Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1987, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987. 11 Dýrt að liggja í kirkjugarði Brynhildur Ófafedóttir, DV, %>áni: Þaö er ekki eins einfalt og ódýrt og ætla mætti aö koma hinum látnu í jörðina, sérstaklega ekki ef búiö er í stórborg. Nýleg könnun í Madrid leiddi í ljós aö fermetrinn í kirkj ugörðum borgarinnar kostar um hundraö þúáund íslenskar krónur sem er mun meira en fermetrinn kostar í íbúö í einu af bestu úthverfum borgarinnar. Kirkjugarðar Madrid eru sext- án og ná allt í allt yflr þrjú hundruö og flmratíu hektara. Þrátt fyrir þessa gífurlegu stærö megna þeir ekki að taka við þeim rúmlega tuttugu þúsund manns sem árlega deyja í Madrid. Þetta er sívaxandi vandamál og mikill höfuöverkur yflrvalda höf- uðborgarinnar. Helstu úrlausnir hingaö til hafa verið að leigja út svokailaðar tímabundnar grafir til dæmis til tíu eða fimmtán ára eða að brenna Mkin sem aö sjálf- sögðu er langódýrasta lausnin. Kreppa framundan ífrönsku kirkjunni? Bjami Hmriksson, DV, Bordeaux: Árlegur fundur franskra bisk- upa hófst í gær í bænum Lourdes í Suður-Frakklandi. Þessi fundur er merkilegur fyrir þær sakir að óvenjulega hröö endurnýjun hef- ur átt sér stað meðal franskra biskupa og viija margir meina að það sé verk páfans í Róm sem hefur lokaorðið þegar valinn er nýr biskup í löndum kaþólikka. Sama hefur veriö sagt um breyt- ingar í biskupastétt Bandaríkj- anna, Hollands, Austurríkis og ýmissa landa Suöur-Ameríku. Af niutíu og þremur biskupum Frakklands hefúr Jóhannes Páll n. tilnefnt íjörutíu og tvo á þeim níu árum sem hann hefur setiö í Róm. Vafalaust er markmiöiö það aö styrkja tengslin viö Róm og auka vald páfans. Aö minnsta kosti er hægt aö segja þaö að franska kirkjan sé ekki eins sjálf- stæð og hún var fyrr á árum. Herskáir biskupar og breytinga- menn hafa vikið fyrir íhalds- samari andans mönnum. Eru margir ánægðir meö þessar breytingar en þeir eru einnig margir sem telja einhvers konar kreppu ffamundan í frönsku kirkjunni. Stórafmæli Snom Valsson, DV, Vín: Á morgun veröur haldið upp á tvöfalt stórafinæli nokkurs sérs- taks lögregluþáttar í hinum þýskumælandi sjónvarpsstöðv- um. Hér er um að ræða þáttinn „Sakamál X Y óleyst“ þar sem íögreglan í Þýskalandi, Austur- ríki og Sviss leitar aðstoðar áhorfenda í málum sem treglega gengur að upplýsa. Þáttaröðin hóf göngu sína í okt- óber 1967 og á því tuttugu ára afmæli um þessar mundir. í þáttunum hafa hingað til verið tekin fyrir 1.606 mál og þar af hafa 648 verið leyst með hjálp áhorfenda. í þáttum þessum er ýmist ein- göngu lesið úr lögregluskýrslum og birtar myndir af eflirlýstum sakamönnum eða málsatvik sett á svið í samræmi við framburð vitna. Þess er þó alltaf gætt að engar leiöandi upplýsingar komi fram í hinum knu atriðum. Oft hefur verið agnúast út í að hættulegt sé að vfrkja almenning til lögreglustarfa og einnig sé hætta á að illgjamar tungur komi fram með rangar upplýsingar. En 40 prósent árangur talar sínu máli og víst er að þættimir eiga eftir aö fýlla nokkur hundruöin áöur en yfir lýkur. Útlönd * ■ Vestur-Þýskaland: B a B Spa auknum hagvexti Gizur Helgason, DV, Liibeck: Samkvæmt skýrslu, sem helstu fj ármálasérfræðingar Vestur-Þýska- lands hafa sent frá sér, þá þurfa iðnaðarlöndin í Vestur;E.vrópu ekki að óttast aö kauphallarhrunið und- anfama daga leiði til stöðnunar eða jafnvel hnignunar í flárfestingu og framhaldsuppbyggingu iðnaöar. Þeir reikna fastlega með því að rík- isstjóm hvers lands takist að koma í veg fyrir efasemdir og vantrú í garð hinna með auknu starfi stjórnmála- manna á flármálasviðinu. Fjármála- sérfræðingar luku við þessa sameiginlegu skýrslu nú rett fyrir helgi og í henni er aö finna meðal annars spá um fiármálaþróunina á komandi mánuðum en aftur á móti slógu þeir marga varnagla í spánni og þá helst hvaö varðar hugsanlegt framhald þeirra sviptinga sem átt hafa sér stað á fiármálamarkaðnum. Stofnanir þær, sem áðurnefndir sérfræöingar koma frá, telja að hag- vöxtur í Vestur-Þýskalandi aukist um tvö prósent á árinu 1988 en í fyrra var hann 2,5 prósent og í ár er hann áætlaður um 1,5 prósent sem er minna en meðaltal annarra vestur- evrópskra ríkja. Fjármálasérfræðingar telja að þeg- ar þýsk útflutningsfyrirtæki hafi aðlagast breyttum aðstæðum á gengi dollarans þá muni aukinn útflutn- ingur ásamt aukinni neyslu heima fyrir auka hagvöxtinn verulega. Ef ekki verða enn frekari breytingar á dollarnum spá þeir 3,5 prósent aukn- um útflutningi 1988. Einnig reikna þeir með því að innflutningur aukist um 5 prósent á árinu 1988. Nú bendir allt til þess að vöruskiptajöfnuður í V-Þýskalandi verði hagstæður um sem nemur 75 milljörðum þýskra marka á móti 80 milljörðum í fyrra. Enda þótt gengið sé út frá því að þjóðarframleiðsla í V-Þýskalandi aukist um tvö prósent á næsta ári og um 80 þúsund ný störf komi í kjöl- farið þá er reiknað með því að 140 þúsund bætist í hóp atvinnulausra og verði þeir þá 2,3 milljónir, eða 9,1 prósent af vinnufæru fólki. Þeir sem versla með gengi í kaup- höllum meginlandsins eru sann- færðir um að stjórnmálamenn helstu iðnríkja Vestur-Evrópu hafi ákveöið að láta dollarann halda áfram að síga en bara ekki of hratt. Með þessum boðgreiðslum vinnstmargt: e Þærlosa áskrifendur viðónæðivegnainn- heimtu. # Þæreru þægilegur greiðslumátí sem tryggir skilvísar greiðslur þrátt fyrir annir eða fjarvistír. e Þærléttablaðberan- umstörfin enhann heldurþóóskertum tekjum. e Þæraukaöiyggi. Blaðberarerutil dæmisoftmeðtölu- verðarfjárhæðirsem geta glatast. Hafið samband við afgreiðslu DV kl. 9-20 virka dagó. laugardaga kl. 9-1! í síma 27022 eða við umboðsmenn okkar ef óskað er nánari upplýsinga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.