Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1984, Blaðsíða 6
DV.MIÐVIKUD AGIJR15. FERRÚAR1984. 6. Neytendur ___Neytendur___ Neytendur Neytendur TILRAUN AELDHÚS DV: PIZZA — með þrenns konar fyllingu Þá vindum við okkur í pizzugerö í dag. Við höfum það fyrir satt aö pizza, sem alltaf virðist ná meiri vinsældum með hverjum deginum hér á landi, sé laugardagsmatur á mörgum heimil- um. Hafi þá í raun ýtt til hliðar göml- um þjóðlegum mat af laugardagsmat- seðlinum, það er saltfiski og grjóna- graut. Tímarnir breytast og mennimir með, það á við í matargerð sem öðru. En þó aö grjónagrauturinn sé kominn út af dagskrá á laugardögum virðist hann enn vera á borðum landsmanna eftir f réttum að dæma. Pizzan sem við bökum í dag kostar um 135 krónur. Við notum fyllingu 1, sardínur, múslinga og fleira. Og reikn- um við með að þessi pizza sé fyrir tvo, varla meira. Það góða við þennan mat er að við getum nokkurn veginn ráðið hversu miklu við kostum til, bæði eftir tilefni og efnahag. PIZZA Botn 11/2 dl volgt vatn (um37°heitt) 11/2 tesk. þurrger (eöa 15 g. pressuger) 1 matsk. olía ca 4 dl hveiti salt FYLLBMGI 2 dósir sardínur 75 g múslingar 2 tómatar 1/2 græn paprika Rifinn ostur á diski fremst á myndinni. Síðan hveitið, þurrgerið, olían, vatn í glasi við hliðina. Þá sardínudós, kjötkraftur og krydd. Og siðan er múslingar, tómat- sneiðar og papríkusneiðar. Deigið hnoðað. Flatt út á ofnplötunni. Tómatkrafti smurt yfir botninn. Síðan koll af kolli það sem haft er í fyllingu. Hér er kryddi stráð yfir. DV-myndir: GVA 2 tesk. pizza krydd 1/2 tesk. paprikuduft 1 lítil dós tómatkraftur 200 g ostur grænar olífur ef vill FYLLINGII 1 dós tómatkraftur eöa 1—2 dl tómatsósa eöa 1 dl pizza prontó 200 g nautahakk 1/2 laukur saxaöur 1 rif hvítlaukur eða l/2tesk. hvítlauksduft lítil dós sveppir örlítil olía eða smjörlíki til að brúna hakkið, laukinn og sveppina í l/2tesk.salt örl. pipar l/2tesk.oregano 1/2 tesk. paprikuduft 1/4 tesk. barbecue grillkrydd 1—2 tesk. worchestersósa eða HP sósa ca 200 g ostur 1—2 tesk. italian seasoning eða pizza krydd. Tómatkraftur, tómatsósa eða pizza prontó smurt á botninn. Hakk, laukur, hvítlaukur og sveppir brúnað á pönnu, athugiö að brúna hakkið ekki mikiö svo það rýrni ekki. Ef hakkið er fitulítið og alveg nýtt má líka hræra saman hakk- ið, sveppina og saxaða laukinn í skál og smyrja því yfir tómatkraftinn, sleppa því að brúna þetta á pönnu. Kryddinu blandaö saman og látið yfir, öllu kryddinu nema italian seasoning, það er látið yfir ostinn. En osturinn er látinn yfir kjötblönduna, annaöhvort rifinn eða í sneiðum. Ef kjötið er ekki steikt heldur hrært ásamt sveppun- unum og lauk og látiö þannig á botninn er betra aö bíða aðeins meö aö láta ost- inn yfir, þá er hann látinn rétt síöast. Italian seasoning eða pizza kryddið er svo látiö yfir ostinn. FYLLINGIII 1 dl tómatsósa 10—12 sn. spægipylsa 2 flök kryddsíld (skorin í bita) 1/2 paprika olívur ostur — rifinn eða í sneiðum krydd VERKLYSING Misjafnt er hvaða ger er notaö í pizzubotna. Algengast mun vera að nota ger sem leyst er upp í volgum vökvanum, en við notum ger sem við blöndum saman við hveitið og vætum síðan með volgum vökvanum. Vinnu- röðinerþvíþessi: 1. Þurrgerinu og saltinu blandað sam- an við hveitið. 2. Olíunni blandað saman við volgan vökvann. 3. öllu hrært saman og látið lyfta sér á volgum stað smástund ca 15 mín. Stráið hveiti yfir deigið í skálinni. Á meðan er hagkvæmt að taka til í fyllinguna. 4. Deigið hnoðað upp og flatt út á ofn- plötunni. Breiðið deigið út með kökukefli og/eöa höndunum. 5. Fyllingunni komið á, byrjað á að smyrja tómatkraftinum (eða tómat- sósunni) ofan á botninn. Síðan kem- ur annað sem nota á í fyllingu, og krydd og síðast osturinn. Síðast er kryddi (pizzakryddi) stráð yfir ost- inn. 6. Látið pizzuna (á ofnplötunni) lyfta sér á volgum stað t.d. yfir vaski með heitu vatni í, ca 15 mínútur áður en hún er látin inn í ofninn. 7. Pizzan bökuð við 225° C, þangaö til 'hún er orðin ljósbrún, í 15—20 mínútur. Ef þið viljið hafa pizzubotninn harð- an, þá er olíunni í uppskriftinni sleppt. Þegar olía er notuð verður botninn mýkri. Þá er víst rétt að taka fram að form- ið á pizzubotninum þarf ekki endilega að vera kringlótt, fletja má deigið yfir ofnplötuna og láta lögunina mótast af plötunni. Eins má benda á hálfmán- ana. Þá er fylling látin á helming botnsins og hinn helmingurinn lagður yfir fyllinguna og bakað þannig. -i»g

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.