Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 6
6 DV. MIÐVIKUDAGUR 30. MARS1983. Mannlíf að norðan Mannlíf að norðan Mannlíf á zi Dregur til tíðinda...! Flóvens koppa- sali leikinn af Þráni Karlssyni ásamt merkilegri persónu sem Sunna Borg leikur. -sam- fa/s- leikur íþrem þáttum Leikstjóri „Spékoppa", Flosi Ólafsson sést hér leiðbeina leikur- unum Marinó Þorsteinssyni og Þráni Karlssyni i koppameðferð. DV-myndir GS/Akureyri. - Persónur og leikendur: Flosi leikstjóri: Flosi ólafsson Blaðamaður: Gtsli Sigurgeirsson Leikurinn gerist á Smiðjubarnum á Akureyri síðla dags á miðvikudegi. Barinn er lokaður, en þrátt fyrir það hinn vistlegasti, þótt undarlegt megi virðast. Leikmyndina hannaði Davíð Haraldsson, en trésmiðjan Þór sá um smíðina. Leikendur hafa komið sór makindalega fyrir i mjúkum stólum þegar tjaldið er dregið frá. 1. þáttur — Spékoppar Flosi: Ætli þeir eigi ekki vindla hérna? Blaðamaður: Eg er hræddur um ekki, en segðu mér Flosi; hvers konar leikrit er þetta eiginlega, sem þú ert aö setja á fjalirnar meö Leikfélagi Akureyrar? Flosi: Þetta er franskur farsi frá sl. aldamótum. Þessi tegund leiklistar... . nei nú er ég orðinn allt of djöfull hátíð- legur. Ég byrja upp á nýtt. Þetta er dúndur farsi, eftir einn af heimsmeisturum farsakómedíunnar. Farsinn er listform, sem hefur fengiö milljónir til að hlæja sig máttlausar í gegnum árin og aldirnar; listform sem hefur það öðru fremur að markmiði, að koma fólki í gott skap, koma því til að hlæja, á kostnað þeirra sem verða fyrir óförum og alls konar hrellingum ásviðinu. Blaöam.: Spékoppar eru eftir Georges Faydeau. Hvaða karl er það? Flosi: (Horfir um stund á blaða- manninn í spurn: Veit maðurinn virki- lega ekki hver Feydeau er? Síöan segir hann með nokkrum þunga:) Farsar eftir Feydeau eru klassískir ekki síður en meistaraverk Moliers, Bachs eða Mósartz. Þeir verða aldrei útgengnir. Jæja, nú veistu hvað er klassík. Feydeau hefur samiö fleiri verk, t.d. Fló á skinni, sem sýnt var á vegum Leikfélags Reykjavíkur við ofsalega aðsókn á sínum tíma. Flóin sló meira aö segja öll aösóknarmet þeirra leik- rita,sem til Akureyrar hafa komið sem gestaleikir. Þaö var ekki flóafriður í Samkomuhúsinu kvöld eftir kvöld, alltaf uppselt. Loks mátti leikhópurinn ekki vera að því að stoppa hér lengur og varð aö hætta sýningum fyrir fullu iiúsi. Akureyringar kunna því vel að meta Freydeau og þeir verða ekki sviknir af Spékoppum. Blaöamaður: Þú þýddir þetta verk sjálfur. Hvernig kom það til og hvers vegna setur þú þaö upp meö Leikfélagi Akureyrar? Flosi: Ég las þetta verk fyrir um það bil 10 árum og varö strax hugfanginn — eins og raunar af öllu sem kemur mér í gott skap. En mér fannst ástæða til aö fleiri fengju að eiga hlutdeild í minni kátínu. Þess vegna kýldi ég á að þýða verkið, svo ég noti gott nútíma- mál. En síöan gerðist ekkert í málinu í nær ártug og handritiö lá niðri í þessari margfrægu skúffu og safnaði á sig ryki. Það var ekki fyrr en Leikfélag Akureyrar kom að máli við mig og spurði hvort ég hefði ekki tök á að fá leyfi frá Þjóðleikhúsinu til að setja upp farsa fyrir norðan. Þá dró ég Spékopp- ana mína fram og þýddi þá upp á nýtt og nú hafði ég frumtextann til hlið- sjónar. Einnig bar ég gæfu til að geta borið handritið undir frakkann Gérard Lemarquis, sem búsettur er hérlendis og hálærðurí Feydeau-fræðum. 2. þáttur — Flosi í menntaskóla Sama svið og áður nema hvað kaffi er komiö á boröið. Blaðamaður: Þú gerðist nemandi í Menntaskólanum á Akureyri. Hvað varst þú Reykvíkingurinn að gera hingaðískóla? FIosi: (Horfir hugsandi út um gluggann. Ekki laust við örlitið glott í öðru munnvikinu). Það fréttist suður, að hér væri heimavist, þar sem nemendum væri uppálagt að ástunda siðsamlegt liferni, sofa heima hjá sér á nóttunni og drekka helst ekki annaö en nýmjólk — í mesta lagi vallash, hvaö sem það nú er. En krókurinn var víst snemma farinn að beygjast í aðrar áttir. (Glottið stækkar). Þetta var haustið 1948 og þá hafði ég verið í siglingum í 3 ár, var orðinn heimsmaður, hand- genginn brennivíni og kvenfólki. Eg var því ekki hugguleg sending fyrir þáverandi skólameistara, sem var hinn mæti skólamaður Þórarinn Björnsson. Enda held ég að hann hafi fengiö sjokk blessaður, bara við að sjá fyrirbrigðið, hvaö þá aö þurfa að umbera mig innan veggja skólans. Blaðamaður: En tókst þér að ástunda siðsamlegt líferni? Flosi: Nei, sennilega ekki. tJr þessum skóla var ég rekinn sjö sinnum ef allt er með talið, ýmist úr heima- vistum eða skólanum um lengri eða skemmri tíma í refsingarskyni. Loks var mér sagt að hypja mig og koma ekki aftur fyrr en í stúdentspróf. Það var svo sem allt í lagi. Eg gerðist bústjóri hjá sr. Þorgrími á Staðastað og þar las ég 5. og 6. bekk utanskóla. Stúdentsprófið tók ég svo vorið 1953, þannig að ég verð 30 ára stúdent í vor. Blaðamaður: Þú hefur sem sé komist skammlaust upp úr 3. og 4. bekkískóla? Flosi: Ég á þaö nú forsjóninni að þakka; ég nefnilega lá rúmfastur undir lok beggja skólaáranna, þannig aö ég haföi ekkert annaö aö gera en lesa skruddurnar. Fyrri veturinn fót- brotnaöi ég í miklu skíðastökki í Hlíðarf jalli, en seinni veturinn skar ég í sundur hásinina í húsbruna. Ég var í björgunarliðinu að sjálfsögðu; var að bjarga því sem bjargað varö. Blaðamaður: Þú steigst á fjalirnar með leikfélagi skólans? Flosi: Já, Akureyri er fyrir margar sakir merkilegur bær. Ef til vill rís frægð hans hæst í aldanna rás fyrir þann merkisatburð, að hér steig Flosi Olafsson fyrst á fjalirnar í farsanum Sundkappinn eftir Arnold og Bach. (Hlær hrossahlátri). Blaðamaður: En Akureyringar, hvernig geðjast þé aö því merkisfólki? Flosi: Eg hef alltaf haldið aö Akur- I eyringar væru vænsta fólk, þó þeir fari kannski svolítið dult með þaö. Þeim er ekki alltaf gjarnt að flíka tilfinningum sínum. Þess vegna eru þeir svolítið seinteknir, en ég hef það á tilfinn- ingunni, að eignist maöur Akureyring | aö vini, þá sé það heldur til frambúöar heldur en hitt. (I lægri tón, út í það munnvikið er að blaðamanninum snýr:) Er þetta ekki frekar sætt hjá mér? Eg meina þetta nú eiginlega. (Tístandi hlátur, en síðan heldur hann áfram frásögninni fullum rómi:) Að þessu sinni hef ég ekki haft tök á að blanda geði að ráði við aöra en það fólk sem ég vinn með. Betri vinnu- félaga og elskulegri manneskjur hittir maöur nú held ég varla þó lengi sé leitað. Blaðamaður: Þú settir upp Deleríum Búbónis með Leikfélagi Akureyrar 1958. Flosi: Já, já, það var ægilega skemmtileg sýning — fannst mér — já, ég held aö Akureyringum hafi þótt það líka, ef dæma má af aösókninni sem Snjókorn________________Snjókorn ___________ Snjókorn - Útvarp Akureyri Ríkisútvarpið á Akureyrí hefur slitiö bamsskónum og tekið út mikinn þroska á þeim tíma. Ýmsar breytingar verða á dagskránni á vor- dögum. Haraldur Sigurðsson er hættur með sína ágætu tónlistarþætti, en vonandi á hann eftir að láta meira frá sér heyra. Ég veit að hann lumar á miklum fróðleik í kjallaranum. Þá hætta Guð- mundur Frimannsson og Hilda Torfadóttir um sinn sem umsjónarmenn þátta; þar sem þau eiga bæði sæti á framboðslistum. Helsta nýjungin mun vera sú, að Olafur Torfason og Öra Ingi taki að sér „helgarvaktina” frá Akureyri í sumar og Gestur E. Jónasson kemur inn með kvöldþátt á föstudögum í staö kvöldgesta Jónasar Jónassonar. Alkóhólið ófundið Ekki hafa enn boríst spurnir af alkóhólinu, sem ég sagði frá um síðustu helgi, samkvæmt heimildum Gróu frá Brennivínsleiti. Þó hefur frést, að Andrés vinur minn sé búinn að festa kaup á iðnaðarhúsnæði. Setja menn þaö í samband við alkóhóliö, því það mun þurfa eimingar við. Þar með er Andrés vinur minn þá kominn í hóp spíra- tista, enda hefur hann alla tíð mikill andatrúarmaður verið, blessaður. Vel málað Steingrímur „meistari” Sigurðsson listmálari er á Akureyri þessa dagana. Erindið er að mála mynd af Menntaskólanum á Akureyri, en Steingrímur verður 40 ára stúdent i vor. Mun ætlunin aö hann og skólasystkini hans gefi skólanum málverkið — og hefur Steingrímur haft á orði, að rétt væri aö koma andlitsdráttum mestu galfíranna fyrir i myndinni. Flosi grallari Ólafsson er líka á Akureyri og einn morguninn hittust þeir á Teríunni. — Nei, sæll Steini minn, hvað ert þú að gera hér fyrír norðan, spurði Flosi. — Ég verð 40 ára stúdent í vor og þess vegna ætla ég að mála menntaskólann, svaraði Steingrímur með nokkru stolti. — Utan eða innan, spurði þá Flosi. Nýjustu fréttir Rétt á þessu augnabliki voru mér að berast þær fréttir, að alkóhólið væri komið fram á flugvellinum. Allt í einu stóðu bara tunnumar á sinum stað, rétt eins og þær hefðu aldrei farið. Enginn veit hvert þær fóru eða á hvers vegum það ferðalag var. Hins vegar sást fara hrollur um Andrés vin minn þegar minnst var á þennan mjöö — og um leið á hann að hafa tautað: „Þetta er ódrekkandi og óeimandi andskoti”. En það er nú ekki alltaf að marka hana Gróu frá Brennivínsleiti. Rysjótt tíð Tíðin Norðanlands hefur verið rysjótt að undanförau. í tilefni þess orti eitt góðskáld þjóðarinnar: Akureyri er afar stór ótal búin kostum. Á Akureyri er aldrei snjór, en eitthvað þó af frostum. Í beinu framhaldi af þessu hringdi ég í Veðurstofuna og ræddi við Guðmund Haf- steinsson. Spurði ég hann hvort veðurfræðingar ætluöu ekki að fara að snúa veðrinu til betri vegar. — Ég skal lofa þér því, að það verður betra veður á Akureyri eftir 2—3 mánuði, svaraði Guðmundur. íslendingur brátt allur? Blaðið Íslendingur á Akureyri hefur átt við andleg- an og likamlegan hrörnunar- sjúkdóm aö glíma um nokk- urt skeiö. Nú hefur starfsfólki blaðsins verið sagt upp störf- um með þriggja mánaða fyrirvara. Mun vera ætlunin aö gefa blaðið út fram yfir kosningar, en síðan er allt óá- kveðið með framhaldið. is- lendingur hefur komið út á Akureyri síðan 1915 og er málgagn Sjálfstæðis- flokksins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.