Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1984, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1984, Page 16
16 Spurningin Ert þú búin að sjá Hrafninn flýgur? Asthíldur Jónsdóttir: Nei, en ég ætla endilega aö sjá hana. Eg hef nú reynt aö sjá sem flestar íslenskar myndir. Húsiö fannst mér besta myndin. Vilborg Björgvinsdóttir: Nei, ég er ekki búin aö sjá hana. Eg reyni aö sjá flestar íslensku myndirnar og hugsa aö ég sjái Hrafninn. Þó þær séu misgóðar er gaman aö s já þær. Guðmunda Einarsdóttir: Nei, ég veit ekki hvort ég fer á hana. Eg er ekki úr bænum og veit ekki hvort hún verður sýnd heima. Eg sá Nýtt líf og fannst hún sæmileg. Þröstur Þórðarson: Nei, en ég er aö hugsa um að sjá hana. Eg reyni nú ekkert sérstaklega að sjá íslenskar myndir, þaö er svo dýrt inn á þær. Áslaug Kristinsdóttir: Já, og mér fannst hún mjög góö. Búningarnir voru skemmtilegir og landslagiö fallegt. Hef séð flestar íslensku myndanna. Núna finnst mér þær sambærilegar viö erlendar myndir. Sólveig Skjaldardóttir: Nei, ég hef ekki séö hana en heyrt aö hún sé alveg ágæt. Eg ætla því aö sjá hana. Islensk- ar myndir eru yfirleitt mjög góðar, allavega þær sem ég hef séð. DV. MiPyKyftAGUR 15. FEBRUAR1984. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur i Bamaskattur er viðurstyggð — skatturinn mergsýgur hina minnimáttar Árni Valdimarsson skrifar: Janúarmánuöur er annar mánuður ársins sem launþegar fá laun sín nokkum veginn óskert, aö minnsta kosti hvað varðar greiöslur opinberra gjalda. Þessi kaldi mánuður veröur því aö þessu leyti ánægjulegri en margur annar og þá jafnvel til aö grynnka ögn á ógreiddum reikningum sem safnast hafa upp á undanförnum vikum. En þrátt fyrir þessa göfug- mennsku gleymir „stóri bróöir” ekki aö minna á tilveru sína og takmarka- lausa kröfugerð. Því aö inn á hvert heimili á landinu streyma hinar margvíslegustu tilkynningar um fyrirframgreiðslur alls konar álaga í hina opinberuhít. Böm í skólum fara ekki varhluta af þessu frekar en aörir, meira aö segja fermingarböm frá því í vor eiga nú þegar í upphafi árs aö greiða fyrirfram upp í skatta ákveðiö hlut- fall síöasta árs og auðvitaö eru viöur- lög ef undan er vikist á réttum gjald- daga. Spurning er hvort hinum háu herrum þykir ekki ástæöa til aö setja lög um framfærsluskyldu fermingar- - barna þannig aö hægt veröi fyrir ríkisstjórn aö skattleggja þau. Kannski er þaö þegar skylda. Nú hlýtur aö vera meira um aö böm úr stórum fjölskyldum, og þá efna- minni, sæki út á vinnumarkaðinn. Og þá hlýtur þaö aö liggja í hlutarins eðli að hinir efnaminni foreldrar veröa að greiða fyrirframgreiðslu barna sinna vegna gjalda sem þau fengu vegna sumarvinnu. Eg verö aö segja aö mér finnst þessi skattlagning barna hreinasta viöurstyggö. Og Alþingi, eins og reyndar margt annað, til skammar. Þaö er vitað mál aö þó aö skólabörn vinni sér inn nokkrar krónur vegna sumarvinnu þá nægir þaö hvergi fyrir daglegum útgjöldum bama í nútíma þjóðfélagi. Hvað þá til aö greiöa þennan skammarlega skatt. Ráöherrar góðir, þið sem þreytið stafsetningarpróf, kaupiö tollfrjálsa bíla og mætiö uppábúnir til hinna veglegustu mannfagnaöa, ætliö þið ekki að fara aö átta ykkur á til hvers þiö voruð kosnir? Og til hvers er ætl- ast til af ykkur. Þið eruö ekki kosnir til aö gerast forréttindastétt, þótt þiö hafið tekiö ykkur þaö vald að ákveða laun ykkar og önnur hlunnindi. Þiö 'eruð fyrst og«fremst kjörnir til aö gæta þeirrar þjóöar sem byggir þetta land. Gæta þess aö vargurinn gangi ekki frá sólskríkjunni dauöri þegar harönar í ári. Þaö er ykkar starf. Þjóðviljinn, kratar og KGB Vestriskrifar: Það viröist ætla aö veröa heitt í kolunum hjá sumum innan Alþýöu- flokksins og Alþýöubandalagsins vegna Treholtsmálsins. Ekki hefur titringurinn minnkað eftir mjög athyglisveröar vangaveltur í kjallaragrein DV eftir Magnús Bjarn- freðsson, þann skemmtilega dálka- höfund. I kjallara eftir hann í DV 9. þ.m. segir hann m.a. „Eg verð samt aö hryggja þingmanninn fyrrverandi og tilvonandi (þ.e. leiöarahöfund Alþýðu- blaösins (Árna Gunnarssonar — inn- skot Vestra) með því að mér finnst ákaflega sennilegt aö innan Alþýöu- flokksins sé aö finna slíkan mann eða menn sem vitandi vits ganga erinda KGB.” Lætur kjallarahöfundur síöan uppi þá skoöun sína aö hann telji að slíka menn sé aö finna í öllum íslenskum stjórnmálaflokkum. Nú kemur að þeim kafla að Alþýðu- blaðiö og Þjóöviljinn bregðast æf við daginn eftir, þann 10. (föstudag) og reyna að taka Magnús í karphúsið fyrir skrifin. En svo merkilegt sem þaö er þá minnist hvorugt blaöiö á tilgátu Magn- úsar aö innan Alþýðuflokksins „sé aö finna slíkan mann eöa menn, sem vit- andi vits ganga erinda KGB”! Bæöi blööin, Þjóðviljinn og Alþýöu- blaöiö, eru sammála um aö minnast ekki á tilgátu Magnúsar um KGB- menn innan Alþýðuflokksins en taka bæði upp ummælin um aö „sennilega megi finna njósnara á snærum KGB innan allra íslensku stjórnmálaflokk- anna.” Þetta er svo áberandi aö samráð viröist hafa verið haft milli Þjóðviljans og Alþýðublaös um þetta. Greinin í Alþbl. er að vísu ómerkt, og segir þaö líka sína sögu, þar sem veriö er aö svara Magnúsi beint. — Þjóðvilja- þankarnir eru hins vegar merktir höfundi. Þaö fer nú aö verða áberandi hvaö Alþýðublaðiö er oröiö taugaveiklað vegna skrifa um njósnir og þjónkun norska Verkamannaflokksins viö sjónarmiö Sovétmanna. En fáir hafa annþá minnst á Alþýöu- flokkinn íslenska og þa.u skrif sem fyrir nokkrum árum spunnust um hann í tengslum við svonefnt „krata- gull”, sem einmitt átti að hafa veriö rakið til Noregs og tengsl viö Verka- mannaflokkinn norska. Þaö fer ekki á milli mála aö þegar með offorsi er farið aö reyna aö sverta einn eða annan sem setur fram líklegar tilgátur, eins og þær er lúta að tengslum íslenskra krata og fleiri viö þá norsku skuggabaldra, sem tengjast vinstri öflum þar í landi þá er ástæöa til frekari eftirgrennslana. — Kannski er þaö raunin að brátt fari moldvörpur aö skjálfa, líka á Islandi. Kim Philby, einhver mesti njósnari sögunnar. Nýlega kom upp njósnamál i Noregi sem leiðir hugann að þvi hvort hér á landi leynist útsendarar stór- veldanna. Erff itt að þvo bfla Bíleigandi skrifar: Eftir að lengi hafði snjóað skall á hlýindakafli og tók þá töluveröan snjó upp. Þá vildu margir bíleig- endur þrífa bíla, enda full ástæöa til þess. Eg vildi skola af bíl mínum, en þegar ég hugðist fara á þvottaplan viö einhverja bensínstöð komst ég að því aö hvergi voru opin þvottaplön. En til að athuga hvort einhvers staöar væri opið ók ég út á Sel- tjarnarnes á bensínstöð Shell og Essó. Þar spurði ég afgreiðslu- manninn hvort hann vissi hvar ég gæti þvegiö af bílnum. Hann sagöi mér aö vegna slysahættu væru bensínstöövar ekki meö opin þvotta- plön, þykkur svellbunki lá yfir þeim og ekki var taliö ráðlegt aö menn væru aö sulla meö vatn á þeim. En í staö þess að senda mig heim á skítugum bíl bauðst hann til að lána mér slöngu út þannig aö ég gæti þvegið af bílnum beint fyrir framan bensínstööina. Manninum var engin skylda að lána mér slönguna, þaö geröi hann af einskærri greiövikni. Fyrir þessa þjónustu er vert aö þakka, enda greiðvikni afgreiðslu- mannsinsmikil. Landkynningarskrifstofa íEvrópu: Enginn staður veríð útilokaður I framhaldi af lesendabréfi síöastliö- inn fimmtudag þar sem Valgeir Sigurösson, veitingamaöur í Lúxem- borg, taldi skynsamlegast aö fyrirhug- uð landkynningarskrifstofa yröi staö- sett í Lúxemborg hafði DV samband viö Birgir Þorgilsson, markaösstjóra Feröamálaráös. „Þaö hefur engin ákvörðun veriö tekin um þetta ennþá. Þaö er verið að kanna möguleika á því að koma á fót landkynningarskrifstofu í Evrópu,” sagöiBirgir. „Þaö hefur enginn staöur verið úti- lokaður á þessu stigi málsins. Þýska- land hefur veriö nefnt sem hugsanlegt land. Lúxemborg hefur ekki veriö nefnt sérstaklega en hún liggur vel við samgöngum eins og Valgeir benti á. Hins vegar er ferðamannamarkaö- urinn í Lúxemborg óskaplega smár. Á síðastliönu ári komu 157 Lúxemborg- arar til landsins svo að ekki er eftir miklu aðslægjast,” sagöi Birgir. VILL FÁ STELPUSTRÁKINN BOY GEORGE Á LISTAHÁ TÍD Aödáandi hljómsveitarinnar Culture Club og Boy George vill fá hana á Listahátíðina. Segist hún elska Boy og þrá að sjá hann í eigin persónu. Ef af verður þá fá aðstandendur hátíðarinn- ar þúsund þakkir f rá bréfritara. Aðdáandi Boy Georges vill fá að sjá hann á Listahátíð. En hvort af þvi verður mun skýrast með hækkandi sól.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.