Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1987, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 5. NÖVEMBER 1987. 9 Utlönd Vopnin til árásar á írskt fangelsi? Bjami Hinriksson, DV, Bordeaux; Tekist hefur aö bera kennsl á þijá af áhafnarmeðlimum skipsins sem franska strandgæslan stöðvaði und- an Bretagneskaga. Skipiö var fullt af vopnum ætluðum írska lýðveldis- hernum, IRA. Mennimir hafa verið fluttir til Par- ísar og verða sóttir þar til saka fyrir að hafa ætlað að stuðla að hryðju- verkum. Koma þeir allir frá írska lýðveld- inu og eru þekktir sem stuðnings- menn IRA. Einn þeirra var dæmdur í fimm ára fangelsi árið 1976 fyrir að geyma vopn sem ætluð voru IRA. Hinir tveir eru einnig írskir en vafi leikur á að nöfnin sem þeir gefa upp séu rétt. Enn í gær var verið að skipa upp vopnunum sem voru að meginhluta glæný, tuttugu eldflaugar, þúsundir riffla, tíu tonn af faílbyssukúlum og ýmsar tegundir vélbyssa, alls tvö hundruð tonn. Þetta eru mestu vopnaílutningar sem um getur til IRA og mesta magn af vopnum sem lagt hefur verið hald á í Frakklandi. Ef vopnin hefðu komist á áfanga- stað er víst að átökin á Norður-ír- landi hefðu magnast til muna og breytt um svip. Til dæmis hefðu IRA-menn þá getað skotið niður þyrl- ur breska hersins sem hafa reynst árangursríkar við gæslu landamær- anna við írska lýðveldið. Mörgum spurningum er enn ósvar- að. Andvirði vopnanna nemur alls 1.350 milljónum króna og er óhugs- andi að IRA hafi getað fjármagnað slík kaup. Samkvæmt því sem skip- verjarnir segja voru þeir að koma frá Um tvö hundruð tonn af vopnum, ætluðum irska lýðveldishernum, voru um borð í skipinu sem franska strandgæslan stöðvaði um helgina. Simamynd Reuter Sviku út milljónir með gjaldeyrisbraski Haukur L. Hauksson, DV, Eaupmannahöfn; Þrír bankastarfsmenn og þrír fulltrúar hafa verið reknir frá höf- uðstöðvum Privatbankans í Kaupmannahöfn. Gerðist þaö eftir að upp komst að þeir höfðu svikið út peninga með ólöglegri gjaldeyr- isyerslun í bankanum. í allt þénuðu mennimir tíu milij- ónir danskra króna fram að síðustu áramótum. En í ár gekk verslunin ekki nógu vel þannig að þeir töp- uðu um sjötíu og flmm prósent gróðans aftur. Tap bankans nemur um tveimur milljónum króna. Misnotuðu þessir starfsmenn bankans aðstööu sína í bankanum til að versla með gjaldeyri fyrir tvö fyrirtæki sín á betra gengi en hægt var aö fá annars staðar. Spiluðu þeir þannig bæði með fé bankans og fyrirtækjanna í gjaldeyrisbraski sínu. Auk þess getur verið um umboðssvik og ólöglega meðferð á gjaldeyri viðskiptavina bankans að ræða. Hafa mennimir verið kærðir en ekki ákæröir enn þar sem málið er enn í rannsókn. Upp komst um gjaldeyrisbraskið er mennimir reyndu að eyða öllum ummerkjum um kaup og sölu í ör- yggiskerfi bankans. Segir talsmað- ur bankans að endurskoöun og öryggi sé nú svo gott að það sé ein- ungis spuming um hvenær en ekki hvort svona lagað kemst upp. Páll Vflhjáímssan, DV, Osló: Læknar á slysavarðstofunni í Osló eru sakaðir um að vera í ólöglegu samstarfi við lögregluna. Norskir fjölmiðlar hafa skýrt frá því að samkvæmt framburði lög- reglumanns hafi læknir á slysavarð- stofunni sagt lögreglunni frá sjúklingi sem þangað kom inn með hundsbit. Sjúklingurinn kom á slysa- varðstofuna þann 14. maí síðastlið- inn en þann sama dag voru mótmæli í Osló gegn Weinberger, vamarmála- ráðherra Bandaríkjanna, sem þá var í opinberri heimsókn. Lögreglan tók á móti manninum er hann kom af slysavarðstofunni. Sjúklingurinn hafði af tilviljun ver- ið gestur á veitingahúsi í miðborg Osló þegar lögreglan réðst þar inn Möltu en þar hafa Líbýumenn góð sambönd. Yfirvöld á Möltu segja að skipið hafi verið án farms þegar það lagði upp. Líklegast þykir að Gaddafi hafi hreinlega gefið IRA vopnin og að þeim hafi verið skipað um borð í Trípólí 15. október. Þetta vopnasafn er meira en hinir um það bil þúsund IRA-menn, sem taldir eru virkir í vopnaðri baráttu, hafa þörf fyrir. Því telja sumir sérfræðingar að ætlunin hafi verið að IRA seldi hluta vopn- anna til þriðja aðila og fengi þannig fé sem vantar til að fjármagna starf- semi samtakanna. En þetta eru enn sem komið er einungis getgátur. Nýjustu fréttir herma að nota hafi átt vopnin til að ráðast á fangelsi á Noröur-írlandi þar sem nokkur hundruö írar eru í haldi. Mamikhúéii ///. SIGTÚNSÍMl 26088. Norskir læknar sakaðir um ólöglegt samstarf við lögreglu með kylfum og hundum til aö hand- taka óeirðaseggi. Maðurinn, sem bitinn var af lögregluhundi, kærði lögregluna. Þegar kæran var tekin fyrir voru viðkomandi lögreglumenn yfir- heyrðir. í framburði eins lögreglu- mannsins kemur fram að lögreglan fékk upplýsingar frá slysavarðstof- unni um að þangað heföi komið maður sem gæti hafa tekið þátt í mótmælunum gegn Weinberger. Fjölmiðlar og læknar taka mál þetta alvarlega. Ef framburður lög- reglumannsins reynist sannur hafa læknar á slysavarðstofunni í Osló brotið lög um trúnað sjúklings og læknis. Bæði lögregluyfirvöld og yfirmaður slysavarðstofunnar neita ásökunum. KJÖRIÐ TÆKIFÆRI Bestu sölumánuðirnir framundan. Af sérstökum ástæðum er til sölu fjölskyldufataverslun á góðum stað. Greiðslukjör. Sími 20114 eftir kl. 19. NÝ ÚTVARPSSTÖÐ VIÐ HEFJUM UTSENDINGAR Á FM 95-7 Á MORGUN UTVARPÁ LJLIFUM NÖTUM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.