Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1987, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987. 3 Fréttir Kókaín brasilísku hjénanna: Á við tveggja ára neyslu hér? Líkur benda til að kókaínið sem tekiö var hjá brasilískum hjónum í Hveragerði fyrir sköramu jafn- gildi meira en tveggja ára innan- landsneyslu fikniefnisins. í nágrannalöndum okkar er áætl- að að lögreglan leggi hald á 5 til 10% af þeim fíkniefnum sem eru á markaðnum hverju sinni. Arnar Jensson hjá fíkniefnadeild iögregl- unnar sagði að 'hér á landi hefðu menn ekki viljað reikna magnið á markaönum á þennan hátt og síst hvað kókaín varðar. Neyslan á því er ekki eins almenn og á kannabis- efnum. Áður en lögreglan hafði upp á brasilíska fólkinu, með 450 grömm af kókaíni í fórum sínum, haföi samtals verið lagt hald á 89 grömm af kókaíni Það kókain sem náðst hefur hingað til hefur aldrei verið yfir 50% hremt. Kókainið, sem tekið var um dag- inn, er enn i efnagreiningu og því ekki vitað um hveréu hreint það er. Ef notaöar eru svipaðar aðferöir til að reikna út markaðinn hér og lögreglan í nágrannalöndum okkur notar má áætla að 350 til 400 gröram af kókaíni séu notuð hér árlega. Ef kókaín brasilísku hjónanna reynist hreint hefðu þær birgðir dugað markaðnum á þriðja ár. Ekki er talið vist að efíiiö hafi allt átt að fara á markað hér á landi. Arnar Jensson vildi ekki segja til um hvort eitthvað hefði komiö fram sem benti tö þess að hluti efnisins heföi veriö seldur hér á landi. Þó má draga þá ályktun að svo hafi verið, þar sem fólkið var með á fjórða hundrað þúsund í íslenskum krónum. Amar Jens- son varðist allra frétta af rannsókn málsins. -sme SkattstjórS Vestfjarðaumdæmis: Kærður til fjár- málaráðherra Skattstjóri Vestfjarðaumdærais hefur verið kærður til ijármálaráö- herra. Ragnar Haraldsson, endur- skoöandi í Bolungarvík, hefur kært skattsijóra og krefst þess að hann biöji sig og umbjóðanda sinn afsök- nnar og að hann dragi ummæli sín til baka. „Viö vorum búnir að vera skamma stund inni hjá skattstjóra er hann rak okkur á dyr og hafði í hótunum, bæði við mig og um- bjóðanda minn, Guömund Rós- mundsson, utgerðarmann í Bolungarvík. Ég og Guðmundur komum á skrifstofu skattstjóra til aö fá efnislegar skýringar vegna frámtals Guðmundar og eins til að bera fram efnisleg mál,“ sagði Ragnar Haraldsson, endurskoð- andi í Bolungarvík. Ragnar sagði að skattstjóri heiöi hótað að afgreiða ekki þau framtöl sem Ragnar kæmi nærri. Ragnar sagði að skattstjóri heföi sagst koma málum þannig fyrir að Ragn- ar missti réttindi sín. Varöandi mál Guðmundar Rósmundssonar sagði Ragnar að skattstjóri hefði sagt að þaö mál yrði ekki afgreitt „Við erum ósáttir viö afgreiöslu skattsfjóra og munum krefjast af- sökunarbeiöni af honum. Við sættum okkur ekki við slíkt harð- ræði sem ógnar réttarfarslegu öryggi skattþegna í umdæminu," sagði Ragnar Haraldsson. Hann hefur eins og fyrr sagöi kært skattstjóra til fjármálaráö- herra. -sme Stórólfsvallabúið. I það barst betra tilboð en nokkra aðra graskögglaverksmiðju. Tilboðinu var hafnað og verk- smiðjan leigð með forkaupsrétti. DV-mynd KAE Stórótfsvallabúið: Var besta til- boðinu hafnað? - tekst ekki að selja tæki úr verksmiðjunni? I graskögglaverksmiðju ríkisins á Stórólfsvöllum bárust nokkur tilboð. Eitt þeirra og það hæsta var frá Páli Ólafssyni, bónda að Brautarholti á Kjalamesi, sem er eini enkaaðilinn sem rekið hefur graskögglaverk- smiðju til þessa. Tilboð Páls hljóðaði upp á 23 miiljónir króna. Tilboði hans var hafnað. Það var í tið fyrrverandi ríkis- stjómar að sú ákvörðun var tekin að seldar skyldu allar grasköggla- verksmiðjur ríkisins, nema ein, Fóður og fræ í Gunnarsholti. Þegar er búið að selja hlut ríkisins í Vallhólma í Skagafirði. Búið er að selja Flatey í Austur-Skaftafellssýslu og Stórólfsvallabúið á Hvolsvelli er á leigu með forkaupsrétti. Samningar em langt komnir með kaup á Fóður- iðjunni í Dalasýslu. Það hefur verið mismikill áhugi fyrir að eignast graskögglaverk- smiöjurnar. Einna mestur áhugi var fyrir Stórólfsvallabúinu en í þá verk- smiðju bárust nokkur tilboð. Eitt þeirra og það hæsta var frá Páh Ól- afssyni, bónda aö Brautarholti á Kjalarnesi. Páll er eini enkaaðilinn sem rekið hefur graskögglaverksmiðju til þessa. Tilboð Páls hljóðaði upp á 23 milljómr króna. Tilboði hans var hafnað. í stað þess var verksmiðjan lögð niður, en aðstaðan leigð til þriggja ára meö forkaupsrétti. Hluti af tækjabúnaði hefur verið seldur. Sigurður Þórðarson, skrifstofu- stjóri í íjármálaráðuneytinu, segir að kaupleigusamningurinn sé metinn til jafns við tilboð Páls. Þó með þeim fyrirvara að takist að selja þau tæki sem eftir eru í verksmiðjunni. Þeir aðfiar sem DV hefur rætt við og þekkja til, segja að nær ógemingur sé að selja tækin úr verksmiðjunni. Bæði er offramleiðsla í greininni og eins ef verksmiðjan verði rifln jafn- gildi það eyðileggingu. Þau tæki sem stendur til að rífa em orðin tíu ára og ef þau verði rifin sundur þá veröi þau varla sett saman á ný svo vel fari. Tilboö Páls í Stórólfsvallabúið virð- ist vera nokkm betra en söluverð hefur verið á öðrum verksmiðjum. Kaupfélag Skagfirðinga borgaði 12,5 milljónir fyrir Vallhólma, Flatey seldist fyrir svipaöa upphæð og PáÚ bauð í Stórólfsvallabúið. Þess ber að geta að með kaupum á Flateyjar- verksmiöjunni fylgdi land. Stórólfs- vallabúiö á ekki land en þar fylgir leiguréttur á landi. í þeim samninga- viðræðum sem í gangi em vegna Fóðuriðjunnar er rætt um 10 millj- óna króna kaupverö. -sme Okkur tókst að klófesta nokkra Plymouth Reliant bíla af árg. 1987 á svo frábæru verði að nýleg tolla- hækkun verður að engu. Plymouth Reliant 4ra dyra á kr. 659.800.- Plymouth Reliant Wagon á kr. 715.500.- Innifalið í verði er m.a.: Sjálfskipting • Vökvastýri • 2.2 L, 101 DIN hö 4 cyl vél • Framhjóladrif • Bein innspýting á vél • Litað gler® Loftkæling • FjarstiIItir útispeglar® Hjólbarðar 14” með hvítum hring • Stereo útvarp og kassettutæki • Fjórir hátalarar • Kortaljós • Læst hanskahólf • Digital klukka® Lúxus innrétting • De Lux hjólkoppar • Krómuð toppgrind • Þurrka og rúðu- sprauta á afturrúðu • NÝBÝLAVEGI2 KÓPAVOGI SÍMI 42600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.