Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1987, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987. Utlönd Sagnfræðingar rannsaka njósnir PáD Vflhjálmsaon, DV. Oaló: Norski Verkamannaflokkurinn og norska alþýðusambandið hafa samþykkt að láta sagnfræðinga rannsaka skjöl sín og pappíra til að komast til botns í njósnamáli sem hefur verið áberandi í fjölmiðl- um undanfamar vikur. Verkamannaflokkurinn og al- þýðusambandið eru sökuð um að hafa stundað persónunjósnir á róttækum vinstri raönnum og kommúnist- um. Það er vitað að þessar njósnir hófust eftir lok seinni heimsstyrjaldar en menn greinir á um hvenær þeim lauk og hversu miklar þær voru. Norskir kommúnistar segjast hafa visbendingu um að nöfn kommún- ista og róttækra vinstri manna hafl verið færð í spjaldskrár íram á síðustu ár. Forystumenn alþýðusambands og Verkamannaflokks neita því að persónunjósnir hafi verið stundaöar af þeirra hálfu síðustu fimmtán árin. Enn er ekki vitað hvaða sagnfræðingar munu rannsaka skjalageymsl- urnar sem varpað geta ljósi á þennan kafla í eftirstríðssögu Noregs. Vinsældir Le Pens minnkandi Bjarni Hmriksson, DV, Bordeaor í skoðanakönnun, sem birt var í vikunni, kom fram greinilega fram að vinsældir Le Pens, leiötoga Þjóð- fylkingarinnar, fara minnkandi. Töldu 65 prósent aöspurðra Le Pen beinlínis hættulegan sem er aukn- ing um 10 prósent frá síðustu skoöanakönnun sem gerð var í mai á þessu ári. Hvað snertir hugmyndafræöi Le Pens eru 18 prósent í grófum drátt- um sammála því sem hann hefur fram að færa þótt þessi hópur myndi ekki endiiega kjósa hann. í mai var hópurinn 24 prósent að- spurðra. Svo virðist sem ungt fólk á aldrinum 18-34 ára sé hörðustu andstæöing- ar Le Pens sem nýtur hins vegar meira fylgis meðal handverksmanna, kaupmanna og iðnrekanda. Hinn harði kjami fylgismanna leiðtogans er kominn niður í 7-8 prósent en hefur síðustu mánuöi veriö á bilinu 10-12 prósent. Fleiri en áöur vilja greinilega að Le Pen fai ekki að bjóða sig fram til forseta og mikill meirihluti Frakka úr mismunandi stjórnmálaflokkum er gjörsamlega á móti samvinnu við Þjóðfylkinguna. Að lokum má geta þess að yfirlýsing Le Pens varðandi gasklefa nasista í seinni heimsstyrjöldinni þess efnis að þeir væru smáatriöi í sögu heims- styrjaldarinnar virðist ekki fara saman við álit Frakka. Voru 89 prósent aðspurðra fullvissir um að klefamir hefðu veriö til og notaöir af nasist- um. Einungis 1 prósent efaðist um að þeir hefðu verið notaðir en enginn gekk svo langt að neita tilvem þeirra alveg. Le Pen sjálfur lætur sér hvergi bregða og segir Frakka hrædda við að segja það sem þeir hugsa vegna ófrægingarherferöar fjölmiöla gegn hon* ura siðustu vikur. Þessi skoðanakönnun sé ekki marktæk. Flóttafólk með fólsuð vegabréf Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmannahoín: íranskur flóttamaöur fékk í vik- umii eins árs fangelsisdóm fyrir fólsun á skilríkjum. Samkvæmt lögreglunni er maöurinn höfuð- paurinn á bak viö stórframleiðslu áfölsuðum skilríkjum sem íranskir flóttamenn nota við komuna til Danmerkur. Án vegabréfs og ann- arra skilríkja er enginn möguleiki fyrir flóttafólk að yflrgefa það land þar sem lifi þeirra og liraum er ógnað. Við rannsókn I íbúð mannsins fann lögreglan fullkominn tækjakost til falsana, folsuð írönsk ökurskírteini og vegabréf frá flöida landa. Maður- inn neitar öllum sakargiftura en viöurkennir þó að hafa hjáipaö bróður sfnura tij Danmerkur á fólsuðum pappírum. Tveir íranir hafa fengið skilorðsbundna dóma í tengslum við þetta mál. Einn er ákæröur og búist er viö að fimm til viðbótar veröi ákæröir. Talsmaður lögreglunnar segir að hér sé mögulega aðeins um topp ísjak- ans aö ræða en margir reyni sjálfsagt að græða á óförura flóttafólks. Lögreglan á Kastrup-flugvelli segir atvinnumenn í smygli á fólki þéna stórfé á framleiðslu falsaðra vegabréfa og standi að baki dreifingar á fols- uðum ferðaskjölum, meðal annars með dönskum stimplum. Fullyrðir lögreglan á Kastrup að helmingur þeirra vegabréfa er flóttafólk fram- vísar við komuna þangaö sé falsaður. Danska lögreglan hefur nýlega frétt af uppijóstrun heillar vegabréfaverksmiðju á Sri Lanka en margt flótta- fólk flýr þaðan til Danmerkur. Linari gegn sjónvarpsauglysingum Haukux L. Haukason, DV, Kaupmannahö6r H. P. Clausen, menningarmálaráðherra Dana, leggur á ný fram laga- frumvarp stjórnarinnar frá í vor um sendingu auglýsinga í svæðaútvarpi og sjónvarpi svo stöðvamar geti í auknum mæli verið sjálfum sér nægar um flármagn. Er frumvarpið lagt fram á ný þar sem viðhorf þykja hafa breyst Sam- kvæmt frumvarpinu geta dagblöð rekið útvarps- og sjónvarpsstöðvar. Frumvarpið var fellt í vor og munaði þar mestu um atkvæði Róttæka vinstri flokksins. Jafnaðarmenn greiddu atkvæði á móti en báðir þessir flokkar hafa slakað á afstöðu sinni gegn auglýsingum í svæðisstöðvunum. Átökin harðna á nýian leik I>V írakir réðust á mörg trönsk skotmörk i gær. Átökin milli írans og íraks fara nú harðnandi að nýju, eftir nokkurn samdrátt undanfarnar vikur. írakir sýndu í gær vantrú sína á friðarum- leitunum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna með því að grípa til veru- legra aðgerða gegn írönskum skotmörkum. Gerðu þeir harðar ár- ásir á olíumannvirki írana, svo og á skipaumferð frá íran. íranir sýndu einnig harðnandi af- stöðu, sem kom vel fram í fjölmenn- um mótmælum gegn Bandaríkja- mönnum í landinu í gær. Þá segjast þeir hafa skotið niður tvær orrustu- þotur frá írak. Þeir sem leita friðarleiða í styrjöld- inni milli frans og íraks eru nú vondaufir um að árangur verði af starfi þeirra. Hjá Sameinuðu þjóðun- um voru fulltrúar svartsýnir í gær. Samningaumleitanir hafa sýnt að stríðsaðilar hafa ekkert nálgast hvor annan og talið er vonlítið að takist að koma á vopnahléi í bráð. íakir gáfu í gær út yfirlýsingu, þar sem haft er eftir Saddam Hussein, forseta landsins, að íranir séu nú dauðadæmdir ef þeir ekki leggja nið- ur vopn sín skilyrðislaust. Gunnlaugur A. Jónssan, DV, Lundi: Mótmæli Ingvars Carlssonar, for- sætisráðherra Sviþjóðar, fyrir utan sendiráð Rúmeníu í Stokkhólmi í gær virðast hafa fengið yfirvöld í Rúmeniu til að skipta um skoðun. í rúman mánuö hefur sænsk kona setið og fastað fyrir utan sendiráðið í þeim tilgangi að reyna að knýja rúmensk yfirvöld til að leyfa rúm- enskum manni hennar að flytjast til Svíþjóðar. Síðast í fyrradag skýrði Uppljóstrari stjórnarinnar á Filipps- eyjum reynir að bera kennsl á handtekna sem grunaðir eru um morðaðild. Símamynd Reuter í Teheran er haft eftir háttsettum embættismanni að styrjaldarofsann muni ekki lægja fyrr en stjórnar- flokkur íraks fer frá völdum. írakir viðurkenndu í gær aö hafa misst eina orrustuþotu í árásum á rúmenski sendiherrann frá því að maðurinn fengi aldrei að flytjast úr landi vegna þess að hann byggi yfir ríkisleyndarmálum. Sænsk stjómvöld hafa gefið í skyn að ef mál þetta leysist ekki farsællega muni það hafa mjög slæmar afleið- ingar fyrir samskipti þjóðanna. Sten Andersson utanríkisráðherra hafði kallað sendiherra Rúmeníu á sinn fund til að mótmæla. Svíar höfðu í fyrradag kallað sendiherra sinn í Rúmeníu heim í mótmæla- írönsk skotmörk. í fréttum frá Bagdad, höfuðborg íraks, segir að ráðist hafi verið á flögur skip á norð- anverðum Persaflóa og árásir hafi verið gerðar á olíhöfnina á Kharg- eyju. skyni en allt kom fyrir ekki. En þegar Ingvar Carlsson mætti í gær fyrir utan sendiráðið til að styðja mótmæli sænsku konunnar virtist sem rúmönskum yfirvöldum hafi þótt mælirinn fullur enda ekki á hverjum degi sem forsætisráðherra tekur þátt í mótmælum fyrir utan sendiráð annarrar þjóðar. Rúmensk yfirvöld skýrðu frá því að þau vonuð- ust til að leysa máÚð fyrir helgina. Sautján handteknir Lögreglan a Filippseyjum tilkynnti í gær að handteknir hefðu verið sautján menn grunaðir um aðild að morðunum á bandarísku hermönn- um þremur og Filippseying við bandarísku herstöðina Clark. Voru mennirnir sextán gripnir í skyndiárásum í þorp nálægt herstöð- inni. Einnig lagði lögreglan hald á byssur og handsprengjur sem voru í fórum sex aðilum sem grunaðir eru um að vera félagar í samtökum skæruliða kommúnista. Að sögn talsmanns lögreglunnar hafa sjónarvottar að morðunum lýst atburðarásinni. Rannsókn málsins miðar nokkuð vel en lögreglan vill enn ekki gefa upp hver aðalvinnu- kenningin er. Bandaríkjamennirnir þrír og Filippseyingur, sem reyndi að koma einum þeirra til bjargar, voru allir skotnir til bana hver í sinni árásinni nálægt flugstöðinni. Öll öryggis- gæsla fyrir tugi þúsunda banda- rískra hermanna og flölskyldur þeirra hefur verið hert til muna í kjölfar morðanna. Lögreglan á Filippseyjum hefur einnig gert skyndiárásir inn í fá- tækrahverfi í Manilla og handtekið fimmtíu og þrjá menn, grunaða um tengsl við kommúnista. I Páll Vilhjálmsson, DV, Osló: Minnihlutastjórn norska verkamannaflokksins náöi í vi- kunni samkomulagi um afgreiðslu flárlaga við miðjuflokkana tvo, Kristilega þjóðarflokkinn og Mið- flokkinn. Þessir tveir flokkar hafa til skamms tíma verið hallir undir Hægri floktónn og sátu í ríkisstjóm Káre Willochs 1981 til 1986. Samkomulag Verkamanna- flokksins og miöjuflokkanna bendir til þess að Hægri flokkurinn sé að einangrast í norskri pólítík. Eftir sigur Framfaraflokksins í sveitar- og fylkiskosningunum í haust hefur Hægri flokkuiinn tekiö upp harðari stefnu gagnvart miðju- flokkunum. Hægri flokkurinn tapaði atkvæöum til Framfara- flokksins sem aðhyllist hugmynda- fræði nýfijálshyggjunnar. Forysta Hægri flokksins túlkaöi niðurstöð- ur kosninganna á þann veg að kjósendur væm orðnir þreyttir á málamiðlunum sem flokkurinn geröi stöðugt við miöjuflokkana, Miöjufiokkamir, sem aðallega sækja sitt fylgi til dreifbýlisins, gátu ektó sætt sig við stefnubreyt- ingu Hægri flokksins. Þeirra svar var aö ganga til samstarfs við minnihlutastjóm Gro Harlem Brundlandt. Forystumenn Kristilega þjóðar- flokksins og Miðfiokksins segja að samkomulagið við Verkamanna- flokkinn sé aðeins bundið við þær aðstæður sem nú era í norskum stjórnmálum. Það er hins vegar talið aö hin breytta afstaða miðju- flokkanna geti orðið varanleg. Stórsigur Framfaraflokksins í kosningunum í haust getur leitt til þess aö Hægri flokkurinn marki sér bás lengra til hægri en verið hefur áður. Það geta miöjuflokk- arnir ektó sætt sig viö og þá er eina leiðin fyrir þá til þess að ná áhrif- um að vinna með Verkamanna- flokknum. Ingvar Carisson mótmælir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.