Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 23
DV. MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 1983. 23 Chilla fœr stundum kampavín frá húsbónda sínum. Eflaust hefur verifl skálað á þrítugsafmœlinu. ( sýningarsal okkar í Miðbæjarmark- aðnum í Aðalstræti 9 má sjá fjölbreytt úrval af gullfallegum STAR-innrétt- ingum í eldhús, svefnherbergi, stofur, baðherbergi, þvottahús og jafnvel í bilskúrinn. Ódýrar, en vandaðar inni- og útihurðir fást á sama stað. Litmyndabæklingar sendir um allt land eftir beiðni. Bústofn Aðalstræti 9, II. hæð — Símar 17215/29977 Iðnbúð 6, Garðabæ - Símar 45670/45267 Vönduð vara Stöðug gæðaprófun tryggir vandaða vöru. Enginn afsláttur! Við þurfum ekki að auglýsa sérstakan kynning- arafslátt né tímabundinn afslátt. BÚSTOFN hefur haft forystu um að lækka byggingar- kostnað húseigenda með sölu á innréttingum og hurðum á viðráðanlegu verði og kemur nú tvíefldur inn á markaðinn á krepputima með lægra verði en nokkru sinni áður. Magnsamn- ingar okkar við stærstu verksmiðjusamsteypu í Evrópu i smíði hurða og innréttinga tryggja kaupendum ætíð lægsta fáanlegt verð. HStar -eldhús er fallegur og þægilegur vinnustaður. 'SStar -eldhús- og fataskápar eru hagkvæmasta lausn húsbyggjenda. ’úStar -skápar eru afar auðveldir í uppsetningu. Sparast því stórfé, hvort sem uppsetning er aðkeypt eða menn skemmta sér við verkefnið sjálfir. Við seljum einnig Rafha-heimilistæki með eldhús innréttingum. Vönduð vara við vægu verði. 7 kg lóð eru sett í skúffuna og hún siðan dregin 20.000 sinnum rösklega út og inn með vélarafli. Aðrar vandlegar prófanir beinast t.d. að skúffusigi (sem ekki má vera meira en 1% af skúffulengd), svo og áhrifum vatns, fitu, alkóhóls, kaffis, hita, hvassra hluta og kemískra efna á skápafleti og borðplötur o.s.frv. o.s.frv. Þessi vól ,,opnar" og ,,lokar" eldhússkáp, ti« að reyna lamirn- ar. Hurðinni er skellt upp 20.000 sinnum og síðan 50 sinnum með 20 kg þyngdarlóðum. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Best klæddi trommar- ■ inn Charlie Watts, trommari Rolling Stones, hefur löngum þótt mikill scntilmaóur og sker hann sig nokkuö úr hópi hinna Steinanna fyrir hárgreiðslu og annað. Hann gengur um dags dagiega i frakka úr kamelskinni, dökkum jakka- fötum, blankskóm og með bindi. Charlie lifir ofurvenjulegu lífi fertugs manns ásamt konu sinni og dóttur. Það er bara á sviðinu sem hann tekur á sig æskuhaminn. Charlie er annars betri trommari en margir halda og hefur átt rnargt gott „breikið” um dagana (sbr. byrjunina á Honky Tonk Woman). Höllin oröin að höfuðverk hjá þeim Maríanne og Kenny Rogers Hjónakornin Kenny Rogers og Marianne hafa nú sett glæsivillu sína í sölu. Þau keyptu hana á um 280 milljónir króna árið 1981 og eru búin að setja um 140 milljónir í viðbót í kotiö til að gera það sem glæsilegast. En nú finnst þeim höllin einfaldlega vera orðin yfirþyrmandi og þvi um aðgeraaðselja slotið. Þau hafa aldrei búið í höllinni sinni og koma aldrei til með að gera það. Þegar þau keyptu húsiö var hér um hið eiginlega draumahús að ræða. Og þá kom ekkert annað til greina en kaupa það. Landið í kringum höllina er ekkert smáræði. Hvorki meira né minna en 12 hektarar. Og á lóðinni er allur lúxus fyrir hendi. Þrettán bílskúrar, íbúðir fyrir þrjátíu þjóna og allt það sem stjömur geta látið sig dreyma um. „Húsið var ævintýri fyrir Kenny þegar hann keypti þaö. En nú er það orðin hreinasta martröð. Veldur honum miklum leiðindum,” sagði einn „nágranna” Kennys í Beverly Hills þar sem þessi mikla höll er. En þetta er ekki eina húsið sem Kenny hefur keypt og eytt miklum peningum í. Árið 1979 keypti hann hús fyrir 40 milljónir. Nokkrummán- uðum síðar keypti hann búgarð á um 80 milljónir og hefur verið þar með fjöldann allan af hestum. Þá keypti hann sumarhús á strönd í Malibu. Þaö var afmælisgjöf fyrir konuna, Marianne. Og síðan tók höllin mikla við. Umboösmaöur Kennys, Ken Kragen, segir um húsakaup sveita- söngvarans. „Allt sitt líf hefur Kenny veriö á stöðugum ferðalögum og það er eins og hann geti ekki verið kyrr á sama staö lengi. Hann er sífellt að hugsa um hvaða verkef ni sé næst og hvað sé framundan. Þannig hugsar hannfyrst og fremst.” Höfuðverkur- innmikli, glæsi villan hans Kenny Rogers í Beverly Hills, er nú til sölu. Rogers er bú- inn að eyða um 400 milljónum í kotið. IIMNRÉTTINGAR Brando og náttúran Kvikmyndastjarnan Marlon Brando gefur Ameríku nú tækifæri til að sjá hvernig hann býr í sátt viö náttúruna á Suðurhafseyjunni Tetiarora sem hann á. Hann er að gera sérstakan 60 minútna sjón- varpsþátt, tekinu á þessari litlu eyju. Tökur eru þegar byrjaöar og tvær sjónvarpsstöðvar, auk nokkurra kapalkerfa, hafa áhuga á myndinni. J.G.I., starfskynning.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.