Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1987, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1987, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987. 31 Sandkom Þad var litið um sviptingar á hrossa- þingi. Þá blöskraði almættinu Ekki þóttu öldurnar rísa hátt á nýafstöönú ársþingi Landssambands hestamanna sem haldiö var á Selfossi. Lít- ið var tekið á málum sem þurfti að afgreiða á þinginu. Ber þar hæst rifrildið um landsmótsstað á næsta ári. Þá datt engum í hug að orða rangfærslumar sem komu fram á nýafstöðnum gróður- vemdarfundi samtakanna Lífs og lands. Á fundinum þeim arna var fullyrt að hross landsmanna ættu drýgstan þátt í gróðurspjöll- um á hálendinu. Kom fram sú hugmynd að skattleggja alla hrossaeign landsmanna og nota aurana, sem þannig söfnuðust, til að græða upp sárin sem taglfénaðurinn ylli. Einhver hefði nú búist við hörðum og hnitmiðuðum við- brögðum frá hestaþings- mönnum en þaðan heyrðist ekki múkk. Þó gerðist það að frétta- mönnum Bylgjunnar og Ríkisútvarpsins tókst að blása lífl í þingið þótt þess yrði ekki vart annars staðar. Þannig var að þegar þingfull- trúar sátu í lognmollunni í hádeginu á laugardag og spjölluðu vinalega um minni háttar tillögur bámst hrein styijaldartiðindi frá frétta- stofu útvarpsins. Varfrétta- maður á innsoginu þegar hann greindi frá hinu „róst- usama“ þingi sem nú stæði yfiráSeífossi. Þessar þrumufréttir höfðu þvfiík áhrif að fáni, sem dreg- inn var að húni við fundar- stað, hrundi þegar í hálfa stöng. Höfðu þingfulltrúar mikið gaman af þessum snörpu viðbrögðum almætt- isins sem hefur sýnilega blöskrað fréttaflutningurinn. Peningana fengu þeir ' Mennnotaýmsaraðferðir við að svfða fjárveitingar út úr ríkinu. Hér er ágæt upp- skrift sem notuð var fyrir allmörgum árum og gafst ein- staklegavel. í þetta skiptið var farið fram á fjárveitingu til að gera sjúkrafiugvöll á Tálknafirði. Töldu menn að gera þyrfti 700 metra langa braut ætti hún að þjóna tfigangi sínum. Fjár- veitingin, sem þeir fengu, var þó ekki nema fyrir 350 metra braut. En menn létu ekki bugast heldur byijuðu að leggja völlinn. Hófu þeir framkvæmdir við báða enda hans í einu og höfðu eina 700 metra á milh. Þegarfjárveit- ingin var uppurin kölluðu þeir til fuhtrúa frá Flugmála- stjórn, sýndu honum verkin og sögðu að nú vantaði bara peninga til að leggja miðju brautarinnar sem enn hafði ekkiveriðlögð. Til þess að þessi skömm spyrðist ekki um allt land var ákveðið að auka fjárveiting- una í hvehi um það sem upp á vantaði til að hægt yrði að ljúka við brautina. Og þannig fengu Tálknfirðingar 700 metra langan flugvöll á met- tima. Þorvaldur Gardar: Frumvarp um einnota ibúóir. Mismæli áþingi Mikið hefur verið rætt um einnota umbúðir að undan- fórnu. Þarna er á ferðinni þjóðþrifamál í þess orðs fyllstu merkingu enda hafa nú fimm þingmenn úr hinum ýmsu flokkum sameinast um að leggja fram frumvarp um slíkarumbúðir. Svo var það um daginn, þegar Þorvaldur Garðar, for- seti sameinaðs þings, hugðist afgreiða málið til nefndar að hann kahaði það „frumvarp um einnota íbúðir". Varla hafði forsetinn sleppt síðasta orðinu þegar hlátur- inn tók að gusast út úr þingmönnum. Forsetinn varð æði kindarlegur í fyrstu en tók svo á sig rögg og sagði: „Ég skil vel hvers vegna þingheimur gleðst." Löggan sér um flutninginn Talsvert mun vera um að sígarettum sé smyglað út af Vellinum. Kaupa „smyglar- amir“ góða skammta í sjálf- sölum á „lága verðinu" og selja utan vallar með nokkr- um hagnaði. En það eru ekki bara sígar- ettur, sem fýsilegt þykir að smygla, heldur einnig sæl- gæti, skinka og fleira góð- meti. Sagt er að nú hafi verið fundin upp pottþétt aðferð til að koma góssinu fram hjá laganna vörðum. Hún fer þannig fram að „smyglari" höndlar hinn eftirsótta varn- ing og felur hann í skotti bifreiðar sinnar. Síðan steyp- ir hann í sig bjór, helst nokkuð miklu magni. Þá hringir hann á lögguna og segist hafa „dottið í’ða" og biður um aðstoð við að koma bílnum heim. Löggan er öh af vilja gerð til aö koma í veg fyrir ölvunarakstur og skutl- ar bílnum því inn í Keflavík. Og þar með hefur prakkarinn náð sér í tvö prik, þ.e. drukk- iö sig fullan og komið smygl- inu undan með aðstoö lögreglu. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir Leikarar og aðstandendur sýningar Leikfélags Hornafjarðar á 19. júní. DV-mynd Ragnar Imsland Leikfélag Homarfjarðar: Frumsýndi 19. Júlía Imsland, DV, Höfir Leikfélag Hornafjaröar frumsýndi leikritiö 19. júní á miðvikudags- kvöldið en leikritið er eftir löunni og Kristínu Steinsdætur. Þetta er frumflutningur leikritsins á sviði en það hefur verið flutt í útvarpi. Lítil- lega þurfti að breyta leikritinu fyrir flutning á sviði og gera texta við sjö lög sem Jóhann Moravek gerði við leikritiö. júní Þetta leikrit fjallar um baráttu kon- unnar við að losa sig úr viðjurn gamallar hefðar og er verkið í heild sambland gamans og alvöru og góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Leikendur eru tíu og með aðal- hlutverkin fara Elísa Jónsdóttir og Ragnheiður Sigjónsdóttir. Leikstjóri er Oktavía Stefánsdóttir. 19. júní er fertugasta verkefni Leikfélags Hornafjaröar á 25 ára starfsferli. Fréttir Höfn: Nýtt skip í flotann Júlía Imsland, DV, Höfii: Nýtt skip bættist í flota Hornfirð- inga í mánuðinum. Það er Borgey hf. sem keypti Þórkötlu IIGK 197 frá Grindavík. Þórkatla er 201 lesta stálbátur. smíðaður í Noregi 1966. Þórkatla hef- ur nú fengið nafnið Akurey SF 31. Akureyin er komin á síldveiðar með hringnót. Skipstjóri á Akurev verður Guðmundur Kr. Guðmundsson. Borgey hf. á fyrir fjögur veiðiskip. Hrísey. Hvanney. Lyngev og togar- ann Þórhall Daníelsson. Athugasemd Blaðinu hefur borist eftirfar- andi athugasemd: ..í DV þann 3. nóvember birtist í dálkinum „Sandkorn" smáfrétt um afdrif tveggja báta. „Hrafns- ins" og „Arnarins". sem Norð- menn gáfu íslendingum árið 1974. Er þar farið háðulegum orðum um ástand þeirra eftir að Hrafn Gunnlaugsson. kvikmyndaleik- stjóri. hafði fengið þá að láni. Hvað varðar „Örninn". en þann bát eiga Reykvíkingar. þá er þaö sem fram kemur í fréttinni raka- laus þvættingur. Báturinn var í góðu lagi þegar kvikmyndagerð- armenn fengu hann lánaðan og kom jafngóður til baka. „Örn- inn" er nú geymdur í Árbæjar- safni og er blaðamönnum og hverjum öðrum. sem áhuga hef- ur, velkomið að koma og sjá hann. Ragnheiður H. Þórarinsdóttir, borgarminjavördur og forstöðu- maður Árbæjarsafns." KJALARNESI Nýr umboðsmaður DV frá og með 1.11.87: Guðrún Erla Magnúsdóttir, Esjugrund 19, sími 667512. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ SVIÐSMENN Sviðsmenn vantar á stóra svió Þjóðleikhússins. Stundvísi og reglusemi áskilin. Ráðningarkjör eru samkvæmt kjarasamningi SFR og fjármálaráðherra. Nánari upplýsingar veita leiksviðsstjóri og skipulags- stjóri Þjóðleikhússins, Hverfisgötu 19, sími 11204. Umsóknum bera skila á skrifstofu Þjóðleikhússins fyrir 8. nóv. á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Þjóðleikhússtjóri BLAÐAUKI ALLA LAUGARDAGA BÍLAMARKAÐUR DV er nú á fullrí ferð SKILAFRESTUR í BÍLAGETRAUN ER TIL KL. 22 í KVÖLD, FIMMTUDAG BILASALAN HLÍÐ Borgartúni 25, R. SÍMI 17770 - 29977 M. Benz 309 1986, ek. 60 þús. Verð 1350 þús. Dodge Powerwagon 1978, ek. 75 þús. Verð 640 þús. Ch. Blazer m/öllu 1984, ek. 51 þús. Verð 880 þús. M. Benz 608 1981, ek. 100 þús. (leyfi). Verö 800 þús. Malibu Classic 1979,ek. 133 þús. V. 250 þús. Wagoneer V-81978, ek. 136 þús. V. 400 þús. Audi 100cc GL 1982, ek. 73 þús. Verð 380 þús. M. Benz D1980, ek. 212 þús. Veró 500 þús. Pajero, langur, ek. 39 þús. Verð 1075 þús. M. Benz 190E1984, ek. 43 þús. Verð 980 þus.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.