Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1987, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1987, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987. Fólk í fréttum Steingrímur Hermannsson Steingrímur Hermannsson utan- ríkisráöherra lagöi þaö til á fóstu- daginn í DV aö Reykjavík veriö gerö að friðarvin fyrir andvirði einnar sprengjuþotu. Steingrímur er fæddur 22. júní 1928 og lauk B.Sc. prófi í rafmagnsverkfræði frá IIT í Chicago 1951. Hann lauk M.S. prófi frá CIT í Pasadena 1952 og var verk- fræðingur hjá Rafmagnsveitu Rvíkur 1952-1953, Áburðarverk- smiðjunni hf. 1953-1954 og SCEC í Los Angeies 1955-1956 og fram- kvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins 1957-1978. Steingrímur var alþingismaöur Vestfjarðakjör- dæmis 1971-1987 og Reykjaneskjör- dæmis frá 1987. Hann var dóms-, ' kirkjumála- og landbúnaðarráö- herra 1978-1979, sjávarútvegs- og samgöngumálaráðherra 1980-1983, forsætisráðherra 1983-1987 og ut- anríkisráöherra frá 1987. Stein- grímur hefur verið formaður Framsóknarflokksins frá 1979. Fyrri kona Steingríms var Sara Jane, f. 30. október 1924. Foreldrar hennar eru Leos J. Donovan, tann- læknir í Chicago, og k.h. Marie Blanche Donovan. Böm Steingríms og Söru eru Jón Bryan, f. 23. októb- er 1951, arkitekt og vélaverkfræð- ingur í Los Angeles, giftur Lisalotte Hedvig Mueller, Ellen Herdís, f. 6. nóvember 1955, vinnur viö al- mannatengsl í New York, Neil, f. 16. desember 1957, er að ljúka tann- læknanámi í Bufíalo í New York. Seinni kona Steingríms er Guðlaug Edda GuOmundsdóttlr, r. zi. JanUar 1937. Foreldrar Eddu: Guðmundur Gíslason, skólastjóri á Reykjum í Hrútaflröi, og k.h., Hlff Böövars- dóttir. Böm Steingríms og Eddu eru Hermann Ölvir, f. 25. ágúst 1964, verkfræðinemi, Hlíf, f. 22. júh 1966, læknanemi og Guðmundur, f. 28. október 1972, nemi. Systur Steingríms eru Herdís, f. 12. maí 1927, d. 19. maí s. ár og Pá- lína, f. 12. september 1929, gift Sveinbirni Dagflnnssyni, ráðu- neytisstjóra í landbúnaðarráðu- neytinu. Foreldrar Steingríms: Hermann Jónasson, alþingismaður og forsætisráðherra, og kona hans, Vigdís Oddný Steingrímsdóttir. Faðir Hermanns var Jónas, b. og smiöur í Syðri-Brekkum í Akra- hreppi, Jónsson. Móðir Hermanns var Páhna ljósmóðir, systir Önnu, ömmu Sigurðar Björnssonar, bæj- arverkfræðings í Kópavogi, og langömmu Héðins Steingrímsson- ar, heimsmeistara sveina í skák. Pálína var dóttir Bjöms, b. á Hofs- stöOum, Péturssonar. Móölr Pállnu var Margrét, systir Þorkels, foöur Þorkels veðurstofustjóra og afa Sigurjóns Rist vatnamælinga- manns. Margrét var dóttir Páls Þórðarsonar, b. í Viðvík, bróður Jóns á Hnjúki, langafa Jóns á Hofl, föður Gísla menntaskólakennara. Bróðir Páls var Jón á Ytrahvarfi, langafi Guðjóns B. Ólafssonar, for- stjóra SÍS. Jón var langafi Jóns á Jarðbrú, afa Atla Rúnars Halldórs- sonar fréttamanns. Jón á Ytra- hvarfi var einnig langafi Hallgríms, föður Hafliða sellóleikara og Jó- hanns, föður Þórunnar Ashkeriazy. Móðir Páls var Sigríður Guð- mundsdóttir, systir Jóhönnu, langömmu þeirra bræðra Hall- gríms, fyrsta forstjóra SÍS, Sigurö- ar, forstjóra SÍS, og Aðalsteins Kristinssonar, forstjóra innflutn- ingsdeildar SÍS, sem er afi Árna Árnasonar, frv. framkvæmda- stjóra Verslunarráðs. Móðir Margrétar var Guðný Bjömsdóttir, systir Guðrúnar, ömmu Páls Zóp- bónlassonar bUnaOarmaiastjóra, föður Hjalta, frámkvæmdastjóra innflutningsdeildar SÍS, og Zóp- hónfasar, skipulagsstjóra ríklsins. Bróðir Guðrúnar var Bjöm, afi Snorra Sigfússonar námsstjóra. Móðir Steingríms, Vigdís, var dóttir Steingríms, byggingarmeist- ara í Rvík, Guðmundssonar, b. á Svalbarða á Álftanesi, Runólfsson- ar. Móðir Vigdísar var Margrét, systir Ingibjargar, ömmu Berg- steins Gizurarsonar brunamála- stjóra. Margrét var dóttir Þorláks, útvegsbónda í Þórukoti á Álftanesi, Steingrímur Hermannsson. bróðir Sæmundar, langafa Tómas- ar, frv. formanns Sölusambands ísl. fiskframleiðenda, Guðlaugs Þorvaldssona ríkissáttasemjara og Ellerts Elrikssonar varaþlng- manns. Sæmundur var einnig langafi Bjarna, forstjóra Byggða- stofnunar, og Guðmundar Einars- sonar, forstjóra Skipaútgeröar ríkisins. Bróðir Þorláks var Einar, langafi Eiríks, föður Ásgeirs Hann- esar varaþingmanns. Einar var einnig langafi Ólafs Gauks og Dag- bjarts Einarssonar, formanns Sölusambands ísl. fiskframleið- enda. Þorlákur var sonur Jóns, útvegsbónda á Húsatóftum í Grindavík, Sæmundssonar, forföð- ur Húsatóftaættarinnar. Afmæli Oskar Friðbjamarson Óskar Friðbjarnarson fram- kvæmdastjóri, Bakkavegi 31, Hnífsdal, er sextugur í dag. Kona Óskars er Fjóla Hannes- dóttir, f. 8. júní 1928, og eiga þau fimm syni: Hannes vörubílstjóra, f. 1957; Friðbjörn verkamann, f. 1959, giftan Guðrúnu Hreinsdóttur og eiga þau tvö börn; Aðalstein, námsmann í Noregi, f. 1962; Ind- riða, menntaskólanema á ísafirði, f. 1967, og Guðmund sem býr í for- eldrahúsum, f. 1968. Óskar á níu bræður sem allir eru á lífi. Foreldrar Óskars: Friðbjörn, b. í Sútarabúð í Grunnavík, en hann er látinn, og kona hans, Sólveig Pálsdóttir. Guðmundur Sigfusson Guömundur Sigfússon, bóndi á Kolbeinsá I, Bæjarhreppi, Stranda- sýslu, er sjötíu og fimm ára í dag. Guðmundur giftist 1939, Hönnu Hannesdóttur, f. 17. september 1916, börn þeirra eru, Hilmar, f. 1938, b. á Kolbeinsá, giftur Sigur- rósu Jónsdóttir, og eiga þau þrjú börn. Agnar, f. 1940, vörubílstjóri í Grindavík. giftur Sólveigu Guð- bjartsdóttir og eiga þau fimm börn. Ásdís, f. 1942, gift Pálma Sæmunds- son, sparisjóðsstjóra í Laugarholti í Hrútafirði og eiga þau þrjá syni, Margrét, f. 1955, gift Halldóri Sig- urössyni b. á Efri-Þverá í Vestur- hópi, og eiga þau tvær dætur. Sigfús, f. 1958, b. á Kolbeinsá, sam- býliskona hans er Ingibjörg Karls- dóttir. Guðmundur átti þrettán systkini en eitt þeirra dó í barnæsku. Þau systkinin eru nú tíu á lífi. Foreldrar Guðmundar voru Sigf- ús, b. á Stóru-Hvalsá, Sigfússon. og kona hans, Kristín Guðmundsdótt- ir. Laufey Stefánsdóttir Laufey Stefánsdóttir, Fálkagötu 9, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára - í dag. Laufey fæddist í Viðey en faðir hennar var þar vinnumaður hjá Ólafi Gislasyni, forstjóra Millj- ónafélagsins. Hún flutti svo fljót- lega með foreldrum sínum aö Haga, sem stóð þar sem nú er Hofsvalla- gata í Reykjavík, en frá Haga flutti fjölskyldan á Grímsstaðaholtið þar sem Laufey býr enn. Maður Laufeyjar er Jón, f. 26.2. 1909, en hann var húsvörður á Hótel Sögu í u.þ.b. tuttugu ár. For- eldrar hans: Þórður, b. á Reykjum á Skeiðum, Þorsteinsson, af Bergs- ætt, og Guðrún frá Sandlækjarkoti Jónsdóttir sem einnig er af Bergs- ætt. Laufey og Jón eignuðust átta j böm sem öll eru á lífi: Fjóla Jeffri- es húsmóðir, f. 1936, er búsett í Texas, gift Marvin Jeffries flug- stjóra og eiga þau fjögur börn; Árni Laufdal húsasmiður, f. 1938, býr í Reykjavík og á einn son; Stefán sendibílstjóri, f. 1947, á tvö börn, Laufey Stefánsdóttir. býr í Reykjavík og er giftur Sigríði Sigurðardóttur; Kristján Þór stýri- maður, f. 1948, býr í Reykjavík, er giftur Lunu Jakobsen og eiga þau tvö börn en hann átti eitt barn fyr- ir; Þórður, deildarstjóri hjá Krist- jáni Ó. Skagfjörð, f. 1950, er giftur Ásu Bjamadóttur og eiga þau eina dóttur; Smári, starfsmaður hjá Sandsölunni hf„ giftur Jóhönnu Sigurjónsdóttur og eiga þau tvö börn; Geir stýrimaöur, f. 1954, á tvö börn og er giftur Elínu Kristjáns- dóttur; Guðlaug húsmóðir, f. 1956, býr í Hnífsdal og er gift Viðari Finnssyni sjómanni. Systkini Laufeyjar voru átta en þrjú þeirra eru látin: Pétur, sjó- maður og útgerðarmaður 1 Reykja- vík, er giftur Guðrúnu Svein- björnsdótur; Ágústa, húsmóðir, býr í Seattle í Washington en henn- ar maður heitir Garry; Árni er starfsmaöur hjá Þórskaffi og er giftur Sigríði Helgadóttur; Guðrijn, býr í Reykjavík, en hún var lengi þerna á Gullfossi; Auöur, starfar við barnagæslu í Reykjavík; Fjóla, dó ung; Ingvar, dó í barnæsku; og Björgvin Laufdal var ungur maður þegar hann lést. Foreldrar Laufeyjar vom Guð- laug Pétursdóttir og Stefán, sonur Áma, b. í Mýrdalskoti, Guðbrands- sonar og Guðrúnar Jónsdóttur. Ingibjövg Ámadóttir Ingibjörg Árnadóttir, Miðhúsum, Reykhólasveit, er níræð í dag. Ingi- björg fæddist að Kollabúðum og ólst þar upp til átta ára aldurs en þá missti hún föður sinn og varð móðir hennar þá aö bregða búi. Ingibjörg og Anna systir hennar fóru þá í fóstur að Stað á Reykja- nesi í Barðastrandarsýslu, til séra Jóns Þorvaldssonar og Ólínu Krist- ínar Snæbjarnardóttur. Frá því menningarheimili minnist hún m.a. gestakomu þeirra Matthíasar Jochumssonar, Stefáns frá Hvíta- dal, Þórbergs Þórðarsonar og Emils Thoroddsens. Ingibjörg stundaði nám í Húsmæðraskólan- um á ísafirði 1917-1918, lærði síðan vefnað og fatasaum í Reykjavík og garðyrkju lærði hún í Gróðrarstöð- inni í Reykjavík hjá Ragnari Ásgeirssyni. Hún var matráðskona á Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal 1924-26 og síðan ráðs- kona á búi Thors Jensens að Lágafelli í Mosfellssveit. Ingibjörg fór síðan til Reykjavíkur og vann þá um hríð með Helgu Sigurðar- dóttur skólastjóra í matsölu Oddfellowreglunnar en stofnaði síðan eigin matsölu. Ingibjörg og maður hennar hófu búskap á Miðhúsum í Reykhóla- sveit 1939. Hún var einn af stofn- endum Kvenfélagsins Liljunnar og var formaður þess um langt skeið. Ingibjörg hafði forgöngu um aö friða land í Barmahlíð en á þeim stað, sem löngum var nefndur Kvenfélagsgirðingin, stunduðu Ingibjörg og aörir áhugamenn trjá- rækt um áratuga skeið. Þau Miðhúsahjón voru meðal stofn- enda Kirkjukórs Reykhólasveitar og Ingibjörg var lengi í sóknar- nefnd kirkjunnar. Ingibjörg er vel ern og við sæmilega heúsu. Ingibjörg giftist 1930 Jóni Daða- syni, f. 31. maí 1899, d. 15. maí 1977, ættuðum frá Skógarströnd á Snæ- fellsnesi. Foreldrar hans voru Daði Daníelsson og María Andrésdóttir, systír þeirra skáldsystra Herdísar og Ólínu. Ingibjörg Árnadóttir. Dóttir Ingibjargar og Jóns er Ólína Kristín, f. 15. júlí 1931, gift Sveini Guðmundssyni, kennara og b. á Miðhúsum, og áttu þau fimm börn: Jón Hjálmar, f. 15. júlí 1955, sjóliðsforingja; Guðmund, f. 27. apríl 1957, d. 27. september 1974; Ingibjörgu Ernu, f. 19. maí 1960, gifta Daníel Engilbertssyni; Þrym Guðberg, f. 31. maí 1966; og Guð- mund, f. 13. apríl 1976. Systkini Ingibjargar voru átta: Anna, f. 11. október 1884, d. 3. apríl 1957, gift Eyjólfi Guðmundssyni, sjómanni í Rvík; Finnboga, f. 14. október 1886, d. 4. febrúar 1941, gift Oddi Jónssyni, lækni á Miöhúsum; Guðmundur, f. 29. maí 1889, b. í Naustavik, giftur Steinunni Guð- mundsdóttur, f. 29. september 1896, d. 19. febrúar 1986; Ragnheiður Jónína, f. 25. júní 1890, d. 29. mars 1982, gift Daníel Ólafssyni, b. í Tröllatungu; Þórarinn Guðmund- ur, f. 4. júlí 1892, b. á Miðhúsum, giftur Steinunni Hjálmarsdóttur; Ólafía Halldóra, f. 19. október 1893, gift Ólafi Jónssyni, sjómanni í Rvík; Hallvarður Einar, f. 23. des- ember 1895, d. 20. janúar 1969, sjómaður í Rvík, giftur Guðrúnu Kristjánsdóttur; Brandís, f. 4. ágúst 1900, gift Ólafi Bjarnleifssyni, verkamanni í Rvík. Foreldrar Ingibjargar voru Árni Gunnlaugsson, b. á Kollabúðum í Reykhólasveit, og kona hans, Kristín Hallvarðsdóttir. Andlát 75 ára Marinó Árnason skipstjóri, Suður- götu 97, Akranesi, er sjötíu og fimm ára í dag. Hann verður að heiman í dag. 60 ára Steinar Magnússon, Þinghólsbraut 67, Kópavogi, er sextugur í dag. Ásta Sóley Lárusdóttir, Hallveigar- stíg 9, Reykjavík, er sextug í dag. 50 ára________________________ Guðný Steingrímsdóttir, Lóni, Raufarhafnarhreppi, Norður-Þing- eyjarsýslu, er fimmtug í dag. Pétur Ragnar Enoksson, Suður- landsbraut, Rauðavatni 1 G 11, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Guðni Aðalsteinn Arthúrsson, Heiðarvegi 14, Reyðarfirði, er fimmtugur í dag. Sigtryggur Vagnsson, Hriflu 2, Ár- skógsstrandarhreppi, Eyjafirði, er fimmtugur í dag. 40 ára Halla Halldórsdóttir, Rjúpufelli 31, Reykjavík, er fertug í dag. Þórður Helgason, Bjarnhólastíg 18, Kópavogi, er fertugur í dag. Ólafur Guðnason, Neðstabergi 6, Reykjavík, er fertugur í dag. Trausti Magnússon, Hjallabrekku 1, Ólafsvík, er fertugur í dag. Birgir Guðmundsson, Krummahól- um 8, Reykjavík, er fertugur í dag. Viðar Jónsson, Ásbraut 15, Kópa- vogi, er fertugur í dag. Ásdís Magnúsdóttir, Brekkubyggð 24, Garðabæ, er fertug í dag. Guðrún Ragna Sveinsdóttir, Mið- túni 19, Hafnarhreppi, Austur- Skaftafellssýslu, er fertug í dag. Sveinsina Ágústsdóttir frá Kjós í Árneshreppi andaðist á dvalar- heimilinu Hrafnistu 3. nóvember sl. Margrét Jónsdóttir, Sauðhú- svelli, V-Eyjaíjöllum, lést í- Landspítalanum þriðjudaginn 3. nóvember. Stefanía Magnúsdóttir, Múlavegi 16, Seyðisfirði, lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu, Neskaupstað, 3. nóvember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.