Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1984, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1984, Side 4
4 DV. MIÐVIKUDAGUR15. FEBRUAR1984. 1. umferð Reykjavíkurskákmótsins: GAMU DREKINN ENN í VÍGAHUG Ekki skorti keppendur vígahug þegar blásiö var til hinnar fyrstu orrustu á Reykjavíkurskákmótinu á Hótel Loftleiöum í gærkvöldi. Þaö var grimmilega barist á flestum borðum og víöa brá fyrir listilegum perlum en sá sem eignaðist hug og hjörtu áhorfendanna var enginn annar en Benéný Benediktsson, gamli drekinn sem fyrir margt löngu Hvítt: Róbert Harðarson. Svart: Hans Ree (Hollandi). Frönsk vörn. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Rf6 4. e5 Rfe7 5. Bd3 c5 6. c3 Rc6 7. Rgf3 Fetar í fótspor Piu Cramling gegn Jóhanni Hjartarsyni á Búnaöar- bankamótinu. 7. - Be7 8.0-0 g5! ? 9. dxc5 Rxc5 Stórmeistarinn sér fram á peðs- vinning. Annars heföi hann leikið 9. — Rcxe5 meö tvísýnni stöðu. 10. Bc2 g4 11. Rd4 Rxe5 12. f4! gxf3 13. R2xf3 Rg6 14. De2 b6 15. Bh6! Ba6 16. De3! Eftir skiptamunsfómina ráða hvítu mennirnir lögum og lofum á borðinu. 16. — Bxfl 17. Hxfl Dc7 18. b4! Rd7 19. Rb5 Dc6?! 20. Rfd4 Db7. abcdefgh '21. Hxf7! Nú hrynur svarta staöan. Ef 21. — Kxf7, þá 22. Dxe6+ Ke8 23. Rd6+ og vinnur drottninguna. 21. —e522. Hxe7+! Onnur skiptamunsfóm! Hann veröur aö drepa meö kóng, því að ef 22. — Rxe7 23. Rd6+ og vinnur. 22. — Kxe7 23. Dg5+ Rf6 24. Bxg6 exd4 Hvaðannað? 25. De5+ Kd8 26. Dxf6+ De7 27. Dxh8+ vann sér til f rægöar aö vængstýf a tvo rússneska stórmeistara á einu bretti. Síðan er mikið vatn til sjávar runnið en í gærkvöldi sáu menn það svart á hvítu að gamli drekinn er ekki ennþá dauöur úr öllum æðum og enn er hon- um lagiö aö blása eitrinu þegar hann leggur til atlögu viö þá sovésku. Benóný haföi svart gegn Júyrí Balsjof sem reyndar er meö — Og Ree gafst upp, vegna 27. — Kd7 28. Bf5+ o.s.frv. Glæsilegur sigur Róberts sem greinilega er til alls vís á þessu móti. Hvítt: Juri Balashov (Sovétríkin). Svart: Benóný Benediktsson. Spænskur leikur. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Df6 4. c3 g5!? Þama er Benóný rétt lýst en Balashov vissi ekki hvaöan á sig stóö veöriö. 5. d4 h6 6. Bxc6 Dxc6 7. Rbd2 exd4 8. Rxd4 Dg6 9. 0-0 Be7 10. Hel Rf6 11. R2f3 0-0 12. Rf5 Bd8 13. h4 d6 14. hxg5 hxgð 15. Bxg5 Bxf516. exf5 Dxf5 17. Dd4 Kg7 18. He3 c5 19. Dxd6 Rg4 20. Bxd8 Rxe3 21. Be7 Rg4 22. Bxf8+ Hxf8 23. Hel Hh8 24. De7 Hh5 25. He4? a b c d e f g h 25. —Hhl+! Svipaöur leikur færöi Benóný jafn- tefli gegn stórmeistaranum Matulovic á Reyk javíkurskákmótinu 1970. 26. Kxhl Rxf2+ 27. Kgl Rxe4 28. Dxb7 Df4! 29. Dd5 De3+ — Og jafntefli samiö. Svartur þrá- skákar. hæstu keppendum aö stigum. Benóný lék mjög óvenjulega og er þó vægt til oröa tekiö. Hann opnaöi peðastöðu sína kóngsmegin og sótti þar fram meö drottningu og riddara. Balasjof tefldi af festu og öryggi og því er ekki aö leyna að margir spáöu Benóný illum afdrifum þegar hér var komið sögu. En þaö hvorki datt né draup af Benóný! Hann er manna kræfastur í skrítnum stööum og þegar minnst varöi fórnaöi hann hrók uppi í borði, vann peö og hrókinn aftur og skipti' nú engum togum aö hann tryggöi sér jafntefli meö þráskák en áhorfendur klöppuðu ákaft. Sævar Bjarnason haföi hvítt gegn Geller hinum gerska og var það tíðindalítil skák framan af tafli. En skyndilega var sem fárveður byldi á stöðunni og uröu nú allharöar sviptingar. — Sævar vann biskup en lét tvö peö í staðinn, sótti allfast aö svörtum og eftir uppskipti fór skákin í biö og er staöan þannig aö Sævar hefur drottningu og þrjú peö gegn hrók og fimm peðum Gellers en báöir hafa þeir riddara og biskup. Sævar er talinn standa töluvert betur en staöa Gellers er traust og óvíst aö unnt sé aö brjóta hana upp. Karl Þorsteins haföi svart gegn Bandaríkjamanninum sterka, Larry Christiansen og tefldi mjög hvasst. Þegar upp var staðið haföi Karl drottningu gegn hrók og biskupi og sömdu þeirþá jafntefli enda eftir fáu aö slægjast í stööunni. Róbert Haröarson haföi hvítt gegn hollenska stórmeistaranum Hans Ree og er skemmst frá því aö segja aö Róbert lék afburða glæsilega, lét fórnirnar dynja á svörtum og malaði Hollendinginn mélinu smærra. Það eru þvi miður ekki veitt nein feguröarverðlaun á þessu móti en ef svo væri þætti mér líklegt að Róbert yröi þar aðgangs- haröur með þessa snilldarskák í veganestinu. Onnur úrslit í 1. umferö uröu sem hér segir: Byrne — Hector, 1—0; Alburt—Elvar, 1—0, Chandler— Taylor, biö; Dan Hansson—de Firmian, 0—1: Burger—Jón L. Arna- son, 0.5—0.5; Friörik Olafsson— Meyer, 1—0; Nykopp—Wedberg, biö: Bragi Kristjánsson—Guömund- ur Sigurjónsson, 0—1; Agúst Karls- son—McCambridge, 1—0; Leifur Jósteinsson—Margeir, 0—1; Reshevsky—Magnús Sólmundarson; 1—0; Asgeir Þ. Arnason—Ostermey- er, biö; Knezevic—Guömundur Hall- dórsson, 1—0; Bragi Halldórsson— Shamkovich, biö; Helgi Olafsson— Þröstur Bergmann, 1—0; Tiele- mann—Schiissler, 0—1; Schneider— Arnór Björnsson, biö; King—Hilmar Karlsson, biö; Haraldur Haralds- son—Jóhann Hjartarson, 0—1; Gylfi Þórhallsson—Pia Cramling, biö; Ornstein-Benedikt Jónasson, bið; Höi—Björgvin Jónsson, biö; Zalts- mann—Halldór G. Einarsson, 1—0; Haukur Angantýsson—Pálmi Pét- ursson, 0—1; Lobron—Lárus Jó- hannesson, 1—0. Skák Gutmans og Andra Áss Grétarssonar hófst seinna en hinar og liggja úrslit ekki fyrir. 2. umferö mótsins verður tefld í dagkl. 17.00. -BH. Reshevsky, elsti keppandi mótsins, tefldi viö Magnús Sólmundarson í 1, utnferð. l.UMFERÐ. Sævar Bjarnason (29)—E. Geller (1) biö L. Christansen (2)—Karl Þorsteinsson (30) 1/2—1/2 Balashov (3)—Benóný Benediktsson (31) 1/2—1/2 Byrne (4)—J. Hector (32) 1—0 Alburt (5)—Elvar Guðinundsson (33) 1—0 Chandler (6)—Taylor (34) biö Dan Hansson (35)—DeFirmian (7) 0—1 K. Burger (36)—Jón L. Arnason (8) 1/2—1/2 Friðrik Olafsson (9)— H. Meyer (37) 1—0 M. Nykopp (38)—T. Wedberg (10) biö Róbert Haröarson (39)—H. Ree (11) 1—0 Bragi Kristjánsson (40)—Guömundur Sigurjónsson (12) 0—1 Agúst Karlsson (41)—V. McCambridge (13) l_o Leifur Jósteinsson (42)—Margeir Pétursson (14) (14) S. Reshevsky (15)— Magnús Sólmundarson (43) 0—1 Asgeir Þ. Arnason (44)—P. Ostermeyer (16) bið M. Knezevic (17)—Guömundur Halldórsson (45) i—o Bragi Halldórsson (46)—L. Shamkovich (18) bið Helgi Olafsson (19)—Þröstur Bergman (47) 1—0 K. Tielemann (48)—H. Schiissler (20) 0—1 L. Schneider (21)—Arnór Björnsson (49) bið King (22)— Hilmar Karlsson (50) biö Haraldur Haraldsson (51)—Jóhann Hjartarson (23) 0—1 Gylfi Þórhallsson (52)—Pia Cramling (24) bið A. Ornstein (25)— Benedikt Jónasson (53) bið C. Höi (26)—Björgvin Jónsson (54) biö V. Zaltsmann (27)—Halldór G. Einarsson (55) 1—0 Pálmi Pétursson (56)—Haukur (28) 1—o E. Lobron—Lárus Jóhannesson l—0 58 alls 30 útl. meö DH/29:29. L. Gutman—Andri Ass Grétarsson ólokið! SKÁK DAGSINS — Jón L Árnason skýrir t dag mælir Dagfari__________________I dag mælir Pagffari____________- í dagmælir Dagfari Bankarán í Breiðholtinu Hann bankaöi upp á bakdyra- megin og fékk strax inngöngu. Starfsfólkiö tók honum vel enda ekki annað vitaö en hér væri sendill á ferðinni, en sendlar banka alltaf bak- dyramcgin eins og kunnugt er. Maöurinn átti þó annað erindi. Hann vildi ræna bankann og gekk aö því verki meö þeim árangri aö hann lét greipar sópa upp á fjögur hundruð þúsund krónur. Hvarf síöan út í myrkrið í Breiöholtinu en fékk löör- ung í kveðjuskyni hjá huguðum bankastarfsmanni. Aö ööru leyti var ræninginn látinn óáreittur enda Is- lendingar óvanir bankaránum og þekkja aðeins til þcirra af afspurn og hasarmyndum frá útlöndum. Þar eru bófarnir yfirleitt vopnaðir og hafa starfsmenn Iönaöarbankans sjáifsagt búist viö aö fá kúlu í mag- ann, ef þeir stugguðu viö þessum óvelkomna sendli. Er þeim vorkunn. Öll rannsóknarlögreglan hefur veriö kölluö út á aukavaktir vegna þessa máls enda kom fljótt í Ijós aö hvorki síbrotamenn né fastagestir lögregluunar áttu hér hlut aö máli og telst þaö nýlunda í afbrotamálum. Lögretlan hefur hins vegar hald- góða lýsmgu á ræniugjanum sem er svohljóðandi: maöurinn er á aldrinum 18—20 ára, allur mjósleg- inn, hokinn í herðum með útstæö herðablöð. Göngulag sérkennilegt, svona eins og fjaörandi. Leggja- langur miöaö við búk. Fætur mjög grannir. Skolhæröur, með sérstak- lega stutt hár, nær ekki niður fyrir eyru. Mjóleitur meö hvasst nef. 180 til 185 cm á hæð, en gæti virst há- vaxnari vegna þess hve hann er grannur. Þetta er óneitanlega greinargóð lýsing. Það er ekki nema von að þjófurinn skuli ekki hafa verið hand- samaður úr því starfsfólkið hefur gefið sér svo góöan tíma til aö virða hann fyrir sér. Ætla veröur aö maður meö þetta útlit veröi auðfundinn. Sérstaklega hljóta herðablöðin að koma upp um kauða enda ekki á hverjum degi sem lýst er eftir manni meö útstæð herðablöð. Ef almenningur er vel á veröi og gefur nágrönnum sínum og vinnufélögum góöar gætur er ekki aö efa aö lög- reglunni muni fljótt berast upp- lýsingar um þann fámenna hóp Is- lendinga sem ganga um fjaðrandi meö útstæö hcröablöð og langa leggi miðaö viö búk. Nú geta menn aö vísu tekið upp nýtt og betra göngulag, þegar jafn- mikið liggur við eins og þaö aö leyn- ast eftir bankarán en því veröur ekki trúaö að óreyndu að nokkrum manni takist að Ieyna útstæðum herða- blöðum til langframa. Hvað þá aö hægt veröi að breyta hlutföllum milli leggja og búks í einu vetfangi. Lögreglan hefur ennfremur lýst klæðaburöi ræningjans, sem heldur var fátæklegur, og ekki nema von. Varla fara vel klæddir menn og efn- aöir aö abbast bakdyramegin í banka enda hafa þeir sina peninga oftast nær hávaðalaust út úr bönkunum með því aö ganga inn um aðaldyr og eru ekki hundeltir af rannsóknarlögreglunni á auka- vöktum þótt þeir skili ekki bank- anum því sem út er tekið. Lýsingin á snjáðum gallabuxum og siitnum íþróttaskóm kemur því að litlum notum enda skipta menn væntanlega fljótt um gallabuxur og skófatnað eftir að þeir verða fjögur hundruð þúsund krónum ríkari. Vonandi finnst bæði ræninginn og ránsfengurinn hið fyrsta enda slæmt fordæmi og nokkur freisting fyrir allslausan almúgann ef mjósleginn unglingur kemst upp með það að ræna banka um hábjartan daginn1 með því einu að banka á bakdyr og, segjast vera sendill. Hitt er svo umhugsunarcfni hvernig þjófurinn hafði ímyndunar- afl til að láta sér detta í hug að hægt væri að stela svo stórri upphæö í banka í Breiðholtinu. Við sem héldum að allir væru þar skítblank- ir! Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.