríl. Kristín Jóhannesdóttir er höfundur handrits og leikstjóri myndarinnar. Um árabil hefur hún stundað kvik- myndanám í Frakklandi; við kvik- myndafræðideild P. Valéry-háskóla, Vincennes-háskóla og leikstjómarskól- ann Conservatoire du Cinema Francais (C.C.F.). Nam hún kvik- myndafræði, kvikmyndagerð og leik- stjóm. Okkur bámst þær fregnir til eyma að ekki hefði verið farið fram úr fjár- hagsáætlun við gerð Á hjara veraldar. I verðbólguþjóðfélagi okkar — og með hliðsjón af hinu gagnstæða við fram- leiðslu ýmiss annars íslensks kvik- myndaefnis — er það eitt nokkuð frétt- næmt. Kristín er erlendis um þessar mundir en eiginmaður hennar og aðstoðarleikstjóri við gerð myndarinn- ar, Sigurður Pálsson, sagði okkur dálítiö um hinar „praktísku” hliðar framtaksins. Þess skal getið aö Sig- urður hefur einnig verið ámm saman við nám í Frakklandi; við leikhús- fræðideild Sorbonne-háskóla og síðan viðC.C.F. „Áætlaður heildarkostnaður við gerð þessarar myndar nam tæpum fjóram milljónum króna,” sagðiSigurður, „og tókst aö ljúka verkinu vel innan þess ramma. Við gerðum f járhagsáætlun í október ’81, því að verkefni eins og þetta eiga sér að sjálfsögðu langan aðdraganda, og sú áætlun var engin ágiskun. Hún var unnin vandlega og hefur staðist fullkomlega. Myndin er fjármögnuð á þennan venjulega hátt — svo til algjörlega meö bankalánum. Og í sambandi við fjárhagsáætlunina þá hefur þaö komið sér afar vel að í kvikmyndaskólanum, þar sem við voram bæði, í tækniskólan- um C.C.F., þar er engum hleypt í gegn nema hann kunni að gera kostnaðar- áætlun. Þáttur í slíku er að taka mið af verðbólgu í viökomandi landi og fram- reikna tölurnar samkvæmt tímaáætl- un. Nýlega stofnað stjömufyrírtæki Á hjara veraldar er hug verk Kristín- ar. Ég er aöeins aðstoöarleikstjóri þessu sinni og síðan í framkvæmda- stjóminni — hjá Völuspá. Það er ný- lega stofnað fyrirtæki — nýlega stofh- að stjörnufyrirtæki.” — Nú hló blaða- maöur og vildi vita hvort þetta orða- tiltæki bæri ekki vitni um mikla bjart- sýni. „Nei, nei, þetta er raunsæi,” svaraði Sigurður ákveðnum rómi, „og byggist á vilja til þess að leggja á sig mikla vinnu. Á hjara veraldar er svokölluð „low-budget” mynd, áætlun fyrir slikar myndir er því innan við fjórar milljónir króna. Til þess aö myndin beri sig þurfum viö að fá svona fimm- tíu þúsund áhorfendur. Hluti, sem undir öðrum kringumstæðum kosta þrisvar sinnum meira, þurfum viö sem sé að gera'fyrir þriðjung af venjuleg- um kostnaði. Það aftur kostar óhemju vinnu í skipulagningu, óhemju út- sjónarsemi — og afskaplega mikla vel- vild margra aðila. Myndin er algjörlega tekin á íslandi; í Reykjavík, norður í öxnadal, austur við Skaftárós og síðan við Svartsengi. Þar lauk tökum á Þorláksmessu, klukkan sjö um kvöldið. Nóttina áður höfðum við verið veðurteppt þama í svona á að giska fjórtán vindstigum og gríöarlegri stórhríð. Og bílamir okkar á kafi í snjó, þannig að við ætluðum aldreiaðfinna þá. Við hófum töku myndarinnar þann 10. ágúst ’82, og öll vinna þurfti að ganga hratt. Það er nefnilega ekki bara erfitt aö fá fjármagn núna heldur dýrt. Við gerðum hlé á tökum í um það bil tvo mánuði síðastliöiö haust. Það var vegna efnis sem þurfti vetrarum- hverfi og við urðum að bíða eftir snjó. Annars höfum við unniö svo til sleitu- laust. — I því sambandi skal ekki gleyma ómetanlegri frammistöðu H. Gestssonar sf. Að þessari mynd unnu svo til ein- göngu Islendingar og eins fáir og hægt var að komast af með. Hver og einn varð að nýtast á borð við einn og hálfan í sínu verki. Við vorum svona fimmtán manna lið og vandlega valið í hvert pláss, eins og sagt er. „Ljóðafylgjunni heféghtid getað sinnt" Aðalhlutverkin leika þau Þóra Friöriksdóttir, Helga Jónsdóttir og Arnar Jónsson. Minni hlutverk eru um það bil tólf og síðan er þarna fjöldi aukahlutverka. Ég vil einnig geta þess að í myndinni syngja Kristján Jóhannsson, Siegelinde Kahmann, Olöf Kolbrún Harðardóttir, Engel Lund, Sigríður Ella Magnúsdóttir og Garðar Cortes. Alt sem hægt er að vinna á tslandi er unnið hér. Hluti tæknilegu þáttanna er þó unninn í Kaupmannahöfn og hljóð- blöndunin í London. Og nú veröur myndin framsýnd laugardaginn fyrir páska í Austur- bæjarbíói. Austurbæjarbjíó er fallegt bíó og þar er nýbúið að skipta um hljóðkerfi. Auk þess hafa þeir sett upp nýtt tjald. Þar eru öll skilyrði hin ákjósanlegustu. Hvað nám okkar beggja varðar þá er því formlega lokið, að því frátöldu að við eigum bæði eftir að ganga frá doktorsritgerö — til þess hefur ekki verið neinn timi — en á kvikmynda- sviðinu, svo sem í öllu öðra, er maöur allaævinaaðlæra. Sjálfur er ég síðan með eitthvað í bí- gerð en ekkert sem ég gef upp Eg er nú í leikritun í bili. Það er leikrit sem Nemendaleikhúsið er byrjað aö æfa og ég er nú að ganga endanlega frá. Þaö verður sýnt í maí — og það verður framhald á leikritunarstarfseminni í bili. Ljóðafylgjunni hef ég lítið getað sinnt vegna tímaskorts. Eg var þó með ljóðabók núna fyrir jólin — og eitthvað er byrjað að seytla aftur. Ég hef ekkert getað unnið að því neitt samfellt. Mér finnst þó ágætt að vinna mikið og helst vera með alla vega tvennt í gangi, ef þaðbaraerólíkt. Nú biöum við þess, allur hópurinn, hvemig viðtökur myndin hlýtur. I henni er mjög mikil spenna.” -FG. NÝTT BETRA BRAGÐ HOLLARI MATUR ódýr: r leikur ner.meó ■^élinni. Lu, þú Vel á minnst, heíur þú hugsað fyrir fermingar- gjöfinni? Kodak Diskur 4000 ... 1.300 kr. Kodak Diskur 6000 ... 1.900 kr. Kodak Diskur 8000 .,. 2.900 kr. HANS PETERSEN HF BANKASTRÆTI GLÆSIBÆ AUSTURVERI UMBOÐSMENN UM IAND ALLT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.