Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 4
4 DV. MIÐVIKUDAGUR 30. MARS1983. EINKABILL Þetta er Buick 1948, einkabíll Asbjörns Olafssonar, sem löng- um átti fallega bíla, svo sem Cadillac og Chrysler. Buickinn var með 8 cyl. línuvél og þótti ákaflega góður bíll. Þó nokkrir stunduðu leiguakstur á slíkum bílum. A myndinni er Halidór Sigurbjörnsson hjá bilnum. Svona bíll er til her a landi, i afar góðu standi. ' ttJJ. ' t 'ijt Litla bilastööin átti sjálf marga bila og m.a. þennan Plymouth 1935. Hann var sem sjá má meö varahjólin felld inn í frambrettin sem mörgum þykir setja skemmtilegan svip á bila. Hákon Jóhannsson bílstjóri stendur hja bilnum. SJÖ MANNA ■ Bílar af líkri gerð og þessi Buick 1930 sem var sjö manna voru not- aöir sem áætlunarbíiar suður um nes og austur fyrir fjall. Steindór atti þennan bíl sem var með númerinu LxRE 685. Slikir bilar voru á Aðaistöðinni en BSR var meö sjö manna Studebaker. A sama tíma gerðu einstaklingar út svokallaöa hálfkassabila á þessum leiöum og tóku vörur jafnframt farþegum. GAMLI FORD Hér er Ford 1923 RE 236, eigandi hans var Jensen Bjerg. Bílstjórinn Hjörleifur Jónsson, síðar fisksali, er hér á miöri myndinni. Eitthvað hefur bilað og er Hjörleifur meö verkfæri í höndunum. Farþegarnir horfa á og frúin brosir, hefur ekki orðiö uppnæm þó smábilun yrði. Ekki er kunnugt um hverjir farþegarnir eru. Texti: Kristinn Snæland SYNINGARBILL Bjarni Einarsson er hér hjá bíl sínum, Chevroiet 1931, á sýningu í Laugardai áriö 1967. Þessi bill var aður RE 920 og eigandi Ossian Westlund. VEGAÞJONUSTA A vegum FIB stundaöi Bjarni Einarsson þjónustu um árabil og munu margir vegfarendur kannast við þennan Dodge 1940 sem Bjarni átti. AGOÐRI STUNDU Þó nokkrir bílar af þessari gerð voru hér í notkun frá þvi um 1925. Þetta er Fíat 1925, 4 cyl., 14 manna. Þeir þóttu heldur kraftlitlir en fyrsti gír var mjög lágur og reyndist vel. Seinna lentu þeir í því sumir aö farþegakarfan var söguð burt fyrir aftan framsætiö og bíln- um þar með breytt í vörubíl. Hér eru sex galvaskir BSR-bílstjórar um borö og eru taldir frá vinstri: Magnús Bjarnason, Brynjóifur Einarsson, Víglundur Guðmundsson, Sigurbergur Elísson, Haraldur Jónsson og Síguringi Hjörleifsson. GAMLIR GÆÐINGAR Einn þeirra manna sem hvað best þekkja bifreiöasögu landsmanna er Bjarni Einars- son frá Túni á Eyrarbakka. Hann stundaöi lengi leigubílaakstur í Reykjavík. Bjarni hefur verið virkur félagi í FIB og Fornbílaklúbbi Islands, verið þar í stjórn og er nú heiðursfélagi klúbbsins. Um árabil hefur Bjarni safnað margs konar gögnum varðandi bifreiðar á Islandi, s.s. bifreiðaskrám, ökuskirteinaskrám, gömlum auglýsingum um bíla, og margs konar fróðleik öðrum. Myndasafn á Bjarni um bifreiðar, mikið að vöxt- um og úr öllum áttum. Meðfylgjandi myndir eru úr safni Bjarna en ljóst er að fjöldi mynda er til í eigu einstaklinga víða um land sem mikill fengur væri að, í safni slíku sem Bjarni hefur komið upp. Þeim sem eiga myndir af gömlum bUum skai bent á að Bjarni þiggur fegins hendi að fá þær lánaðar til þess að taka eftir þeim. Með því eru myndirnar varðveittar í safni sem er á einum stað. Það skal tekið fram að samvinna er með Bjarna og FornbUakiúbbi Islands um söfnun og varðveislu myndanna. Utaná- skriftin til Bjarna er: Bjarni Einarsson, Kleppsvegi 74, 104 Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.