Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 8
8 DV. MIÐVIKUDAGUR 30. MARS1983. Ég virði íslendinga mikils —segir Garrí Kasparov í grein frá APN I fyrsta einvíginu um réttinn til aö skora á heimsmeistarann í skák, sem fram fór í Moskvu, sigraöi Garrí Kasparov Alexander Beljavskí meö 6 vinningum gegn 3. Eftir aö millisvæöamótinu lauk í Moskvu, þar sem hinn 19 ára Bakúbúi, Garrí Kasparov, og hinn 29 ára Lvov- búi, Alexander Beljavski, sigruöu meö glæsibrag, sögöu margir sérfræðingar aö einmitt þessir stórmeistarar væru líklegastir til aö tefla til úrslita í áskor- endakeppninni. En þegar varpaö var hlutkesti lentu þeir saman í fyrstu um- ferö. Skáksögur Garrí Kasparovs og Alex- anders Beljavskís eru aö mörgu leyti líkar. Þeir uröu meistararáöur en þeir náöu 15 ára aldri, uröu heimsmeistar- ar unglinga í skák og sigruöu í Sovét- meistaramótinu. Þeir eru hinir yngstu af áskorendunum í þetta skipti. Á þeim 30 árum, sem slík einvígi hafa verið háð, hefur meöalaldur áskorendanna aldrei veriö eins lágur og nú. Áöur en einvígin hófust álitu sér- fræðingar að Kasparov heföi yfirburöi, þess heldur þar sem Alþjóöasamband skákfréttaritara útnefndi hann besta stórmeistarann áriö 1982, rétt áður en einvígið hófst. En heimsmeistarinn Anatólí Karpov sagði þá: „Mikiö er komið undir því formi sem keppendur eru í. Þaö kemur fyrir aö Beljavskí er ekki í nógu góðu formi. En ef hann undirbýr sig eins og á aö gera veröur erfitt aö spá um úrslitin. Viö skulum sjá hvaö kemur út úr fyrstu skákunum.” Gangur einvígisins Ef einvíginu er skipt í byrjun, miö- tafl og endatafl, eins og í skák, má lýsa því þannig: Byrjunin (1.—4. skák) — nokkurn veginn jöfnuöur með litlu frumkvæði. Miðtafl (5.-7. skák) — Kasparov nær yfirhöndinni. Endatafl (8.-9. skák) — Kasparov hefur náö al- gerum yfirburöum og Beljavskí er sigraöur. Og þetta kom fram í sam- svarandi tölum — 2:2 — 2:1 — 2:0. I fyrstu skákinni hefur Kasparov Til sölu SELJUM NÝJA OG NOTAÐA BÍLA í DAG MIÐVIKUDAG KL. 1—6. OKKAR VINSÆLA HRÁSALAT fyrir veisluna Opið alla páska- helgina Munið rétt dagsins í hádeginu virka daga SUÐURVERI - SIMI38890 sókn þegar í staö. Beljavski verst meö mestu ró—jafntefli í 65. leik. I annarri skákinni beitti Kasparov Tarrash-vöm og er þaö í fyrsta skipti sem hann gerir þaö er hann hefur svart. Þá kom upp staöa sem skák- menn þekkja frá því í heimsmeistara- einvíginu 1969 er Petrosjan og Spasski áttust við. Fram aö 15. leik var staðan eins og fyrir 14 árum en þá kom Belj- avski meö nýtt framhald sem lítið hef- ur verið athugað. Kasparov beitti öll- um ráöum gegn þessari nýjung og kom andstæöingnum íharkalega tímaþröng semréö úrslitum. Sh'kt högg er nóg til aö kasta manni úr söðli, en þaö er ekki aö ástæöulausu, sem Beljavskí er kunnur fyrir þraut- seigju og festu meðal skákmanna. Eft- ir stutta viðureign sömdu keppendur um jafntefli í þriðju skákinni. I fjóröu skákinni tefldi Beljavskí mjög sterkt. Þar beitti hann Nimzo-indverskri vöm og Kasparov skildi ekki hvaö hann var aö fara og var neyddur til aö gefast upp. Þetta var í fyrsta skipti sem hann tapaði á sl. einu og hálfu ári. og þetta var 21. skákin sem Kasparov tapar á opinberu móti. I stuttu einvígi getur hver skák ráöiö úrslitum. Og þess vegna tefldu þeir Kasparov og Beljavskí af nákvæmni og varfærni í næstu tveim skákum og gaf hvorugur færi á sér. Sjöttu og sjö- undu skákinni lauk með jafntefli. Einn af aöstoöarmönnum skákmeistarans frá Bakú sagöi aö Kasparov heföi leyst þær þrautir sem í þessum skákum heföu falist er hann ræddi um miðju einvígisins. Kasparov var einum vinningi yfir. Þaö heföi mátt halda að Beljavskí, sem ekki haföi neinu að tapa, mundi reyna aö tefla flóknar og erfiöar skákir en Kasparov mundi reyna aö halda þeim yfirburöum sem hann haföi náð. En þaö varð ekki uppi á teningnum. I áttundu skákinni bauð Bakúbúinn and- stæöingi sinum upp á uppáhald sitt — kóngsindverska vörn — sem er ein erfiöasta byrjunin. I tíunda leik haföi Beljavskí eytt heilum klukkutíma til umhugsunar, en Kasparov fimm mínútum. Stórmeistarinn frá Lvov fann ekki rétta leið og staöa svarts varð miklu betri og endatafliö var tapaö fyrir hann. spennandi baráttu meö enn einum sigriKasparovs. Allar skákimar vora tefldar af mik- illi hörku. Báöir sýndu mjög fallegan leik. Þetta einvígi heföi vissulega oröiö skrautfjöður í lok áskorendaeinvígis- ins. Kasparov bíöur annaö einvígi og sem kunnugt er verður leiöin því erfið- ari sem nær kemur skákkórónunni. A næstu mánuöum verður gert út um hver verður næsti andstæðingur skák- meistarans frá Bakú. Viö spuröum Kasparov: „Hvaö viltu segja skákunnendum á Islandi? ” „Eg hef ætíö virt þá mjög mikils,” sagöi stórmeistarinn. „Svo lítiö land og svomargirþekktirskákmenn! Full- trúi Islands var aðstoðardómari í ein- víginu í Meranó. Það er dæmi um hversu langt skák er komin á Islandi. Ég óska íslenskum skákmönnum far- sældar og góös árangurs. ” Allar skákirnar tefldar af hörku Beljavskí tekur sér frí í nokkra daga til aö ná sér. Pirsch-Ufimtsev-vörn, sem hann beitir í níundu skákinni, sýnir að hann ætlar aö berjast fram á síöustu stund eins og vanalega. En Kasparov var búinn undir þessa breytingu. I 32. leik lauk harðri og Keppendur staðfesta úrslitin með undirskrift sinni að loknum sigri Kasparovs. Mikenas skákdómari fylgist með þvi að lögum og regl- um sé framfylgt, en Beljavskí stendur upp, saddur lífdaga. Örlögin ráðin í 12. leik Þaö má segja aö fimmta skákin hafi brotið blaö í einvíginu. I 12. leik voru öriögin ráðin og Beljavskí gat ekkert aö gert. Síðari hluti einvígisins hófst meö því aö Kasparov haföi þrjá vinninga, Beljavskí tvo, en alls áttu þeir að tefla tíu skákir. Curtis og Clark Vinur okkar allra, Tony Curtis, er nú kominn með nýja kvinnu upp á arminn. Það er ljóska að nafni Hillary Clark og er hún hin kynþokkafyllsta. Þau munu hafa hist í sam- kvæmi fyrir stuttu og það var ekki að spyrja að því, þau hafa verið saman síðan. Tony hefur búið í New York að undanförnu en mun ekki hafa haft mikið að gera í leiklistinni. Það kemur sér því vel í öllum frístundunum að hafa skvísu á borð við Hillary Clark til að hug- hreysta sig. Hún er „kjút" hún Clark. GLUGGAÞVOTTUR ÞRIFILL SF. Sími 82205

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.