Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1984, Blaðsíða 8
8 DV.i .3?. SLHRO/XIIDlí 15 JF ÉtófitMR 1984. Utlönd Útlönd Útlönd Útlönd Ný ráð til varnar skóg- um í Evrópu Því hefur veriö haldiö f ram aö allt aö 60% alls skóglendis í Miö-Evrópu séu illa sýkt af völdum súrs regns. Regnið sýrist meöal annars af völdum mengunar frá verksmiöjum, iöju- verum og ekki hvaö síst frá ökutækj- um. Hluta þessa skóglendis veröur ekki bjargaö. Og stórum hluta þess naumast nema eitthvað veröi aö gert í mengunarvömum. Hér þykja því gíf urleg verömæti í húfi. Til aö bjarga því sem bjargaö verður er leitaö allra ráöa. Nýjasta tillaga í þeim efnum hér í Austurríki er hugsan- leg lækkun á hámarkshraöa úr 130 km/klst. á hraðbrautum niöur í 100 og úr 100 í 80 á öörum þjóðvegum. — A hraðbrautum mundi þetta þýöa allt að 30% orkusparnaö og þar af leiðandi minni útblástur eiturefna. Á þjóöveg- um allt aö 15% spamaö. Sé tekin meö í reikninginn minnkuö slysahætta, samfara lækkuðum há- markshraða, er ekki ólíklegt aö til þessara ráöa veröi gripiö til aö lengja lífdaga skóga í Evrópu. -EHíVín. Myndirnar hér viröast viö fyrstu sýn þær sömu en þær eru teknar með eins og hálfs ár millibili. Efri myndin var tekin í gær af útför Andropovs og sjást helstu valdamenn í Kreml við viðhafnarbörurnar með líki hins látna leið- toga. Chernenko er þar annar í röðinni, síðan Tikhonov forsætisráðherra, Ustinov varaarmálaráðherra og sjá má Gromyko meðal þeirra öftustu. A neðri myndinni var Andropov fremstur, en á móti honum (lengst t.v.) var Tikhonov. A eftir Andropov kom Cheraenko og aftast sést í Gromyko. (Hermennirnir bera böruraar, hinir fylgja.) ÁHYGGJUR AF 5,6 %VERBÓLGU I nítján ár hefur ekki orðiö önnur eins veröhækkun milli mánaöa hér í Vín og milli desember og janúar sl. Verölag hækkaöi um 2,5% milli þess- og Vestur-Þýskaland státa af minni veröbóigumeö2,l til2,9%. Samt sem áöur þykja Austurríkis- mönnum þetta slæmar fréttir og kenna ara mánaða. Þetta þýöir, aö verðbólg- um stjórnmálaástæöum heima fyrir og an komst uþp í 5,6% síðastliðiö ár og í viöskiptalöndum. setti Austurríki í fjóröa sæti ríkja í verðbólgu talið. Aðeins Holland, Sviss -EH í Vínarborg. Hagnaður hjá Ford- smiðjum Ford-bílaverksmiöjumar greina frá því aö efnahagsreikningar þeirra hafi á nýjan leik komist upp fyrir rauða strikiö á árinu 1983. Hagnaöur nam 1,87 milljöröum dollara en áriö 1982 haföi verið 658 milljóna dollara tap. Síöast skiluðu verksmiöjumar hagnaði 1979 áöur en kreppan skall yfir bandarískan bílaiönaö en hagnaöurinn síöasta ár var meiri en 1979. Fordverksmiöjumar seldu nær milljón færri bíla í fyrra en þær geröu 1979 en ýmsar spamaðarráðstafanir, sem gripið hefur verið til, geröu gæfu- muninn. Sala Fordbíla í Bandarikjunum jókst um 28% en erlendis um 3%. Chemenko þykir bjóða af sér af- ar góðan þokka — Sovétleidtoginn hitti flesta hinna erlendugesta að máli eftir útför Andropovs Flestir hinna vestrænu gesta sem hittu Konstantin Chemenko, hinn nýja leiðtoga Sovétríkjanna, að máli í Moskvu í gær þar sem þeir voru vegna O/of Palme lofaði Nicaragua stuðningi Hópur barna'bauð Olof Palme velkominn til Nicaragua um síðustu helgi. Að baki Palme er Daniel Ortega leiðtogi byltingarstjóraarinnar. „Ef Nicaragua veröur fyrir kúgun eða ef brotið er gegn þjóðarréttinum til þess aö koma höggi á Nicaragua þá getið þiö reiknaö með fullum stuöningi okkar,” sagöi 01 of Palme er hann kom í stutta heimsókn til Nicaragua um síð- ustu helgi. Þar hét Palme sandinistastjóminni fullum stuöningi Svía en ekki þó án skilyrða. Palme lagöi nefnilega á þaö höfuðáherslu í viöræöum við byltingar- stjórn sandinistanna hversu mikilvægt það væri aö þeir tækju nú að undirbúa almennar kosningar í landinu. „Samtímis því sem þiö verjiö ykkur gegn utanaökomandi óvinum skuluö þiö skipuleggja frjálsar kosningar. Viö gerum okkur grein fyrir því aö þaö er mjög erfitt hlutverk en jafnframt spennandi. Til aö sýna ykkur aö þaö er líka skemmtilegt vil ég fá að afhenda ykkur þessa bók um hvernig sósíal- demókratar unnu kosningarnar í Sví- þjóö 1982,” sagöi Palme í einni af þeim ræðum sem hann flutti meöan á dvöl hans í Nicaragua stóö. útfarar Andropovs láta mjög vel af manninum í viökynningu. George Bush, varaforseti Bandaríkj- anna, og Helmut Kohl, kanslari V- Þýskalands, sögðu hvor um sig aö viö- ræður þeirra viö Chernenko heföu ver- iö lausar viö hártoganir og gagnkvæm- ar ásakanir, sem oft heföi áður viljað brennavið. Bush sagði að Chemenko heföi veriö sammála því aö beina þyrfti sambúö Bandaríkjanna og Sovétríkjanna inn á uppbyggilegri braut. — Bush færöi honum langt og mikið bréf frá Reagan forseta. Margaret Thatcher, forsætisráö- herra Breta, sagöi aö hún heföi fundiö hjá Chemenko vilja til þess aö bæta sambúð austurs og vesturs. I svari viö fyrirspurnum blaöamanna sagöi hún þörf miklu meiri undirbúnings áður en hugsanlegt væri aö koma á fundi milli Sovétleiðtogans nýja og hennar eöa Reagansforseta. Reagan Bandaríkjaforseti sagöi í viötali, sem birt var í gær, aö hann mundi ekki leita eftir fundi til þess eins aö kynnast Chernenko en væri hins vegar fús að hitta hann til þess aö ræða alvörumál. Kohl kanslari lýsti Chemenko sem gamansömum og opinskáum í viö- ræöu. — Pierre Mauroy, forsætisráö- herra Frakklands, sagöi Chemenko viljasterkan mann sem héldi góöri tryggö viö fomar heföir. Allir þessir fengu jafnan tíma til einkaviöræöna viö Chernenko, eöa hálftíma hver. Chemenko hitti leiðtoga Varsjár- bandalagsríkjanna alla saman í einu, eins og oft var háttur Brezhnevs. — Andropov hafði sleppt því og notaði tímann meira til viöræöna viö vest- ræna ráðamenn, sem komu til Moskvu á sínum tíma vegna jaröarfarar Brezhnevs. Hinir erlendu leiötogar notuðu marg- ir tilefnið til viðræöna innbyröis. Þann- ig áttu Kohl kanslari og Erich Hon- ecker, leiötogi A-Þýskalands,langt tal saman og fór svo vel á með þeim aö Kohl bauð Honecker til kvöldveröar. Menn þóttust gefa því gaum aö Ara- fat fengi kuldalegri móttökur en oftast áöur. 13 FORUST EFTIR ÁREKSTUR Á FISKIMIÐUM Þrettán sjómenn eru taldir af eftir aö tvö japönsk fiskiskip lentu í árekstri noröur í Beringshafi. Ellefu mönnum var bjargað um borö í önnur skip og átta lík em komin í leitirnar en f imm er saknað enn. Kuldinn í sjónum á þessum slóöum er slíkur aö borin von þykir aö mennimir séu lífs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.