Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1984, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1984, Blaðsíða 18
18 DV. MIÐVIKUDAGUR15. FEBRUAR1984. íþróttir Ámi Þór 41. sæti Ámi Þór Árnason, Reykjavik, varð í 41. sæti í stórsviginu á ólympíuleik- unum i gær. Keyrði á 3:01,26 mín. (1:30,05 og 1:31,21). Guðmundur Jóhannsson, Isafirði, varð í 44. sæti á 3:04,41 mín. (1:30,90 og 1:33,51 mín.) og 78 keppendur luku keppni í stór- sviginu. — ogBobbyMore stjóri Southend Irski iandsliðsmaðurinn hér á árum áður, Johnny Giles (Man. Utd. og Leeds), var í gær ráðinn framkvæmda- stjóri WBÁ. Hann hefur áður haldið þar um stjórntaumana en hætti að eig- in ósk. Ron Wylie hætti í gær sem stjóri WBA og tekur Giles strax við. Hann hefur að undanfömu verið stjóri Voncouver Whitecaps í Bandaríkjun- um. Stjómar WBA í bikarleiknum við Plymouth á laugardag. Þá var Bobby Moore, fyrrum fyrir- liði enska landsliðsins, ráðinn hjá Southend í 3. deild í gær. Moore hefur áður reynt fyrir sér á þessu sviði en ekki gengið vel. Tveir synir Jimmy Greaves leika með Southend on Sea. hsim. Arsenal- klúbburinn til London Arsenal-klúbburinn á tslandi — þ.e. áhangendur Arsenal, hafa ákveðið að efna til ferða til London um páskana til að sjá leik Arsenal og Tottenham á Highbury. Fariö verður 20. apríl og komið heim 23. apríl. Leikurinn fer fram 21. apríl. Verð á fargjöldum — flug, gisting og morgunverður, er kr. 9.760 fyrir mann (tveggja manna her- bergi) og kr. 9.355 ef gist er í þriggja manna herbergi. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Arsenal-klúbbnum með því að skrifa og senda bréf í Box 6 — 802 Selfossi. Menn þurfa ekki að vera klúbbfélag- ar til að komast í ferðina. Hætti við að kaupa Man. Utd. Mesti bókaútgefandi heims, Robert Maxwell, formaður Oxford Utd. í 3. deild, er hættur við að reyna að kaupa hlut Martins Edwards í Man. Utd. eða 51% hlutabréfa. Maxwell bauð 10 millj. sterlingspunda en Edwards vildi fá 15 milljónir. „Það er of mikið en ég vil ekki deila um peninga við félag eins og Man. Utd.,” sagði Maxwell í gær. „Eg vona að ég verði við stjórnvölinn hjá Man. Utd. lengi,” sagði hins vegar Martin Edwards, formaður Man. Utd. Robert Maxwell reyndi fyrir nokkr- um vikum að „kaupa” Birmingham City, það er knattspyrnufélagið, en það gekk heldur ekki. Hann er tékkneskur — rétt nafn Ludwig Hoch — og móðir hans lést í fangabúðum á styrjaldar- árunum en faðir hans var skotlnn af Þjóðverjum. Maxwell slapp, þar sem hann var innan við 18 ára aldur. Fæddur 1923. Honum tókst að flýja og komst til Englands 1940 og átti varla fötin utan á sig. Gekk í herinn. Eftir heimsstyrjöldina varð hann blaðafull- trúi á hernámssvæði Breta i Berlín. Keypti bókaútgáfu 1951, sem var undirstaðan að risafyrirtæki hans nú, Pergamon. Margfaldur milljónamær- ingur og talar einhverja þá bestu ensku, sem undirritaður hefur heyrt í BBC. Þingmaður Verkamannaflokks- , ins 1964 en tapaði sætinu 1970. hsim. íþróttir íþróttir íþróttir „Erum ekki famir að hugsa svo langt að við vinnum bæði meistaratitilinn og bikarinn ” sagði Ásgeir Sigurvinsson Vinna Ásgeir Sigurvinsson og félag- ar hans hjá Stuttgart tvöfalt í V-Þýska- landi i ár — bæði deilda- og bikar- keppnina? Þessu velta nú blöð i V- Þýskalandi fyrir sér og segja að Stutt- gart-Iiðið hafi burði til þess. Liðið sé skipað mjög jöfnum leikmönnum, sem hafa leikið vel að undanförnu. — Við erum ekki farnir að hugsa svo langt að bæði meistaratitillinn og bikarinn hafni í herbúðum okkar. Það er aðeins hugsað um hvem leik fyrir sig nú í augnablikinu en við vitum þó að möguleikinn á tvöföldum sigri er fyrir hendi,” sagði Ásgeir Sigurvins- son i stuttu spjalli við DV. Hann sagði að erfiður leikur væri framundan í 8-liða úrslitum bikar- keppninnar — gegn Werder Bremen í Bremen þar sem alltaf væri erfitt áö leika. — Við hugsum fyrst og fremst um Bundesliguna en bikarinn er aukaatriði hjá okkur, enda ekki eins eftirsóttur og V-Þýskalandsmeistara- titillinn, sagði Ásgeir. Stuttgart mætir Borussia Dortmund í Bundesligunni á laugardaginn íStutt- gart. Ef allt gengur eðlilega eigum viö að vinna sigur yfir Dortmund, sem hefur ekki leikið vel að undanfömu — er í lægð, sagði Ásgeir. -SOS. ÍAIIe begeistert: So schafft Stuttgart sogar das Doubtej Kaii lagði upp jöfnunarmarkið þegar Laval náði jöfnu gegn Rennes í Frakklandi Frá Áraa Snævarr, f réttamanni DV í Frakklandi: Ef svo heldur fram sem horfir, verður franska knattspyraan mjög svo áhugaverð þegar liða tekur að lokum keppnistimabilsins í vor. Efsta liðlð, Bordeaux, hefur undanfarið tapað stigum á meðan hin Uðin vinna góða Karl Þórðarson. Fyrsta tap KR ■ ■■ r isjoar Vikingur Á-Uð vann öruggan sigur 6—2 yfir tslandsmeisturum KR í borðtennis og töpuðu KR-ingar þar með sinum fyrsta leik í 1. dettdar- keppninni í borðtennis frá 1977. KR- ingar (A-Uð) eru efstir i deildinni með 12 stig en Víkingur (A) er í öðru sæti með 11 stig. örninn (A) er með 7 stig, KR (B) 2 og Víkingur (B) 0stig. Islandsmót í kraftlyftingum Fyrsta Islandsmót pttta — 23ja ára og yngri — í kraftlyftingum verður haldið í íþróttahúsinu í Hveragerði Iaugardaginn 25. febrúar nk. og hefst ki. 13.00. Þátttökutilkynningar þurfa að berast til Óskars Sigurpálssonar fyrh’ 18. febrúar. Sími 39488. sigra og glorhungruð i enn glæstari sigra æða þau nú upp stigatöfluna frönsku. Laval, lið Karis Þórðarsonar, komst þokkalega frá leik sínum á útivetti gegn Rennes. Jafntefli varð 1—1 og þaö var Karl sem lagði upp jöfnunar- mark LavaL Rennes skoraöi á undan en Laval tókst að jafna þegar Uðið fékk hornspymu seint í síðari hálfleik. Karl tók spyrnuna og sendi mikið bylmings- skot fyrir mark Rennes þar sem einn samherji hans þakkaöi kærlega fyrir góða sendingu og skoraði með viðstöðulausu skotL UrsUtleikja: Bordeaux-Toulouse 0—0 BARNWELL KEMUR TIL REYKJAVÍKUR —í dag til aö ræða við forráðamenn Vals John BaraweU, fyrram fram- kvæmdastjóri Ulfanna, er væntanlegur til Isiands i dag. Eins og DV sagði frá í gær hafa Valsmenn hug á að fá þennan fyrrum leikmann Ar- senal og Nottingham Forest sem þjálf- ara 1. dettdarUðs sins í knattspyrau. BarnweU hefur tekið vel i það og kemur i dag til að ræða við for- ráðamenn Vals. JohnBaraweU. Ef BarnweU tekur tilboði Vals- manna, tekur hann að ölium líkindum einnig að sér þjálfun islenska landsUösins og undirbýr það fyrir HM- leikina gegn Wales og Skotlandi næsta haust. Island ieikur þá gegn Skotum i Glasgow og Wales í Reykjavík og Cardiff. -SOS. Ólympiumeistararnir Jayne Torvttl o; Auxerre-Monaco 0—0 Paris St. Germain-St. Etienne 3—1 Nantes-Bastia 0—1 Strasbourg-Rouen fr. Rennes-Laval 1—1 Nimes-Toulon 1—0 Lille-Jens 3—1 „Var i — sagðiMax Jule Lið Teits Þórðarsonar, Cannes, gerði jafntefU á útivelU gegn LUnoger 0—0 í 2. deildinni frönsku. Staðan í 1. deildinni er þá þannig hjá efstu Uöum að Bordaux er efst með 39 stig, Monaco hefur 36 og einnig París St. Germain. Nantes er síöan í fjórða sæti með 34 stig. öll Uðin hafa leikið 27 leiki. -SK. „Ég trúi þessu ekki, þetta var svo auðvelt. Ég var mjög rólegur í keppninni, engin taugaspenna og aUt gekk vel. Engin vandræði,” sagði hinn 22ja ára Svisslendingur, Max Julen, eftir að hann varð ólympíumeistari í stórsvigi í Sarajevo í gær. Hann náði bestum tíma í fyrri umferðinni, 1:20,26 min. og sigraði á 2:41,18 min. Júgóslavinn Jury Franko varð annar á 2:41,41 min. og náði bestum tíma í síðari umferðinni, 1:20,26 mín. 1 fyrsta skipti sem Júgóslavi hlýtur verðlaun f alpagreinum á - ólympíuleikum. Brautin í Bjelasnica-fjalU var mjög erfið. Max Julun er mjög smávaxinn, aðeins 1,70 m á hæð og faðir hans var brunmeistari Sviss 1955. „Þegar ég var kominn niður í neðsta hluta braut- arinnar heyrði ég að áhorfendur flautuðu mjög. Ég vissi að það þýddi að ég var með góðan tíma og það gaf mér aukinn kraft. Mér féll vel við brautina, hún var svo rythmisk. Ekki of hröð og maöur þurfti ekki að keppa of mikiö. Aðeins vera nákvæmur,” sagði Juien og þjálfari hans bætti við að Julen hefði haft gott af tveggja vikna fríi eftir að hann slasaðist á öxl i keppni heimsbikarsins í Kirchberg í Austurríki í lok janúar. Markvörðurinn kom tvisvar við knöttinn Spánarmeistararnir Atletico Bilbao unnu stórsigur 5—0 yfir Sevilla í gær. Það var miðvallarspttarinn Ismael Urtubi sem lagði grunninn — skoraði tvö mörk á aðeins tveimur mínútum i fyrrihálfleik. Gamla kempan Juanito tryggöi Real Madrid sigur 1—0 yfir Real Zaragoza — hans tólfta mark í vetur. Sá leik- maöur, sem hafði hvað rólegastan dag var markvörður Real Murcia — Manuel Cervantes, sem kom aðeins tvisvar viö knöttinn í jafnteflisleik félagsins 0—0 gegn Atletico Madrid. Real Madrid er á toppnum á Spáni með 33 stig eftir 23 leiki, Bilbao 32, Barcelona 29 og Atletico Madrid 29. -sos.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.