Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1987, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr. Verð í lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Vafasamir umbótamenn Hvarf íslendinga frá kaþólsku til lútersku var áður fyrr oft nefnt „siðbót“ . Þær leifar af hlutdrægni sigur- vegarans hurfu að mestu fyrir nokkrum áratugum. Nú er breytingin jafnan réttilega kölluð „siðaskipti“. Það er skynsamlegt orð, sem felur ekki í sér hlutdrægni. „Umbót“ er hlutdrægt orð, sem er í tízku um þessar mundir. Deng hinn gamli í Kína og Gorbatsjov í Sovét- ríkjunum eru kallaðir „umbótasinnaðir“, þótt ábyrgara væri að kalla þá „umskiptasinnaða“, því að þeir vilja breytingar, sem deila má um, hvort séu til bóta. Blaða- og fréttamenn eiga að kunna að verjast tilraun- um til að hta upplýsingar þeirra. Þess vegna er undarlegt að sjá í sjónvarpi, heyra í útvarpi og lesa í blöðum, að „umbótasinnar“ hafi tekið við stjórnvelinum í Beijing og „umbótasinnum“ Gorbatsjovs fjölgi í Moskvu. Við skulum líta nánar á stefnu Dengs og þeirra manna, sem hann hefur stutt til valda í Kína. Hann hafði frumkvæði að stöðvun veggblaðanna í Beijing, þar sem fólk hafði getað sagt meiningu sína. Hann lét refsa höfundum blaðanna til að fæla aðra frá sömu iðju. Tíbetbúar hafa ekki orðið varir við neinar umbætur af hálfu Dengs og hans manna. Þar í landi urðu í síð- asta mánuði uppþot, er hin kínversku stjórnvöld bældu niður harðlega. Ekki eru séð nein merki þess, að menn Dengs hyggist bæta fyrir kínverska glæpi 1 Tíbet. Lengst af voru Tíbetar sjálfstæð þjóð og bjuggu við afar sérstæða menningu munklífis. Kínverski herinn réðst inn í landið 1950 og innlimaði það í Kína. í menn- ingarbyltingunni 1966 voru um 6000 klaustur skemmd og eyðilögð til að útrýma þjóðareinkennum Tíbeta. Uppþotin í síðasta mánuði sýna, að enn lifir í þjóðern- isglæðum Tíbeta, á svipaðan hátt og Eistlendingar, Lettar og Lithaugamenn reyna að hlúa að þjóðerni sínu, þrátt fyrir sífelldar ofsóknir Kremlveija. Þau sýna líka, að valdhafarnir hafa ekki sett upp silkihanzka. Hinar meintu umbætur Dengs felast ekki í virðingu fyrir sjálfstæðri hugsun í veggblöðum eða fyrir sjálfs- ákvörðunarrétti kúgaðra þjóða. Þær felast fyrst og fremst í, að hann vill beizla gróðafíkn manna til að efla þjóðarhag, eins og gefízt hefur vel á Vesturlöndum. Umskiptastefnur Dengs og Gorbatsjovs miða ekki að auknu lýðræði og meiri mannréttindum. Þær eru að- ferðir til að knýja meiri afköst út úr þjóðarbúskapnum með því að gefa þrælunum tímabundna og óvissa hlut- deild í hagnaðinum af auknum afköstum þeirra. Einnig felast þær í auknu aðhaldi og eftirliti með, að settum markmiðum verði náð. í því skyni vill Gor- batsjov til dæmis draga úr, að íbúar Sovétríkjanna eyði dýrmætum tíma til að drekkja sorgum sínum í vodka. Þetta á að fá þá til að vinna meira og slóra minna. Hugsanlegt er, að einstök atriði breytinganna í Kína og Sovétríkjunum megi flokka undir umbætur, ekki sízt bætt samskipti við umheiminn. Séu þær hins vegar skoðaðar í heild, er traustara að forðast fullyrðingar um, að breytingarnar feli í sér „umbótastefnu". Erfitt er að hugsa sér sem umbótasinna þá valdhafa, sem kúga fólk í svipuðum mæli og fyrirrennararnir gerðu og eru næstum eins hættulegir umhverfi sínu og fyrirrennararnir voru. Allra sízt ættu lífsreyndir fjöl- miðlungar að falla í slíka gryfiu hugsanaletinnar. íslenzka lúterskan bauð af sér betri þokka, en verður þó að sætar því raunsæi í orðavali að vera ekki lengur kölluð „siðbót“, heldur eingöngu „siðaskipti“. Jónas Kristjánsson Efhahagssveiflur Hruniö, sem varð á verðbréfa- mörkuðum „svarta" mánudaginn 19. október, hefur vakið upp ýmsar hugleiðingar. Ekki síst hefur mönnum orðið hugsað til verð- hrunsins mikla 1929 sem var undanfari kreppunnar miklu. Mörgum hefur orðið tíðrætt um kenningar rússneska hagfræðings- ins Nikolai Kondratieffs. Sam- kvæmt þeim gengur efnahagslíf Vesturlanda í endurteknum sveifl- um. Tekur hver sveifla 50 til 60 ár. Á einum sveiflutíma skiptast á þensia og samdráttur. Þessar kenn- ingar hafa ekki verið í tísku lengi þó nú hafi rykið verið dustað af þeim. Ýmislegt bendir til þess að vissir þættir i efnahagslífi okkar fylgi árvissum sveiflum. Fasteigna- verð er til daemis í hámarki og lágmarki á fjögurra ára fresti. Und- anfarna fjóra áratugi virðist einnig hafa komið bakslag í efnahagslífið áttunda hvert ár. Húsnæðismarkaður Þeim sem fylgjast með verðþróun á húsnæðismarkaði er ekkert ný- næmi í hugmyndum af þessu tagi. Fasteignasalar þekkja fullvel aö árstíðabundnar sveiflur koma fram á söluverði íbúðarhúsnæðis. í upphafi árs hefur hækkun fast- eignaverðs verið árviss. Menn kannast við að á vorin er oft deyfð yfir markaðinum og hækkanir verða á haustin. Einnig er nokkuð greinilegt samband á milli sveiflna í efnahagslífi og verðþróunar á fasteignamarkaði. Víða um lönd hafa menn veitt því athygli að sölu- verð íbúðarhúsnæðis fellur þegar bakslag verður í efnahagslífi. Fast- eignaverð heldur hins vegar áfram að lækka þótt efnahagurinn taki við sér aftur. Reynslan bendir til að hér á landi sé fasteignaverð i lágmarki um það bil tveimur árum eftir að efnahagslífið nær lágmarki. Spáð um verðþróun 1983 Árið 1983 varð bakslag í efna- hagslífinu hér á landi. Þá féll einnig fasteignaverð. Á þeim tíma starfaði undirritaður ásamt Elíasi Gísla- syni viðskiptafræðingi við kannan- ir á fasteignamarkaði hjá Fasteignamati ríkisins. Eftir að við höföum kannað veröþróun, sem komið haföi fram við hliðstæðar aöstæður áður, einkum þó 1967 til 1970, spáðum við því að fasteigna- verð mundi falla í tvö ár og ná lágmarki síðustu mánuöina 1985 eða í upphafi árs 1986. Eins og les- endur geta séð á meðfylgjandi línuriti varð verðþróun á fast- eignamarkaði í höfuðdráttum eins og spáin sagði. Föst regla Söluverð fasteigna fylgir reyndar KjaUariiin Stefán Ingólfsson verkfræðingur enn meiri reglu en notuð var til að segja fyrir um verðþróunina 1983 til 1986. Ef verðþróunin síðustu tvo áratugi er athuguð kemur í ljós að hún fylgir ótrúlega mikilli reglu. Á fjögurra ára fresti skiptast á há- mark og lágmark á söluveröi íbúöarhúsnæðis. Þannig var sölu- verð mjög hátt 1966. Það var í lágmarki fjórum árum síðar, 1970. Aftur var verð í hámarki 1974 og enn í lágmarki 1978. Síöasta sveifl- an hófst 1982. Þá náði verðiö hámarki og féll í lágmark 1986. Árið 1973 er það eina sem fellur ekki fyllilega að þessari reglu. Þaö ár var Vestmannaeyjagosið og fylgdi því mikil verðþensla eins og menn muna. Þeir tveir áratugir, sem hér er lýst, eru eina tímabiliö sem upplýsingar liggja fyrir um fasteignaverð. Ef gerð verður könnun á fasteignaverði eins og það var árin fyrir 1966 leiðir hún í ljós hvort reglan hefur gilt lengur. Regla í efnahagslifi? Þau ár, sem marka bakslag á fast- eignamarkaði, eru vel þekkt úr hagsögu síðustu ára. Þau koma á eftir „toppárunum" 1966, 1974 og 1982. Það eru árin 1967,1975 og 1983. 1967 var ár mikilla erfiðleika, sem enn er rætt um. Mönnum eru í fersku minni erfiðleikar ársins 1983. Áriö 1975 var einnig erfitt þó það kæmist ekki í samjöfnuð við hin. Á milli þessara slæmu ára liðu 8 ár. Ef litið er á lengra tímabil en þá tvo áratugi, sem áður voru nefndir, kemur í ljós aö finna má svipaða reglu frá stríöslokum. Árið 1951 var til dæmis slæmt fyrir ís- lendinga í efnahagslegu tilliti. Margir muna enn atvinnuleysisár- in 1951 til 1952. Svipuðu máli gegnir um árið 1959. Þá fór fyrsta vinstri stjórnin frá völdum sökum þess að ekki náðist samstaða um ráðstaf- anir í efnahagsmálum en efnahags- ástand var þá slæmt. Til fróðleiks má setja upp einfalda töflu um þessi ár og hin sem áður voru nefnd. 1951 mjög slæmt. 1959 slæmt. 1967 mjög slæmt. 1975 slæmt. 1983 mjög slæmt 1991 slæmt? Efnahagslögmál? Það verður að teljast verðugt verkefni fyrir hagfræðinga og hag- fræðistofnanir þessa lands að kanna hvort í þessum einfóldu staðreyndum sé fólgið efnahagslegt lögmál, Megum við íslendingar reikna með því að á einhvern óút- skýrðan hátt séu að verki kraftar í þjóðlífinu sem valdi meiri háttar efnahagslegu bakslagi á 16 ára fresti og minna áfalli þess á milli? Við vitum að þegar þensla er í þjóð- lífinu vex hún af sjálfu sér. Menn gera bjartsýnar áætlanir. Bjartsýn- in kallar á athafnasemi og orka leysist úr læðingi. Menn verða áræðnir og hugmyndaríkir. Fyrir- tækjum er hrundiö af stað. Atvinna eykst. Á hinn bóginn vitum við að eftir að samdráttar gætir verða menn svartsýnir og varfærnir. Þeir halda að sér höndum og áræði minnkar. Fyrirtæki draga saman starfsemina. Atvinna minnkar. Þaö er ekki erfitt að sjá fyrir sér hvern- ig bjartsýni veldur auknum framkvæmdum sem enn vekja meö mönnum trú og kalla á enn meiri framkvæmdir. Þenslan verður að lokum það mikil að farið er yfir markið og bakslag kemur. Eftir að illa fer að ganga verða menn var- fæmir. Áætlanir byggjast á svart- sýni og úrtölumenn eru á hverju strái. Stefán Ingólfsson „Ymislegt bendir til þess að vissir þætt- ir 1 efnahagslífi okkar fylgi árvissum sveiflum. Fasteignaverð er til dæmis í hámarki og lágmarki á fjögurra ára fresti.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.