Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1984, Blaðsíða 9
DV. MIÐVIKUDAGUR15. FEBRUAR1984. Útlönd Utlönd Utlönd Utlönd Svik í ættleid- ingum bama Hundruð bandarískra hjóna hafa borið sig upp við þingmenn undan alþjóðlegum svikahröppum sem hafa lofað þeim börnum til ættleiðingar frá Mexíkó en ekki staðið við. Robert Dole öldungadeildarþing- maður hefur tekið málið upp í þinginu og segir aö margt hjónafólk í heima- SMYGLUÐU GULLI í NÆRBRÓKUNUM Fjórar húsmæður, sem földu innanklæöa á sér suðurafríska gull- peninga (Krugerrand) til þess að smygla þeim inn til Englands, voru fangelsaöar í fyrradag. Sala á gullmynt er ekki bönnuð í Englandi en með smyglinu geta myntsalar stungið söluskattinum (15%) íeiginvasa. Myntina keyptu konurnar aö undirlagi eiginmanns einnar þeirra í fríhöfn í Ermarsundseyjum, þar sem gullpeningarnir eru til sölu skattfrjálst. Földu þær myntina í nærbrókunum, sem styrktar höfðu verið sérstaklega og útbúnar vös- um til að bera gullið. Bar hver þeirra þannig þrjú kíló af gullpen- ingum. Eiginmaðurinn sem gerði kon- umar út var dæmdur í fjögurra ára fangelsi en konumar fengu eitt til eitt og hálft ár og helming refsi- vistartímans skilorðssbundinn. Njósnafyr- ir Kínverja Kaupsýslumaöur frá Hong Kong er í varðhaldi í Newark í Bandaríkjunum, en hann er talinn foringi alþjóðlegs njósnahrings sem reynt hafi aö afla hemaðarleyndarmála fyrir Kína. Kínverskættaður tölvusérfræöingur hjá bandaríska símafélaginu er sagður hafa verið aðstoðarmaður hans í Bandaríkjunum. Þessir tveir og þrír til viöbótar vom handteknir um helgina þar sem þeir vom að reyna að kaupa tölvubúnaö- fyrir milljón dollara. Tækjabúnaður þessi er á skrá yfir þann vaming sem yfirvöld banna útflutning á nema með sérstöku leyfi. Búnaðinn má nota i hemaðarþágu eins og til stjómar flug- skeytum. Fimmmenningar þessir höfðu leitað víða fyrir sér í Bandaríkjunum um kaup á háþróuðum hernaðartæknibún- aði. Það er talið að þeir hafi ekki náð að smygla neinu úr landi. Báru alla út fyrir óleyfilega búsetu Lögreglan í Amsterdam lenti í átökum við óleyfilegt búsetufólk í mið- borginni í gærkvöldi og í nótt eftir að 1500 manns höfðu verið borin út ún húsum þar sem fólk haföi sest að í óleyfi og óþökk eigendanna. Var efnt til mótmælaaðgerða í kjöl- far þess en þær breyttust í óeiröir og spellvirki, þar sem menn brutu rúður í gluggum verslunar- og skrifstofuhúsa. 23 voru handteknir. Þessar róstur þóttu þó umfangs- minni en síðast, þegar lögreglan vék sliku fólki út úr húsum sem þaö hafði tekið í leyfisleysi en þaö var 1982. Að þessu sinni var flest fólk í vöm- húsi einu sem staðið haföi áður autt en KOSNINGABRALL Mikið fjaðrafok er nú í Panama í kjölfar þess að Ricardo de la Espriella forseti sagði af sér. Því er haldiö fram að herinn hafi neytt hann úr embætti þegar hann ekki vildi líöa að opinberir embættismenn misnotuðu aöstöðu sína flokkum sínum í hag fyrir kosningamar næstu, í maí. Forsetinn sjálfur tilgreindi enga á- stæðu fyrir afsögn sinni en varaforset- inn Jorge Illueca hljóp strax í skarðiö. Kosningarnar eru fyrstu lýðræðis- legu kosningamar í Panama í fimmtán ár. fylki hans, Kansas, hefði orðið fyrir barðinu á svikurum þessum. 14 hjón höfðu greitt 4 þúsund til 5 þúsund doll- ara fyrir börn til ættleiðingar, en börn- in hefðu síðan aldrei komið. Þingmaöurinn hefur lagt fram frum- varp til nýrra laga um að það teljist til alríkisglæpa ef svik eru höfð í tafli varðandi ættleiðingar milli landa. Þinginu hafa borist yfir 100 slíkar kvartanir úr hinum ýmsu ríkjum Bandaríkjanna og eins berast fréttir sunnan úr Mexíkó af því aö einstaka mæður hafi veriö beittar þvingunum til aö láta böm sín frá sér. Það em fá börn á boðstólum til ætt- leiðingar í Bandaríkjunum og bamlaus hjón, sem þrá það að ráða með þeim hætti bót á barnleysi, mega bíða lengi, ef þá nokkurn tíma rætist úr fyrir þeim. Því hafa margir gripiö fegins hendi ef þeim býðst bam frá útlöndum. Margir miðlarar viröast þó mjög ó- prúttnir i milligöngu sinni. þar höföu 400 manns komið sér fyrir.. Fólkið hafði sett þar á laggirnar kaffi- hús, íbúðir, versianir og listvinnustof- ur. — Vöruskemmuna á aö rífa niður og byggja í staðinn hótel á lóðinni. Það em um 7000 húsnæðisleysingjar í Amsterdam og á undanfömum árum hafa þeir gripið til þess að setjast aö í mannlausum húsum án leyfis eigenda. Bandarísk hjón sem bíða með tilbúið barnarúm og barnaherbergi en vantar barnið. HÉR ER AÐFERÐIN FYRIR SÉRHVERJA ÞJÓÐ TIL AÐ SKAPA OG VIÐHALDA ÚTÓPÍU Maharishi tækniþekking einingarsviðsins getur leyst vandamál rikisstjórna án þess að breyta rikjandi kerfi ríkisstjórnar á nokkurn hátt og skapað fyrirmyndar siðmenningu á jörðinni. Nálgunarleið að vandamálum grundvölluð á einingarsviðinu leiðir til lifs i samræmi við öll náttúrulögmál. Tilhneigingum og kenndum er viðhaldið í framfarasinnaða átt og færir fyllingu til handa öllum ábyrgðarsvið- um ríkisstjórna. Farsælt er að aðeins kvaðratrót af einu prósenti íbúanna í landi sem iðka Maharishi tækniþekkingu einingarsviðsins er nóg til að fram- kalla þessi áhrif. Maharishi tækniþekking einingarsviðsins þjálfar einstaklinginn þannig að fullkomið jafnvægi náttúrunnar, hagkvæmni, óendanlegt skipulagsvald og óendanleg sköpunarhæfni eru til staðar í daglegu lífi. Nútima visindi hafa uppgötvað að allar mismunandi tjáningar og tilhneigingar í náttúrunni hafa sameiginlega uppsprettu i einingarsviði allra náttúrulaga. Maharishi tækniþekking einingarsviðsins lifgar alla nærandi og framfarasinnaða eiginleika einingarsviðsins í einstaklings- og samvitundinni með þvi að gefa beina reynslu af einingarsviðinu í einfaldasta ástandi mannlegrar vitundar — handanlægri vitund. Reynslan af þessu veldur þvi að fullt skapandi atgervi náttúruiaga kemur fram á sérhverju sviði lifsins. Hinir fjöldamörgu kostir nálgunarleiðar að vandamálum grundvallaðrar á einingarsviðinu hafa verið sannprófaðir með viðtækum vísindarannsóknum og hafa fengið frekari staðfestingu í nýlegri samkomu 7000 sérfræðinga i Maharishi tækniþekkingu einingarsviðsins sem fram fór i Fairfield, lowa, Banda- rikjunum. Þaðan var skapað á þessum tíma fyrir allt mannkyn bragð eða sýnishorn á útópíu. HANS HEILAGLEIKI MAHARISHI MAHESH YOGI Stofnandi Maharishi tækniþekkingar einingar- sviðsins stofnandi Maharishi clþjóða háskólans, Maharishi háskóla náttúrulaga og heimsstjórnar timaskeiös uppljómunai. ALMENNUR FYRIRLESTUR um kosti Maharishi tækniþekkingar einingarsviðsins mun verða haldinn af fjórum sérfræðingum tækni- þekkingarinnar sem nýkomnir eru til íslands eftir að þeir höfðu heimsótt samkomuna i Bandarikjunum sem eins og áður segir er kennd við bragð af útópíu. Fyrirlesturinn er: STAÐUR: NORRÆNA HÚSIÐ - DAGUR: FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR - TÍMI KL. 20.30. % VERÐLÆKKUN O ÁÖLLUM BASIC—TÖLVUM UMBOÐIÐ BANKASTRÆTI - SÍMI 27510

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.