Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1984, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1984, Page 7
iW. tótíövííilfiAGm' Neytendur Neytendur Á mesta annatimanum er oft þröngt um menn i strætisvögnunum en sjaldan hafa þrengslin verið eins mikil og ijanúarmánuði sl. Strætisvagnar Reykjavíkur: Nýtt leiðakerf i á næsta ári Hópur fólks stendur og hímir úti í köldu og dimmu morgunsárinu. Fólkiö er aö bíöa eftir strætisvagni eins og þaö gerir flest á hverjum virkum morgni. Hann hlýtur aö fara aö koma, hugsa allir í kór. En eins og venjulega á þessum tíma veröur biðin lengri en gert er ráö fyrir á tímatöflunni. Loksins kemur vagninn og hlammar sér á biöstööina fullur af fólki. Svo fullur aö þeir sem biöu eiga erfitt með aö gera sér í hugarlund hvemig þeir eigi aö geta komist meö. En þaö tekst meö því aö troöa sér inn og aö lokum smellur hurðin í bakiö á seinasta manni. Vagnstjórinn, sem er þungur á brún, kallar: „aftarívagninn”. Fólkiö þjappar sér nær hvort ööru og þokast um nokkur fet aftar í vagninn. A næstu biðstöö endurtekur sagan sig og vagn- stjórinn kallar aftur: „aftar í vagn- inn”. A þriöju biðstöðinni biöur vagn- stjórinn fólkið sem vill vera með aö reyna aö troöa sér inn aö aftan. Þaö tekst, því yfirleitt er aðeins rýmra aft- ast í vagninum vegna tregöulögmáls- ins sem myndast þegar allir fara inn aö framan. Svona heldur þetta áfram koll af kolli og strætisvagninn er orðinn eins og úttroöin pylsa. Þeir sem eru það ógæfusamir aö vera staddir í miðjum vagninum og ætla út á næstu biöstöö veröa að berjast örvæntingar- fullri baráttu til að komast aö annarri hvorri útgönguleiðinni. Þeir sem eru vanir þessum þrengingum byrja að skipuleggja brottför sína löngu áöur en þeir eiga aö fara út. Þetta sem lýst hefur verið hér aö framan er án efa reynsla margra sem feröast daglega með strætisvögnum á mesta annatímanum. Ekki batnar heldur ástandið þegar bíleigendur verða að skilja bílinn eftir heima vegna slæmrar færðar. Þegar svo var ástatt brá reyndar við aö aukavagnar sáust en þeir voru jafnfullir af fólki og hinir. Spurningin er því hvort von sé á einhverjum úrbótum á þessu sviði. Þaö er ekki óhugsandi að fjölga ferðum á mesta annatímanum. Vit- andi þaö að þurfa ekki aö troöast og traðka á tám annarra myndi hafa i för meö sér aö mun fleiri ferðuðust með al- menningsfarartækjum. Það er heldur ekki óhugsandi aö slíkt sé hagkvæmt fyrir þjóöarbúskapinn. Úrbætur? „Við höfum reynt að setja auka- vhgna á þær leiðir sem mesta álagið hefur veriö á. En á þessum mikla annatíma nú í janúar, sem líklega er sá mesti í sögu Strætisvagna Reykja- víkur, höfum viö samtímis orðið fyrir miklum skakkaföllum. Mikið hefur veriö um bilanir og einnig hafa árekstrar veriö tíðir. Viö vorum komnir á fremsta hlunn meö aö þurfa aö skera niður þjónustuna. En sem betur fer virðist svo vera aö viö þurfum ekki að grípa tii þess vegna þess aö nú hefur veöriö batnað og þá minnkar álagiö um leið,” sagöi Sveinn Björnsson, forstjóri SVR, er DV haföi sambandviðhann. Sveinn sagöi að janúarmánuöur heföi verið mjög erfiöur en samtimis heföu tekjur SVR af fargjöldum verið meö hærra móti eöa um 11 milljónir. Á síöasta ári voru heildartekjurnar 100 miUjónir. I þessum mánuöi uröu 50 umferöaróhöpp hjá vögnunum sem er óvenjuhá tala. Hann sagöi ennfremur aö nú væri vinnsla á nýju leiöakerfi langt komin. Vonir heföu staðið til aö koma nýja leiðakerfinu í gagniö á þessu ári. Nú væru hins vegar-líkur á því að þaö yröi ekki fyrr en voriö 1985. Aðalástæðan fyrir því væri aö um þessar mundir væri einnig veriö að vinna aö deili- skipulagi Reykjavíkur og væri enn óvíst hvemig því lyktaði. Leiðakerfið væri í ýmsu háö því hvernig hiö end- anlega deiliskipulag verður. En í hinu nýja leiðakerfi er gert ráð fyrir því aö þjónustan veröi aukin til muna viö t.d. Breiðholt og Árbæ. Á þessum stööum býr um 1/10 hluti þjóðarinnar en þvi miöur hefur ekki veriö gert nógu mikiö ráð fyrir almenningsflutningum við skipulag þessara staða. Þaö ætti reyndar við allt Reykjavikursvæðið. Dæmi um þaö væri t.d. meðalhraði strætisvagnanna en hann er ekki nema 19 km/klst. Sveinn sagöi aö þeir hjá SVR væru allir af vilja geröir til aö bæta þjónust- una. En allar meiriháttar breytingar heföu í för með sér aukin fjárútlát og fram aö þessu hefði SVR verið sniöinn nokkuö þröngur stakkur í þeim efnum. -APH. CAR RENTAL SERVICE - <53* 75 FAST VERÐ - EKKERT KÍLÚMETRAGJALD SÖLUSKATTUR INNIFALINN í VERÐI ’i • • MITSUBISH! COLT MITSUBISHI CALANT MITSUBISHI CALANT STATION Leitið uppiýsinga. b)L»Xí)L»»vy SMIÐJUVEGI 44 D - KÓPAVOCI - ICELAIMD AÐALSÍMI: 75 400 & 78 660 KVÖLD OG HELCARSÍMI: 43 631 & 46 211 TELEX 2271 IÐN IS Olympia Omega OO1 Ljósritunarvélin sem beðið hefur verið eftir Engir stenslar, enginn vökvi, aðeins myndtromla og eitt framköllunarefni (duft). Verð og greiðsluskilmálar sem vert er að athuga Kr. 69.750.- AÐEINS EITT FRAMKÖLLUNAR- EFNI (DUFT). KJARAIM ÁRMULI 22 - REYKJAVÍK - SlMI 83022 E ianKUf ÁÖLLUM BLAÐSÖLUSTÖÐUM , , - Vv - AFMÆLISGETRAUNINA! Vinningar: 1 Ferð fyrir 2 Ferð fyrir 2 tii Mallorka. til Ibiza. ÁSKRIFTARSIMIIMN ER 27022.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.