Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1984, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1984, Page 2
2 DV.MIÐVKUDAGURK. FEBROAR1984. Loðnukaupendur segja upp loðnuverðinu og ekkert verð er nú til: VERDFALL A ÖLLUM LODNUAFURDUM —og ekki er séð fyrir endann á því enn Verðfall hefur orðið á loðnu- afuröum síðan í haust og er ekki séö fyrir endann á verðlækkunum þann- ig að kaupendur loðnu af bátunum hafa sagt upp gildandi verði og er ekkert loðnuverð í gildi þessa stund- ina. I október var verð á próteineiningu mjöls átta dollarar og þar yfir, en þegar fyrstu afurðir veiðanna voru seldar héöan í fyrra var verðið komið niður fyrir átta. Talsvert var selt á 7,80, þá á 7,50 og síðustu sölur nú fóru allt niður í 7,05. Allt bendir til þess að það verð sé orðið enn lægra nú og muni enn lækka. Þá hefur lýsisverðið á hverju tonni lækkað úr 480 dollurum rétt fyrir jól, niður í 425 dollara þegar lýsi var síðast selt fyrir stuttu. Það er vænt- anlega orðið enn lægra nú og enginn veit hversu mikiö það kann aö lækka í kjölfar þess að Japanir, sem eru mestu lýsisframleiðendur heims, bjóöa tonnið nú á aðeins 400 dollara i Evrópu. Reyndar þekkist lægra verð en þetta frá síöustu árum, en verðbólga þá skapaði gengismun og þá voru til peningar í verðjöfnunarsjóði þessar- ar greinar sem nú er tómur. Nær ekkert selt fyrirfram á betra verði i haust því menn vissu ekki hvort eða hvað mikiö mætti veiða á vertíðinni nú. Því er nú selt eftir hendinni á þeim veröum sem gilda þann og þann daginn. Jón Reynir Magnússon, fram- kvæmdastjóri Síldarverksmiðja ríkisins, sem lét DV áðurgreindar upplýsingar í té, sagði að ein höfuð- ástæðan fyrir þessu verðfalli væri að í haust hafi Soyamjöl verið í háu verði vegna uppskerubrests og loðnumjölið notið góðs af. Soya- mjölið hafi hins vegar ekki hækkaö eins mikið og búist var við og færi það nú mun meira lækkandi en menn töldu. Það hafi stórlega dregið úr eftirspum eftir loönumjöli. Þá eru Perúmenn aftur að ná upp veiðum eftir erfitt timabil og eru famir að bjóða mjöl á mörkuðunum. Ekki eru likur til þess að loðnu- veiðar og vinnsla hætti á meðan verið er að semja um nýtt verð því venjan er sú að vertíðin haldi áfram hvort sem kaupendur eða seljendur segja upp verði. -GS „ÉG ER í SJÖUNDA HIMNI” —segir nýkjörínn bankastjóri Búnaðarbankans Jón Adolf Guðjónsson var kjörinn bankastjóri á fundi bankaráös Búnaöarbankans í gær. Hlaut hann 3 atkvæði en Lárus Jónsson þingmaður fékk tvö atkvæði tveggja fulltrúa Sjálf- stæðisflokks í bankaráði. „Nú líður manni betur,” sagði Jón Adolf í stuttu spjalli eftir fundinn í gær. „Maöur er i sjöunda himni. Þetta hefur verið bæði langt og strangt. Nú er bara starfið framundan þar sem ég mun reyna að standa mig sem best. Eg hef mikla reynslu við bankastörf. Vann í ýmsum deildum Landsbankans á meöan ég var viö nám í háskóla og tók við forstöðu, varð forstöðumaður hag- deildar Búnaðarbankans 1970,” sagði Jón Adolf Guðjónsson sem gegnt hefur starfi aðstoðarbankastjóra undanfarin ár. Ekki náöist i Lárus Jónsson en hann hélt til Amsterdam í gærmorgun. HÞ Jón Adolf Guðjónsson er viðskipta- fræðingur og hefur gegnt starfi aðstoðarbankastjóra frá 1977. Hellissandur: Góðurafli Frá Hafsteini Jónssyni, fréttarit- ara DV á Hellissandi. I vetur eru gerðir út 12 bátar frá Rifi. Þeir eru allir á línu ennþá, nema einn, sem er á netum. Afli bát- anna hefur verið ágætur, þegar gefið hefur á sjó, 6—8 tonn i róöri. Þann 11. febrúar voru 3 aflahæstu bátarnir Hamrasvanur raeð 156 tonn i 23 róðrum og Rifsnes og Saxhamar jafnháir með 152 tonn i 26 róðrum. Aflinn af Hamrasvani er unninn í fiskverkun Siguröar Agústssonar, bæik í salt og frystingu, en allur annar afli, sem hér er landað fer i salt og skreiö, nema ýsan, sem send er til Olafsvikur tíl frystingar. Nýbygging Hraöfrystihúss Hellis- sands i Rifi er oröin fokheld en fram- kvæmdir liggja niðri eins og er vegnaótíðar. Þegar minnst er á ótíö hefur hún veriö með eindæmum hér á Nesinu frá áramótum, mikil snjóalög og um- hleypingar. Og það sem vakið hefur furðu margra er að nokkrar snjó- skriður hafa fallið yfir nýja skriðu- fria Ennisveginn. Þær falla ekki ofan á veginn, heldur renna upp á hann, yfirogframísjó. Bilstjórar hjá sérleyfisbílum Helga Péturssonar hafa sýnt mikla þrautseigju og dugnað, því telja má á fingrum annarrar handar þær áætlunarferðir sem hafa fallið niður. Halda þeir þó enn sumaráætlun og fara til Reykjavikur og til baka á hverjum degi. -gb Stykkishólmur: Gamaná Frá Róberti Jörgensen, fréttarlt- ara DV í Sty kkishólmi. Hjónaball með þorramat var haldið í félagsheimili Stykkishólms á laugardag. Þangað mættu allir sem vettlingi gátu valdiö og var dansað til kl. 04 um nóttina. 011 skemmti- atriði, gamanvísur og leikrit, voru heimatilbúin og tókust þau mjög vel. Dansleikur sem þessi er haldinn árlega og allur undurbúningur er i höndum nefndar sem skipuð er tíu hjónum. Eru nefndirnar kosnar í lok hvers dansleiks. Skemmtunina í ár sóttu 350manns. <1B Frá fundi bankaráðs Búnaðarbankans í gær. DV mynd GVA. EKKIÁSTÆÐA TIL AÐGERÐA — segir Geir Hallgrímsson um birtingu trúnaðarskýrslunnar „Vegna birtingar á hluta skýrslu þeirra Braga Jósepssonar, Hannesar Pálssonar og Stefáns Jónssonar sé ég ekki ástæðu til sérstakra aðgerða innan utanríkisráðuneytisins, enda tel ég öruggt að hún hafi ekki lekið út frá ráöuneytinu, en vitað er að skýrslan var f jölrituð og því væntan- lega til í fleiri eintökum.” Svo sagðist Geir Hallgrímssyni utanríkisráöherra er hann svaraði fyrirspum Stefáns Benediktssonar um trúnaðarskýrslu fýrrnefndra manna sem send var til utanrikisráðu- neytisins í desember 1971 en birt í Morgunblaðinu í síðasta mánuði. Geir Hallgrímsson sagði að Morgun- blaðið hefði neitað að gefa upp hvernig það komst yfir skýrsluna. Hins vegar hefði hann gengið úr skugga um að skýrslan hefði ekki lekið frá ráðuneytinu. Hann kvaðst ekki vita í hve stóru upplagi hún hefði verið, en hún hafi verið fjölrit- uð af höfundum og verið í höndum allmargra manna. Höfundar sáu sjálfir um að dreifa henni en ekki ráðuneytið og eins hefðu höfundar úrskurðað hana trúnaðarmál. Sagöi Geir Hallgrímsson að það væri því höfundanna að ákveða hvort hún yrði svipt trúnaðarstimplinum. ÓEF Framkvæmdanef nd um launamál kvenna: FUNDUR UM LAUNAMISRETTIKYNJANNA Hluti Framkvæmdanefndar um launamál kvenna. Frá vinstri Guðrún Agústsdóttir, Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir, Guðrún Sigriður Vilhjálmsdóttir, Jóhanna Sigurðardóttir og Björg Einarsdóttir. DV-mynd GVA Framkvæmdanefnd um launamál kvenna mun gangast fyrir fundum víöa um land næstkomandi laugardag þar sem rædd veröur staðan í launa- málum kvenna og sérstaklega launa- misrétti kynjanna og leitað leiða til úr- bóta í þeim efnum. Fundimir verða í Reykjavík, Stykkishólmi, Isafirði, Akureyri, Vest- mannaeyjum, Selfossi, Keflavík og Egilsstöðum og verða haldnir í sam- vinnu viö stéttarfélög, kvennasamtök og jafnréttisnefndir á þessum stöðum. Á fundunum verður dreift upplýsinga- bæklingi um stööuna í launamálum kvenna og launamisrétti kynjanna sem þjóðfélagsfræðingarnir Guðrún Sigríður Vilhjálmsdóttir og Esther Guðmundsdóttir hafa unnið fyrir Framkvæmdanefndina. Upplýsingar þessar eru unnar úr öllum tiltækum könnunum sem snerta launamisrétti kynjanna sérstaklega og er síðan ætlunin aö gefa þær út í sérstöku riti. A blaðamannafundi, þar sem upplýs- ingasöfnun Framkvæmdanefndarinn- ar var kynnt, sögöu forsvaremenn nefndarinnar að þrátt fyrir lög um launajafnrétti væri launamisrétti milli kynja síður en svo úr sögunni. Launa- taxtar væru nú orðnir sambærilegir en launamisréttið væri nú falið í yfir- borgunum og öðrum atriöum sem væru utan við kjarasamninga. I upplýsinga- bæklingi nefndarinnar kemur fram að árið 1982 voru verkamenn með 7% hærra meöaltímakaup en verkakonur, en ef eingöngu er miðað við tímakaup í dagvinnu var munurinn 14%. A því ári voru karlar við afgreiöslustörf með 24% hærra tímakaup en konur en ef eingöngu er miðað við tímakaup í dag- vinnu var munurinn 26%. Framkvæmdanefnd um launamál kvenna áætlar að halda fleiri fundi um allt land síðar á árinu. Nefndina skipa 19 konur sem eru fulltrúar frá Starfs- mannafélaginu Sókn, Verkakvennafé- laginu Framsókn, verkalýðsfélaginu Snót Vestmannaeyjum, Verslunar- mannafélagi Reykjavíkur, Kvenna- framboði, Jafnréttisráði, Bandalagi kvenna í Reykjavík, Kvenfélagasam- bandi Islands, Kvenréttindafélagi Islands, Bandalagi háskólamanna, Alþýðusambandi Islands, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja og Sam- bandi íslenskra bankamanna. ÓEF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.