Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 17
DV. MIÐVIKUDAGUR 30. MARS1983. 17 bankans fyrir lánveitingum til Islands vegna Sigölduvirkjunar 1973 var að orkuverðið til LSAL yröi hækkað samtímis því sem samiö yrði umstækkun álbræðslunnar. 2. Verðbólgan í Bandaríkjunum heföi sprengt upphaflega skatta- kerfið ísundur, ISALíóhag. Fyrir- tækiö þurfti ár hvert að greiða háar upphæðir til íslenska ríkisins, sem að mestu leyti kölluðust skattinneign ISAL en sem kom fyrirtækinu aö takmörkuðu gagni. Það var þvi nauðsynlegt fyrir báða aðila aö endurskoða samningana. Islendingar þurftu að fá hærra orkuverð og standa við skuldbindingar sínar gagnvart Al- þjóðabankanum. Fyrir ISAL var endurskoðun skattaákvæðanna nauðsynleg til að fyrirtækið gæti einfaldlega haldið áfram að vera til. Þótt viðræður um endurskoðun hæfust haustið 1973 kom fyrst alvar- legur skriður á þær í maí 1975, þegar báðir aðilar lögðu fram samkomu- lagsdrög. Helstu kröfur Islendinga voru: 1. Hækkun orkuverðs og 100% verð- trygging þess (vegna verðbólgu). 2.1 álsamningana bættist við ákvæði um endurskoðun þeirra við breyttar aðstæður. Helstu kröfur Svisslendinga voru. 1. Breyttskattakerfi. 2. Stækkun álbræöslunnar. Niðurstöður endur- skoðunarinnar 1975 Gengiö var aö öllum kröfum Alusuisse. Gengið var að nokkru leyti að kröfu Islendinga um hækkað orkuverð, en með mjög skertri verðtryggingu þannig að í fram- tíðinni hækkaði rafmagnsverðið miklu minna en álverö. Krafan um endurskoöunarákvæði náði ekki fram að ganga. Breytta skattakerfiö fól í sér eink- um eftirfarandi átriði: 1. Skýlaus eignarréttur ISAL á skattinneigninni var viðurkenndur. Jafnframt var myndun skattinneign- arí framtíðinni afnumin. 2. í stað stighækkandi skatta í verðbólgu komu stiglækkandi skattar: Líkt og orkuverð skyldu skattar stíga hægar en álverðið. I fjölmiðlum undanfarin ár hafa samningarnir 1975/1976 verið taldir vera dæmi um sérstaka snilld samningamannanna (Jóhannes Nordal, Steingrímur Hermannsson, Ingólfur Jónsson). Ragnar Halldórs- son, forstjóri ISAL, hefur hins vegar skilgreint samningana þannig (í viðtali í Vísi 18. júlí 1981); „Þetta voru bara kaup kaups”. Nýlegahafa verið dregin fram í dagsljósið gögn sem eiga að sýna að Islendingar hafi tapað á endurskoðun samninganna 1975. Gísli Gunnarsson. Alþingi. Og það eru margir fyrirmyndarkjósendur til. Við kjósum þá sem kunna að meta okkur sem kjósendur. „Minn dagur er kominn.” Kjallarinn GuðmundurK. Sigurgeirsson Bandalag jafnaðarmanna fær traust mitt nú. En ég verð áfram fyrirmyndark jósandi. Hvað um þig? Frelsi, ábyrgö, valddreifing. Guðmundur Kristinn Sigurgeirsson nemi. pr. gengi 1.4.83 Akstur að eigin vild í 1 - 4 vikur. Bílar við allra hæfi í boði. Brottfarir vikulega apríl - september. Vegagerð ríkisins var með öxulþungatakmarkanir á vegum um allt land þegar þetta gerðist. Hefði ekki verið skynsamlegt að Náttúru- verndarráð hlutaðist til um að öxulþungatakmarkanir yrðu settar á vegi inn í hálendið eða hreinlega bann, það er í verkahring ráðsins. Skipulega og undir eftirliti Friðrik talar um að við búum við óbærilegar aðstæður í ferðamálum, það kann aö vera rétt, en réttlætir ekki aö banna komu þess eina hóps, sem hugsar sér aö vera hér skipulega og undir eftirliti og ströngum reglum. Friðrik skrifar um torfærutröll og leggur áherslu á að torfærutröll allt að 10 hjóla muni koma í keppni þessa. Þetta er ekki rétt og hafa rallmenn ítrekað tekið fram að stærstu torfærubílamir muni verða af líkri stærð og Blazer eðaBronco. Þá hefur Friðrik rangt viö er hann gefur í skyn að rallarar muni leggja undir sig landið allt í 9 daga. Þetta er rangt, rallarar munu vera á tiltek- inni sérleið hvern dag og er því langt um ofsagt að þeir leggi allt landiö undirsig. Þegar Friðrik ræðir væntanlegar akstursleiðir leggur hann mikla áherslu á að þar hafi menn víða „böðlast út fyrir slóðirnar til þess að komast áfram”. Svona hefur þetta verið, það er rétt, en rallarar einir allra ætla sér að aka slóöimar og munu falla úr keppni ef þeir f ara út fy rir slóð. Ekki koma menn til Islands til þess eins aö falla úr viðkomandi keppni? Friðrik skorar að lokum á rallara að fylkja sér með náttúruverndar- fólki, en því ætti sannleikans vegna að snúa við og skora á náttúm- vemdarfólk að fylkja sér um rallara því aö það er eini hópurinn sem ferðast inn á hálendiö og biður um og URVAL við Austurvöll S26900 Umboösmenn um altt land RALLIÐ: AÐAKA Dæmi um verð: Hjón með Ford Fiesta i 2 vikur: Kr. 11.588,- fyrir manninn, == Kr. 23.176^fyrirbæði Hjón með tvö börn 2-11 ára og Ford Fiesta (B flokkur) í 2 vikur: Kr. 31.716.- ffyrir alla. eða: 2 x fuliorðnir @9.154.- = 18.308.- 2 x barn @5.654.- = 11.308.- Kaskótrygging = 1.350.- 4 x flugvallarskattur_= 750.- Allskr. 31.716.- Innifalið: Flug Keflavík-Kaupmanna- höfn - Keflavík. Flugvallarskattur. Bílaleigubill með ótakmörkuðum akstri í tvær vikur. Ábyrgðar- og kaskótrygging. Söluskattur. Ekkert aukalega nema bensínkostnaður. fer eftir sérstökum reglum hverju sinni. Friðrik er hugsanlega líka kunnugt um það að rallarar hafa fengið vægast sagt óbliðar móttökur hjá náttúruverndaraðilum. Við skulum athuga að rallmenn hafa leitað eftir samstarfi við náttúmvemd og ráðamenn um þetta fyrirhugaða rall. Þeir hafa sagt sem svo, „segið okkur hvemig þið viljið hafa rallið, komið með reglur og við munum fara eftir þeim.” Jean Claude, Frakkinn sem skipuleggur rallið bauð Náttúm- vemdarráði að senda á sinn kostnað mann með skipinu sem flytur keppendur, eingöngu til jjess að kynna hina viðkvæmu náttúru lands- ins og þá jafnframt þær reglur sem fara ætti eftir í rallinu. Þannig gæti það skipulag ogreglur sem farið yrði eftir í rallinu orðið fyrirmynd að góðum akstursreglum 'á hálendinu. Slíkt tækifæri ættu náttúmvemdarmenn aö nota. Yfirlýsing ráðuneytisins Sem ég er að ljúka skrifum þessum berast mér þær fregnir í útvarpi að Friðjón Þórðarson dómsmálaráð- herra hafi tekið þá ákvörðun að leyfa ekki ralliö í sumar, að sinni, enda þurfi að koma til samþykki lögreglu- st jóra og viðkomandi s veitarstjórna. Ráöuneytið þurfti ekki að gefa út þessa tilkynningu. I umferðarlögum 50. gr. a. — er skýrt tekið fram að dómsmálaráðherra getur ekki gefið leyfi til ralls nema hafa samþykki lögreglustjóra og viðkomandi sveitarstjórna og utan kaupstaða og kauptúna samþykki vegamála- stjóra. Þess vegna er óskiljanlegt hvers vegna ráðuneytið er að gefa þessa yfirlýsingu nú, hún er hreint ekki tímabær. Slæmur hlutur Náttúruverndarráðs Varðandi þær akstursreglur, sem þurfa að koma, má benda á að í því efni er hlutur Náttúruverndarráðs afar slæmur, ótrúlega slæmur. Samkvæmt lögum nr. 47 um náttúruvemd frá 1971 ber ráðinu að setja slíkar reglur. I þeim hluta laganna, sem fjallar um aðgang almennings að náttúru landsins og umgengni, segir svo í 13. gr.: „Náttúruvemdarráð skal setja sérstakar reglur um akstur öku- tækja og umgengni ferðamanna í óbyggðum þ.á m. um merkingu bíla- slóða. Er ráðinu skylt að banna allan óþarfa akstur utan vega og merktra slóða, þar sem náttúmspjöll geta af hlotist. Það skal og gera tillögur til réttra aðila um gerð bilaslóða á öræfum landsins og merkingu þeirra eða setja bein fyrirmæli þar um.” I reglugerð um náttúruvernd frá 21. júní 1973 segir í 12. gr. „Náttúm- vemdarráð setur svæðisbundnar reglur um akstur ökutækja eftir merktum leiðum í óbyggðum.” Af lögum þessum og reglugerð má sjá hver þaö er sem ber ábyrgöina á óreiðunni og skipulagsleysinu í akstri á hálendinu. Síðan árið 1971 hefur Náttúm- vemdarráði verið skylt að setja reglurumþetta. Náttúmvemdarþing skal koma saman þriðja hvert ár og ekki hefði verið óeölilegt að þar yrðu reglumar unnar og samþykktar. Kostnaður við að semja þessar reglur kæmi þá á þingið enda segir í 6. gr. náttúruverndarlaganna, „kostnaöur af þinghaldinu greiðist úr ríkissjóði”. Myndin af Náttúruverndarráði sitjandi aðgerðalausu við hliðina á stóra torfærutröllinu á Kjalvegi fer að verða æ táknrænni. Að lokum, óformlegar rallreglur em til í dómsmálaráðuneytinu og hálendisrallið hefði getað fullkomn- að þær og fært okkur reglur um aksturá hálendinu. Rallið hefði getað fært okkur auk þess samvinnu og skilning milli áhugamanna um afnot náttúru landsins og loks miklar tekjur sem hefðu getað orðið náttúmvemd í landinu aömiklu gagni. Með því að banna rallið og með því aö banna umferð þarf vitanlega ekkerteftirlit. Kristinn Snæland Eg vona að það sé ekki framtíðarsýn Náttúruverndarráös. Krístinn Snæland. FLUGOGÐILL • Tilvalið fyrir þá sem ætla um Skandinavíu og Evróp uáeigin vegum. ÚTI Friðrik Haraldsson skrifar kjallaragrein um fyrirhugað hálendisrall hér í DV 21. mars sl. Grein hans er góð og hógvær en í sumum atriðum hefur hann rangt fyrir sér og um sumt er ástæða að ræöa nánar. M.a. er rétt að vekja sérstaklega athygli á því að flestir ef ekki allir fylgjendur hálendisrallsins eru land- verndarmenn trúlega ekki minni en margir þeir sem lifa af því aö vera landverndarmenn, þar af leiðir að Friðrik hefur rangt fyrir sér er hann lætur að því liggja í grein sinni að ralláhugamenn skilji ekki hvað býr aö baki mótmælunum. Væntanlega er öllum ljóst að að baki mótmælunum er sú staðreynd aö allar helstu og veigamestu skemmdir á gróðri hálendisins (utan skemmda búpenings) eru skemmdir eftir bíla. Þessar skemmdir hafa orðið til m.a. vegna þess að nánast ekkert eftirlit hefur verið með akstri okkar og útlendinga á hálendinu. Reglur um ferðir á hálendinu, akstur og umgengni, eru fábrotnar utan það sem kemur fram í lögum og reglugerðum um náttúruvemd, en þar segir fátt annað en að reglur skuli settar. Náttúruverndarráð er fjárvana og hefur því ekki getað sinnt hlutverki sínu sem skyldi og starfsmenn þess hafa áreiðanlega hug á. I því sambandi má skjóta því að, að tekjur ríkissjóðs vegna bensín- sölu í hálendisrallinu verða væntan- lega hærri upphæð en sem nemur allri fjarveitingu til Náttúruvemdar- ráðs á þessu ári. Um starf Náttúru- vemdarráðs má svo spyrja og nefna dæmið um þýska torfærutröllið sem skar sundur Kjalveg hér um árið. A „Flestir ef ekki allir fylgjendur hálendis- rallsins eru landverndarmenn, trúlega ekki minni en margir þeir sem lifa á því að vera landvemdarmenn.” Kjallarinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.