Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1984, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1984, Qupperneq 5
DV. MIÐVIKUDAGUR15. FEBRUAR1984. SAMEIGINLEG TILLAGA UM VEIÐAR VIÐ GRÆNLAND — Eyjólfur Konráð telur rétt að íslendingar annist landhelgisgæslu á Grænlandsmiðum Þingflokkarnir hafa sameinast um þingsályktunartillögu um aö kanna möguleika á aö ná samkomulagi viö Grænlendinga um sameiginleg hags- munamál er snerta verndun fiski- stofna og fiskveiðar. Þingsályktun þessi var lögö fram á Alþingi í gær og er fyrsti flutningsmaöur hennar Eyjólfur Konráö Jónsson. TiIIagan er svohljóöandi: „Alþingi ályktar aö fela ríkisstjórninni aö kanna til fullnustu möguleika á sam- komulagi viöGrænlendinga um sam- eiginleg hagsmunamál, sérstaklega að því er snertir verndun fiskistofna og fiskveiöar og leita jafnframt nán- ari samvinnu þeirra ríkja sem liggja aö fiskimiðunum noröarlega í Atlantshafi um verndun og nýtingu fiskistofna og önnur sameiginleg hagsmunamál.” I greinargerö segir aö ljóst sé aö ríki þau sem liggi aö fiskimiðum noröarlega á Atlantshafi hafi mikilla sameiginlegra hags- muna aö gæta varðandi verndun fiskistofna og fiskveiðar. Viö úrsögn Grænlendinga úr Efnahagsbanda- lagi Evrópu skapast ný viöhorf sem eölilegt er talið aö nágrannaþjóöirn- ar ræöi viö þá. Þingsályktunartillög- unni var í gær vísað til utanríkis- málanefndar en veröur aö líkindum afgreidd frá Alþingi á morgun. I ræöu sinni í gær fagnaði Eyjólfur Konráö Jónsson því aö Islendingar sameinuöust í varöstööu um réttindi á sviöi hafréttarins. Orðrétt sagði hann: ,,Auövitað vilja Islendingar aö Grænlendingar öölist sem fyrst full- an mátt til þess í senn aö vernda fiskimið sín og hagnýta þau skyn- samlega. Fiskistofnamir á Islands- og Grænlandsmiöum eru meira og minna sameiginleg auölegö þjóö- anna og þaö er í senn skylda og hags- munir þessara granna aö vernda þá og nýta í samræmi viö ákvæði haf- réttarsáttmálans og hafa um þaö samstarf. Aö svo miklu leyti sem Is- lendingar kynnu nú aö vera betur í stakk búnir til aö sinna þessu hlut- verki en Grænlendingar ber þeim þess vegna aö sinna því. Þar kemur ef til vill til greina aöstoð íslensku landhelgisgæslunnar sem við gætum aö einhverju marki sinnt bæöi á sjó og í lofti ef talið væri æskilegt.” ÖEF Guðmundur jakiífrí Guðmundur J. Guðmundsson alþing- ismaöur, formaöur Dagsbrúnar og for- maöur Verkamannasambands Is- lands, hefur fengiö undanþágu frá þingstörfum í hálfan mánuö vegna anna viö félagsmálastörf. I stað hans mun Olafur Ragnar Grímsson, fyrsti varamaöur Alþýöubandalagsins í Reykjavík, taka sæti á Alþingi. ÖEF Leiðrétting I leikdómi Aðalsteins Ingólfssonar um uppfærslu Þjóöleikhússins á leik- ritinu Sveyk í síöari heimsstyrjöldinni eftir Berthold Brecht runnu tvær setn- ingar saman svo aö úr varð mark- leysa. Réttar hljóöuöu setningarnar svo: „Sjálfum Sveyk er heldur ekki ætlað aö marka stefnuna, heldur vera leiksoppur atburðarásarinnar. Endir leikritsins er líka heldur óræöur fyrir minnsmekk.” Biöst DV velviröingar á þessum mis- tökum. ÁVAXTAJÓGÚRT LÆKKAR í VERDI — ný léttjógúrt á markaðinn I gær lækkaði verö á ávaxtajógúrt hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi. Lækkunin nemur um 10,6%. Jafnframt kom á markaöinn léttjógúrt í 500 gramma fernum, tvær tegundir, tref ja og rabarbara. Ávaxtajógúrtin í 500 gramma plastbikurum sem áöur kost- aöi 33,50 krónur lækkaöi í 29,90 og í 180 gramma bikurunum úr 15,10 krónum í 13,50 kr. Áfram veröur sama verö á hreinni jógúrt sem er í 180 gramma bikurum, eöa 13,10 krónur. Aö sögn Birgis Guömundssonar, framleiöslu- stjóra hjá Mjólkurbúi Flóamanna, koma til aö byrja með tvær tegundir af léttjógúrt nú á markaðinn „en við er- um meö fjöldann allan af prufum á borðinu hjá okkur”. Þessar nýju tegundir eru fituminni, próteinríkari og minna af sykruðum ávöxtum í þeim. Ein ástæöan fyrir lækkun á ávaxtajógúrt er aö f jármálaráðuneyt- iö hefur fellt niöur toll og vörugjald af ávöxtum sem notaðir eru í jógúrt til samræmis viö niöurfellingu aöflutn- ingsgjalda af ávöxtum til grautar- framleiðslu. Léttjógúrtin í 500 g fernum kostar 26 krónur. Svo sem kunnugt er hefur jógúrtsala hjá Mjólkursamsölunni (framl. af MBF) dregist saman um 20% á síöasta ári. A markaði hér sunnanlands hefur Húsavíkurjógúrt haslað sér völl meðal annars vegna þess aö hún hefur verið ódýrari en önn- ur jógúrt. Nú er verð á „sunnlenskri” jógúrt komið niöur að verði Húsavíkur- jógúrtarinnar sem kostar 29,60 krónur í Hagkaupi í 500 g fernum. „Þetta er mál sem við verðum að skoöa,” sagöi Gísli Blöndal, fulltrúi í Hagkaupi. Viö spuröum hann hvort Húsavíkurjógúrt hyrfi nú af markaðn- um. „Húsavíkurjógúrtin er önnur vara og ég veit að margir viöskiptamenn okkar vilja hana frekar. En vil taka fram aö ég er ánægöur meö þetta framtak þeirra hjá Mjólkurbúi Flóa- manna.” .j>g Fáskrúðsfjörður: FISKAR í BÍLVELTU Vörubifreið hlaöin freöfiski frá Hraðfrystihúsi Fáskrúösfjarðar fór út af veginum miöja vegu milli Vattar- ness og Kolmúla um hádegisbil á föstu- dag. Mikil hálka var og var hún orsök slyssins. Bifreiðastjórann, sem var einn í bifreiöinni, sakaöi ekki. Fór bif- reiðin eina veltu og hafnaöi svo á hjólunum. Fiskpakkarnir áttu að fara í MS Arnarfell sem lá á Reyðarfirði. Um 30 kassar eru ónýtir. Ægir, Fáskrúðsfiröi. Billinn var illa útleikinn eftir veltuna og allir fiskar horfnir af palli. DV-mynd Ægir HÖNNUN TIL sýning á Kjarvalsstöðum dagana 10.-19. febrúar •Ný íslensk skólahúsgögn - hönnuð með aukið heilbrigði íslenskra barna að leiðarljósi. •Mý skrifstofuhúsgögn — skrifstofustólar tölvuborð •Ný húsgögn úr beyki fyrir fundarsali og félagsheimili. •Stacco-stóllinn í nýjum búningi. Stjórnendur skóla og fýrirtækja og aðrir þeir sem láta sig varða heilbrigði skólabarna og skrifstofufólks ættu ekki að láta þessa sýningu fram hjá sér fara. STÁLHÚSGAGNAGERO STEINARS HF. SKEIFUNNI 6,SÍMAR: 33590.35110, 39555

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.