Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 10
10 DV. MIÐVIKUDAGUR 30. MARS1983. Maria eftir tónleika i Paris árið 1973. Anægðir áhorfendurnir fagna henni óspart. Gullrödd aldarinnar eða sæmileg stofurödd? Maria í aðalhlutverkinu í Normu. Maria Callas var ókrýnd drottning óperunnar á tuttugustu öld. Milljónir manna tilbáðu hana, jafnmargir fyrir- litu hana. í hvert sinn sem hún tróð upp í óperuhúsum heimsins var hvert sæti skipað og vel það. Oft skarst í odda með aðdáendum hennar og and- stæðingum þar sem hún var. Hvernig gat óperusöngkona, sem sumir sögöu að gæti ekki sungið, valdið svo mikilli hrifningu og svo mikilli andstööu í senn? Svarið við því vissu tveir af rík- ustu mönnum heims: annar var elsk- hugi hennar, hinn smánaöur eigin- maöur. Litli, Ijóti andarunginn______ Saga Mariu Callas minnir einna helst á ævintýrið um Litla, Ij óta andar- ungann sem varö að engilfögrum svani. Maria var feit og klunnaleg þegar hún var að alast upp í New York á þriðja áratugnum. Faðir hennar var grískur innflytjandi, Kalogeropoulos að nafni. Allan sinn uppvöxt leið Maria fyrir það að vera í skugganum af syst- ur sinni. Systirin var falleg, ekki feit, klunnaleg og ljót eins og Maria. For- eldrarnir voru svo ákveðnir í að koma systurinni áfram að þeir gleymdu Mariu. Maria byrjaði aö syngja um svipað leyti og hún byrjaöi að tala! Hún var ekki gömui þegar hún söng ljóð úr La Paloma og aríur úr Carmen fyrir ösku- kallana. En fleiri heyröu til hennar. Tólf ára gömul fékk hún sitt fyrsta sönghlutverk. Það var í Míkadó. I kjöl- far þess tók hún þátt í fjölda söngva- keppna fyrir áhugamenn og vann þær flestar. Það var þá sem farið var að veita litla, ljóta andarunganum athygli. .. Móðir hennar fór aö taka viö sér og vildi nú endilega aö stelpan yrði söng- kona. En Maria var ekki á þeim buxun-' um. Hún hafði löngu ákveðið hvað hún ætlaði aö verða þegar hún yrði stór: Tannlæknir! En móðirin viidi þaö ekki og Maria komst ekki upp með moö- reyk. Þrettán ára gamla fór móðir Sérð þú <j það sem __ é9 sflQS Börn skynja hraða og fjarlægðir á annan hátt en fullorðnir. l|SE™ ..V hennar með hana til Aþenu þar sem henni var komiö í söngnám. Fjölskyldan bjó í nokkur ár í Aþenu. I stríðinu faldi fjölskyldufaðirinn tvo enska liðsforingja á heimili þeirra. Dag einn komu ítalskir hermenn til að rannsaka húsið þar sem þeir höföu grun um liðsforingjana. Maria tók þá til sinna ráða. Hún settist viö píanóið og spilaði og söng nokkrar aríur úr Tosca. Italimir voru yfir sig hrifnir, svo hrifnir, að þeir gleymdu húsleit- inni. Eftir þetta atvik ákvað Maria að ger- ast söngkona fyrir alvöru. Hún fór að koma fram á ýmsum stöðum og alls staðar var henni vel tekið. Og eftir stríðið kom hún, sá og sigraði. Hún lagði heiminn að fótum sér. Að fáum árum liðnum varð hún ókrýnd drottn- ing óperuhúsanna. Litli, ljóti andarunginn var oröinn hinn f egursti svanur. Elskuð og hötuð Nú, sex árum eftir andlát sitt, er Maria Callas þjóðsagnapersóna. Frægð hennar lifir áfram þótt hún sé öll. Hún hefur veriö kölluð síðasta „prímadonna” veraldar, gullrödd aldarinnar og sitthvað í þeim dúr. Á sjötta og sjöunda áratugnum voru for- síður heimsblaðanna gjarnan með fréttir af sigrum hennar, smán og ástarævintýrum. Hún hafði einstakt lag á að spila meö tilfinningar áhorf- enda og hlustenda sinna sem náði allt frá einlægri aðdáun til djúprar fyrir- litningar. Oft á tíðum skarst í odda á tónleikum hennar meðal áhorfenda svo að lcgreglan þurfti að skerast í leikinn. En hvað var það við Mariu Callas sem gerði þaö að verkum að öll heims- byggðin fylgdist með hverju fótmáli hennar? Það var ekki bara sópranrödd Mariu sem hreif. Þaö kom fyrir á tónleikum, meira að segja þegar Maria stóð á há- tindi ferils síns, að henni brást boga- listin. Hún náði stundum ekki tóninum og þá fékk hún að heyra það óþvegið: hún væri engin söngkona, bara svona rétt með sæmilega stofurödd. Hins vegar var framkoma hennar og skap- gerðareinkenni það sem fólkið féll fyr- ir og það sem gerði hana spennandi. Hún gat átt það til að mæta ekki á fyrirfram ákveðna tónleika alveg fyrirvaralaust. Þá var þaö iöulega eitt- hvað í samningnum sem henni féll ekki. Hún átti það líka til að ganga út af sviðinu í miðju kafi ef henni líkuðu ekki móttökumar. Hvernig sem á stóð leyfði hún tilfinningunum að fá útrás og fyrir það elskaði fólk hana. .. eöa hataöi. Sumir dáðust aö henni fyrir vikið, aðrir öfunduðu hana. .. .og alltætiaðium kollaðkeyra Lítið atvik eftir sýningu eina á La Traviata gefur býsna góða mynd af Mariu og sambandi hennar við áhorf- endur. Eftir að Maria hafði sungið síð- asta tóninn brutust fagnaðarlætin út og blómunum rigndi yfir söngkonuna. En skyndilega þeyttist að henni utan úr sal knippi af radísum! Áhorfendur héldu niöri í sér andanum: Hvemig brygðist hún viö? Maria kom öllum á óvart, hún hélt reisn sinni, beygði sig niður, tók upp radísumar og hélt þeim að hjartastaö eins og þær væru feg- urstu rósir. Þaö ætlaði allt um koll að keyra... Annaö dæmi sýnir hvemig Maria hafði lag á að breyta dýpstu smán til mestu aðdáunar. Hún var aö syngja í ópemhúsi í París. Það var verið að færa upp Normu. I einni aríunni náði María ekki háa C-inu. Opemunn- endumir úti í sal höfðu aldrei heyrt óperusöngkonu mistakast svo herfi- lega. Hún var púuð niður. Maria gerði sér lítið fyrir, stöðvaði hljómsveitina og bað um að arían yrði spiluð aftur. Þetta var ótrúleg bíræfni af henni. Skyldi henni takast að ná háa C-inu núna? Hvort hún gerði! Arían hafði aldrei fyrr verið sungin eins óaðfinnan- lega. Enn ætlaði allt um koll að keyra... Tilbúin að fórna öHu fyrir ástina Einkalíf Mariu Callas var vægast sagt mislitt. Hún kastaði sér út í ljúfa lífið af fullum krati. Stööugt færði heimspressan fréttir af henni. En þeg- ar hún yfirgaf hinn 28 ámm eldri eigin- mann sinn, Giovanni Meneghini, ítalskan auðjöfur, til að taka saman viö eftirsóttasta og ríkasta mann heimsins, stóð pressan á öndinni. .. Hún hitti þann mann í veislu árið 1957 í Venedig og eins og svo oft áður stal hún senunni. Eins og aðrir veislu- gestir varð hann dolfallinn yfir fegurö hennar og reisn. Hún hitti hann næst fyrir tilviljun á götu í París. Næsta morgun kom stór rósavöndur á hótelið. Ákortinustóð: Astarkveðjur. Aristotle Onassis. Um miðjan dag kom annar rósavöndur. Á kortinu stóð: Ástar- kveðjur. Aristotle. Um kvöldmatar- leytið kom sá þriöji og nú stóð aöeins á kortinu: Ástarkveðjur. „En hvaö hann er rómantískur,” sagði Maria viö eiginmann sinn, Gio- vanni. Giovanni Meneghini var maðurinn á bak við velgengni Mariu. Hann hafði gert feitu stelpuna frá New York aö heimsfrægri söngkonu. Og það var hann sem sá um viðskiptahliðina. En það var líka hann, sá eini af aöstand- endum Mariu, sem ekki gerði sér grein fyrir að hér var á ferðinni upphaf að ástarævintýri aldarinnar. Maria var nefnilega þegar fallin fyrir Onassis. Onassis bauö nú hjónunum í skemmtisiglingu meö lystisnekkju sinni, Christinu. Maria lét Giovanni lönd og leið um borð en sat þess í stað öllum stundum á eintali við Onassis. Maria hafði hingað til lifaö fyrir söng- inn, en nú var komið annað hljóð í strokkinn. Hún var orðin yfir sig ást- fangin. Söngurinn var orðinn númer tvö. En hvernig útskýröi hún fyrir eigin- manni sínum aö hún heföi í hyggju að yfirgefa hann þrátt fyrir allt sem hann heföi gert fyrir hana? Hún gerði þaö með þessum orðum: Ég elska Ara. Og strax daginn eftir heimkomuna var Ari mættur fyrir neðan svefnherbergis- gluggann hennar og spilaði og söng: Maria, Maria. Sömu nótt yfirgaf Maria eiginmann sinn. Hún var tilbúin til aö fórna öllu fyrir ástina. En þá vissi hún ekki að ástin sú átti eftir að verða henni dýrkeypt. Hver auðm ýkingin rakaðra Ekki hafði sælan staðið lengi er syrti í álinn. Það byrjaði þegar Tina, eigin- kona Onassis, heimtaði skilnað. Á samri stundu kólnaði ást Onassis í garð Mariu. Hún varö ímynd auömýk- ingar hans. Hún lokaöi sig inni með sorg sína og sleikti sárin. Hann kom samt alltaf aftur og baðst griða og hún fyrirgaf honum jafnan. Þá liðu nokkrir dagar í glaumi og gleöi þar til hann hvarf fyrirvaralaust dögum saman án þess að láta hana vita hvar hann héldi sig. Dag einn áriö 1960 tilkynnti Maria blaðamönnum, frá sér numin af gleöi, að nú hefði Onassis beðið um hönd hennar og gifting væri á næsta leiti. Daginn eftir var haft eftir Onassis að þetta væru einhverjir hugarórar í Mariu. Engin gifting væri í aðsigi. Hann lék sér að henni eins og köttur aö mús og virtist hafa mesta ánægju af að auömýkja hana sem mest. Hver auðmýkingin rak nú aðra og Maria hellti sér út í ljúfa lífið af fidons- krafti. Nú varð hún tíðari gestur á næturklúbbum en í óperuhúsum. Og þegar hún loks tróð upp, gerðist þaö æ oftar að rödd hennar sprakk í miðju kafi. Það sem hún þráði fékkhúnekki Svo fór aö Onassis lýsti því yfir að Maria væri ekkert annaö en ómerkileg næturklúbbasöngkona. Maria dró sig í hlé. Um þetta leyti spurðist þaö að Onassis væri farinn að gera hosur sínar grænar fyrir einhverri umtöluö- ustu konu í Ameríku í þá tíö. Þaö var engin önnur en fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, Jacquline Kennedy. Tilhugsunin ein gerði Mariu viti sínu fjær. Hún reyndi fyrir sér á óperusviðinu á ný. Þegar kom að frumsýningu var hún að niöurlotum komin en hún var ákveðin í að gefa ekkert eftir. Hún stóð við sitt og gerði stormandi lukku. Aldrei höfðu menn heyrt annað eins. En Mariu virtist alveg sama. Nú var það ekki frægð sem hún sóttist eftir heldur öryggi, ást og umhyggja. Hún kom þó nokkrum sinnum fram. Og alltaf voru fagnaöarlætin jafnmikil. En þar kom að hún gat ekki meira. Eftir sýningu árið 1965 féll hún saman ogmeðvitundarlaus varhúnborin útaf sviðinu. Upp frá því hætti hún aö syngja. Allt sem hún þráði var ást Onassis og hana fékk hún ekki. Þá fannst henni Hfið einskis virði Frá því aö Maria haföi gert draum sinn um frægð og frama að veruleika hafði hún átt þá ósk heitasta að verða móöir. Onassis hafði ekki sagt alveg skilið viö Mariu enn sem komiö var og þau hittust af og til. Alltaf tók hún hon- um opnum örmum þegar hann kom. Og þar kom aö Maria átti von á bami Onassis. Hún þráði ekkert frekar en eignast það en Onassis setti henni stól- inn fyrir dymar: Ef hún ætlaði að eign- ast þetta barn væri sambandi þeirra lokið. Maria lét eyða fóstrinu og frá þeim degi fannst henni lífið einskis virði. Nú rifust þau Onassis stanslaust þegar þau vora saman. Árið 1968 varð svo sprengingin: Onassis bað Mariu að yfirgefa skemmtisnekkju sína því að hann ætti stefnumót við Jacquline Kennedy um borö eftir nokkra stund. Yfirbuguð af sorg, reiði og afbrýðisemi hvarf Maria frá borði. Ein með sjálfri sér þar til yfir lauk Þrátt fyrir allt og allt hélt Maria tryggð við Onassis alveg fram í rauðan dauðann eða þar til hann lést árið 1975. Og þótt hann giftist Jacquline árið 1968 heimsótti hann Mariu reglulega og heimili hennar í París. Þegar Onassis lést vonaöi fyrram eiginmaöur Mariu, Giovanni, að hún kæmi aftur til sín. Og vikurnar eftir dauða Onassis sendi Giovanni Mariu rósavönd á hverjum morgni. Kort fylgdi þar sem á stóð: Komdu heim, Maria. Ég bíð eftir þér. En hún kom aldrei. Hún lést í París áriö 1977, 53ja ára að aldri. Hún eyddi síðustu dögunum ein með sjálfri sér og hlustaði á gamlar upptökur af söng sínum. Dánarmein hennar var hjarta- tappi. Nokkru fyrr hafði hún fengið úr- skurð um að hún þjáöist af ólæknandi augnsjúkdómi sem leiddi til blindu. Sú vitneskja hafði smátt og smátt dregið allan mátt úr síðustu „prímadonnu” veraldar,endadóhúnsöddlífdaga.. . -KÞ þýddi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.