Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 22
22 DV. MIÐVIKUDAGUR 30. MARS1983. - Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Blakkona, blómarós og er í Breiðabliki ,,Uss, svo er fólk að setja í brýnnar þó að maður fái sér smó- „bjúttsKp" eftir erfiðan leik. Ég skil þetta eiginlega ekki. „Hún var hvíldinni fegin þessi blómarós úr Breiðabliki. Eftir að hafa keppt til úrslita i bikarkeppni kvenna i blaki ó móti Þrótturum var ekki um neitt annað að ræða en hvíla þreyttar „smash-hendur". „Maður róast lika við að liggja svona þvi nóg er „uppstökkið" í blakinu." Þróttarar geta hins vegar ekki orðið þreyttir. Eða er það nokkuð? „Svona strákar veriði góðir” „Þegar maöur er meö líf- verði eins og þessa, hvað er fólk þá að segja aö barnapíur séu nauðsynlegar,” gæti hann Michael iitli Tringale, sem býr í Massachusetts í Banda- ríkjunum, verið að segja á myndinni. Michael er tæplega árs- gamall og þegar myndin er tekin var hann í fylgd með St. Bemhards-hundunum sínum, þeim Tai og Samantha, á hundasýninguí Boston. Eins og sjá má hugsa hund- amir vel um Michael og eru ekkert á því að láta neinn óviðkomandi komast að honum. Þó er ekki laust við að þeir séu orðnir lúnir og þreyttir og þyki hreinlega þægilegt að hvíla sig við kerruna hans. En Michael er hress -yfir þessu öllu og segist ekki þurfa á neinni barnapíu að halda. „Margur er rámur en syngur samt,” segir máltækið og má það til sanns vegar færa með hana Bonnie Tyler, söngkonuna bresku. Ekki hefur þó rám rödd hennar komið í veg fyrir frama hennar á söngbrautinni, nema síður sé, því hún nýtur mikilla vinsælda í Bretlandi um þessar mundir. Hér brosir hún blítt framan í Einar Olason ljós- myndara DV en hann tók þessa mynd fyrir skömmu í húsa- kynnum BBC í Lundúnum, en þar fór þá íram upptaka fyrir sjónvarpsþáttinn Top of the Pops og meðal þeirra er komu fram í þættinum voru engir aðrir en Mezzoforte. -SþS-DV-mynd Einar Olason. V Chilla með vini sfnum og húsbónda, David Gordon. Það hefur ávallt farið vel ó með þeim. „Voff, hvað ég hef það gott” — segirhún Chilla, elsti hunduríheimi Hún er elsta tík í heimi. KöUuð ChiUa og er orðin þrítug. Hún segist vera af labra- dorkyni og kann sem slík vel við sig. Og hún hefur þaö gott, Ufir í veUystingum eins og sönn hefðarmær. ChiUa er grænmetisæta en fær sér þó oft samlokur, kaffi og stujjþum kampavín. „Þaðgerir ekkerttil. Hressirmann bara,” segir ChUla. „Hún Chilla er sannköUuð frú. Hún er alls ekki eins grimm og í gamla daga. Og hún er minn besti vinur. „Þannig kemst eigandi hennar David Gordon, 43 ára ÁstraU,aðorði. Gordon fékk ChiUu þegar hún var þriggja mánaöa og síöan hafa þau verið óaðskUjanleg. En hvernig stendur á kaffidrykkjunni hjá ChiUu? „Jú, þegar ChiUa var þriggja ára missti ég fuUan boUa af kaffi á gólfið. Nokkrum mínútum síðar kom ég að ChiUu, þar sem hún var að sleikja upp kaffiö. Síðan hefur hún fengið að minnsta kosti einn kaffibollaádag.” Chilla hefur aUa tíð verið mjög hress en síðustu árin hefur hún þó róast talsvert. „Hún er búin að missa margar tennur,” segir Gordon. Þrátt fyrir að David Gordon viti að Chilla eigi eflaust ekki mörg ár eftir, þakkar hann fyrir hvem dag sem hún er enn á heimUinu. „Ég er enn þakklátur þeim sem lét mig fá þessa yndislegu frú fyrir þrjátíu árum,” segirhann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.